Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 11 SKILAFRESTUR í Nýsköpun 2003 – Samkeppni um gerð við- skiptaáætlana er til 31. maí næst- komandi. Námskeið í tengslum við samkeppnina verða haldin víða um land í febrúarmánuði. G. Ágúst Pét- ursson, verkefnisstjóri samkeppn- innar, hefur að mestu veg og vanda af námskeiðunum. Hann var tekinn tali um samkeppnina. Hafa margir skráð sig til keppni? „Skráning er afskaplega góð og ég þykist greina meiri áhuga í ár en ég hef áður orðið var við. Nú þegar hafa vel á sjöunda hundrað manns skráð sig og ég reikna með að stór hluti þeirra muni sækja námskeiðin sem haldin verða í febrúarmánuði.“ Verða námskeiðin víða um land? „Námskeið verða á 10 stöðum auk höfuðborgarsvæðisins en þau verða alls 13. Það kostar ekkert að taka þátt, nema hvað innheimt verður vægt gjald fyrir léttan máls- verð og kaffi, þar sem slíkt verður í boði. Í Reykjavík verða þrjú mis- munandi námskeið en styttri tími í hvert skipti. Ég sé sjálfur um nám- skeiðin utan Reykjavíkur en í Reykjavík eru það sérfræðingar frá KPMG og Nýsköpunarsjóði sem annast fyrirlestrana.“ Hvað varður fjallað um á nám- skeiðunum? „Það verður farið yfir helstu at- riði við gerð viðskiptaáætlana, þ.e. um hugmyndina, markaðs- greiningu, markaðssetningu og sölu, fjárhagsáætlanir, fjármögnun, undirbúning og verklag við gerð viðskiptaáætlana.“ Eru einhver viðfangsefni vinsælli en önnur? „Ég get auðvitað ekki upplýst um einstök verkefni þátttakenda. Al- mennt má þó segja að svo virðist sem hugmyndir er tengjast ferða- þjónustu, ekki síst menningar- tengdri ferðaþjónustu, séu nokkuð áberandi. Þá skipa handverk og listsköpun alltaf ákveðinn sess. Einnig eru hugmyndir sem tengjast internetinu áberandi. Auk þess er ánægjulegt að sjá að hugmyndum úr frumgreinum, eins og sjávar- útvegi og landbúnaði, fer greini- lega fjölgandi. Satt best að segja er fjölbreytnin með ólíkindum og stundum finnst mér eins og sköp- unarkrafti fólks séu hreinlega eng- in takmörk sett.“ Af hverju tekur fólk þátt í keppn- inni? „Algengasta ástæðan er löngun til að læra að gera viðskiptaáætlun og þörf fyrir að koma á framfæri hugmynd. Fólk sér í nýsköp- unarkeppninni tækifæri til að kom- ast áleiðis með hugmynd eða verk- efni. Einnig er algengt að starfandi fyrirtæki nýti sér tækifærið og geri viðskiptaáætlun um starfsemina eða þætti í henni.“ Hvað með tengsl við skólakerfið? „Það má segja að allt há- skólastigið taki virkan þátt í verk- efninu. Ég hef verið með fyrirlestra í flestum háskólum og fengið ótrú- lega góðar viðtökur. Við fáum skráningar úr stórum skólum eins og Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, en einnig er t.d. mikil þátttaka úr litlum háskóla eins og Hólaskóla. Þar var ég með fyr- irlestur á dögunum og í framhald- inu myndaðist áhugi sem end- urspeglast í talsverðum fjölda skráninga. Ég hef síðan verið að taka upp samband við nokkra fram- haldsskóla, en kveikjan að sam- starfi við framhaldsskólana var af- skaplega skemmtilegt samstarf og þátttaka nemenda úr Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi á sínum tíma. Síðan hafa fleiri framhalds- skólar bæst í hópinn. Ég reikna ekki með því að nemendur geri full- búnar viðskiptaáætlanir, heldur kynni sér hugmyndafræðina, leiti að áhugaverðum hugmyndum og taki jafnvel upp ákveðin tengsl við atvinnulífið, hver á sínu svæð. Áhugi forsvarsmanna skólanna er oftast mikill, en mismunandi er hvað einstakir skólar sjá sér fært að vera með. Það hefði verið áhuga- vert að kynna verkefnið fyrir fleiri framhaldsskólum en ég kemst ekki yfir að heimsækja alla skóla vegna tímaskorts. Almennt má segja að hér sé verk að vinna, því áhugi er talsverður á nánari tengslum nem- enda við atvinnulífið og möguleik- arnir óþrjótandi.“ Í tengslum við sjálfa nýsköp- unarkeppnina er einnig efnt til sér- stakrar hugmyndasamkeppni. Hvað geturðu sagt um hana? Eins og í Nýsköpun 2001 tökum við nú þátt í sérstakri Evr- ópukeppni viðskiptahugmynda. Þar er keppt í fjórum flokkum og veljum við jafnmarga fulltrúa til að keppa fyrir Íslands hönd. Ekki þarf nauðsynlega að senda fullbúna við- skiptaáætlun til að eiga möguleika á að taka þátt í þessari keppni, heldur nægir stutt hugmyndalýs- ing, sem þó þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.“ Hverjir standa að Nýsköpun 2003? „Þetta er þéttur hópur stórra að- ila. Burðarásar keppninnar eru Ný- sköpunarsjóður, Íslandsbanki, Byggðastofnun, KPMG, Háskólinn í Reykjavík og Morgunblaðið. Síðan hafa fjögur sterk fyrirtæki gerst sérstakir stuðningsaðilar, en það eru Eimskip, Samherji, Nýherji og Síminn. Svo má ekki gleyma at- vinnuráðgjöfum vítt og breytt um landið, en án þeirra ötula stuðnings hefðum við aldrei náð því flugi á landsbyggðinni sem raun hefur orðið.“ Nýsköpun 2003 – Samkeppni um gerð viðskiptaáætlana Yfir 600 manns hafa skráð sig G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri Nýsköpunar 2003, segist greina meiri áhuga fyrir samkeppninni nú en áður. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.