Morgunblaðið - 24.11.2002, Blaðsíða 64
LEIKRITIÐ Englabörn
eftir Hávar Sigurjónsson
verður flutt í sviðsettum
leiklestri á alþjóðlegri
leiklistarhátíð sem eitt
þekktasta leikhús Evr-
ópu, Schaubühne í Berl-
ín, stendur fyrir í janúar
næstkomandi. Leikhúsið
keypti nýverið sýningar-
rétt á verkinu.
Að sögn Maja Zade, dramatúrgs hjá
Schaubühne-leikhúsinu, eru á hátíðinni
sýndar gestaleiksýningar frá ýmsum leik-
húsum í Evrópu en megintilgangur hennar
er að kynna það nýjasta og athyglisverðasta
í leikritun í álfunni og „gefa leikurum okkar
og leikstjórum tækifæri til að vinna með
leikrit nýrra höfunda og kynna þá fyrir
áhorfendum okkar“, segir Zade.
Englabörn
flutt í Berlín
Heiður/29
HÁTT á fjórða þúsund bíla er endurunnið á
ári hjá fyrirtækinu Hringrás í Klettagörð-
um í Reykjavík, þar sem þessi mynd er tek-
in. Öllum spilliefnum er þá dælt af bílunum
og þeir pressaðir saman þannig að þeir
verða á stærð við ferðatösku. Bílflökin eru
síðan flutt út, flest til Englands, þar sem
bróðurpartur bílfllaksins er endurnýttur.
Einar Guttormsson, fjármálastjóri Hring-
rásar, segir að 10–15% aukning hafi verið á
umsvifum hjá fyrirtækinu síðustu ár, um-
hverfisvitund fólks sé alltaf að aukast. Auk
Hringrásar vinnur fyrirtækið Fura ehf. í
Hafnarfirði að endurvinnslu bíla, þar eru
bílarnir tættir niður og flokkaðir.
Einar á von á því að enn fleiri bílar verði
endurnýttir í framtíðinni, en frumvarp ligg-
ur fyrir Alþingi sem felur í sér að skila-
gjald verði lagt á bíla sem fólk fái end-
urgreitt þegar bíllinn hefur þjónað hlut-
verki sínu.
Heilu fjölskyldurnar horfa
á eftir bílnum í pressuna
Aðspurður segir hann að fólk eigi oft erf-
itt með að sjá á eftir bílnum sínum í press-
una. „Það kemur fyrir að menn taki þetta
mjög nærri sér, það er einstaklingsbundið.
Það hafa komið hingað heilu fjölskyldurnar
og það hefur verið eins og athöfn, hálfgerð
jarðarför, þegar fólk kemur og kveður
gamla fjölskyldubílinn sem hefur þjónað
fjölskyldunni í gegnum árin,“ segir Einar.Morgunblaðið/RAX
Bíða end-
urnýjunar
lífdaga
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
SVONEFND MFS-þjónusta á fæðingardeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem er sam-
felld þjónusta ljósmóður við verðandi foreldra á
meðgöngu, við fæðingu og á sængurlegu, annar
langt því frá eftirspurn og liggur við að vísa þurfi
jafnmörgum frá og komast að, að sögn Rósu
Bragadóttur, deildarstjóra í Hreiðrinu, deildinni,
sem býður upp á þessa þjónustu.
MFS-þjónustunni var komið á laggirnar fyrir
átta árum og önnuðust sex ljósmæður þjón-
ustuna. Fyrir tveimur árum var bætt við öðru sex
ljósmæðra teymi, en ljósmæðrunum fækkar um
þrjár 1. febrúar. Rósa Bragadóttir segir að þessi
samfellda þjónusta hafi alla tíð notið mikilla vin-
sælda, en hver ljósmóðir geti séð um þrjár til
fjórar fæðingar á mánuði. Þegar kona sem sé
komin átta til níu vikur á leið komi í mæðraskoð-
un sé hins vegar upppantað í MFS. „Það er allt
fullt hjá okkur út júlí,“ segir hún og bætir við að
ekki sé hægt að panta pláss fram í tímann.
Sem fyrr segir felur þjónustan í sér þjónustu
ljósmóður frá meðgöngu og þar til barnið er orðið
vikugamalt og er sama ljósmóðirin með verðandi
foreldrum allan tímann nema hugsanlega ekki í
fæðingunni sjálfri vegna vaktaskipta.
