Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI ætlaði varla að trúaaugum sínum, og fyrst og
fremst nefi, um daginn þegar hann
steig upp í leigubíl sem hann hafði
pantað hjá BSR. Víkverji var 3–4
mínútur á leiðinni út úr húsinu, þang-
að sem hann hafði pantað bílinn. Þeg-
ar út var komið blasti við nokkuð und-
arleg sjón. Leigubílstjórinn sat í
mestu makindum sínum í bílstjóra-
sætinu og reykti sígarettu. Hann hef-
ur greinilega ætlað að fá það mesta út
úr þessari örstuttu stund sem hann
þurfti að bíða eftir Víkverja.
Það skal reyndar tekið fram, bíl-
stjóranum til tekna, að hann hélt síg-
arettunni fyrir utan gluggann og
reyndi að blása eiturbláum reyknum
út. Víkverji veit þó vel, þar sem hann
prófaði að reykja sem unglingur, að
þó maður reyki út um glugga kemst
fnykurinn alltaf inn. Það ættu allir
sem reykja að vita og þar sem þetta
er algengt minni í unglingamyndum
ætti þessi fróðleikur að teljast til al-
mennrar þekkingar.
Víkverji ákvað þó að láta þetta ekki
á sig fá og settist í aftursætið. Eins og
fjölmargir landsmenn hefur Víkverji
átt við einhverja kveflumbru að stríða
alla vikuna. Reykurinn, sem vissulega
mátti merkja í aftursæti bílsins, fór
illa í viðkvæman háls Víkverja og fékk
hann því mikið hóstakast stuttu eftir
að ökuferðin hófst.
Hann ákvað að rétt væri að segja
sína skoðun, láta ekki allt yfir sig
ganga. Farið kostaði jú um þúsund
krónur og það er hægt að gera margt
skemmtilegra fyrir þann pening en
sitja í reykjarkófi í aftursæti og hósta
upp lungum og lifur. „Ég hefði nú vilj-
að reyklausan bíl,“ hóstaði Víkverji
loks upp úr sér. „Þú verður þá bara að
biðja um það næst,“ sagði bílstjórinn
önugur.
x x x
VÍKVERJI skilur vel að það hljótiað vera erfitt að vera reyking-
armaður í dag, þegar ekki má reykja
á öllum kaffihúsum, bannað er að
reykja í kvikmyndahúsum og flugvél-
um auk þess sem sígarettupakkinn
kostar hátt í 500 krónur. Honum
finnst þó engin ástæða að menn í
þjónustustarfi, eins og leigubílstjórar,
verði önugir þegar viðskiptavinir láta
í ljós óánægju sína með að vera látnir
vaða reyk.
Víkverji svaraði því að bragði að
hann gerði sér ekki grein fyrir því að
það þyrfti að taka fram hvort maður
vildi reyklausan eða bíl sem mætti
reykja í. Hann héldi að það væri liðin
tíð að það væri talið eðilegt að blása
reyk framan í kúnnann. Langt er t.d.
síðan gjaldkerar bankanna fengu að
reykja við vinnu sína. Þar sem innan-
lands- og millilandaflug væri orðið
reyklaust hlyti það sama að ganga yf-
ir leigubílana. Að þar ferðuðust allir á
reyklausu farrými. Fyrst menn geti
haldið sér reyklausum á leiðinni yfir
Atlantshafið, hljóti þeir að geta gert
það í 10 mínútna bíltúr í Reykjavík.
x x x
EKKI er langt síðan fréttir vorufluttar af því að leigubílstjórar
mættu ekki bera á sig of mikinn rak-
spíra eða önnur ilmefni, ættu að þvo
hárið reglulega, skipta um sokka og
nota svitasprey, allt svo kúnnanum
liði betur. Svo virðist a.m.k. sem um-
ræddur leigubílstjóri hafi ekki heyrt
af þessum reglum.
Bætur
almanna-
trygginga
MIÐVIKUDAGINN 20.
nóvember var birt tafla í
Morgunblaðinu yfir hækk-
un bóta almannatrygginga.
Þar er ekki farið með
réttar tölur. Ellilífeyrir er
nú 19.990 en ekki 19.000
eins og sagt er. Geir H.
Haarde segir bætur hækka
sem svarar 8–14 þús. á
mánuði. Eftir mínum út-
reikningi mundu mínar
bætur hækka innan við 5
þús. krónur. Ég er með
fulla tekjutryggingu og
heimilisuppbót. Frá
Trygggingastofnun fæ ég
nú 70.796 kr. Af því er tekið
í skatt 8.823 krónur. Þannig
að eftir verða 61.973 kr.
