Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT ótrúlegt megi virðast í sam- félagi, sem í orði að minnsta kosti vill leggja ofurkapp á að verja þjóðtungu sína fyrir erlendum áhrifum, hefur það ekki gengið þrautalaust fyrir sig að öðlast skilning yfirvalda á mikil- vægi íslenskukennslu fyrir útlend- inga í sjónvarpi. Jón Hermannsson og fyrirtæki hans Tefra-films hafa nýlokið gerð stórverkefnis, sem felur í sér framleiðslu á samtals 22 þáttum, sem hver er tuttugu mínútna langur. „Þetta þýðir 440 mínútur af efni, sem sýnt verður í vetrardagskránni fram á vor. Einn þáttur verður á dagskrá í hverri viku, endurtekinn á mismun- andi tímum. Tungumálakennsla fer fram mjög víða í sjónvarpi á flestum tungumálum og skoðaði ég m.a. franska, þýska og spænska útgáfu áður en ég fór sjálfur að vinna að gerð íslensku þáttanna. Framsetn- ing þáttanna er hins vegar að miklu leyti mín hugmynd og eru þeir upp- byggðir á þann máta, sem ég taldi líklegastan til árangurs,“ segir Jón. Meðgöngutíminn frá hugmynd til framkvæmda var ansi langur, en Bandaríkjamaðurinn Mike Handley, sem búsettur er hérlendis og rekur hér eigið fyrirtæki, Enska málstöð ehf., segist hafa verið við það að gef- ast upp á að koma íslenskum stjórn- völdum í skilning um mikilvægi framleiðslu kennsluefnisins, eftir að bandaríska Scola-sjónvarpsnetið hafði árið 1995 gefið vilyrði sitt fyrir því að vera með íslenskukennslu á dagskrá sinni, þegar Jón Her- mannsson hafi komið að málum. Íslenskukennsla á Netinu Scola er einungis með fræðsluefni á dagskrá og fer þar mest fyrir tungumálakennslu auk þess sem Scola býður upp á tungumálakennslu á Netinu sé farið inn á slóðina www.scola.org. „Það eina, sem stjórnvöld þurftu að gera, var að framleiða kennsluefni fyrir Scola, sem síðan myndi sýna það endurgjaldslaust. Fjöldi háskóla í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada notfærir sér kennsluefni stöðvarinn- ar, sem um þessar mundir er með meira en 60 tungumál á sínum snær- um,“ segir Mike, sem er sannfærður um að mikill Íslandsáhugi sé fyrir hendi í Bandaríkjunum og áhugi þar mikill á grunntungumáli á borð við íslenskuna. „Ég talaði hins vegar all- an tímann fyrir daufum eyrum og fannst í raun ótrúlegt að íslensk stjórnvöld notfærðu sér ekki þetta tækifæri, sem bauð Íslendingum upp á að koma tungumáli sínu og menn- ingu á framfæri. En það er ekki nóg að leiða hestinn að vatninu ef hann kann svo ekki að drekka,“ segir Mike. 17 milljónir í kostnað Það var ekki fyrr en Mike kynntist Jóni að hjólin fóru að snúast, en þrátt fyrir bjargfasta trú Mikes á miklum íslenskuáhuga Bandaríkjamanna var Jón ekki jafn sannfærður um að sá áhugi stæði undir jafnmiklu stórvirki og gerð kennsluefnisins. „Ég ákvað því að horfa á verkefnið úr annarri átt þar eð ég taldi að íslenskum stjórnvöldum litist ekki á að setja peninga í verkefni, sem ekki væri ætlað til nýtingar hér á landi. Eftir að forsendur breyttust þegar ég ákvað að búa til kennsluþætti í ís- lensku fyrir íslenskt sjónvarp ekki síður en fyrir bandarískt kennslu- sjónvarp opnuðust nokkur skráargöt hér og þar og af þeim sautján millj- ónum, sem þættirnir hafa kostað til þessa, hafa fengist rúmlega sex millj- ónir króna í styrki, m.a. frá Starfs- menntaráði, félagsmálaráðherra, Starfsafli, Landsmennt, Byggða- stofnun, Íbúðalánasjóði, dómsmála- ráðherra, sjóðum menntamálaráðu- neytis og menningarsjóði Íslands- banka. En betur má ef duga skal til að ná endum saman. Ég er viss um að það, sem upp á vantar, kemur að lok- um,“ segir Jón vongóður og bætir við að margfalt auðveldara hafi verið að fjármagna þær sjö bíómyndir, sem hann hefur framleitt í gegnum tíðina. „Það, sem unnið hefur hvað mest á móti verkefninu í kvikmyndageiran- um, er að það skuli vera fræðslu- og kennsluefni. Hvorki íslenska né bandaríska sjónvarpið greiða fyrir sýningarrétt.“ Um eitt hundrað manns komu að gerð þáttanna, sem allir voru teknir upp við mismunandi aðstæður á mis- munandi stöðum, en verkefni af þess- ari stærðargráðu verður ekki til nema með samstilltu átaki fjölda fólks. Handrit að leiknu atriðunum skrifuðu þær Hulda Karen Daníels- dóttir og Arnbjörg Eiðsdóttir, sem báðar hafa mikla reynslu af því að kenna útlendingum íslensku, en kennsluatriðin sömdu kennararnir Ásta L. Aðalsteinsdóttir, Elísabet Brekkan, María Pétursdóttir og Val- gerður Þórsdóttir. Atvinnuleikarar eru í öllum hlutverkum, en fyrri helmingur þáttanna sýnir leiknar að- stæður og síðari helmingurinn er í formi uppsettrar kennslustundar þar sem nemendurnir eru útlendingar. „Það er með ráðum gert til að styrkja aðra útlendinga sálrænt í þeirri trú að þeir geti farið sömu leið og lært að bjarga sér á íslenskunni,“ segir Jón og bætir við að hér sé fyrst og fremst um talkennslu að ræða. Nánast ekk- ert sé farið út í málfræði eða ritað mál. Sérhæfðir viðbótarþættir Segja má að nú sé aðeins stund milli stríða hjá Jóni og félögum í framleiðslu kennsluefnisins því verk- efninu er hvergi nærri lokið. Þau Valgerður Þórsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson, sem bæði eru handritshöf- undar og leikarar, eru nú að skrifa handrit að tíu viðbótarþáttum, sem fara eiga inn á sérhæfðari svið en þeir almennu þættir, sem að baki eru og eru helst til þess fallnir að hjálpa fólki að bjarga sér í íslensku sam- félagi. „Við ætlum með viðbótina inn í heilbrigðisgeirann og fiskvinnsluna, enda eru langflestir útlendingar, sem hér eru búsettir, starfandi á þessum tveimur sviðum,“ segir Jón. Þegar Jón er inntur eftir því hvort hann hafi sérstakan áhuga á íslenskri tungu svarar hann því til að hann hafi sérstakan áhuga á því að geta talað íslensku á Íslandi. „Ég þurfti til að mynda að sækja mikið inn á spítala í heilt ár og varð þá áþreifanlega var við fólk, sem ekki var mælandi á ís- lenska tungu. Ég vil því gera allt, sem hægt er, til að stuðla að því að fólk, sem vill eiga heima á Íslandi, tali íslensku.“ Ef ekki verði tekið á þessu af festu segir Jón að í kjölfarið geti fylgt alls konar félagsleg vanda- mál, sem aðeins er farið að móta fyrir hér á landi og aðrar þjóðir þekki. „Ís- lendingar hafa sniðgengið mjög þann möguleika að nýta sér sjónvarpsmið- ilinn sem fræðslu- og kennslutæki, þótt stjórnmálamenn viti mætavel að sjónvarpið er sterkasta áróðurstæk- ið, sem þeir hafa fyrir kosningar, þurfi þeir að ná til fjöldans. Ég er mikill talsmaður þess að reyna að nýta sjónvarpsmiðilinn í meira mæli sem fræðslu- og kennslutæki, sér- staklega í raungreinum, með fyrir- myndarkennslu.“ Vesturfararnir hvöttu Jón Hermannsson hefur verið sjálfstætt starfandi kvikmyndagerð- armaður allar götur frá því að hann hætti á Sjónvarpinu fyrir tæpum 30 árum. Hann hefur framleitt sjö bíó- myndir og um fjörutíu heimilda- og fræðsluþætti. Bíómyndirnar eru Út- laginn, Land og synir, Nýtt líf, Dala- líf og Skammdegi auk einnar þýskrar kvikmyndar og tveggja írskra. Meðal heimildamynda má nefna þáttaröð um jarðfræði í samvinnu við Guð- mund Sigvaldason jarðfræðing sem tekin var upp vítt og breitt um heim- inn og sýnd hefur verið í flestum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Áður en Jón hófst handa við gerð kennsluefnisins framleiddi hann þáttaröð um Vesturfarana sem sýnd hefur verið í Sjónvarpinu. Hann seg- ir að sú vinna hafi virkað sem nokk- urs konar hvati á sig við gerð ís- lensks kennsluefnis fyrir útlendinga eftir að hann upplifði hvað fólkið vestra, sem átti rætur að rekja til Ís- lands, þráði að læra íslensku en hafði lítil tækifæri til. Mörgum tungum fátækari Fyrir utan aðrar þjóðir, sem hafa aðgang að útsendingum Scola, eru sjötíu bandarísk kapalkerfi í beinni áskrift hjá Scola-stöðinni auk þess sem fjögur hundruð bandarískir há- skólar og sex þúsund ríkisskólar eru með samninga við stöðina. Að sögn Mikes Handleys verður byrjað að sjónvarpa kennslutímum í íslensku hjá Scola laugardaginn 4. janúar kl. 23.00 að íslenskum tíma og verða þættirnir endurteknir seinni- partinn á sunnudögum eða kl. 23.30 að íslenskum tíma. „Jón Her- mannsson á heiður skilinn fyrir alla þá vinnu, sem hann hefur lagt af mörkum, og ekki má gleyma að hann hefur þurft að kosta til sjálfur háum fjárhæðum úr eigin vasa svo þætt- irnir gætu orðið að veruleika,“ segir Mike og bætir við að standa þurfi vörð um tungumál, sem eiga undir högg að sækja. Heimurinn sé nú mörg þúsund tungumálum fátækari vegna þess að ekki hafi verið hlúð nægilega vel að en önnur mál hafi flætt yfir ýmis lönd og menningar- svæði. Mike, sem unnið hefur m.a. um dagana sem þulur, blaðamaður og markaðsráðgjafi, kom fyrst til Ís- lands árið 1985 og varð þá svo hug- fanginn af landi að þjóð að hann vill nú hvergi annars staðar vera þrátt fyrir að hafa komið til 61 lands. Hann flutti til Íslands árið 1999, en vegna starfa sinna sem fjölmiðlamaður þekkti hann til forráðamanna Scola og tókst að vekja athygli þeirra á ís- lensku tungumáli árið 1995. Að sögn Mikes mun þetta vera í fyrsta sinn í sögu Íslands, sem tilraun er gerð með að kenna útlendingum íslensku í einhverjum mæli, og vonandi munu þættirnir líka stuðla að auknum ferðamannastraumi til Íslands. En hvað ætlar Mike að fá út úr þessu? „Í staðinn krefst ég einskis, nema kannski smávotts af þakklæti,“ segir Mike Handley að lokum. Í upphafi nýs árs mun Ríkissjónvarpið taka til sýningar glænýja þætti, sem hafa að geyma leikna íslenskukennslu fyrir útlendinga. Á sama tíma hyggst Scola, net bandarískra sjónvarpsstöðva, hefja sýningu á sömu þáttum. Jóhanna Ingvarsdóttir rabbaði við Mike Handley, sem átti upphaflegu hugmyndina að þáttagerðinni, og Jón Hermannsson, kvikmyndagerðarmann og framleiðanda, sem helgað hefur sig þessu þjóðþrifaverki undanfarin þrjú ár. „Ég vil geta talað íslensku á Íslandi“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mike Handley og Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmaður. join@mbl.is Skráning skuldabréfa Sparisjóðs Kópavogs í Kauphöll Íslands 1. Flokkur 2002 Nafnverð útgáfu og lánstími: Lánstíminn er 5 ár og rúmlega 2 mánuðir. Útgáfudagur bréfanna var 1. nóvember 2002. Flokkurinn er nú kr. 250.000.000 að nafnverði en getur orðið allt að kr. 1.000.000.000 að nafnverði. 2. Flokkur 2002 Nafnverð útgáfu og lánstími: Lánstíminn er 10 ár og rúmlega 8 mánuðir. Útgáfudagur bréfanna var 1. nóvember 2002. Flokkurinn er nú kr. 250.000.000 að nafnverði en getur orðið allt að kr. 1.000.000.000 að nafnverði. Skráningardagur í Kauphöll Íslands: Kauphöll Íslands hefur samþykkt að skrá skuldabréfin og verða þegar útgefin og seld bréf að fjárhæð kr. 250.000.000 að nafnverði í hvorum flokki fyrir sig skráð þann 19. desember 2002. Auðkenni skuldabréfanna í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands er SKO 02 1 fyrir 1. flokk 2002og SKO 02 2 fyrir 2. flokk 2002. Færslunúmer hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. er IS0000007375 fyrir 1. flokk 2002 og IS0000007383 fyrir 2. flokk 2002. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Verðbréfastofunni hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Sími 570 1200, bréfsími 570 1209. Auk þess er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Verðbréfastofunnar hf., www.vbs.is Glæsileg vasaúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.