Rósa bendir á að konur, sem óska eftir heima-
þjónustu, liggi einnig á deildinni og fari líka heim
sólarhring eftir fæðingu, en ljósmæður þeirra
fylgi þeim. Í slíkum tilfellum sé um að ræða sjálf-
stæðar ljósmæður, sem séu á samningi við
Tryggingastofnun, og geti allar verðandi mæður
fengið slíka þjónustu, en þá fari þær í mæðra-
skoðun hjá ljósmóður í miðstöð mæðranefndar
eða í sinni heilsuverndarstöð. „Meira en 50%
kvenna sem fæða eðlilega á Landspítalanum fá
heimaþjónustu og allar konur sem vilja komast í
heimaþjónustu fá hana,“ segir Rósa. „Það er
mjög erfitt að þurfa að neita konum um okkar
þjónustu en við önnum bara ekki eftirspurn.“
Samfelld þjónusta hjá ljósmæðrum á Landspítalanum mjög vinsæl
Færri komast að en vilja
„ÉG tel það skipta miklu máli varð-
andi öll veikindi að hægt sé að ræða
þau opinskátt og ég vona að það
geti hjálpað öðrum,“ segir Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra í
samtali við Morgunblaðið í dag. Í
samtalinu ræðir Halldór um starf
sitt, stjórnmálin og þau alvarlegu
veikindi sem hann hefur glímt við.
Halldór gekkst undir aðgerð 15.
október sl. eftir að hafa greinst
með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Aðgerðin gekk vel og meinið var
fjarlægt. Eftir aðgerðina hefur
Halldór hvílst og safnað kröftum
en er nú kominn til starfa á ný.
Sjúkdómurinn greindist fyrir til-
viljun í gegnum blóðsýni við reglu-
bundið eftirlit. „Það sýnir að karl-
menn á mínum aldri þurfa að láta
fylgjast með þessum hlutum,“ seg-
ir Halldór. „Ef blóðsýnið hefði ekki
verið tekið hefði þetta alveg eins
getað dregist í nokkur ár. Þá kann
að vera að það hefði verið of seint.“
Frábær umönnun
Halldór segir að umönnun sem
hann hefur fengið hjá læknum og
hjúkrunarfólki hafi verið frábær og
hann sé afskaplega þakklátur öllu
því fólki sem komið hafi að veik-
indum hans.
Halldór segir að hann hafi fengið
góðan stuðning víða að og fjöl-
skyldan staðið þétt með honum. Þá
hafi hann fengið þakkir frá fólki,
sem einnig hefur glímt við krabba-
mein í blöðruhálskirtli, fyrir að
fjalla um veikindi sín opinberlega.
Það geri öðrum sem standi í sömu
sporum auðveldara fyrir.
„Auðvitað byrjar maður að
hugsa um ýmislegt á annan hátt,“
segir Halldór. „Maður gerir sér
betur grein fyrir því að lífið er ekki
endalaust og hættan á sjúkdómum
er fyrir hendi, eins og hjá öðru
fólki. Þá lærir maður ennþá betur
að meta gott heilbrigðiskerfi og
vináttu og styrk þeirra sem manni
þykir vænst um.“
„Mikilvægt að hægt sé að
ræða veikindi opinskátt“
Halldór Ásgrímsson til starfa á ný eftir alvarleg veikindi
Aldrei vanist/B1
ÍSLENDINGUR fékk nýlega 100 þúsund króna sekt fyrir meint smygl á harð-
fiski til Færeyja. Maðurinn kom sjóleiðina til Færeyja og uppgötvuðu tollverðir
í Þórshöfn að hann hafði 60 kg af harðfiski í fórum sínum.
Samkvæmt upplýsingum frá færeyskum tollyfirvöldum er slíkur innflutn-
ingur bannaður vegna samnings Færeyja við ESB, sem kveður á um að allur
fiskur innfluttur frá þriðja landi skuli gangast undir gæðaskoðun.
Skoða þarf vöruna og votta í efitrliti í Kollafirð, sem mun ekki hafa verið gert
í þessu tilviki. Því var maðurinn sektaður og harðfiskurinn sendur til Íslands.
Smyglaði harðfiski
RÁÐIST verður í um-
fangsmiklar fram-
kvæmdir við Geysi í
Haukadal, væntanlega
strax næsta vor.
Í tillögum er m.a.
gert ráð fyrir að spor-
öskjulaga torg myndi
hjarta hverasvæðisins
og í göngum sem leggja
á undir þjóðveginn er
áformað að vera með sýningu um hvera-
svæðið sem fólk getur skoðað á leiðinni að
hverunum.
Sýning í göng-
um við Geysi
Grafa/B8
ÍSLANDSMEISTARAR KR í karlaflokki
mæta nýliðum Þróttar á Valbjarnarvelli í
fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu
næsta sumar. Dregið var í töfluröð í gær og
aðrir leikir í þeirri umferð eru Fylkir – Fram,
Grindavík – Valur, ÍBV – KA og FH – ÍA.
Hjá konunum mæta meistarar KR einnig
nýliðum Þróttar úr Reykjavík á Valbjarnar-
velli en aðrir leikir umferðarinnar eru ÍBV –
Stjarnan, Valur – FH og Breiðablik – Þór/
KA/KS.
Meistarar
mæta nýliðum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