Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓHEFT samkeppni milli fyrirtækja sem stunda viðskipti á almennum markaði skilar neytendum að jafnaði betri vöru og þjónustu á lægra verði. Því eru flestir sammála um ágæti hennar. Kostir Reynslan sýnir að þeir sem bjóða þjónustu í samkeppni við aðra leggja sig að öðru jöfnu meira fram við að veita betri þjónustu en ella. Þegar um er að ræða skóla í sam- keppni njóta bæði kennarar og nemendur góðs af þessu því að keppikefli hvers skóla hlýtur að vera að laða til sín hæf- ustu kennarana og nemendurna. Þetta á ekki síst við þegar fjárframlög til skólanna miðast við fjölda nemenda og ár- angur þeirra í námi. Þá er líklegt að fé það sem skólarnir fá til ráðstöfunar nýtist betur ef þeir þurfa að keppa við aðra skóla. Ennfremur hvetur samkeppnin starfsmenn skólanna til meiri dáða, t.d. til þess að brydda upp á nýjungum í kennslu og skila meiri árangri í rannsóknum, svo að dæmi séu nefnd. Til þess að samkeppnin sé virk verður hins vegar að reka hana á jafnréttisgrundvelli. Það liggur í augum uppi að ekki er um eiginlega samkeppni að ræða á milli tveggja kaup- manna sem reka verslun hlið við hlið ef annar þeirra má ekki breyta um verð á vörunum sem hann selur, en hinn má lækka eða hækka vöruverð að vild. Sama gildir um skóla á háskólastigi. Það er ekki hægt að tala um eiginlega sam- keppni þeirra á milli ef skólar sem reknir eru af ríkinu, t.d. Háskóli Íslands, hafa minni fjármuni til ráðstöfunar, eins og nú er, en svonefndir einkaskólar. Gallar Sú staðreynd að ríkið greiðir, ýmist beint eða óbeint (með lánum úr LÍN), mestallan kostnað við rekstur skóla á há- skólastigi hér á landi hlýtur að móta alla umfjöllun um sam- kepppni milli skólanna. Fjármunirnir eru að langmestu leyti komnir frá skattborgurunum og því hljóta þeir að hafa skoð- un á því hvort þeim er vel varið. Samkeppni milli skóla býður heim þeirri hættu að þeir eyði meira fé en góðu hófi gegnir í auglýsingar og alls kyns umbúðir utan um námið í stað þess að verja því til þess að efla og bæta námið sjálft. Til þess að skila meiri árangri á pappírnum og fá þannig meiri fjármuni til ráðstöfunar er sú hætta einnig fyrir hendi að skólarnir geri ekki nægar kröfur til nemenda. Við þessu þarf að bregðast með viðeigandi hætti, t.d. þarf að fylgjast mun betur með gæðum kennslu og rannsókna á vegum einstakra skóla. Ennfremur að nám sem veitir tilekin starfsréttindi rísi undir nafni. Stærsti gallinn við takmarkalausa samkeppni milli skóla á háskólastigi hér á landi er að námið er kostnaðarsamt, ekki síst rannsóknatengt nám á meistarastigi. Það stafar m.a. af því að háskólanám útheimtir aðstöðu sem er fjárfrek, svo sem vel búin bókasöfn og rannsóknastofur, svo að dæmi séu nefnd. Vegna fámennis eigum við Íslendingar fullt í fangi með að koma upp einni slíkri grunnaðstöðu á hverju sviði, hvað þá fleiri, ef við eigum að geta staðið okkur í samkeppni við aðrar og fjölmennari þjóðir á því sviði. Til þess að skýra mál mitt frekar vil ég taka hvernig nám í lögfræði, sem ég þekki best til, k hér á landi á næstu árum ef ekkert verður að g Lögfræði hefur verið kennd við Háskóla Ísla ár. Við lagadeild HÍ er boðið upp á alhliða lagan ættisprófs. Rekstur deildarinnar kostar um þa kr. á ári. Frá deildinni hafa útskrifast um 50 lög ári, eftir strangt nám í fimm ár. Þetta eru ívið f ingar miðað við íbúatölu en útskrifast hafa í nág um okkar