Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 B 13HeimiliFasteignir Opið mánud.–fimmtud. frá kl. 9–18, föstud. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Skeljagrandi - Bílageymsla Til sölu 2ja herb. íbúð. Glæsilegt útsýni. Verð 10,3 millj. Póstnr. 107 Naustabryggja Vorum á fá á sölu glæsilega 2ja herb. íbúð. Mjög vandaðar innréttingar frá Brúnási. Falleg lýsing frá Lumex á allri íbúðinni. Útsýni út á sjó. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 11,9 millj. Póstnr. 112 Mosarimi Skemmtileg 3ja herb. íbúð á mjög góðum stað í Grafarvogi. Stutt í alla þjónustu. Verð 10,5 millj. Póstnr. 112 Lækjarsmári - Frábær stað- setning Vorum að fá á sölu stórglæsi- lega 82 fm 2ja herb. íbúð. Parket og nátt- úruflísar á gólfi. Suðurverönd. Stutt í Smáralindina. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 12,9 millj. Póstnr. 200 Núpalind -Bílskýli. Komin er á sölu glæsileg 112,3 fm íbúð á efstu hæð í fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Vandaðar inn- réttingar. Látið þessa eign ekki fram hjá ykkur fara. Verð 16,5 millj. Póstnr. 201 Einbýlishús, parhús og raðhús Prestbakki - Bílskúr Til sölu skemmtilegt raðhús á besta stað í Breið- holti. Húsið er mikið endurnýjað. Stutt í alla þjónustu. Verð 20,2 millj. Póstnr. 109 Seljabraut Vorum að fá á sölu raðhús ásamt bílageymslu. Hægt er að hafa sér- íbúð í kjallara. Steni-klætt hús. Verð 17,3 millj. Póstnr. 109 Rituhólar - Bílskúr 44,8 fm Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, hægt að gera séríbúð í kjallara. Nátturu- garður. Stórkoslegt útsýni. Verð 27,5 millj. Póstnr. 111 Sérhæðir Ferjuvogur - Ásamt bílskúr Til sölu skemmtileg ca 120 fm hæð ásamt sérbyggðum stórum bílskúr. Mjög vel staðsett íbúð innst í lokaðri götu. Skjól- góður suðurgarður. Stutt í skóla og alla þjónustu. Eign sem vert er að að skoða. Verð 16,5 millj. Póstnr. 104 Njörvasund - Stór bílskúr Vor- um að fá á sölu rúmlega 80 fm sérhæð. Góður garður. Frábær staðsetning. Verð 12,5 millj. Póstnr. 104 Bergstaðastræti - Nýtt 4ra - 6 herbergja íbúðir Hvassaleiti - 3ja-4ra herb. Vel staðsett rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 12,5 millj. Póstnr. 103 Hvassaleiti - 5-6 herb.- Bíl- skúr Sérstaklega björt og stór íbúð 150 fm. Frábært útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr. 103 Álakvísl -LAUS STRAX Björt og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Góðar innréttingar, stórt stæði í bílageymslu. Verð 15,8 millj. Póstnr. 110 Naustabryggja Vorum að fá á sölu „penthouse“-íbúð á tveimur hæðum. Tvennar svalir. Stæði í bílageymslu. Hnotuparket á allri íbúðinni. Póstnr. 110 Mosarimi - Skemmtileg íbúð 4ra herb. íbúð með sérinngangi. Góðar suð-austursvalir. Stutt í þjónustu. LAUS STRAX. Verð 12,5 millj. Póstnr. 112 2ja - 3ja. herbergja Sólvallagata Komin er á sölu 3ja herbergja 80 fm íbúð á besta stað við miðbæinn. Suðurgarður. Verð 11,9 millj. Póstnr. 101 www.fjarfest.is Til sölu nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir, einnig tvær „PENTHOUSE“-íbúðir. Á besta stað í miðbæ Rvíkur. Íbúðirnar verða afhentar full- búnar með vönduðum innréttingum og flísum á baði, en án gólfefna að öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er álklætt að utan að hluta og sameign verður frágengin. Möguleiki á að fá lán frá byggingaraðila á eftir húsbréfum. Póstnr. 101. Naustabryggja 12-18 - 20-22 - Nýtt Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir, frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“-íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar verða flísar. