Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 C 35HeimiliFasteignir trjánum, húsi sem svifi yfir jörð- inni. Ólíkt því sem búast mátti við gagnvart svo óvenjulegri úrlausn, ákváðu húsbyggjendurnir að treysta arkitekunum algjörlega og hefja framkvæmdir. Þegar búið var að reisa gólfið og systkinin klifruðu upp, varð þeim strax ljóst að þetta hafði verið rétta lausnin. Hinn 210 fermetra gólfflötur, sem gerður er úr þykkum steinsteypt- um hellum, býður upp á stórkost- legt útsýni yfir flóann og yfir til Fuglaeyjunnar. Til þess að eyðileggja ekki sand- öldurnar, var undirstaða hússins gerð úr 12 örmjóum staurum sem reknir voru 8 til 10 metra niður í jörðina. Ofan á þá var smíðuð ryðvarin stálgrind sem sat á mis- háum staurum, eftir því hvernig lá í landinu, með þeim afleiðingum að opið flæði var undir húsinu. Eins og á hliðum hússins var einangrunin undir húsinu, gegn sjávarloftslaginu, einnig gerð úr báruðum álplötum. Vegna þess að bárurnar liggja lóðrétt á flóann, endurspeglast rýmið undir húsinu sökum álsins sem endurkastar ljósleiftri hafsins og skapar þannig ímyndaðan himin. Önnur afleiðing þessarar algjöru virðingar fyrir þeim gróðri sem fyrir var, var að sex furutré gengu í gegnum húsið. Til þess að koma til móts við hreyfingar þeirra í vindinum, ásamt því að vera al- gjörlega vatnshelt í samskeytum, voru bolir þeirra festir með gúmmíhringjum við þakglugga. Þessir síðastnefndu eru skífur úr plexigleri sem festar eru við þakið með teyjubandi þannig að þær eiga auðvelt með að hreyfast. Afleiðingin er sú að trén virðast ruglast saman við burðargrindina og sýnast táknrænir stöplar húss- ins. Andstætt því að ímynda sér húsagerð sem lagar sig að lands- laginu, er það óvænt lausn að byggja hús í kringum tré og að trén lifi í og með húsinu, sem gerir það að verkum að húsagerðin, gróðurinn og landslagið sameinast og verða að einni heild. Dr. Halldóra Arnardóttir, list- fræðingur og dr. Javier Sánchez Merina, arkitekt Netfang: jsm@coamu.es Ljósmyndir: Philippe Ruault Gluggarnir á hliðum og bakhlið hússins, sem klæddar eru áli, eru gerðir úr gagn- sæjum báruplastplötum en framhliðin, sem snýr að flóanum, er gerð algjörlega úr stórum gagnsæjum glerrennihurðum. Þverskurður og grunnmynd af húsinu í Lège í Cap Ferret, árið 1998. Sjálfvirkt vökvunarkerfi stjórnar rakastigi sandaldnanna undir húsinu. Forskot í fasteignaleitinni Fasteignavefurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.