Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MANST’ ekki eftir mér?syngja Stuðmenn íómótstæðilegum slag-ara Ragnhildar Gísla-dóttur sem opnar nýja Stellufarsann hennar Guðnýjar Halldórsdóttur. Allir sem sáu Stellu í orlofi muna eftir henni og kyndugu fylgdarliði hennar sem snýr nú aftur sextán árum síðar. Svo mikil eftirspurn var eftir Stellu að höfundurinn ákvað að mæta henni með framboði í fleiri en einum skilningi. Stella í orlofi var ein- hver vinsælasta gamanmynd íslenskr- ar kvikmyndasögu, enda smekkfull af kostulegum fulltrúum íslensku þjóðar- sálarinnar í túlkun landsliðsins í gam- anleik. Nú er Stella komin úr orlofi. Þau Salomon Gustavsson reka saman eft- irsótt fyrirtæki um „almannatengsl og persónuleikahönnun“ sem heitir Framkoma.is og koma fram sem slík í samnefndum sjónvarpsþáttum. Út- sending á einum þeirra er rofin þegar forsætisráðherra ákveður að boða skyndilega til kosninga. Salomon er þá að takast á við „risaverkefni úti á landi“ fyrir Anton Skúlason flugstjóra, kvótamilla og athafnaskáld sem hyggst m.a. sölsa undir sig jörð í eigu Stellu- fjölskyldunnar og hefja stórbrotna túr- istaútgerð. Stella hleypur því í skarðið fyrir Salomon þegar blásið er til sókn- ar í kosningabaráttunni og Centrum- listinn vill kaupa góð ráð fyrir viður- eignina við Miðflokkinn. Valda- flokkurinn haggast hins vegar ekki. Þegar óvænt afföll verða á framboðs- listanum veit Stella ekki fyrr en hún er sjálf komin þar í sæti. Á meðan lendir Salomon í skelfilegum hremmingum og hrakföllum í væntanlegri útivistar- paradís í Hvalfirði. Og rekur nú hver misskilningurinn annan, þótt stundum sé reyndar óljós munurinn á misskiln- ingi og réttum skilningi. Vonir og væntingar Guðný Halldórsdóttir er nokkuð tætt og hrakin, rétt eins og persónur hennar. Síðan á laugardag hefur hún verið stödd úti í Ósló í brunakulda og fannfergi. Hún er nú nýsloppin inná hótelherbergi úr ýmsum hremmingum á leiðinni frá Filmteknikk þar sem myndin hefur verið í litgreiningu og öðrum lokafrágangi fyrir frumsýn- inguna á föstudag. Hún hafði ætlað að taka leigubíl en fann engan og stökk því uppí strætó. Indverskur bílstjóri hans gerði sér lítið fyrir og ók á sporvagn. Þá hófst ný leit að leigubíl. Klukkutíma á eftir áætlun situr hún nú á herbergi 602, sem hún fékk að láni vegna þess að í hennar her- bergi er enginn sími og segir það sitt um flottræfilshátt íslenskra kvik- myndagerðarmanna. Hún er klædd lopapeysu, ullarsokkum og götuskóm, vegna kuldans, og hefur bjórglas við höndina, einnig vegna kuldans auðvit- að. Sýningu á endanlega frágengnu filmueintaki af Stellu í framboði er ný- lokið og Guðný segist vera mjög ánægð með það sem hún sá. En er hún kvíðin eða spennt fyrir frumsýninguna? „Ég er rosalega spennt. Ég veit að erfitt er að búa til framhald af mynd sem varð vinsæl og að ég get átt eftir að heyra að ekki hafi jafnvel tekist til og allt það. Vinsældir Stellu í orlofi skapa vitanlega miklar væntingar. Það er ósköp eðlilegt.“ Og framhöld þykja yfirleitt standa frumverkinu að baki? „Já, ég er alveg meðvituð um það. En þetta er önnur mynd, sem gerist sextán árum síðar, bæði í lífi Stellu og mínu eigin.