Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Mán 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 461
Stundum er það sem
að þú leitar að..
þar sem þú skildir það eftir.
Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem
hefur fengið frábærar viðtökur
og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese
Witherspoon frá upphafi vestanhafs.
KRINGLA
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Mán 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 468
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
1/2
Roger Ebert
1/2 Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 4 og 10.20.
Mán kl. 10.20.
8 Eddu
verðlaun
Sýnd kl. 4. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 6.
Yfir 51.000 áhorfendur
Sýnd kl. 3, 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. Mán. 5.45, 8 og 10.10. B.i. 12.
Sýnd sd. kl. 1.50 og 4 Sýnd sd. kl. 2.
WITH
ENGLIS
H
SUBTIT
LES
AT 5.4
5
HL. MBL
SK RadíóX
HK DV
Sýnd kl. 8.
Ísl. texti. B.i. 16.
Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 5, 6, 8 og 10.
„VIÐ ætluðum í plötu með nýju efni,“ útskýrir
Jón Ólafsson, píanóleikari Nýdanskrar. „Við
ætluðum alltaf að gera kántríplötu en svo þegar
við fórum að horfa í kringum okkur fannst okk-
ur eins og allir væru að gera kántrí. Svo var
mikið hark í kringum plötuna sem við gáfum út í
fyrra (Pólfarir) og við vorum langt frameftir
þessu ári að moka okkur út úr því. Þannig að
orkan að leggja út í ný lög var einfaldlega ekki
til staðar. Við ákváðum því að gera eitthvað smá
til að minna á okkur, höfðum enda tilefni til þess
vegna afmælisins. Við gerðum því tvö ný lög og
veltum því fyrir okkur hvernig við ættum að
leysa þetta. Upprunalega langaði mig til að gera
svona „b-sides“ plötu, þar sem einungis væru
lög sem aldrei hefðu náð hylli en okkur þættu
aftur á móti flott. En við fundum fljótlega fyrir
því að menn voru ekkert of spenntir fyrir því að
gefa út einhver lög sem höfðu aldrei orðið vin-
sæl (hlær).“
Lendingin á þessu máli varð því Freistingar.
„Freistingar er plata með lögum sem okkur
þykir sérstaklega vænt um,“ útskýrir Jón, „og
við höldum jafnvel að fólk hafi gaman að heyra í
nýjum útsetningum. Sumum þeirra klúðruðum
við kannski á sínum tíma og náðum ekki að gera
úr þeim það sem þau áttu skilið. Svo eru líka
vinsæl lög þarna, en sá flötur er á þeim að þau
eru öll í gjörbreyttu formi. Þetta eru því allt lög
sem okkur fannst spennandi og gaman að vinna
með á nýjan leik.“
1. Fagurt fés
„Þetta er nýtt lag eftir Daníel. Við vildum
auðvitað hafa hann með á plötunni og hann játti.
Upprunalega var þetta með ansi víruðum undir-
leik eftir Daníel sjálfan sem við hentum svo út.
Daníel er ansi seigur lagahöfundur og mér
finnst þetta alveg ofsalega flott lag.“
2. Á sama tíma að ári
„Þetta er upprunalega sungið af Birni og
Margréti Vilhjálmsdóttur fyrir samnefnt leikrit.
Það kom hins vegar aldrei út. Við reyndum að
fara einhverja óhefðbundna leið hér og datt í
hug að hringja í Svanhildi Jakobsdóttur. Og hún
sagði bara ókei!“
3. Horfðu til himins
„Þetta var nú krafa frá útgefandanum. Ég
sagði að ef við finndum einhverja leið til að gera
þetta, sem okkur þætti skemmtileg, þá mynd-
um við halda því inni. Björn bjargaði málinu
með frábærum bassafrasa og Danni var alveg
gáttaður þegar hann heyrði nýju útgáfuna.“
4. Eplatré
„Þetta er af fyrstu plötunni. Mér fannst þetta
alltaf flott lag og þarna erum við aðeins að daðra
við kántríið. Ljúft gítarplokk í anda Brimklóar.“
5. Freistingar
„Þetta er lag sem við vorum alltaf mjög hrifn-
ir af. Þegar við vorum úti í Bretlandi að taka
upp Himnasendingu þá sendum við heim mynd-
band af okkur að spila þetta lag í Battersea
Park. Það var notað á einhverjum Coca-Cola
tónleikum og látið líta út eins og um einhverja
gervihnattaútsendingu væri að ræða (hlær).“
6. Holur innan hausinn
„Þetta lag er af Húsmæðragarðinum (sem
Jón segir bestu plötu sveitarinnar á eftir De-
luxe). Björn heillaði okkur upp úr skónum með
laginu þegar hann spilaði þetta fyrir okkur hina.
