Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LJÓÐSKÁLDIÐ Jóhannes úr Kötlum samdi vísur um jólasveinana þrettán, sem lýsa þeim bræðrum vel: Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Þeir uppi á fjöllum sáust, – eins og margur veit, – í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, – það var leiðindafólk. Þeir jólasveinar nefndust, – um jólin birtust þeir. Og einn og einn þeir komu, en aldrei tveir og tveir. Þeir voru þrettán þessir heiðursmenn, sem ekki vildu ónáða allir í senn. Að dyrunum þeir læddust og drógu lokuna úr. Og einna helzt þeir leituðu í eldhús og búr. Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var. Og eins, þó einhver sæi, var ekki hikað við að hrekkja fólk – og trufla þess heimilisfrið. Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, – þá var þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, – það gekk nú ekki vel. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. – Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Stúfur hét sá þriðji stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. – Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku’ upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti’ ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus.– Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Sjöundi var Hurðaskellir, sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o’n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein. Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik. Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Ellefti var Gáttaþefur, – aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. – Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Þrettándi var Kertasníkir, – þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín. Á sjálfa jólanóttina, – sagan hermir frá, – á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á. Svo tíndust þeir í burtu, – það tók þá frost og snjór. Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór. Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. –En minningarnar breytast í myndir og ljóð. Jólasveinarnir þrettán Á ERU þeir enn á ný farnir að tínast til byggða, blessaðir jóla- sveinarnir. Eins og allir vita búa þeir í fjöllunum, hjá Grýlu móður sinni og föður sínum, honum Leppalúða, sem stundum er kall- aður Loðinbarði. En á aðventunni laumast þessir hrekkjalómar ofan af fjöllum og næla í matarbita eða stinga á sig kerti, eins og þeir hafa gert um aldir hér á landi. Þeir eru að vísu orðnir svo kurteisir síð- ustu áratugina að nú skilja þeir eftir lítinn glaðning fyrir krakka sem setja skó út í glugga. Fatnaður þeirra hefur þó lítið breyst, þeir eru enn í sauðskinnsskóm, selskinnsskóm, kú- skinnsskóm eða þá roðskóm. Þeir halda ofnu buxunum uppi með spjaldofnum axlaböndum og beltum, ganga alltaf með vettlinga og húfur, í peysum og gæruvestum eða flókavestum. Reyndar eiga þeir líka rauða sparibúninga, sem þeir bregða sér oft í um jólin. Íslensk börn eru sérstaklega heppin, því hér eru hvorki fleiri né færri en þrettán jólasveinar. Einu sinni voru þeir miklu fleiri, eða gengu alla vega undir mun fleiri nöfnum en nú. Þau nöfn voru oft hin sérkennilegustu. Einn hét Bjálfinn, annar Drumbur fyrir alla, sá þriðji Dúðadurtur, fjórði Flotgleypir og svo voru það þeir Hnútur, Kattarvali, Lampaskuggi, Lummusníkir, Lækjaræsir, Moðbingur, Reykjasvelgur, Svartiljótur og Svellabrjótur. Alls eru til hátt í 80 nöfn á íslenskum jólasveinum, en hversu margir sem þeir kunna að vera koma alltaf sömu þrettán jólasveinarnir til byggða. Fjórir karlar komnir Fyrsti jólasveinninn kemur af fjöllum þrettán dögum fyrir jól og svo hver á fætur öðrum fram til jóla. Þeir fara svo aftur til síns heima frá jól- um og sá síðasti fer heim á þrettándanum, 6. janúar. Núna, á þriðja sunnudegi í aðventu, eru fjórir sveinkar komnir, þeir Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur og Þvörusleikir. Jólasveinavísurnar hans Jóhannesar úr Kötl- um lýsa jólasveinunum vel. Hins vegar er langt síðan Jóhannes samdi vísurnar, sem birtust fyrst árið 1932. Þess vegna passar lýsingin á hegðun þeirra bræðra ekki nákvæmlega við nú- tímann. Stekkjarstaur finnur ekki fjárhús við öll heimili lengur og verður að láta sér nægja að laumast í ísskápinn og súpa úr mjólkurfernu. Giljagaur gerir það líka, því líkt og fjárhús er fjós bara að finna við sveitabæi. Stúfur, Þvöru- sleikir og Pottaskefill (eða Pottasleikir eins og hann er líka kallaður) geta auðvitað fundið