Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 28
Komdu suður! Upplifðu jólastemningu í borginni. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 1 96 63 12 /2 00 2 HVAÐ ER AÐ GERAST FYRIR SUNNAN? Meðal margra annarra eru þessar sýningar: Veiðimenn í norðri, sýning í Norræna húsinu. Myndskreytingar úr nýjum barnabókum í Gerðubergi. Reykjavík í hers höndum, ljósmyndasýning í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Verk Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðu. Listasafn Einars Jónssonar, opið lau. og sun. 14-17 Handritasýning Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsi. Listin meðal fólksins, verk Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur. Tónleikahald í Reykjavík er sjaldan fjörugra eða fjölbreyttara en einmitt fyrir jólin. Meðal spennandi valkosta eru þessir: Endurreisnar- og barrokktónlist, Listasafn Einars Jónssonar, sun. 15. 12. Karlakór Reykjavíkur o.fl., Ýmir við Skógarhlíð, sun. 15. 12. Nú fagna himins englar, einsöngs- og samsöngslög, Fríkirkjan í Reykjavík, sun. 15. 12. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú o.fl., Mosfellskirkja, þri. 17. 12. Mozart við kertaljós, Kópavogskirkja, fim. 19. 12. Jólasöngvar kórs Langholtskirkju, Langholtskirkja, fös. 20. 12. Veitingahúsin í Reykjavík hafa margt í boði fyrir gesti sína, fyrir utan fastan matseðil eða jólahlaðborð. Fjölmörg þeirra bjóða upp á lifandi tónlist og stemningin á kaffihúsunum er einsog í hverri annarri heimsborg. Fyrir utan það sem að ofan er talið má nefna að verslanir eru allflestar opnar til kl. 22.00 á kvöldin. Það er því nægur tími til að skoða sig vel um og hafa það notalegt í höfuðborginni fyrir jólin eða milli jóla og nýárs. Svo væri tilvalið að skella sér í fjörið fyrir sunnan um áramótin! frá AKUREYRI Verð: 5.500 kr. * frá ÍSAFIRÐI Verð: 5.400 kr. * frá EGILSSTÖÐUM Verð: 6.300 kr. * * Innifalið: Flug til Reykjavíkur, flugvallarskattur og tryggingargjald. Eingöngu bókanlegt á flugfelag.is Tilboðin gilda á ákveðnum brottförum til 31.desember. Takmarkað sætaframboð. Það er góð stemning í bænum þessa dagana og tilvalið að nota veðurblíðuna til að bregða sér suður og upplifa skemmtilega viðburði, sem eru á hverju strái nú á aðventunni; listasöfnin, gallerí, tónleikar, leikhús, upplestur og margt fleira. Svo má líka gefa sér góðan tíma til að rölta niður Laugaveginn og skoða mann- lífið yfir reykvískum kaffibolla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.