Okkur fannst þetta hins vegar aldrei nógu gott í
hljóðverinu þannig að nú fékk Björn tækifæri til
að gera það rétt.“
7. Flugvélar
„Ég hef aldrei fundið mig sem einhvern aðal-
söngvara í hljómsveitinni. Lagið er af Pólförum
og varð nokkuð vinsælt. Svona var þetta lag
samið, bara ég og píanóið. Þetta er 10 ára gam-
alt lag og hefur þurft að bíða lengi eftir að koma
út.“
8. Tíminn
„Okkur fannst þetta mjög grípandi lag en það
klúðraðist gersamlega á Regnbogalandi. Núna
gerðum við það upp á nýtt, fækkuðum hljómum
og bættum við brassi. Nú á það loksins mögu-
leika á að verða vinsælt!“
9. Frelsið
„Það vantaði smell á Regnbogaland og Björn
var vinsamlega beðinn um að semja þetta snilld-
arlag. Þessi útgáfa er að mínu viti miklu flottari
en upprunalega lagið.“
10. Þú ert svo
„Þetta er gríðarlega flott lag eftir Björn og
kom fyrst út á Húsmæðragarðinum og var út-
sett upp í topp þar. Þetta er dæmi um að góð lög
geta virkað við hvaða aðstæður sem er. Hér er
þetta bara með einu píanói og útgáfurnar eru
því eins og svart og hvítt.“
11. Mjallhvít
„Lag af Hunangi og þetta átti að vera aðal
slagarinn þar enda lag númer eitt á plötunni.
Útsetningin var hins vegar ekki vænleg til vin-
sælda og því hröðuðum við á því hér og lagið
lifnaði við!“
12. Stúlka
„Þetta er af Regnbogalandi. Textann væri
hægt að birta í Lesbókinni – ég skil ekki helm-
inginn af orðunum. „Hornbandaskreyttar
ær???“
13. Hugarflug
„Lag eftir Stebba. Falleg ballaða en þessi
plata endar á miklum rólegheitum. Stebbi hefur
ekki átt mörg lög á ferli sveitarinnar og því
fannst okkur gaman að hafa hérna eitt eftir
hann.“
14. Allt
„Lag sem er á Regnbogalandi. Það eina sem
við gerðum við lagið var að við skiptum út
píanóinu og settum kassagítar í staðinn. Það
hljómar samt einhvern veginn allt öðruvísi.“
15. Faldar hendur
„Við endum þetta á nýju lagi. Það stóð til að
það færi á plötuna í fyrra en mér fannst það svo
leiðinlegt. Ég samdi það nú reyndar sjálfur. Við
bara nenntum ekki að hafa svona lag á þeirri
plötu, enda meiri gleðiplata. En nú var það við
hæfi.
Ég er búinn að semja milljón svona lög, ein-
hverjar svona sárar ballöður. Þetta er bara
þannig lag.“
Morgunblaðið/Kristinn
Svanhildur Jakobsdóttir tróð upp með Nýdönskum á útgáfutónleikum Freistinga.
Freistingar – afmælisplata Nýdanskrar
„Með höfuðið hátt“
Jón Ólafsson og Arnar Eggert Thoroddsen fóru
yfir sögu laganna sem prýða Freistingar.
arnart@mbl.is
Platan Freistingar er komin í verslanir.