“ Hvað heldurðu að hafi valdið vin- sældum Stellu í orlofi? „Að hún var fyrir alla fjölskylduna og að börnin voru gáfaðri en foreldr- arnir. Að vídeóið var nýtilkomið og Stella hefur verið notuð sem barnapía eftir að hún kom út á myndbandi. Í myndinni er líka Íslandshúmor, rétt eins og í Stellu í framboði; hún er bara gerð fyrir okkur með okkar prívat- húmor. Við þurfum líka að gera mynd- ir fyrir okkur sjálf og búa til íslenskan innanlandsmarkað en ekki hugsa sí- fellt um heiminn allan og „how do you like Iceland?“ tilfinninguna.“ Svartur og pínulítið kvikindislegur Íslandshúmor segirðu. Þinn húmor hefur reyndar verið kallaður Mosfells- sveitarhúmor? „Já, það má vel vera að þetta sé mos- fellskur húmor, en hann nær þá til venjulegs Íslendings þótt hann eigi uppsprettu sína í Mosfellssveit.“ Hvernig geturðu lýst mosfellskum húmor? „Hann er svolítið svartur, pínulítið kvikindislegur, en líka einhvern veginn æðrulaus; allir eru alvarlegir í sinni dellu.“ Þú leikstýrðir ekki sjálf Stellu í or- lofi; það gerði Þórhildur Þorleifsdóttir. Hvers vegna var það? „Ég lét nægja að skrifa handritið og standa í framkvæmdastjórninni og framleiðslunni því ég var ekki tilbúin til að leikstýra þá. Ég var upptekin við svo margt annað, eins og að eignast börn og buru, og svo held ég að full- skapaðir leikstjórar verði ekki til fyrr en fólk er komið eitthvað yfir þrítugt. Maður hefur ekki orðið fyrir nægilegri lífsreynslu til að geta sagt öðrum hvernig þeir eiga að hegða sér.“ Varstu ánægð með útkomuna eða hefðirðu sjálf gert eitthvað öðruvísi? „Sjálfsagt hefði ég gert eitthvað öðruvísi. Við Þórhildur höfum svipaðan húmor en í hennar er kannski meiri galsi; ég er alvarlegri við að koma út bröndurum hjá leikurunum. Við Þór- hildur ræddum auðvitað mikið saman við gerð myndarinnar. Ég lærði leik- stjórn af Þórhildi og hún kvikmynda- gerð af mér. Við áttum gott samstarf og vorum sammála með útkomuna.“ Frumsýningin of nálægt alþingiskosningum? Hvort finnst þér skemmtilegra að semja handritin eða leikstýra? „Mesta vinnan er að semja handrit- in; hitt er handavinna. Þegar maður hefur skrifað uppí jafngóða leikara og eru t.d. í Stellu í framboði er lítið annað eftir en að setjast niður og rabba sam- an um hlutverkið. Svo bara gerist það; handritið lifnar við á staðnum og stundinni. Þá er mjög gaman að vera viðstaddur. Handritsskrifin geta verið einmanaleg og stundum veit ég ekkert hvert ég er að fara og því er svo gott að geta í félagsskap leikaranna breytt og bætt og byggt, m.a. eftir þeirra ábend- ingum og hugmyndum.“ Ertu fljót að skrifa handrit eða er þetta langt ferli? „Langt ferli. Handritið að Stellu í framboði skrifaði ég fimm eða sex sinn- um. Það var tilbúið fyrir tveimur árum en þá fengum við ekki fjármagn til framleiðslunnar. Mér finnst dálítið leiðinlegt hversu nálægt frumsýningin núna er næstu alþingiskosningum; það er bara tilviljun.“ Af hverju finnst þér það leiðinlegt? „Ja, myndin gæti kannski virkað eins og Áramótaskaup. Sumt í handrit- inu gerðist t.d. í raun og veru í sveit- arstjórnarkosningunum í sumar.