undanfarin ár. Það er engin launung á því að lagadeild er þr stakkur fjárhagslega í samanburði við sambær skóladeildir erlendis. Þó hefur tekist að byggja marksaðstöðu til sérhæfðs laganáms við deildin nokkuð vel búið bókasafn í lögfræði á vegum L bókasafns Íslands - háskólabókasafns. Jafnfram uppi kennslu og rannsóknum í öllum aðalgreinu og mörgum af undirgreinum hennar. Slíkt er n þess að standast alþjóðlega samkeppni og hing lenskir lögfræðingar staðist samanburð við erl inga, bæði í framhaldsnámi og störfum, svo sem þjóðastofnanir. Ef svo heldur sem horfir verður lögfræði ken skólum á háskólastigi næsta vetur. Svo virðist inn í Reykjavík stefni að því að koma á fót alhli samkepppni við lagadeild HÍ þar sem útskrifað ættisgengir lögfræðingar eftir fimm ára nám. ( að í Danmörku þar sem íbúar eru tuttugu sinnu hér á landi eru slíkar deildir aðeins tvær talsins grónu háskóla í Kaupmannahöfn og Árósum.) E fram að ganga þarf ríkið að leggja fram 300 mi stað 100 millj. kr. til kennslu og rannsókna í lög reiknað með því að rekstur lagadeildar Háskól vík kosti jafn mikið og rekstur lagadeildar HÍ k rekstur lagadeilda við Háskólann á Bifröst og H Akureyri helming af þeirri fjárhæð. En eru líkur á að fjárframlög ríkisins til eins verði margfölduð með þessum hætti á næstu ár verður að telja ólíklegt. Þess vegna er sú hætta að því fé sem er til ráðstöfunar verði dreift í þes staði. Þetta gæti leitt til þess að engin fullburða yrði starfandi hér á landi eftir tíu til tuttugu ár, væri verið að hverfa marga áratugi aftur í tíma Samkeppni milli skóla á háskólastigi hefur s ýmsa kosti í för með sér. Takmarkalaus samke milli getur hins vegar leitt til ófarnaðar. Því þar henni í hóf og haga málum þannig að skólarnir þar sem það á við, öllum til hagsbóta. Óheft samkeppni milli háskóla í svo fámennu sem því íslenska þar sem menntunin er beint o uð af ríkinu er því engin töfralausn – og getur j þess að við Íslendingar verðum undir í hinni alþ keppni sem fer sífellt harðnandi á þessu sviði s Er samkeppni milli háskóla töfralausn? Eftir Eirík Tómasson E VRÓPA er nú á miklu og sögu- legu breytingaskeiði. Þær ákvarðanir, sem teknar voru á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Prag í nóvember og á leið- togafundi Evrópusambandsins í Kaup- mannahöfn í desember, munu leiða til þess, að frá og með maí 2004 verður álfan samein- aðari og samvinna ríkjanna nánari en fyrr, frjálsari og friðsamlegri en nokkru sinni áð- ur í sögu hennar. Oft eru menn mjög glámskyggnir á stóra atburði í samtíma sínum. Við stærum okkur gjarnan af mikilvægi evrópskrar menningar fyrir mannkyn allt en gleymum því stundum, að á síðustu öld færði Evrópa heiminum tvö heimsstríð og tvö kenningakerfi, sem höt- uðust við frelsi og mannlega reisn. Það var fyrst eftir 1989, að unnt var að byrja fyrir alvöru að vinna að friði og sam- vinnu í þessari álfu, sem frá fornu fari hefur einkennst af sundurlyndi og átökum. Með þeim ákvörðunum, sem teknar voru í Prag og Kaupmannahöfn, er það starf nú komið á góðan rekspöl. Á síðustu öld skildi leiðir norrænu ríkjanna að nokkru leyti. Sögulegar for- sendur og augljósir hagsmunir ollu því, að þær fóru nokkuð hver í sína áttina þegar kom að þátttöku í evrópsku, vestrænu og al- þjóðlegu samstarfi. Því meira sem vanda- málin snertu þau sjálf, því ólíkari voru úr- lausnirnar, en eftir 1989 hafa þau fengið nýtt tækifæri til að