Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 27
Kostnaður vegna þessarar þjón- ustu er mismunandi eftir umfangi hennar, en að sögn Sigurðar Helga hefur þessi þjónusta mælzt mjög vel fyrir og verið eftirsótt. Oft er álagið mikið þegar líða tekur á veturinn og þess vegna æskilegt fyrir húsfélög, sem vilja tryggja sér þessa þjónustu að hafa samband við Húseigendafé- lagið sem fyrst. Félagið hefur líka gefið út fund- argerðabók sem er sérsniðin að þörfum húsfélaga. Bókin hefur að geyma aðgengilegar og hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar um allt, sem lýtur að fundum húsfélaga: Hvernig fundi skuli boða og halda, hvernig að atkvæðagreiðslu og ákvarðanatöku skuli staðið, hvernig stýra eigi fundum og rita fundar- gerðir o.fl. Þessi bók fæst hjá Hús- eigendafélaginu og kostar 3.000 kr. fyrir meðlimi Húseigendafélagsins. Val á verktaka mikilvægt Góður undirbúningur í hvívetna fyrir viðhaldsframkvæmdir er mjög mikilvægur og einnig þarf að velja góðan og ábyrgan verktaka. „Of mörg dæmi eru um viðhaldsfram- kvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og þá er í flestum til- fellum um að kenna slælegum und- irbúningi og einnig röngu vali á verktökum,“ segir Sigurður Helgi. „Það er skammgóður vermir að spara á undirbúningsstiginu. Þar er grunnurinn lagður og ef hann er veikur þá er ekki við góðu að bú- ast.“ En hvernig ber þá að standa að undirbúningi? „Það er ekki til nein einhlít regla um það,“ segir Sigurð- ur Helgi. „Verk eru mismunandi og aðstæður sömuleiðis. Nauðsynlegt er að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand hússins og viðgerðar- þörf. Í því mati felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi eignarinnar ásamt sundurliðuðum verkliðum með áætl- uðum magntölum. Ég hvet húseig- endur til að snúa sér til tæknimanna og fyrirtækja sem framkvæma slíkt mat en framkvæma þau ekki sjálfir né heldur fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á magntölum og verklýsingu samkvæmt ástand- smati. Við stærri verk eru úttekt- araðilarnir jafnan fengnir til að full- gera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði.“ Jafnframt segir Sigurður Helgi það afar mikilvægt að viðurkenndir meistarar standi fyrir viðhaldsverk- um þar sem slík verk eru oft mjög vandasöm. „Í húsaviðgerðum eru því miður til margir svartir sauðir sem oft hafa enga eða takmarkaða fagþekkingu á viðgerðum,“ segir hann. „Þessir aðilar bjóða gjarnan töfralausnir, bæði í efnum og að- ferðum. Húseigendur þurfa að var- ast þessa aðila. Yfirleitt stenzt fátt og enginn verksamningur gerður og jafnvel um vinnu að ræða án reikn- ings, sem er ekki eingöngu ólöglegt heldur stórvarasamt.“ Hæpinn sparnaður „Án fullgilds reiknings hefur hús- eigandi ekkert í höndunum sem sannar hvað var gert eða að viðeig- andi verktaki hafi yfirleitt komið nálægt verki og húsinu,“ heldur Sigurður Helgi áfram. „Því miður eru töluverð brögð að reiknings- lausum viðskiptum og virðast sumir húseigendur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt of- metur verkkaupi hag sinn í þeim viðskiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Þá skiptir það einnig máli, að virðisaukaskattur fæst að- eins endurgreiddur af vinnu við ný- smíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði, að reikningar frá verktaka eru fullgildir.