“ Nú? Hvað var var það? „Svo margt. Ég vil ekki kjafta frá því, ekki strax a.m.k. Hitt er annað að ég átti sæti í bæjarstjórn Mosfellsbæj- ar í átta ár og stundum voru pólitísku fundirnir svo ofsalega leiðinlegir að ég skrifaði margar af senunum á þessum fundum til að lifa þá af. Kannski lang- aði mig þá til að fundirnir yrðu eins og fundirnir í myndinni.“ Sá ég hana systur mína … Persónan Stella Löve – hvernig varð hún til? „Því er auðvelt að svara. Þegar Stella í orlofi var í fæðingu stóðu Sig- ríður systir mín og mágur, Jón Gunnar Ottósson, í skilnaðarmáli sem ég tók mjög nærri mér; þau höfðu verið gift svo lengi og voru hluti af mér og mig langaði svo til að þau yrðu aftur ham- ingjusöm hjón. Stella á einnig í skiln- aðarbasli en slampast út úr því. Stella Löve er bara hún systir mín, sem ég vildi að tæki kannski meira af skarið í sínum málum. Það gerði ég að sumu leyti fyrir hana með því að búa til Stellu. Samt skildi hún auðvitað.“ Þannig að sú þerapía virkaði ekki? „Nei, heil bíómynd dugði ekki til.“ Hvernig líður systur þinni með að vera fyrirmyndin að Stellu? „Henni líður, held ég, ágætlega með það vegna þess að hún veit það ekki.“ Hún les það þá bara í Morgun- blaðinu í dag? „Já, það er ágætt, svona sextán ár- um síðar.“ En Salomon – hver er sagan á bak við hann? „Það var afvötnunarstöð uppí Kolla- firði sem einungis tók að sér sænska róna. Á þessum tíma höfðum við þvílíkt úrval af meðferðarmöguleikum að mér fannst fyndið ef einn slíkur sænskur róni myndi lenda í vitlausri meðferð. Reyndar var það ekki fjarstæðukennd- ari hugmynd en svo að haustið eftir að myndin var frumsýnd gerðist einmitt svipað atvik; sænskur maður, sem kom til Íslands í meðferð í Kollafjarðarstöð- inni, lenti á allt öðrum stað. Úr því varð heilmikið mál því sænska ríkið var búið að borga fyrir eina meðferð en ekki aðra. Ill meðferð kvenna í pólitík Stella í orlofi fjallar auðvitað um eitt og annað sem þá var að gerast í ís- lensku þjóðlífi og mínu lífi. Stella í framboði tekur að sínu leyti mið af því sem er að gerast núna og því sem ég hef verið að upplifa, eins og þessa hörku og vonsku sem einkennir stjórn- málabaráttu milli andstæðinga. Stella slysast ævinlega inní atburðarásina í lífi sínu og núna lendir hún óvart í framboði til kosninga. Ég tek þarna mið af þeirri þróun sem mér finnst ein- kenna þátttöku kvenna í stjórnmálum. Þar hefur orðið ótrúleg afturför. Sjáðu t.d. hvernig farið er með konurnar í Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst það alveg svakalegt. Þær virðast ekki mega opna á sér kjaftinn þar. Eina leiðin til frama í flokknum er að þegja og vera undirgefin. Ég botna ekki í þessari niðurstöðu, eftir alla kvenna- baráttuna síðustu tvo áratugi. Ég nefni bara hvernig flokkurinn fór með sveit- unga minn Salome Þorkelsdóttur eða hana Sigríði á Mosfelli eða hana Ingu Jónu Þórðardóttur eða núna síðast hana Katrínu Fjeldsted. Þessar ágætu manneskjur, sem hafa aðeins gott til málanna að leggja, eru settar út í kuld- ann. Svo virðist sem íslenskar konur þurfi að vera eitthvað skrýtnar eða ofsafrekjur til að mark sé á þeim tak- andi og þær uppskeri eitthvað. Mér fannst því ágætt að láta Stellu slysast í framboð og sigra, bara af því hún er skvísa sem er fræg úr sjónvarpinu og rekur fagurkerafyrirtæki en hefur ekkert vit á pólitík.