pönnur, sleifar og potta á hverju heimili og Askasleikir hreinsar leifarnar af matardiskun- um, af því að núna notar enginn aska lengur undir mat. Vonandi heldur hann þó í nafnið sitt, því Askasleikir er óneitanlega fallegra nafn en Matardiskasleikir. Hurðaskellir er áreiðanlega enn ánægðari nú en fyrir 70 árum, þegar Jóhannes úr Kötlum samdi vísurnar, því út um allt eru stórar og mikl- ar hurðir sem hann getur skellt. Hann lendir þó stundum í vandræðum, til dæmis skilur hann ekkert í þessum rafmagnshurðum sem opnast um leið og komið er að þeim, eða þá hringhurð- unum. Skyrjarmur, sem oft er líka kallaður Skyr- gámur, er hinn ánægðasti með framfarirnar síð- ustu áratugina, því nú getur hann valið um ótal bragðtegundir á skyri, vanillu, jarðarberja, blá- berja, karamellu og banana, svo fátt sé nefnt. Bjúgnakrækir þarf ekkert að hendast upp í rjáfur til að næla sér í bjúgu, þau er að finna í ís- skápum og kæliborðum verslana. Gluggagægir hefur enn fleiri glugga að gægj- ast inn um og sér áreiðanlega miklu betur inn núna en áður, þegar gluggar voru færri og smærri. Og ekki ætti Gáttaþefur að kvarta, því kræsingar á borðum landsmanna um jólin eru miklar. Þar nýtur Ketkrókur líka góðs af. Kertasníkir er heillaður af jólaljósunum og situr um að næla sér í kerti. Núna þarf hann ekki að láta sér nægja eitt og eitt tólgarkerti, heldur getur valið um kerti stór og smá. Og sum meira að segja með jólailmi. Mannasiðir og gjafir Aukin velmegun hér á landi hefur skilað sér til jólasveinanna. Þeir eru ekki sísvangir bragðarefir sem hrekkja börn, því Grýla gefur þeim nóg að borða, þótt þeim finnist auðvitað alltaf gott að fá dálítið kjöt eða skyr í belginn. Heimsóknir í mannabyggðir í mörg hundruð ár hafa kennt þeim ýmsa mannasiði, svo nú eru þeir vinir barnanna, en ekki ógnvaldar. Þeir koma oft á jólaskemmtanir í sparifötunum og gefa börnum ýmislegt fallegt. Ekki er ólíklegt að Grýla gamla hafi sjálf kennt þeim góða hegð- un, enda er hún löngu hætt að hirða óþekk börn og stinga þeim í poka. Jólakötturinn, sem einu sinni sat um börn sem fengu ekki nýja flík fyrir jólin, virðist líka pakksaddur og ánægður, stillt- ur og góður, því ekkert hefur til hans spurst lengi. Hann liggur líklega malandi einhvers staðar á fjöllum, en sumir halda því fram að hann sé húsköttur Grýlu og Leppalúða, þótt hann hafi ekki tengst þeim áður fyrr. Þjóðlegir með Þjóðminjasafni Enn eru íslensku jólasveinarnir ákaflega þjóðlegir. Þeir hafa því gert sérstakan samning við Þjóðminjasafn Íslands og koma fram á veg- um safnsins síðustu þrettán daga fyrir jól, frá 12. desember fram til jóla. Þar sem Þjóðminja- safnið er lokað vegna breytinga eru skemmtanir í Ráðhúsinu við Reykjavíkurtjörn, virka daga kl. 10.30 og um helgar kl. 14. Í dag, sunnudag, koma þau Grýla og Leppalúði með þeim í Ráð- húsið. Kátir og barngóðir karlar þurfti hún að setja stóra blómapotta á hornin á því. Þegar hér var kom- ið sögu var Halldóra Ana nokkuð ánægð. Enn blasti þó við sá vandi, að svalirnar eru á 2. hæð. Hún sá í hendi sér að Ketkrókur gæti kannski notað krókinn sinn til að hífa sig upp á svalirnar, en aðrir jólasveinar ættu ekki eins hægt um vik. Lausnin var sú að láta kaðal hanga fram af svölunum, svo jólasveinarnir kæmust örugglega að skónum. Pabbi hennar vildi ekki setja stóran nagla í svalirnar, til að festa kaðalinn, en batt hann í gasgrillið. Halldóra Ana veit að gasgrillið er svo þungt, að jólasveinarnir geta alveg togað fast í spottann. Að minnsta kosti átti Stekkjarstaur ekki í neinum vanda fyrstu nóttina. Um morguninn hljóp Halldóra Ana út á svalir og fann fallegt, bleikt tölvuúr í skónum sínum. BÖRNIN bíða jólasveinsins með óþreyju og hlaupa spennt út að glugga á hverjum morgni og kíkja í skóinn sinn. Oftast eru þar fallegir hlutir, en stundum eru börnin óþekk og fá þá kannski bara kartöflu frá jóla- sveininum. Halldóra Ana Purusic er sex ára gömul og býr í Reykjavík. Hún hafði dálitlar áhyggjur af að jólasveinninn kæmist ekki að skónum hennar í gluggakistunni í íbúð fjölskyldunnar á 2. hæð. Hún ákvað því að auðvelda sveinka lífið. Fyrst datt henni það snjallræði í hug að setja skóinn sinn út á svalir, svo jólasveinninn þyrfti ekki að hafa fyrir því að komast inn í íbúðina. Mamma hennar og pabbi bentu á að skórinn gæti blotnað, en Halldóra Ana leysti þann vanda með því að setja plast yfir skóinn. Glært plast, svo sveinki sæi skóinn. En plast getur fokið og því Kaðall fyrir jólasveina Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.