Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
ÞAÐ er athyglisvert að ásama tíma og vanskil viðÍbúðalánasjóð eru í lág-marki, þá hefur greiðslu-
erfiðleikamálum fjölgað nokkuð að
undanförnu þótt enn sé sem betur
fer langt í að því hámarki sem varð
árið 1995 sé náð.
Áður en lengra er haldið er vert að
benda á að úrræði sem Íbúðalána-
sjóður hefur yfir að ráða til að að-
stoða viðskiptavini sína vegna
greiðsluerfiðleika eru þrenns konar:
Skuldbreytingar vanskila, greiðslu-
frestun í allt að 3 ár og lenging láns-
tíma um allt að 15 ár.
Síðasttalda úrræðið kom fyrst til
skjalanna með setningu reglugerð-
arinnar í júlímánuði 2001, en fyrri
úrræðin hafa verið til staðar um ára-
bil.
Fjöldi og hlutfall
greiðsluerfiðleikamála
Fjöldi greiðsluerfiðleikamála og
hlutfall þeirra af fjölda lántakenda
náði hámarki árið 1995. Í kjölfarið
fór að draga úr greiðsluerfiðleika-
málum er bárust til Húsnæðistofn-
unar og á fyrsta starfsári Íbúðalána-
sjóðs árið 1999 var samsvarandi
fjöldi og hlutfall í algjöru lágmarki.
Síðan þá hafa greiðsluerfiðleika-
mál aukist jafnt og þétt þótt langt sé
í það að hámarkinu árið 1995 sé náð.
Reyndar er árið 2002 fyrsta árið í
sögu Íbúðalánasjóðs þar sem fjöldi
og hlutfall greiðsluerfiðleikamála er
hærra en það hafði verið lægst í tíð
Húsnæðisstofnunar árið 1998.
Eins og sjá má þá hefur fjöldi
greiðsluerfiðleikamála og hlutfall
lántakenda sem leita eftir greiðslu-
erfiðleikaaðstoð tvöfaldast milli ár-
anna 2001 og 2002.
Að líkindum er þróun undanfar-
inna missera greinilega afleiðing
þess samdráttar, sem varð í efna-
hagslífi Íslands á árinu 2001. Hins
vegar ber að minna á að á sama tíma
hafa vanskil við Íbúðalánasjóð verið í
algjöru lágmarki, eins og fram kom í
grein í síðustu viku.
Hugsanlega má rekja nokkurn
hluta aukningarinnar til þess að á
miðju ári 2001 voru greiðsluerfið-
leikaúrræði Íbúðalánasjóðs rýmkuð
verulega. Þá fékkst langþráð heimild
til þess að lengja lán um allt að 15 ár.
Sú heimild varð til þess að mun
fleiri áttu kost á greiðsluerfiðleika-
úrræði Íbúðalánasjóðs en áður. Í
kjölfar þess lagði Íbúðalánasjóður
mikla áherslu á að kynna rýmkun á
greiðsluerfiðleikaúrræðum sjóðsins.
Þá bera að geta þess að í tíð Íbúða-
lánasjóðs hefur áhersla verið lögð á
að veita sem flestum þeim sem sótt
hafa um greiðsluerfiðleikaaðstoð úr-
lausn sinna mála.
Það er athyglisvert að skoða skipt-
ingu greiðsluerfiðleikamála milli höf-
uðborgarsvæðis og landsbyggðar
undanfarin misseri.
Aldursdreifingin
Unnt er að kanna hvernig
greiðsluerfiðleikamál dreifast eftir
aldri viðskiptavina sjóðsins. Dreif-
ingin helst nokkuð í hendur við fjölda
viðskiptavina Íbúðalánasjóðs í hverj-
um aldursflokki fyrir sig.
Athygli vekur þó að í aldurshópn-
um 21-30 ára eru hlutfallslega fæst
greiðsluerfiðleikamál hvort sem mið-
að er við fjölda eða heildarfjárhæð
lána þessa aldurshóps. Úr þeim ald-
urshópi hafa sjóðnum einungis borist
14 greiðsluerfiðleikamál.
Þróun greiðsluerfiðleikamála 1995–2003
Markaðurinn
eftir Hall Magnússon,
yfirmann gæða- og markaðsmála
Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is
Efnisyfirlit
Ás ........................................ 38—39
Ásbyrgi .......................................... 8
Berg ............................................... 12
Bifröst ............................................ 5
Borgir ..................................... 16—17
Búmenn ........................................ 47
Eign.is .......................................... 23
Eignaborg .................................... 39
Eignalistinn ................................ 44
Eignamiðlun ....................... 24—25
Eignanaust ..................................... 3
Eignaval ......................................... 11
Fasteign.is .................................. 22
Fasteignamarkaðurinn .......... 6—7
Fasteignamiðlunin ....................... 9
Fasteignamiðstöðin ................... 15
Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 16
Fasteignasala Íslands ................. 7
Fasteignastofan ......................... 33
Fasteignaþing ............................. 41
Fjárfesting ................................... 13
Fold ............................................... 48
Foss .............................................. 46
Frón ................................................. 3
Garður ............................................. 3
Garðatorg .................................... 36
Gimli ............................................. 29
Heimili ........................................... 21
Híbýli ............................................ 35
Hóll ................................................ 32
Hraunhamar ........................ 30—31
Húsakaup ..................................... 37
Húsavík ........................................ 43
Húsið ............................................. 10
Húsin í bænum ............................ 14
Höfði ............................................. 19
Höfði Hafnarfirði ........................ 18
Kjöreign ....................................... 40
Laufás ........................................... 14
Lundur ................................... 20—21
Lyngvík ........................................ 42
Miðborg ........................................ 45
Remax ............................................. 8
Skeifan ............................................ 4
Smárinn ......................................... 10
Stakfell ........................................ 47
Valhöll .................................. 34—35
101 Reykjavík ............................. 28
FÉLAG fasteignasala er nú að
undirbúa námskeið í fasteignavið-
skiptum, sem ætlað er starfsfólki á
fasteignasölum og öðrum, sem á
einn eða annan hátt koma að þess
konar viðskiptum. Umsjónarmaður
námskeiðsins er Ólafur B. Blöndal,
fasteignasali í fasteign.is.
