Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 B 27 bíó GAMANMYNDIN Friday Aft-er Next er sú þriðja í röðinnium félagana Craig Jones og Day-Day, sem Ice Cube og Mike Epps leika, en í þessari eru lúðarnir fluttir að heiman, búa saman og vinna saman sem öryggisverðir í verslunarmiðstöð. Jólahátíðin gengur í garð og hún verður ekki hefðbundin á því heimili. Kvikmyndaferill Ice Cube óx á sín- um tíma eðlilega upp úr rappferli hans, sem aftur spratt uppúr jarð- vegi hans í blökkumannahverfum Los Angeles. Þar er hann fæddur fyrir 33 árum, réttu nafni O’Shea Jackson. Öfugt við suma starfs- bræður sína kemur hann úr bæri- lega tryggum fjölskylduaðstæðum, en foreldrar hans störfuðu báðir við háskólann í Los Angeles. En hann fann sig betur utangarðs en innan. Dag einn sat hann í skólanum og lét sér leiðast þegar sessunautur hans sagði við hann: „Semjum rapplag“. Hann samdi svo sitt fyrsta alvöru rapplag 16 ára að aldri. Það kallaðist Boyz ’N The Hood, var síðar hljóðritað af öðrum rappara, Eazy-E, og lagði enn síðar (1991) titil sinn til frumraunar Johns Singleton í leikstjórn, en þar fór Ice Cube einmitt með fyrsta kvik- myndahlutverk sitt, kaldhæðins tugthúslims. Í millitíðinni var Ice Cube orðinn afar vinsæll og ekki síður umdeild- ur rappari með sveitum á borð við CIA, N.W.A. og the Lynch Mob, en stundaði um tíma nám í tækni- teiknun í Phoenix, Arizona. Rapp- textar hans voru, ekki síður en margra annarra samferðamanna hans, gagnrýndir fyrir hommafób- íu, kvenfyrirlitningu og ofbeld- isdýrkun; til dæmis yrkir hann um að sparka í barnshafandi kærustu og að lífið snúist aðeins um tvennt, „kventíkur og peninga“. Hann er þó talinn hafa haft jákvæð áhrif á aðra rappara hvað varðar baráttu fyrir réttindum blakka kynstofns- ins vestra. Sjálfur hefur hann sagt: „Ég bregð spegli upp að svörtu Ameríku.“ Ekki var að sökum að spyrja, að Ice Cube komst fljótlega á dauðalista öfgasamtaka hægri manna. Hann hefur verið virkur í að uppgötva ýmsa rapplistamenn og framleiða verk þeirra (YoYo, Del Tha Funkee Homosapien, K-Dee, Mack 10). Kvikmynd Singletons, Boyz ’N the Hood, varð upphaf kvikmyndaferils beggja. Hann stóð sig prýðis vel í næstu myndum, stórborgartryll- inum Trespass (1992) eftir Walter Hill (ásamt öðrum rappara, Ice T) og vanmetnu löggudrama, The Glass Shield (1994), eftir Charles Burnett. Singleton nýtti hann vel á ný í High- er Learning (1995), en svo samdi og framleiddi Cube sína fyrstu mynd, Friday árið 1995, grínaktuga lýs- ingu á ungu blökkufólki, sem fékk fremur slakar viðtökur þótt leikur Cubes væri góður. Hann fékk nóg af leiktilboðum eftir þetta, m.a. í spennumyndinni Anaconda (1997), en leikstýrði fyrstu mynd sinni The Players Club, sem gerist að mestu í nektardansklúbbi, árið 1998. Staðl- að og hugmyndarýrt handrit hans þótti helsti dragbítur myndarinnar og þótt hann hafi m.a. staðið að tveimur framhöldum Friday, þ.e. Next Friday (2000) og Friday After Next, sem nú er frumsýnd, hefur vegur hans orðið mestur sem leik- ara. Hann átti þannig í fullu tré við George Clooney og Mark Wahlberg í stríðsádeilunni Three Kings (1999), svo dæmi sé tekið. Ljóst má vera að Ice Cube lítur á kvikmyndirnar sem sinn helsta starfsvettvang í stað rappsins. Ný- lega var sýnd hér önnur afurð hans, All About the Benjamins og senn kemur eflaust Barbershop, sem lýsir mannlífi á rakarastofu og fékk fína aðsókn vestra í sumar en vakti einnig miklar deilur vegna meintr- ar kynþáttafyrirlitningar. Barbers- hop 2 er þegar komin á teikniborðið og Ice Cube er með ýmis verkefni í uppsiglingu sem hann skrifar einn- ig handrit að. Hann á þó enn eftir að sanna að hæfileikar hans við handritsgerð séu ekki minni en metnaðurinn. Kvikmynd lýtur öðr- um lögmálum en einfaldanir rapps- ins. Enn hefur Ice Cube ekki bráðn- að. Ísmolinn bráðnar ekki enn Nöfn þeirra minna frekar á vörumerki, uppnefni glæpahunda og skammstafanir leyniþjónusta en venjuleg mannanöfn. En bandarískir rapparar hafa á síðustu árum reynt að færa vinsældir sínar, einkum meðal blökkufólks af yngri kynslóð, yfir á hvíta tjaldið. Fáir þeirra hafa fundið þar viðlíka fótfestu og Ice Cube, sem ekki að- eins hefur leikið í kvikmyndum við vax- andi orðstír, heldur leikstýrt, samið handrit og framleitt. Í Friday After Next, sem frumsýnd er hérlendis um helgina, gerir hann þrennt af þessu, framleiðir, skrifar og leikur. Árni Þórarinsson SVIPMYND Ice Cube segir um þriðju myndina sem kennd er við föstudag, Friday After Next, að hún sé fyrsta jólamyndin sem gerist í blökku- mannahverfum nútímans. Þar verður ekki mikið um snjó, en þeim mun meira um „hvaða áhrif jólin hafa á okkur, samveruna með fjölskyldunni, jólalögin og þess háttar“.  UM MIÐJAN næsta mánuð hefjast tökur á nýrri mynd eftir handriti Charlies Kaufman, sem samdi hina undirfurðulegu Being John Malko- vich. Nýja myndin verður í sama und- irfurðulega dúrnum, gerist að miklu leyti í mannshuganum þar sem að- alpersónan reynir að þurrka út tiltekið ástarsamband sem veldur honum hugarangri. Miklar stjörnur skína í að- alhlutverkunum – Jim Carrey, Kate Winslet, Kirsten Dunst og Mark Ruffalo, en leikstjóri er hinn líttþekkti Michel Gondry. Carrey og Winslet leika Kaufman Jim Carrey: Í nýju furðuverki frá Kaufman. Mikið úrval af tískuskartgripum Laugavegi s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smáralind s. 554 3960 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.