Morgunblaðið - 24.11.2002, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG heiti Sunneva Jóhannsdóttir og
ég á heyrnarlausa foreldra.
Ég hef tekið eftir því að mamma
mín og pabbi og flestir heyrnarlausir
missa af miklu í sambandi við sam-
félagið vegna þess að fréttir og um-
ræður ná ekki til þeirra.
Mér finnst sjónvarpsstöðin ekki
taka nægilegt tillit til fólks sem er
með þessa fötlun.
Mig langar að spyrja ykkur eftir-
farandi spurninga:
1. Af hverju eru táknmálsfréttir í 5-8
mín. en fréttir fyrir ykkur sem er-
uð heyrandi í eina klst. Og 15 mín?
2. Af hverju á heyrandi fólk meiri
rétt á fréttum en heyrnarlaust?
Ég vil minna ykkur á að heyrandi
fólk fær:
Fréttir, íþróttir + veður = 30 mín.
Kastljós = 30 mín. + það er end-
ursýnt á kvöldin!
Tíufréttir = 15 mín.
En heyrnarlaust fólk fær aðeins:
Táknmálsfréttir = 5–8 mín. og
kannski 2–3 fréttir!
Sjáið þið engan mun á þessu?
Þetta er ekkert annað en óréttlæti.
Mér finnst það minnsta sem þið
ættuð að geta gert er að hafa túlk við
hliðina á fréttaþulinum eða einfald-
lega texta allt fréttaefnið.
Með von um að bréfið veki ykkur
til umhugsunar um stöðu heyrnar-
lausra.
SUNNEVA JÓHANNSDÓTTIR,
14 ára,
Kópavogsbraut 99,
Kópavogi.
RÚV
Frá Sunnevu Jóhannsdóttur:
STUNDUM kemur það fyrir að Rík-
issjónvarpið okkar sýnir kvikmyndir
sem allur almenningur getur horft á
og notið. Það gerðist til dæmis um
daginn. Þá sýndi sjónvarpið á laug-
ardagskvöldi mynd um stúlkuna
Pollýönnu eftir sögu Eleanor H.
Porter, sem var virkilega mannbæt-
andi. Eins og sólskinsblettur í heiði.
Allar stelpur og margir strákar lásu
söguna um Pollýönnu á sínum tíma
og höfðu gott af og vonandi er hún
enn lesin af ungu fólki.
Sumir sérfræðingar munu auðvit-
að halda því fram að umrædd filma
hafi verið bæði væmin og leiðinleg.
Við því er ekkert að segja, en það
breytir ekki þeirri staðreynd að hin-
ar bjartsýnu og lífsglöðu Pollýönnur
allra tíma eru stórkostlegar mann-
eskjur. Og hún Pollýanna er í hjarta
okkar allra meira og minna. En við
þurfum að hlusta oftar á hana en við
gerum.
En svo byrjaði auðvitað ballið. Um
leið og afkynningin á Pollýönnu rúll-
aði af skjánum hófst djöfulgangur-
inn. Dynjandi skothríð og morðin í
algleymingi. Bara auglýsing um
næstu mynd. Mjög einfalt en samt
svo ógnvænlegt. Svona gengur dæl-
an í sjónvarpi allra landsmanna allt-
of oft. Og fréttirnar! Þar eru morð-
og ofbeldisfréttir í stórum stíl ómiss-
andi þáttur. Veit ég vel að við þurf-
um að fá fréttir utan úr heimi, en
fyrr má nú gagn gera. Hvað skyldi
stúlkan Pollýanna hafa sagt um
þennan darraðardans sem dynur á
okkur dag út og dag inn?
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri.
Hvað hefði
Pollýanna sagt?
Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri
skrifar:
GRÍMULAUS skoðanakúgun
úgerðarmanna er staðreynd.
Miðvikudaginn 13. nóvember sl.
birtist þessi undarlega árátta út-
gerðarmanna með skrifum stjórn-
armanns LÍÚ og forstjóra Síldar-
vinnslunar í Neskaupstað í
Morgunblaðinu. Ég skora á þá sem
eiga tök á að lesa grein stjórnar-
manns LÍÚ, en í henni er verið að
hnýta í Morgunblaðið fyrir að birta
skoðanir Steingerðar Ólafsdóttur,
sem voru stjórnarmanninum ekki
að skapi. Við höfum séð þessa til-
hneigingu áður hjá LÍÚ-klíkunni.
Ágætum þingmanni, Árna Steinari
Jóhannssyni, var bolað frá því að
halda hátíðarræðu á sjómannadag-
inn í Eyjafirði og LÍÚ-klíkan vildi
koma í veg fyrir að Baltasar ræddi
við unglinga um kvikmyndina Hafið.
Mér er spurn: Í hvernig þjóð-
félagi vill LÍÚ búa? Er það þjóð-
félag þar sem eingöngu verður leyft
að birta „réttar“ skoðanir? Hvernig
væri ef stjórn LÍÚ gerði lista yfir
æskilegar skoðanir? Ég ætla ekki
að rekja þessa makalausu grein í
löngu máli en henni lýkur á að for-
stjórinn býður Steingerði í heim-
sókn til Neskaupstaðar til þess að
auka skilning hennar á sjávarútveg-
inum. Ég ætla að taka upp siði for-
stjórans og bjóða fólki heim á síðum
Morgunblaðsins og hér með býð ég
forstjóranum og stjórnarmanni
LÍÚ, Björgólfi Jóhannssyni, í heim-
sókn heim til mín á Skagfirðinga-
braut 13 á Sauðárkróki og ræða þar
sjávarútvegsstefnu Frjálslynda
flokksins til þess að auka skilning
hans á sjávarútveginum, sanngirni
og skoðanaskiptum í lýðræðisþjóð-
félagi.
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON,
Skagfirðingabraut 13,
Sauðárkróki.
Skoðanakúgun
útgerðarmanna
Sigurjón Þórðarson skrifar: