Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 20
PÚLSMÆLI Trönuhrauni 6, • sími 565 1533 220 Hafnarfirði www.p.olafsson.is Láttu hjálpa þér í líkamsræktinni ÚTSÖLUSTAÐIR: Markið • Hreysti • Maraþon Útilíf • Nanoq • Hlaup.is Skógar, Egilsstöðum Úr.verk. Halldórs Ólafss. Akureyri Georg V. Hannah, Akranesi Georg V. Hannah, Keflavík Gagnleg vefslóð fyrir þá sem ætla til Belgíu: www.visitbelgium.com Mikið er um það nú um hátíðirnar að fjölskyldur fari saman í frí til útlanda. „MÉR finnst fjölga stöðugt því fólki sem fer til útlanda yfir jól og áramót. Skólarnir hafa lengst og því hefur sá tími sem fjölskyldan getur verið saman í fríi styst og þess vegna vilja margir nýta sér fríið til að fara utan og vera með fjölskyldunni,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Plúsferða, þegar rætt er við hana um ferðir landans til út- landa um hátíðirnar. Aðrir viðmæl- endur okkar tóku í sama streng. „Það hefur ef til vill áhrif á aukn- inguna að það koma samliggjandi frídagar og þá vill fólk nýta tímann vel og sumir kjósa að fara til út- landa,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða. „Óumdeilanlega liggur straumur- inn til Kanaríeyja en á vegum Heimsferða verða þar um 800 manns yfir jólin. Það hentar greinilega að komast í beint flug í sólina,“ segir Andri Már. „Við erum með heldur fleiri farþega til Kanaríeyja núna um jólin en í fyrra. Þetta fólk virðist hafa bókað ferðina snemma. Svo erum við með litla hópa sem eru að fara í aðrar áttir.“ Austurlönd eða skíðaferð til Ítalíu Laufey Jóhannsdóttir, segir Plús- ferðir vera með beint leiguflug til Alicante um jólin en þar munu dvelja vel á þriðja hundrað manns yfir há- tíðirnar. „Nánast allir í þessum hópi eiga hús á svæðinu. Er það nýjung hjá Plúsferðum að bjóða beint leigu- flug til Alicanti á þessum árstíma.“ Laufey segir að á vegum Plús- ferða fari um 200 manns til Kanarí- eyja og dvelji þar um jólin. „Það er líka töluverður fjöldi fólks sem er að fara til Danmerkur og er þá vænt- anlega að fara til að vera með fjöl- skyldu og vinum. Ég gæti trúað að þessi hópur sé um tvö hundruð manns sem hefur pantað flug og bíl hjá okkur.“ Á vegum Úrvals-Útsýnar er fólk einkum að fara á tvo staði um hátíð- irnar, til Kanaríeyja og í skíðaferðir til Ítalíu þá einkum til Madonnu de Campiglio og Selva. „Um jól og ára- mót dvelja á okkar vegum á Kan- aríeyjum milli 500 og 600 manns,“ segir Páll Þór Ármann, sölu- og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar. „Í skíðaferðirnar til Ítalíu fara um 150 manns og dvelja í 13 daga. Svo erum við með ákveðinn hóp fólks sem er að fara á fjarlægar slóð- ir á eigin vegum – ferðir sem við skipuleggjum. Þessi hópur er á ann- að hundrað manns. Fólk er í auknum mæli farið að nota jól og páska til að fara í frí til útlanda.“ Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs og Príma, seg- ist vera að senda fólk til Austur- landa, þar á meðal til Taílands og Balí. „Þrátt fyrir tilræðið á Balí fór þangað 30 manna hópur á vegum okkar og taldi sig hafa gert góða ferð en aldrei hafa verið eins góð kjör í boði þar og nú. Er þetta athyglivert eftir það áfall sem ferðaiðnaðurinn á Balí varð fyrir nýlega.