Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 C 45HeimiliFasteignir NESHAMRAR Stórglæsilegt ca 185 fm einbýli á einni hæð með innb. bílskúr. 4 herb. og upptekin loft. Stórglæsilegur garður. Verð 25,9 millj. VÍÐIHLÍÐ - Parhús með aukaí- búð Vorum að fá í sölu glæsilegt parhús á tveimur hæðum ásamt 2ja herb. aukaíbúð í kjallara á þessum vinsæla stað í Fossvogi. Þrjú stór svefnherbergi og bjartar og góðar stofur. Sérlega fallegur garður í suður með sólpöllum og fallegum trjágróðri. Verð 29,5 millj. FJARÐARSEL Vel skipulagt ca 250 fm endaraðhús með tveimur íbúðum. Stærri íbúðinn er á tveimur hæðum og þar eru bjartar og góðar stofur og fjögur svefnher- bergi. 3 - 4 herbergja séríbúð á jarðhæð. Fallegur garður í góðri rækt. Húsið er að mestu leyti klætt með steni. Áhv. góð lán Verð 22,5 millj. ÆSUBORGIR Vel skipulagt ca 200 fm parhús á mjög góðum stað. 4 herbergi, stofa og sjónvarpshol. Frábær staðsetning innst í botnlanga fyrir neðan götu. Mikið út- sýni og náttúrufegurð. Húsið getur verið laust fljótlega. VIÐ LAUGARDALINN Vorum að fá í sölu mjög vel skipulagða ca 140 fm hæð ásamt um 30 fm bílskúr við Sundlaug- arveg. Tvær bjartar stofur og þrjú herbergi. Tvennar svalir í suður. Parket. Sérþvottahús á hæðinni. Rúmgóð og vel skipulögð íbúð. Íbúðin er laus. Verð 17,5 millj. SÓLTÚN Mjög falleg og vel skipulögð ca 110 fm íbúð í góðu nýlegu lyftuhúsi. 4 rúmgóð herbergi og björt stofa með suður- svölum. Fallegt útsýni. Góð staðsetning. Verð 15,5 millj. Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Einar Guðmundsson Finnbogi Hilmarsson Guðmundur St. Ragnarsson hdl. löggiltur fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 530 6505 heimili@heimili.is www.heimili.is KÓRSALIR Erum með í sölu tvær stór- glæsilegar 3ja - 4ra herbergja íbúðir í mjög vönduðu lyftuhúsi. Íbúðirnar eru báðar 111 fm og eru fullbúnar vönduðum innrétting- um án gólfefna. Suðursvalir og stæði í bíla- geymslu. Íbúðir sem eru lausar strax. Áhv. 11 millj. í hagst. lánum. Verð 17,0 millj. KLAPPARSTÍGUR Stórglæsileg ca 105 fm 3ja til 4ra herb. íbúð í góðu lyftu- húsi ásamt stæði í bílageymslu. Fallegar innréttingar hannaðar af arkitekt. Góð stað- setning við miðbæinn. VIÐ VATNSSTÍG Rúmgóð og björt ca 85 fm íbúð í góðu nýlega viðgerðu fjöl- býli. Íbúðin er mikið endurnýjuð að innan á vandaðan hátt. M.a. nýir ofnar og ofnalögn, rafmagn og tafla. Ný gólfefni og nýtt eld- hús. Tvö rúmgóð herbergi og stór stofa. Góð eign í miðbænum. HJARÐARHAGI Vorum að fá í sölu bjarta og fallega ca 101 fm 3 - 4ra her- bergja íbúð í kj. í góðu fjölbýlishúsi í vestur- bænum. Tvö stór svefnherbergi, stofa og borðstofa ( sem gæti verið svefnherbergi ). Verð 10,9 millj. FROSTAFOLD - sérinngangur og stæði í bílageymslu Sérlega björt og vel skipulögð ca 98 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Tvö stór svefnher- bergi og björt og góð stofa með útgengi út í afgirtan sérgarð í suður. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðari bílageymslu. Möguleg skipti á góðu sérbýli í Grafarvogi eða Garðabæ. Verð 12,7 millj. MARÍUBAKKI - frábært útsýni Vorum að fá í sölu bjarta og fallega ca 80 fm íbúð í góðu fjölbýlishúsi á þessum vin- sæla stað. Rúmgóð stofa með parketi og tvö svefnherbergi. Þvottahús í íbúð. FRÁ- BÆRT ÚTSÝNI. Verð 10,9 millj. VINDÁS Björt og góð ca 40 fm íbúð á jarðhæð. Rúmgóð stofa með útgengi út á hellulagða verönd. Áhv. ca 4,1 millj. Góð staðsetning, útivistarsvæði í göngufæri. Verð 6,2 millj. Í GNÚPVERJAHREPPI Fallegt og fullbúið ca 51 fm sumarhús með heitum potti og um 60 fm verönd. Tvö herbergi, eldhús og stofa ásamt ca 35 fm sólskála. Húsið stendur á gróinni fallegri lóð. Verð, tilboð. 0Háihvammur Hf.- Gott 2ja íbúða hús. Útsýni. 