Þetta er smánarleg
hækkun og verður strax
tekin til baka með hækkun
á þjónustu og vörum.
100 þús. kr. skattfríar er
lágmarksupphæð til að fólk
geti lifað án þess að þurfa
að standa í biðröð og betla
lífsnauðsynjar.
Nefndin sem samdi um
þessar smánarbætur með
Þórarinn V. Þórarinsson í
fararbroddi, var hún ekki á
góðum launum?
Ein reið og hissa.
Fátæktar-
síbyljan
ÉG hlusta oft á útvarp
Sögu og þar er margt at-
hyglisvert til umræðu en þó
ofbýður mér stundum
sjálfsvorkunnar og fátækt-
arsíbyljan á þeim bæ. Eða
þegar maðurinn úr „Svörtu
loftunum“ og sama fólkið
hringir inn oft á dag með
sama svartsýnishjalið. Þá
er gott að skipta á gömlu
gufuna sem hefur farið
batnandi undanfarið.
Að lokum vil ég þakka
Sigmund teiknara fyrir
stórgóðar skopmyndir í
Morgunblaðinu.
Gott er að til er fólk sem
lyftir manni lundina í öllu
svartnættinu.
Eldri borgari.
Þakklæti
ÉG vil koma á framfæri
þakklæti mínu til Alex-
eisergev sem býr á Klapp-
arstíg, en hann fann skart-
gripapoka sem ég týndi og
kom honum til skila.
Sigurpáll Grímsson.
Tapað/fundið
Pennaveski týndist
PENNAVESKI týndist á
milli Tónlistaraskólans í
Hafnarfirði og Safnaðar-
heimilis Fríkirkjunnar, ein-
hvers staðar á Strandgöt-
unni. Þetta pennaveski er
með tau-„ljónshaus“ og
ljósbrúnt. Finnandi hafi
samband við Írisi í síma
847 7391.
Skólataska og úlpa
týndust
SKÓLATASKA og rauð
úlpa týndust við Garðheima
sl. fimmtudag. Finnandi
hafi samband í s. 587 3789.
Dýrahald
Mikki er týndur
MIKKI er grár og hvítur
fress, eyrnamerktur og
með bláa ól. Hann týndist í
Rimahverfi sl. þriðjudag.
Fólk í hverfinu er beðið að
athuga skúra og geymslur.
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar hafi samband í
síma 865 9969.
Kanínur og mús
fást gefins
KANÍNUR og kanínuung-
ar fást gefins. Einnig fæst
ein mús gefins. Upplýsing-
ar í síma 867 0797 eftir 13.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 káka, 4 hörfar, 7 lævís,
8 gungum, 9 ílát, 11 fram-
kvæma, 13 drepa, 14 vesl-
ast upp, 15 nabbi, 17 svöl,
20 elska, 22 stólarnir, 23
fiskar, 24 fyrir innan, 25
núa.
LÓÐRÉTT:
1 valur, 2 búin til, 3 bæta
við, 4 skarkali, 5 drengja,
6 langloka, 10 byrðingur-
inn, 12 keyra, 13 hrygg-
ur, 15 rass, 16 dáin, 18
sterk, 19 móka, 20 flanar,
21 heiti.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 reytingur, 8 undin, 9 fagur, 10 iðn, 11 dýrin, 13
aurar, 15 barns, 18 fauti, 21 tel, 22 tigni, 23 auðug, 24
mannskaði.
Lóðrétt: 2 eldur, 3 túnin, 4 nefna, 5 uggur, 6 pund, 7 frír,
12 inn, 14 una, 15 biti, 16 ragna, 17 stinn, 18 flakk, 19
urðuð, 20 Inga.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
er Selfoss væntanlegt.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un félagsvist kl. 14, á
þriðjudag samsöngur kl.
14, stjórnandi Kári Frið-
riksson. Jólahlaðborð
verður 6. desember.
Húsið opnað kl. 17. Gest-
ur kvöldsins Þórunn
Sveinbjörnsdóttir vara-
formaður Eflingar. Mar-
grét E. Jónsdóttir syng-
ur við undirleik Karls
Olgeirssonar, börn frá
Suzuki-skólanum leika á
fiðlur, Ásgeir Ásgeirsson
leikur á gítar. Allir hjart-
anlega velkomnir.
Skráning í afgreiðslu.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9–12 opin handa-
vinnustofa, kl. 11 boccia,
kl. 13–16.30 opin smíða-
stofa/útskurður, opin
handavinnustofa, kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10–11 samveru-
stund, kl. 13.30–14.30
söngur við píanóið, kl.
