Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 1
Þriðjudagur
28. janúar 2003
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað B
Lykillinn að
sparnaði, öryggi
og þægindum
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Áfram-
haldandi
fólksflutningar 13
Sameiginlegar
framkvæmdir
Hvað
erbezt?
Ákvarðana-
taka í húsfélög-
um 26
Deilt
um
ofnloka 43
Byggðaþróun
síðustuára
"# $ % & ' ## ( ) ( #
## & ( ) ( # # " $ % '
" $ '( ( # # % ' # & )
* ! !
+
( !
+
,-.
/
,-.
/
!
"#$
%&$ %''&
12+3+
$3
(
4
567
.38
94
-:!
$
;!+!<
( ;!+!<
)+2
;!+!<
( ;!+!<
!
(
. / & +
(+= / >>>!!
? 3@ A B
!
!
!
!
! !"0
!" ! # $
)*
+% 3@ A B
#'
'
-
"'
-
&
'
"'"
"$.#.
"./0
0
#./.
"%/0
&4! B
1! 2
! $ %'$
%0$ %''&
9 +
,
&
% %" %%
"
!
!
!
!
$ $
„ÞAÐ er meiri bjartsýni nú hjá
mönnum í atvinnurekstri og um leið
meiri eftirspurn eftir atvinnuhús-
næði. Það mátti greina breytingu
strax í fyrrahaust, en eftirspurnin
hefur farið vaxandi síðan,“ segir
Magnús Gunnarsson hjá fasteigna-
sölunni Valhöll.
„Ég hef alltaf fundið fyrir þörf-
inni, en það var eins og margir
þyrðu ekki að stíga skrefið til fulls
fram eftir ári í fyrra en séu reiðu-
búnir til þess nú. Þess verður líka
að gæta, að atvinnuhúsamarkaður-
inn er miklu hægari í allri fram-
kvæmd en kaup og sala á íbúðar-
húsnæði. Öll viðskipti taka lengri
tíma og það fer meiri tími í und-
irbúning.“
Magnús Gunnarsson er nú með
til leigu stórt húsnæði við Höfða-
bakka 9, þar sem höfuðstöðvar
Marels voru áður.
„Það hefur verið mikil eftirspurn
eftir húsnæði í þessari byggingu og
talsverður hluti þess hefur þegar
verið leigður út,“ segir Magnús.
„Aðaleinkenni þessa húsnæðis eru
góð lofthæð, mjög góð staðsetning,
góð aðkoma og næg bílastæði.“
Byggingin er tvær hæðir. Þegar
er búið að leigja út af neðri hæðinni
um 1.700 ferm. „Þar er um að ræða
eitt fyrirtæki í framleiðslu á búnaði
fyrir fiskiðnaðinn, annað er heild-
sala og þriðja fyrirtækið starfar við
auglýsingaþjónustu,“ segir Magnús.
„Á efri hæð er þegar komin sjúkra-
þjálfarastofa í rúmlega 1.000 ferm.
húsnæði.“
Á fyrstu hæð á eftir að leigja út-
húsnæði, sem skiptist í þrjá sali
með innkeyrsludyrum. Einn er 624
ferm. með 3,7 m lofthæð, annar er
266 ferm. með 3,7 m lofthæð og sá
þriðji er 780 ferm. og með 7,6 m
lofthæð.
Á annarri hæð er óleigt skrif-
stofuhúsnæði, sem skiptist í tvennt,
annars vegar í 1.040 ferm. og hins
vegar í 266 ferm. Mögulegt er að
skipta framangreindum einingum í
smærri einingar.
„Þetta húsnæði hentar vel fyrir
ýmiss konar starfsemi svo sem iðn-
að, heildsölu, skrifstofustarfsemi
o.fl.,“ segir Magnús.
Endurbætt húsnæði
„Eignin er í eigu Landsafls, sem
er öflugt, sérhæft fasteignafélag,“
sagði Magnús ennfremur. „Það er
boðið upp á hagstæða leigu miðað
við sambærilegt húsnæði en húsið
er í góðu ástandi og ætlunin að
bæta það enn.
Á þeirri hlið, sem snýr að Vest-
urlandsveginum er búið að skipta
um alla glugga og komnir áltré-
gluggar í stað þeirra gömlu. Áform-
að er að skipta á sama hátt um alla
aðra glugga í húsinu og eins er í bí-
gerð að að klæða húsið með áli. Í
framtíðinni verður þarna því glæsi-
legt og nútímalegt hús, sem stendur
á mjög góðum stað á Höfðanum.“
„Það er mikið um fyrirspurnir um
þetta húsnæði og ég geri ráð fyrir
að unnt verði að fá leigutaka í það
allt á næstu mánuðum,“ sagði
Magnús Gunnarsson að lokum.
Vaxandi eftirspurn eftir atvinnu-
húsnæði einkennir markaðinn
Höfðabakki 9. „Þegar er búið að leigja út drjúgan hluta af húsinu, en eftir er að leigja út tæplega 3.000 ferm.,“ segir
Magnús Gunnarsson hjá Valhöll, sem sér um að koma húsinu í leigu.