“ Sigurður Helgi bendir á, að vegna steypuviðgerða, sem hafa í för með sér niðurbrot og endurgerð á hluta burðarvirkja, klæðninga og glugga- skipta verður að afla byggingarleyf- is. Ef fyrirhugaðar eru viðgerðir á sprungum og múr nægir að til- kynna það til byggingafulltrúa með skriflegri greinagerð um eðli verks- ins, hver hafi með því eftirlit og sjái um framkvæmd þess. Þess er enn- fremur krafizt að iðnmeistarar standi fyrir framkvæmdum slíkra viðhaldsverka. „Húseigendum er rétt að forðast eins og heitan eldinn að eiga við- skipti við aðila sem ekki hafa full- nægjandi fagréttindi né réttindi til að starfrækja fyrirtæki,“ segir Sig- urður Helgi. „Að velja verktaka er ekki auðvelt verk. Skoða ber alla þætti sem þýðingu geta haft en ekki bara einblína á tilboðsfjárhæðina. Það er hægur vandi fyrir ábyrgð- arlausa fúskara að bjóða lágt og lofa miklu. Um það vitna sorglega mörg dæmi.“ Átta þúsund félagsmenn Húseigendafélagið á sér alllanga sögu hér á landi, en það var stofnað árið 1923. Skrifstofa félagsins er nú í Síðumúla 29 og tilgangur þess er að stuðla að því að fasteignir verði ávallt sem tryggastar eignir og að gæta í hvívetna hagsmuna fast- eignaeigenda í landinu. Starfsemin er tvíþætt: Í fyrsta lagi almenn hagsmunagæsla og í öðru lagi ráðgjöf og þjónusta við einstaka félagsmenn. Lögfræðiþjón- ustan hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi, en hjá félaginu starfa nú tveir lög- fræðingar og auk þess skrifstofu- stjóri og þjónustufulltrúi. Allir fasteignaeigendur, einstak- lingar, félög og fyrirtæki geta gerst félagar, en félagsmenn eru nú um átta þúsund og hefur þeim farið jafnt og þétt fjölgandi undanfarna áratugi. Árgjald er nú 3.700 kr. fyr- ir einstaklinga en 1.850 kr. fyrir eignarhluta í fjöleignarhúsum, ef húsfélagið er aðili að félaginu, en þá öðlast hver íbúðareigandi sjálfstæð félagsréttindi og getur leitað til fé- lagsins með mál sín. Húsfélögum í Húseigendafélaginu hefur farið fjölgandi undanfarin ár og eru nú nálægt 600. „Það er nokkuð útbreiddur mis- skilningur að félagið sé opinber stofnun, sem allir eigi aðgang að. Félagið er þvert á móti sjálfstætt og óháð og nýtur engra opinberra styrkja,“ segir Sigurður Helgi. „Starfsemi félagsins er fjárhagslega borin uppi af félagsmönnum einum. Þar af leiðandi er öll þjónusta þess einskorðuð við þá.“ „Einn aðalþátturinn í starfsemi Húseigendafélagsins er að berjast fyrir réttarbótum fyrir fasteigna- eigendur og hefur félaginu orðið mikið ágengt í þeirri baráttu. Þar má nefna fjöleignarhúsalögin og húsaleigulögin sem tóku gildi 1995 og svo lög um fasteignaviðskipti sem tóku gildi sl. sumar, en félagið átti frumkvæði að samningu og setningu allra þessara laga,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson að lok- um. Teikning/Brian Pilkington Húsið á Tjörn á Skaga er byggt úr gólfeiningum og útveggja- og þakeiningum, þar sem einingin er bárujárnsplata. SÍÐASTLIÐIÐ sumar var reist á bænum Tjörn á Skaga einingahús, sem er sérstakt að því leyti að það er byggt úr gólfeiningum, útveggjaein- ingum og þakeiningum, þar sem ein- ingin er bárujárnsplata, einnig köll- uð stallajárn eða kantstál. Eigendur hússins eru