“ Ingólfur seg- ir allmargt fólk fara einnig til Fil- ippseyja. Auk þess sé fólk frá ferða- skrifstofunni í Karíbahafi á eyjunni Dóminíkana eða á siglingu um Kar- íbahaf á skipum Carnival og Princ- ess. „Heildarfjöldi sem fer á okkar vegum til útlanda um jólin er um 100 manns og er hann meiri í ár en í fyrra.“ Á vegum Terra Nóva-Sól fara nokkrir hópar á fjarlæga staði eins og Kýpur, Agadir í Marokkó og As- íulanda að sögn Goða Sveinssonar, sölu og markaðsstjóra. „Fólk vill gjarnan njóta jólanna á framandi slóðum,“ segir hann. Kaupa „jólapakka Icelandair“ Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að þeir sem eru að fara sérstaklega í frí yfir jólin séu helst að fara til Flórída. „Ætli það verði ekki um nokkur hundruð Íslendingar á Flórída núna ef með eru taldir þeir sem eiga þar hús og dvelja þar í lengri tíma í senn,“ segir hann. „Hins vegar eru flestir sem ferðast á þessum árstíma að fara að heimsækja fjölskyldu eða vini og þá er Kaupmannahöfn vinsælasti áfangastaðurinn og hin Norðurlönd- in. Frankfurt og Amsterdam virðist líka vinsælar borgir til að eyða jól- unum með sínum nánustu sem og London.“ Guðjón segir mun meira bókað til útlanda í desember en á sama tíma í fyrra og hafi hin nýju fargjöld, netsmellir, örugglega haft sitt að segja. „Fleiri en áður leyfa sér að fara í ódýra ferð fyrir jólin eða þá að heimsækja sína nánustu sem eiga heima erlendis þegar svona lág far- gjöld eru í boði eins og raunin er. Mjög margir eru einnig að kaupa sér „jólapakka Icelandair“ núna fyrir jólin og hann virðist ætla að verða jafnvinsæl jólagjöf í ár eins og í fyrra. Jólapakkinn er í raun farseðill með aukaglaðningi til allra áfanga- staða Icelandair í Evrópu og Minn- eapolis í Bandaríkjunum á aðeins 22.900 kr. Einnig er hægt að kaupa SagaClass útgáfu af pakkanum og kostar hann 39.900 kr. til sömu áfangastaða.“ Æ fleiri Íslendingar fara til útlanda um hátíðirnar Morgunblaðið/Ómar Flestir sem ætla að leggja land undir fót um jólin fara í sól og sumaryl, eða heimsækja vini og kunningja sem búa erlendis. Þeir sem ætla til útlanda um hátíðirnar fara flestir til Kan- aríeyja. Þá fara rúmlega tvö hundruð manns í leiguflugi til Alicante til að dvelja í sum- arhúsunum sínum og annar eins fjöldi verður á Flórída. Hildur Einarsdóttir komst líka að því að skíðaferðir njóta sívaxandi vinsælda hjá fjöl- skyldunni á þessum árstíma. Á annað þúsund manns verður á Kanaríeyjum MANCHESTER United-safnið hefur tekið á móti milljónum gesta síðan brasilíska fótboltagoðsögnin Pele opn- aði safnið 1997. Áhangendur Man- chester United hafa komið hvaðanæva úr heiminum til að minnast 116 ára sögu þessa sigursæla félags. Í nýju sýningarrými safnsins er nú sýning þar sem hægt er að sjá meðal annars skó Ole Gunnars Solskjærs og verðlaunapeninga Alex Fergusons. Gestir geta einnig fengið að skoða búningsherbergi Davids Beckhams. Á næsta ári verður bætt við safnið gagnvirkum miðlum. Þá geta gestir fengið að sjá hvernig atvinnumenn í fótbolta þjálfa og geta borið sína eigin eiginleika og getu í fótbolta saman við getu þeirra. Reuters Nýjungar á Manchester United-safninu Manchester United-safnið er opið daglega. Slóðin er: www.manutd.com. Netfang:ben.gardener@man- utd.co.uk. Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.