Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 49

Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 49 RAÐGREIÐSLUR Útsöluverð 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík SÍÐASTA SÖLUSÝNING FYRIR JÓL í dag, sunnudag 24. nóvember, kl. 13-19 Verðdæmi Stærð Verð áður nú staðgreitt Balutch bænamottur ca 80x145 cm 12-16.000 8.900 Pakistönsk „sófaborðsstærð“ 125x175-200 cm 43.900 28.400 Pakistönsk „borðstofustærð“ 219x308 cm 125.500 89.300 Rauður Afghan ca 200x280 cm 90.000 64.100 og margar gerðir af afghönskum og pakistönskum teppum. Fyrirtæki til sölu:  Rekstrarleiga með kauprétti. Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirrar leigu sem greidd hefur verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mjög mikið að gera. Hentugt fyrir 3-4 starfsmenn.  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður. Verð aðeins 3,8 m. kr.  Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.  Járn & lykkjur ehf. Vel tæknivætt framleiðslufyrirtæki sem þjónar bygg- ingariðnaðinum. Sameining eða sameign kemur vel til greina.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt myndbandasjoppa í Breiðholti með góða veltu. Gott tækifæri fyrir byrjendur sem eiga ekki mikla peninga.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki. Frábær staðsetning.  Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax- andi velta og miklir möguleikar.  Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.  Lagerhótel — búslóðageymsla. Ársvelta 10 m. kr. Gott tækifæri fyrir sameiningu við annan rekstur. Möguleiki á miklum akstri.  Verslunin Litla-Brú, Höfn í Hornafirði. Blóma- og gjafavöruverslun í eigin húsnæði á besta stað í bænum. Auðvelt að breyta í annan rekstur, t.d. kaffihús. Auðveld kaup.  Hlíðakjör. Rótgróin matvörusjoppa með ágæta afkomu. Ársvelta 36 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir trausta aðila.  Þekkt lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem við- bót við annan rekstur.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekktur suðrænn veitingastaður til leigu. Fullbúinn og í fullum rekstri. 100 sæti. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk.  Langar þig í eigin rekstur? Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur.  Lítið fyrirtæki sem rekur 9 leikjakassa í sjoppum. Auðveldur rekstur í aukavinnu.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Hentar vel til flutnings út á land. Verð aðeins 3,5 m. kr.  Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  H-búðin Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Lítil en þekkt smurbrauðsstofa og veisluþjónusta með góð tæki og mikla möguleika.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður.  Þekkt íþróttavöruverslun. Ársvelta 25-30 m. kr. Auðveld kaup.  Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. Gott fyrir laghentan hestamann.  Kaffi- og veitingahúsið Vivaldi, Borgarnesi. Auðveld kaup. Skipti mögul. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu Íslands - Þjóskrá eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.hagstofa.is/deildir/theydubl.htm. Hagstofa Íslands - Þjóðskrá Skuggasund 3, 150 Reykjavík, sími 560 9800, bréfasími 562 3312. -heilunar- og hugleiðslunámskeið ætlað þeim sem eru að takast á við sjúkdóma og eru tilbúnir að leggja eitthvað af mörkum fyrir sig. • Viðurkenndar aðferðir til að bæta árangur jafnhliða öðrum meðferðum. • Þetta gæti gert gæfumuninn fyrir þig. • Þátttakendur fá allir einkatíma fyrir og eftir námskeið. Dags.: Kvöldnámskeið 27.-30. nóv., dagnámskeið 3.-5. des. Upplýsingar og skráning í s. 553 3934, milli kl. 10.00 og 12.00 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari Reiki alltaf á föstudögum ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Fylkir þarf sjálft að greiða 185.000 krónur í bæt- ur til drengs sem slasaðist þegar hann var við leik við áramótabrennu félags- ins á nýársdag 1997. Ragnar Baldurs- son héraðsdómslögmaður, sem hefur gætt hagsmuna drengsins, segir að slík upphæð geti varla haft mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins. Hæstiréttur dæmdi félagið til að greiða drengnum rúmlega 660.000 krónur í bætur og 600.000 í máls- kostnað. Ragnar segir að nánast allur þessi kostnaður falli á Sjóvá-Almenn- ar sem sé tryggingafélag Fylkis. Íþróttafélagið þurfi að greiða sjálfsábyrgð, 185.000 krónur. Í Morg- unblaðinu á laugardag fyrir viku segir Birgir Finnbogason, formaður aðal- stjórnar Fylkis, að þessi dómur sé stór biti fyrir félagið að kyngja. Í máli hans kom ekki fram að tryggingar- félagið bætti tjónið að langmestu leyti. Ragnar segir að foreldrar drengs- ins hafi ákveðið að stefna ekki Fylki fyrr en eftir að Sjóvá-Almennar lýstu því yfir að tryggingarnar myndu að langmestu leyti bæta tjónið, teldi dómurinn að íþróttafélagið væri skaðabótaskylt. Því komi yfirlýsingar Birgis Finnbogasonar talsvert á óvart því varla geti 185.000 krónur verið stór biti fyrir félagið miðað við hversu umfangsmikil starfsemi þess sé. Í samtali í síðustu viku sagði Birgir að hvorki hann né aðrir í aðalstjórn Fylkis hefðu vitað að félagið yrði að- eins að greiða sjálfsábyrgð, fyrr en á miðvikudag. Aðalstjórn félagsins verði að greiða bæturnar og hún hafi takmarkaða möguleika til fjáröflunar. Lögmaður drengs sem slasaðist við brennu Bæturnar geta varla haft mikil áhrif

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.