hjónin Bjarney Jóns- dóttir og Baldvin Sveinsson. Byggingameistari á húsinu var Jón Eiríksson á Blönduósi og verk- fræðingur Eiríkur Jónsson á Akur- eyri, en Blikksmiðja Gylfa í Reykja- vík sá um alla blikksmíði. Óli Jóhann Ásmundsson arkitekt er hönnuður þessa byggingarkerfis og hefur hann þegar sótt um einka- leyfi að því. „Það er engin burðar- grind í húsinu, þar sem einingar þessar hafa þá sérstöðu að geta verið allt í senn, berandi, þekjandi og stíf- andi, enda eru einingarnar úr þykk- ara stáli og með stærri bárur en venjulegt bárujárn,“ segir Óli Jó- hann. Óbrennanleg efni „Einingarnar koma málaðar frá framleiðanda og hægt er að velja á milli fjölda lita. Jafnframt eru ein- ingarnar einangraðar að innan með steinull og klæddar gifsplötum,“ sagði Óli Jóhann enn fremur. „Allir milliveggir eru gifsveggir með blikkstoðum og leiðurum, en allt eru þetta óbrennanleg efni og allir hlutar hússins eru skrúfaðir saman með sjálfborandi skrúfum.“ Hann segir ódýrustu hús á mark- aðnum í dag vera timburhús, en bæt- ir við: „Þegar byggingarkostnaður við ca 120 fermetra timburhús er borinn saman við byggingarkostnað bárujárnshúss af sömu stærð, kemur í ljós að það síðarnefnda er um 1,6 millj. kr. ódýrara. Það er því mun ódýrara en timburhúsið. Allir þekkja gömlu bárujárnshús- in. Þau eru í raun trégrindarhús, þar sem trégrindin var klædd timbri og síðast kom gamla bárujárnið sem þjónaði því hlutverki einu að halda úti bleytu. Ef maður hugsar sér að hægt hefði verið að þykkja bárujárn- ið og dýpka bárurnar, þá hefði verið Bárujárnshús án burðargrindar hægt að sleppa trégrindinni og klæðningunni. Þannig hefði verið hægt að einfalda húsið.“ Að sögn Óla Jóhanns er þó nokkur áhugi til staðar á þessu byggingar- kerfi, en hann er nú að leita fyrir sér að samstarfsaðila um sölu og bygg- ingu bárujárnshúsa. „Þau eru ódýr og gæðin sízt lakari en í timburhús- um,“ sagði hann að lokum. „Þá skipt- ir það að sjálfsögðu miklu máli að bárujárnshúsin eru úr óbrennanleg- um efnum. Sú reynsla, sem þegar er fengin af húsinu á Tjörn á Skaga er góð, þó að hún sé ekki löng.“ Einingarnar eru úr þykkara stáli og með stærri bárur en venjulegt bárujárn. Þær koma málaðar frá framleiðanda og hægt er að velja á milli fjölda lita. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 B 27HeimiliFasteignir Glerlistaverk af ýmsu tagi eruvinsælar gjafir. Helja Liukko- Sundström hefur hannað þessi fal- legu listaverk sem fyrirtækið Iittala í Finnlandi framleiðir. Helja er fædd 1938. Verk hennar bera keim af hversdagslegu lífi í bland við fegurð náttúrunnar. „Til- finning fyrir frelsi, hvíslið í vindum og skrjáf í laufi“, veita mér m.a. inn- blástur,“ segir listakonan sjálf um verk sín. En hvað er gler? Alfræðiorðabók- in segir það efni sem myndast þeg- ar ákveðnir vökvar eru kældir svo hratt að kristallar ná ekki að mynd- ast við kristöllunarhita. Gler er einkum úr kísil- og bórox- íði sem er blandað ýmist alkalí- málmum eða jarðkalímálmum og blýi eða öllu saman. Það er litað með ýmsum öðrum efnum. Natron- kalksilíkagler er yfirleitt notað í skrautmuni eins og þá sem Helja Liukko-Sundström býr til. Það er einnig notað í rúður, flöskur og fleira. Fallegar gjafir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.