“ Ertu að segja að vinstri flokkarnir séu saklausir af því að svína á konun- um? „Nei, en það er ekki svona gegnsætt. Og við skulum tala um kalla, ekki flokka. Ég hef það á tilfinningunni eftir mitt stjórnmálavafstur að kallar þoli ekki konur næst sér í pólitík. Þeir af- bera ekki hreinskilni og hafa ímugust á konum með skoðanir; þeim finnst þær frekjur og, ef ekki það, skrýtnar. Þetta er bara svona. Ef þú þegir, lítur vel út, ert með frábært hár og í dragt, máttu vera með. Annars ekki.“ Engar brennur á gamlárskvöld, takk Sjálf fórstu í framboð fyrir Alþýðu- bandalagið í Mosfellsbæ. Var það slys? „Spurðu Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var þá þingmaðurinn okkar og manaði mig í þetta. En ég sé alls ekk- ert eftir því. Hafði unnið baksviðs með vinstri mönnum í Mosfellsbæ í mörg herrans ár svo þetta var svosem ekkert út í hött og reynslumikill tími. Svo hætti ég í þessari pólitík vegna þess að komin eru frá alþingi allra handa lög sem við sveitarstjórnarmenn verðum að vinna eftir og standa fyrir en ganga út á að gera fólki erfitt fyrir að lifa og búa eins og það vill. Bæjarpólitík úti á landi fjallar umfram allt um skipulags- mál. Fólk á kannski jarðarskika og vill byggja sér hús en lendir á eintómum lagalegum hindrunum. Ef vinir mínir í Frakklandi vilja byggja svalir á húsið sitt er það ekkert mál en á Íslandi þarf fólk að bíða í þrjú ár til þess að fá svar sem oftast er neikvætt. Á endanum fékk ég nóg þegar Mosfellsdalurinn mátti ekki halda brennu á gamlárs- kvöld af því að komin voru lög frá al- þingi með uppruna hjá Evrópusam- bandinu í Brüssel sem banna útibrennur. Svo keyrir maður þvers og kruss um Evrópu og þar er allt skíðlog- andi í brennum og skemmtilegheitum. Við erum alltaf heilagri en páfinn þeg- ar kemur að svona reglugerðum og lagabálkum, sem gera lífið bara leið- inlegra og leiðinlegra. Við erum búin að sanka að okkur einhverjum ströng- ustu og ómanneskjulegustu skipulags- og byggingarlögum sem til eru í heimi og ég get ekki tekið að mér að sann- færa fólk um að þau séu rétt og eðlileg og sanngjörn.“ Var þetta þá umfram allt leiðinleg reynsla? „Nei, síður en svo. Það var gagnlegt að setja sig inn í öll þessi mál og vinna með góðu fólki. En ég verð líka að Sextán ár eru nú liðin frá því að Stella Löve húsmóðir þurrkaði með sínum sérstaka hætti upp sænska alkóhólistann Salomon Gustavsson. Margt hefur gerst í lífi þeirra síðan og enn fleira bætist við á meðan nýja gamanmyndin um ævintýri Stellu í framboði stendur yfir. Myndin verður frumsýnd í vikulokin og Guðný Halldórsdóttir, höfundur og leikstjóri, segir við Árna Þórarinsson að frumsýn- ingin sé óþægilega nálægt næstu alþingiskosningum. Manst’ ekki eftir S Guðný á tökustað með Lionsklúbbnum Kidda: Fyrirmyndin að Stellu Löve húsmóður í skilnaðarbasli var hún systir mín …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.