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum. „Penthouse”-íb. verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin álklædd. Afhending á Nausta- bryggju 12-18 í júní 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003. Bygging- araðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýs- ingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110. Nýjar íbúðir Maríubaugur - Keðjuhús Til af- hendingar nú þegar. Tilbúin til innréttinga. Skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús á einni hæð með innbyggðum 25 fm bíl- skúr. Húsin standa á útsýnisstað og af- hendast tilbúin til innréttinga. Fullfrágeng- ið að utan og lóð verður grófjöfnuð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrif- stofu. Verð frá kr. 19,4 millj. Póstnr. 113 Birkiás - Bílskúr -TIL AF- HENDINGAR STRAX Vorum að fá á sölu þrjú glæsileg pallabyggð raðhús 4-5 herb. frá 147,6 fm til 156,1 fm á besta stað í Garðabæ. Íbúðirnar eru afhendar fokheld- ar að innan en frágengnar að utan með steiningu og grófjafnaðri lóð Glæsilegt út- sýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Fjárfestingar. Verð frá kr. 14,5 millj. Póstnr. 210 Nýkomnar á sölu stórglæsilegar íbúðir, 3ja-4ra herb. 96,1 fm til 119,2 fm. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar verða flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllum herbergj- um. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bíl- skúr. Sérinngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Afhend- ing í maí 2003. Póstnr. 113 . Kristnibraut 77-79 NÝTT - Lyftuhús - Grafarholti ÖNNUR og þriðja þúsöldtímatalsins mættust fyrirtveimur árum, um ára-mótin 2000/2001. Á Ís- landi hafa árin kringum þúsalda- mótin einkennst af mikilli efnahags- uppsveiflu og örri framþróun hagkerfisins. Byggðaþróunin á árunum kring- um þúsaldamótin hefur í enn ríkari mæli en fyrr einkennst af því að mannfjölgunin er bundin við suð- vesturhorn landsins, þ.e. það svæði sem fleiri og fleiri eru farnir að líkja við nýtt íslenskt „borgríki“ þar sem yfirgnæfandi og stöðugt vaxandi meirihluti þjóðarinnar er búsettur. Íslenska „borgríkið“ má segja að nái yfir höfuborgina Reykjavík, grannbyggðir hennar í hinu nýja Suðvesturkjördæmi, sem farið er að nefna „Kragakjördæmið“, ásamt 50–60 kílómetra hringsvæði frá Reykjavík sem teygir sig suður til Reykjanesbæjar, austur á Selfoss og einnig upp í Borgarnes. Grannsveitarfélög Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu mætti e.t.v. í þessu samhengi kalla „innri kraga“ og ytri hluta fyrrgreinds hrings – sem nær til annarra svæða á Suð- vesturlandi – „ytri kraga“. Borgríkið og kragarnir tveir Mannfjöldatölur Hagstofu Ís- lands frá 1. desember 2002 sýna að „Borgríkið“ á suðvesturhorninu jók árið 2002 hlut sinn af heildar- íbúafjölda landsins um 0,2%; hlut- fallið hækkaði úr 74.7% í 74.9%. Raunar er bankað þéttingsfast á „75% múrinn“, fjölgun um 250 íbúa á Suðvesturhorninu myndu hækka hlutfallið úr 74,9% í slétt 75,0%. Hlutur suðvestursvæðisins var árið 1997 72,2% af íbúafjölda landsins. Meðfylgjandi tafla sýnir annars vegar heildarþróun byggðamynst- ursins árið 1997–2002 og hins vegar mannfjöldabreytingar á hverju ein- stöku ári á þessu sama tímabili. „Innri kraginn“ nær, svo sem áður sagði, yfir grannbyggðir Reykjavík- ur sem nú mynda hið nýja Suðvest- urkjördæmi, þ.e. Kópavog, Hafn- arfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Bessastaðahrepp. „Ytri kraginn“ er þá stærra jað- arsvæði höfuðborgarinnar á Suð- urnesjum, Vesturlandi til Borg- arness og Suðurlandi að Selfossi. Taflan sýnir að á sl. fimm árum