0Roðasalir - glæsilegt og stílhreint einbýli Vorum að fá í sölu ca 248 fm einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Hús- ið sem er vandað að allri gerð er með stórum og björtum stofum með fallegu útsýni, rúmgóðum svefnherbergjum, baðherbergi með nuddbaðkari og góðu vinnueldhúsi með fallegri ítalskri innréttingu. Gegnheilt eikarparket á efri- hæð. Möguleiki á aukaíbúð. Áhv. ca 9,0 millj. Verð 27,4 millj. 0Vallarár - góð 2ja í lyftuhúsi Vel skipulögð ca 57 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Björt parketlögð stofa og rúmgott herbergi. Opið eldhús við stofu. Suðursvalir. Íbúðin er laus fljótlega. Verð 8,4 millj. Vantar allar gerðir eigna á skrá Húsið er alls um 350 fm á tveimur hæðum og hentar vel fyrir stóra fjölskyldu. Stærri íbúðin er með 5 svefnherb., stórri stofu með arni og frábæru útsýni. Neðri íbúðin er 2ja herb. og er öll nýstandsett á vandaðan hátt. Tvöfaldur fullbúinn bílskúr. Falleg lóð í rækt. Gott útsýni allt til Snæfellsjökuls. Húsið er laust. Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem sel- ur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýsingakostn- aður skal síðan greiddur mán- aðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamn- ing þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna- gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvitt- anir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríksins og biðja um nýtt brunabóta- mat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yf- irstandandi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út- fylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni. Minnisblað www.fasteign.is GULLENGI 2-3ja herbergja 63 fm íbúð á 2. hæð í vönduðu fjölbýli. Sérinngangur af svölum. 2 herb., stofa, gott baðherbergi, stórar suðvestursvalir. Verð 8,6 millj. Atvinnuhúsnæði FELLSMÚLI - WORLD CLASS-HÚSIÐ Vegna væntanlegrar uppbyggingar World Class í Laugardalnum vorum við að fá í einkasölu 1.769 fm húsnæði þeirra við Fellsmúla. Um er að ræða hús sem skipt- ist þannig að neðri hæðin er 1.376 fm og efri hæðin 395 fm. Húsið er í mjög góðu ástandi og var m.a. endurmúrað að utan og einangrað að innan fyrir ca 6 árum. 80 sérbílastæði fylgja húsinu ásamt sameigin- legum stæðum. Húsnæðið er í dag innrétt- að sem líkamsræktarstöð en gæti hentað undir margskonar aðra starfsemi, svo sem heildsölu, verslun o.fl. Uppl. gefur Ólafur Blöndal hjá fasteign.is. DALSHRAUN Til sölu þessi heildareign, 346 fm sem skipt er í tvo eignarhluta. Gott ástand og plássgott útisvæði. Er í leigu. Uppl. gefur Ólafur Blöndal. GILSBÚÐ - GARÐABÆ Gott 203 fm iðnaðarhúsnæði. Húsið var byggt árið 1998 og er það því í mjög góðu ásigkomu- lagi. Góðar innkeyrsludyr. Góð lýsing. Frá- bær staður. Áhv. 10 millj. Verð 16 millj. Í smíðum SVÖLUÁS - HF. Glæsilegt þrílyft fjölbýli á mjög góðum stað í Áslandinu. Um er að ræða eingöngu 3ja og 4ra herbergja 85- 106 fm íbúðir sem skilast fullbúnar að inn- an með vönduðum innréttingum og tækj- um en án gólfefna að hluta. Húsið er klætt að utan með viðhaldsléttri litaðri klæðn- ingu. Sérinngangur í allar íbúðir. Þvottahús innan íbúða. Verð 12, 1-14,7 millj. Afhend- ing er vor/sumar 2003. KÍKIÐ Á WWW. fasteign.is OG SKOÐIÐ MYNDIR OG NÁNARI UPPLÝSINGAR. KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLTI Mjög falleg ca 180 fm raðhús á tveimur hæðum. Húsin seljast fullbúin að utan, fokheld að innan eða tilbúin til innréttinga. Frábært útsýni. Verð frá 15,7 millj. Landið HÓLSHÚS Í EYJAFIRÐI Gullfallegt landsvæði í landi Hólshúsa og er um að ræða 10 litlar jarðir, 2-5 hektarar hver. Þessar jarðir eru nú til sölu sem eignajarð- ir og er hér um lögbýli að ræða. Þar sem um lögbýli er að ræða eru verðandi íbúð- arhús á svæðinu lánshæf hjá Íbúðalána- sjóði. Einungis um 10-15 mín. eru til Akur- eyrar frá umræddu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.