13–16 bútasaumur.
Uppl. í s. 568 5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Mánud: Kl. 16 leikfimi.
Fimmtud: kl. 13 tré-
skurður, kl. 14 bókasafn-
ið, kl. 15–16 bókaspjall,
kl. 17–19 æfing kór eldri
borgara í Damos. Laug-
ard: kl. 10–12 bókband,
línudans kl. 11. Inn-
kaupaferð í Kringluna
28. nóv. kl. 13. Miðasala
hafin í jólahlaðborð 12.
des. Uppl. í síma
586 8014.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á morgun
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið, Lönguhlíð
3. Á morgun kl. 8 böðun,
kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9
myndlist, kl. 10–12 versl-
unin opin, kl. 13 föndur
og handavinna, kl. 13.30
enska, framhald.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 8–16
opin handavinnustofan,
kl. 9–12 myndlist, kl. 10–
13 opin verslunin, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. 13–16
spilað.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Á morgun Kl. 9–16
handavinnustofan opin,
kl. 9–12 myndlist, kl. 13–
16 körfugerð, kl. 11–
11.30 leikfimi, kl. 13–16
spilað, kl. 10–13 versl-
unin opin.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un, mánudag, púttað í
Hraunseli kl. 10. Tré-
skurður kl. 13 og fé-
lagsvist kl. 13.30. Á
þriðjudag: Handavinna
kl. 13.30, brids kl. 13.30,
púttað kl. 13 og kl. 14.
Opið hús fim. 28. nóv.
Nokkrir rithöfundar lesa
úr verkum sínum. Kaffi-
veitingar. Dansleikur í
Hraunseli föstud. 29.
nóv. kl. 20.30. Caprí tríó
leikur fyrir dansi. Nám-
skeið í mótun á leir verða
alla föstudaga kl. 13–16,
laus pláss. Billjardstofan
opin alla virka daga kl.
13–16. Skráning og allar
uppl. í Hraunseli í síma
555-0142.
Félagsstarfið, Furu-
gerði 1. Dansleikur
þriðjudaginn 26. nóv. kl.
19.30. Hljómsveitin Í
góðum gír leikur fyrir
dansi. Veitingar. Allir
velkomnir.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Á morgun böð-
un kl. 9–12, opin handa-
vinnustofan kl. 9–16.30,
félagsvist kl. 14, hár-
greiðslustofan opin 9–14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ. Basar Söng-
félags FEB verður í dag,
sunnudag, kl. 13 í Ás-
garði, Glæsibæ. Dans-
leikur í kvöld kl. 20.
Caprí-tríó leikur. Mánu-
dagur: Brids kl. 13.
Línudanskennsla fyrir
byrjendur kl. 18. Dans-
kennsla Sigvalda,
framh., kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30.
Þriðjudagur: Skák kl. 13
og alkort kl. 13.30.
Almennur félagsfundur
með þingmönnum
Reykjavíkur laugardag-
inn 30. nóvember í Ás-
garði, Glæsibæ, kl. 13.30.
Upplýsingar á skrifstofu
FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag myndlistarsýning
Árna Sighvatssonar opin
kl. 13–16. Á morgun,
mánudag, kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Kl.
9.30 sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug.
Frá hádegi spilasalur op-
inn. Kl. 15.14 dans hjá
Sigvalda. Fimmtudaginn
28. nóvember er „kyn-
slóðir saman í Breið-
holti“. Félagsvist kl.
13.15 í samstarfi við
Fellaskóla. Allir vel-
komnir. Allar uppl. á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8. Á
morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
9–17, kl. 10.45, hæg leik-
fimi (stólaleikfimi), kl.
9.30 gler- og postulíns-
málun, kl. 13 skák og
lomber, kl. 20 skapandi
skrif. Laxness-dagur í
Gjábakka fimmtudaginn
28. nóv.
Gullsmári, Gullsmára
13. Á morgun kl. 9 vefn-
aður, kl. 9.05 leikfimi kl.
9.55 róleg stólaleikfimi,
kl. 10 ganga, kl. 13 brids,
kl. 20.30 félagsvist.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postlínsmálun,
perlusaumur og fótaað-
gerð, kl. 10 bænastund,
kl. 13.30 sögustund og
spjall, kl. 13 hárgreiðsla.