fjölgaði íbúum á Suðvesturlandi um hartnær 19.000 manns, þ.e. um nær 10% á ekki lengra tímabili. Fjölg- unin á tímabilinu varð mest í „innri kraganum“ næst höfuðborginni, næstum 10.000. Helsta vaxtarbrodd byggðaþróunar alls landsins er aug- ljóslega að finna á þessu svæði og hefur svo raunar verið um nokkurra áratuga skeið. Tölur fyrir einstök ár sýna að mannfjölgun á öllu „Borgríkissvæð- inu“ er veruleg allt tímabilið, þó vissulega hafi lítillega dregið úr henni eftir að háflóð hagsveiflunnar 1999/2000 tók að fjara út. Fækkunin á landsbyggðinni var hins vegar orðin óveruleg þrjú síðustu ár tíma- bilsins. Eftir að álvers- og virkjunar- framkvæmdir hefjast á Austurlandi mun landsbyggðin í heild án vafa sýna jákvæðar tölur um nokkurra ára skeið, þó að sú mannfjölgun verði væntanlega algerlega bundin við Austurland. Að þessu leyti verð- ur þessi „stærsta byggðaaðgerð Ís- landssögunnar“ ólík skutttogara- átakinu á áttunda áratugnum, sem hafði í för með sér nokkurra ár upp- sveiflu í öllum sjávarbyggðum landsins. Í höfuðborginni sjálfri hefur á hinn bóginn dregið verulega úr mannfjölgun á sl. tveimur árum. Minni mannfjölgun í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögunum er hins vegar engin nýlunda, því allt frá upphafi útborgavæðingar höf- uðborgarsvæðins á sjöunda ára- tugnum hefur Reykjavík vaxið mun hægar en grannbyggðirnar og í ný- samþykktu svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins til ársins 2024 er áfram gert ráð fyrir því að höf- uðborgin vaxi mun hægar en grann- sveitarfélögin. Þróun „ytri kragans“, nærsvæða Reykjavíkur á Suðvesturlandi, er einnig mjög athyglisverð. Á þessu svæði hefur orðið veruleg mann- fjölgun að undanförnu og svæðið nýtur sífellt meira góðs af nálægð- inni við höfuðborgina. Mannfjöldi svæðisins vex nú mun hraðar en raunin er í Reykjavík sjálfri og þróun þess er gerólík mannfjöldahnignun á landsbyggð- arsvæðunum, þar sem fækkað hefur um nær 3.000 manns frá 1997. Bú- setu- og atvinnutengsl byggðanna í „ytri kraganum“ við höfuðborg- arsvæðið verða stöðugt auljósari. Þannig er nú í gangi uppsveifla í íbúðabyggingum í Hveragerði vegna aukinnar ásóknar fólks er starfar á höfuðborgarsvæðinu en kýs sér samt búsetu í þriggja stund- arfjórðunga akstursfjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Kjördæmaskipan í ljósi byggðaþróunarinnar Loks má varpa fram þeirri spurn- ingu hvort það svæði sem ég hef hér nefnt „ytri kragann“ ætti ekki í rauninni að mynda séstakt kjör- dæmi, alveg eins eins og „innri kraginn“ gerir nú. Keflvíkingar og Selfyssingar eru nú búsettir í sama kjördæmi og Hornfirðingar, Ak- urnesingar og Borgnesingar eru hins vegar á sama kjördæmisbáti og Súðvíkingar og Sauðkræklingar. Þetta er gott dæmi um byggðalegar mótsagnir hinnar nýju kjör- dæmaskipanar sem alþingismenn eru nú að leiða yfir þjóðina, annað er hin fráleita tvískipting Reykja- víkur. Jafngild atkvæði allra lands- manna óháð búsetu hefðu það í för með sér að Reykjavík ætti rétt á 24 þingmönnum (hefur 22) og „innri kraginn“ – núverandi Suðvest- urkjördæmi fengi 15 (hefur 11). Það svæði landsbyggðarinnar, sem nú- verandi þrjú landsbyggðarkjördæmi ná til ætti rétt á 24 þingmönnum (hefur nú 30), þar af ættu að réttu lagi 8 þingmenn að koma í hlut kjör- dæmis nærsvæða höfuðborgarinnar á Suðvesturlandi og aðeins 16 í hlut landsbyggðarinnar utan „ytri kraga“ Faxaflóa-borgríkisins. Þróun byggðar um þúsaldamót Byggðamál eftir Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðing hjá Borgarfræða- setri/jonrunar@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.