nálgast hvert annað. Er Svíar, Finnar og Norðmenn undirrit- uðu saminga um ESB-aðild 1994 gafst tæki- færi til nýrrar, norrænnar samvinnu innan hins evrópska og vestræna ramma en því miður gekk þetta tækifæri okkur úr greipum að sumu leyti. Norðurlönd eru enn sá hluti Evrópu, sem einkennist af undanþágum og aðstæðum, sem í vaxandi mæli takmarka möguleika okkar á að taka þátt í mótun okk- ar eigin framtíðar. Vissulega má tína til sögu- legar forsendur fyrir öllum þessum und- anþágum en eftir sem áður binda þær okkur í báða skó í stefnumótandi ákvörðunum. Þau ríki, sem nú eru að fá aðild að ESB og NATO, ekki síst nágrannar okkar við Eystrasaltið, Pólverjar, Eistar, Lettar og Litháar, ætla að vera fullgildir þátttakendur í því samstarfi, sem framundan er. Þar er ekki minnst á undanþágur og sérstakar aðstæður og þau verða vafalaust í hópi með þeim ríkj- um, sem vilja þróa áfram hið evrópska og vestræna samstarf á komandi áratugum. Þessi nýju aðildarríki meta líka Atlants- hafstengslin jafnvel enn meira en tilfellið er með sum gömlu aðildarríkjanna. Þau vilja tryggja öryggi sitt í bandalagi við Bandaríkin og færa út mörk Evrópusambandsins til suð- urs og suðausturs, ekki síst með það í huga að styrkja treysta hi ímsku rík Við von í eigin göt nýju Evró verði innt unum: Öll þeim sögu fyrir nýrr vestræna Við lítu Norðurlön evrópska eiginlega, löndunum lega hagr okkar sé e krefjist að ur aftur á Við því ve Veitið Norðurlöndunu Eftir Carl Bildt og Uffe Ellemann-Jensen Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ismaður ESB í utanríkismálum, kampakátir á leiðtogafu ember. Þar var ákveðið að taka inn tíu ný aðildarríki. Gr sem eðlilegan hlut, að öll Norðurlöndin fimm taki fullan GEIMFERJUSLYSIÐ Heimsbyggðin var minnt á það álaugardag þegar geimferjanColumbia fórst með sjö manna áhöfn að geimferðir eru ekki sjálfsagður hlutur. Slysið vekur óhug og sýnir um leið að þrátt fyrir stöðugar framfarir í tækni og vísindum getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis. Allt virtist vera í lagi í aðflugi geim- ferjunnar á laugardag þegar samband við áhöfn hennar rofnaði skyndilega. Mikil sprenging heyrðist þegar slysið varð og braki úr geimferjunni rigndi yfir stórt svæði. Fljótlega varð ljóst að eng- inn úr áhöfninni, sem í voru fimm karlar og tvær konur, hefði getað lifað af slysið, sem átti sér stað ofarlega í gufuhvolfinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en það átti sér stað um 14 mínútum eftir að flug- ið inn í gufuhvolfið hófst. Það er einn hættulegasti þáttur geimferðar bæði vegna þess að þá myndast gífurlegur hiti og mikið álag verður á geimfarið auk þess sem alltaf eru einhverjar líkur á því að það verði fyrir loftsteinum eða að- skotahlutum í geimnum, þótt litlar séu. Fyrir nokkrum dögum greindi banda- ríska geimvísindastofnunin, NASA, frá því að hluti af einangrun hefði losnað af eldsneytistanki og farið á væng ferjunn- ar í flugtaki ferjunnar. Svipað atvik hefði átt sér stað áður án þess að valda miklu tjóni. Ekki er talið að svo stöddu að þetta sé ástæðan fyrir slysinu, en verkfræðingar hjá NASA sögðu á laug- ardag að vart hefði orðið óútskýrðra bil- ana í skynjurum á vinstri hlið geimferj- unnar skömmu fyrir slysið. Þetta er í annað skipti, sem bandarísk geimferja ferst. 