Þátttökugjald er 25.000 kr., en
námskeiðið verður haldið í tveimur
hlutum, fyrri hlutinn í lok febrúar
og seinni hlutinn í haust. Á fyrri
hlutanum verður kennt tvö kvöld
og fyrir hádegi á laugardegi, sem
hér segir: Miðvikudag og fimmtu-
dag kl. 18,15–21,15 og laugardag kl.
9,15–12,15.
„Með því að hafa þetta svona í
tvennu lagi á landsbyggðarfólkið
mun auðveldra með að sækja þessi
námskeið, en mikill áhugi hefur
verið hjá mörgum utan Reykjavík-
ur,“ segir Ólafur B. Blöndal.
Efnistök í fyrri hlutanum eru:
Fasteignakaup, húsbréfakerfið og
túlkun nýrra laga um fasteignavið-
skipti. Á seinni hlutanum þ.e. í
haust verður farið í skjalavinnslu
og skattamál.
„Við einskorðum okkur ekki ein-
göngu við fasteignasala og starfs-
fólk þeirra, heldur bjóðum einnig
aðra velkomna á þessi námskeið
t.d. starfsmenn banka og annarra
lánastofnana, sem á einn eða annan
hátt vinna við fasteignaviðskipti og
þá aðallega í formi lánveitinga og
greiðslumats fyrir einstaklinga,“
sagði Ólafur ennfremur.
„Sams konar námskeið var haldið
á vegum Félags fasteignasala í
fyrra, í fyrsta sinn í þessari mynd
og voru þátttaka og undirtektir
vægast sagt frábærar, því við fyllt-
um námskeiðið á mettíma.
Þátttakendur þá voru 55 talsins,
sem við töldum vera hámark á einu
námskeiði. Yfirgnæfandi meiri hluti
þeirra var fólk frá fasteignasölum,
sem ekki hafði neina menntun í
þessu fagi, en vildi auka við þekk-
ingu sína og getu. Í þessum hópi
var bæði fólk, sem var nýbyrjað að
starfa á þessu sviði og einnig fólk,
sem hafði starfað lengi við fast-
eignasölu.“
Í fyrra stóð námskeiðið yfir í
tvær vikur, en það voru kvöldtímar
og einnig tímar fyrir hádegi á laug-
ardögum. „Núna stefnum við að því
að þjappa námskeiðinu betur sam-
an og láta eina viku duga, með því
að kenna á hverju kvöldi og ljúka
fyrir hádegi á laugardegi,“ sagði
Ólafur.
„Þannig ætti frekar að vera hægt
að fá landsbyggðarfólkið til þátt-
töku.“
Flókið og ábyrgðar-
mikið starf
„Því miður er það svo, að víða er
pottur brotinn í þjálfun starfsfólks
á þessu sviði, þar sem eigendur eða
rekstraraðilar á fasteignasölum
eyða ekki nægum tíma í að kenna
nýju fólki undirstöðu- og aðalatriði
í þessu gríðarlega ábyrgðarmikla
starfi sem fasteignasalar og starfs-
fólk þeirra gegna,“ sagði Ólafur
ennfremur
„Þetta er flókið starf, sem leyfir
hvorki handvömm né vankunnáttu,
þó að fólk starfi oft undir miklu
álagi, enda mikið í húfi þegar jafn-
vel aleiga fólks er undir.“
Ólafur sagði, að góður rómur
hefði verið gerður að þessu fram-
taki félagsins á síðasta ári og því
væri nú ráðizt í að halda annað
námskeið í ár, sem yrði svipað
námskeið og í fyrra en þó með ein-
hverjum áherslubreytingum í efn-
istökum.
Þar mætti sérstaklega nefna
skýringar á hinum nýju lögum um
fasteignaviðskipti, sem yrðu í hönd-
um Viðars Más Matthíassonar,
lagaprófessors við Háskóla Íslands,
en hann var aðalhöfundur laganna.
Kennarar á námskeiðinu eru lög-
fræðingar og aðrir sérfræðingar úr
faginu, en kennt verður í húsa-
kynnum Háskóla Íslands, bæði í
Odda og Lögbergi. Skráning á
námskeiðið mun hefjast mjög fljót-
lega og verður það auglýst sér-
staklega.
Námskeið í
fasteigna-
viðskiptum
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur B. Blöndal, fasteignasali í fasteign.is, er umsjónarmaður námskeiðsins.