Jólafagnaður. Föstudag-
inn 6. desember jólahlað-
borð. Húsið opnað kl. 18
með fordrykk. Ræðu-
maður: Dagur B. Egg-
ertsson læknir og borg-
arfulltrúi. Nemendur úr
Ártúnsskóla syngja
nokkur lög. Sigríður
Skarphéðinsdóttir les
jólasögu. Hugvekja: séra
Sigrún Óskarsdóttir.
Gradualekór Árbæj-
arsóknar syngur. Verð:
2.700. Skráning á skrif-
stofu fyrir 4. des. Takið
með ykkur gesti.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 9 og kl. 10
jóga, kl. 13 spilað, kl
13.30 ganga, fótaaðgerð-
ir. Allir velkomnir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmud: Kl. 10, aðra
hverja viku, púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á þriðju-
dag kl. 9.45 og föstud. kl.
9.30. Uppl. í s. 5454 500.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10–11 ganga, kl. 9–
15 fótaaðgerð, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16 opin
handavinnustofa. Þriðju-
daginn 26. nóv. kl. 14 les
Viðar Hreinsson upp úr
bók sinni um ævi Steph-
ans G. Stephanssonar.
Nýtt jóganámskeið hefst
26. nóv. kl. 14. Nánari
uppl. í síma 568 6960.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9–16 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15–12
postulínsmálning, kl.
9.15–15.30 alm. handa-
vinna, kl. 9.30–10.30
boccia, kl. 10.30–11.30
jóga, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing. Lyfjafræð-
ingur á staðnum kl. 13
fyrsta og þriðja hvern
mánudag.
Vitatorg. Á morgun kl.
8.45 smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 bók-
band, bútasaumur og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og boccia,
kl. 13 handmennt, gler-
bræðsla og spilað.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13–15, kaffi.
Gullsmárabrids. Brids að
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning kl.
12.45, spil hefst kl. 13.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánudags-
kvöld kl. 20.
Kvenfélag Kópavogs.
Basar-vinnukvöldin eru
á mánudögum kl. 20 í sal
okkar í Hamraborg 10.
Reykjavíkurdeild SÍBS
verður með félagsvist í
húsnæði Múlalundar,
vinnustofu SÍBS, í Há-
túni 10C, 26. nóvember.
Félagar fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
Mæting kl. 19.45. Byrjað
að spila kl. 20. Húsinu
lokað kl. 20.
ITC Harpa. Næsti fund-
ur þriðjudaginn 26. nóv.
kl. 20 í Borgartúni 22.
Gestir velkomnir.
Öldungaráð Hauka. Al-
mennur félagsfundur
verður nk. miðvikudag,
27. nóv., kl. 20 á Ásvöll-
um. Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Í dag er sunnudagur 24. nóvember,
328. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir
því, og sá sem týnir lífi sínu mín
vegna, finnur það.
(Matt. 10, 39.)
HINN 2. apríl árið 2000
gerðust Íslendingar aðilar
að CITES-samningnum.
CITES stendur fyrir milli-
ríkjasáttmála um viðskipti
með dýr og jurtir í útrým-
ingarhættu.
Síðan þá hefur verið
lögð fram tillaga, um
vernd rjúpnastofnsins
gegn ofveiði og algert
bann við sölu rjúpunnar.
Veiðitími mun verða stytt-
ur um helming þ.e. aðeins
mun verða leyfilegt að
veiða í nóvember næstu
fimm árin og bannsvæði
veiða stækkuð í kringum
höfuðborgarsvæðið.
Með þessu erum við
ekki eingöngu að vernda
rjúpnastofninn, heldur
einnig stofn fálkans.
Íslendingar bera
ábyrgð á einum stærsta
fálkastofni í Evrópu og af-
koma hans er algerlega
háð rjúpunni.
Á Íslandi eru 50–60
þúsund rjúpur seldar ár-
lega. Undirrituð við-
urkennir að hún hafi
borðað rjúpu á jólunum
frá því hún man eftir sér,
en nú verðum við að vega
og meta hvort er mik-
ilvægara, einstök íslensk
náttúra eða einstök árleg
máltíð.
Ef tillagan nær fram að
ganga verða allir að
leggjast á eitt svo ná megi
sem bestum árangri. Þeir
sem ennþá vilja miða geta
miðað á vágesti eins og
ref og mink en það mun
flýta enn frekar fyrir
stækkun stofnsins.
Líffræðingar úti í heimi
beina augum sínum að
einstakri íslenskri nátt-
úru.
Höldum henni einstakri,
á endanum græða allir.
Brynhildur Stefánsdóttir,
nemi í UK.
Kaupum ekki rjúpu fyrir jólin