28. janúar árið 1986 fórst geimferjan Challenger rétt eftir að henni var skotið á loft. Eftir það slys fór fram endurmat á geimferðaáætlun Bandaríkjamanna og liðu þrjú ár þar til Bandaríkjamenn skutu næst á loft geim- ferju. Slysið var rakið til galla í einangr- unarhringjum í eldflaug, sem notuð var til að skjóta ferjunni á loft, en eldflaug- arnar, sem notaðar eru við geimskotið, voru endurhannaðar auk þess sem stokkað var upp í NASA eftir að í ljós kom að hún hafði legið á vísbendingum um vandamál varðandi hönnun ferjunn- ar. Eftir slysið á laugardag eiga Banda- ríkjamenn þrjár geimferjur, Atlantis, Discovery og Endeavour. Erfitt er að segja til um hvenær einhverri þeirra verður næst skotið á loft. Ljóst er hins vegar að nú vaknar margar spurningar. Má búast við að Bandaríkjaþing fari rækilega ofan í saumana á því hvað gerð- ist og þegar er farið að spyrja hvort kröfur um sparnað hafi leitt til þess að öryggi geimfaranna hafi verið stefnt í hættu. Viðvaranir verkfræðingsins Dons Nelsons, sem starfaði hjá NASA í 36 ár, vekja ekki síst spurningar. Samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian lagði Nelson til við bandaríska forsetaemb- ættið í bréfi að allar geimferðir yrðu stöðvar vegna hættumerkja, sem NASA hefði ekki sinnt. Hvað eftir annað hefðu komið upp vandamál í sambandi við geimferðir og lítið hefði mátt út af bera. Geimvísindastofnunin mun rannsaka slysið, en einnig mun óháður aðili gera sjálfstæða rannsókn á því, og segir það ef til vill sína sögu um það traust, sem NASA nýtur. Í fjölmiðlum og sjónvarpi sérstaklega er iðulega dregin upp glansmynd af geimferðum án þess að hætturnar, sem að baki liggja, séu tíundaðar. Geimferj- urnar eru sennilega einhver flóknustu tæki, sem maðurinn hefur smíðað og gef- ur því augaleið að gríðarlegs eftirlits er þörf eigi að gæta fyllsta öryggis. Mað- urinn hefur hins vegar allt frá upphafi horft upp í geiminn og viljað vita meira. Geimrannsóknum verður að halda áfram þrátt fyrir áfallið á laugardag, en um leið hlýtur slysið að verða til þess að Banda- ríkjamenn rannsaki og endurmeti vinnu- brögð sín frá grunni. STAÐA SAMFYLKINGARINNAR Skoðanakönnun Gallup á fylgi stjórn-málaflokkanna staðfestir þær vís- bendingar, sem fram hafa komið síðustu vikur í könnunum Fréttablaðsins, DV og Talnakönnunar um sterka stöðu Sam- fylkingarinnar. Alls sögðust 38% að- spurðra í nýrri könnun Gallup ætla að kjósa Samfylkinguna en 36,5% hugðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fylgisaukning Samfylkingarinnar virðist fyrst og fremst endurspegla til- færslur á vinstri væng stjórnmálanna. Fylgi Sjálfstæðisflokksins sveiflast eitt- hvað milli kannana en ekki meira en við er að búast. Vinstri-grænir mælast nú aftur á móti með 8% fylgi en voru með 18% fylgi í könnun Gallup í október er Samfylkingin mældist með 27% fylgi. Þá segjast 14% kjósenda styðja Framsókn- arflokkinn, sem er svipað og í október. Að sjálfsögðu er alltof snemmt að segja til um, hvort þessar kannanir gefi eitthvað til kynna um niðurstöður kosn- inga. En yrðu kosningaúrslit í svipuðum dúr er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum þar sem hægt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án þátt- töku Sjálfstæðisflokksins. Það vekur ýmsar spurningar um hver yrði stefna slíkrar stjórnar í viðkvæmum málum. Jafnframt blasir við að eftir því sem mál- efnastaðan skýrist, getur sú mynd breyst, sem nú blasir við í skoðanakönn- unum. Næstu ríkisstjórnar bíða mörg um- fangsmikil verkefni, ekki síst á sviði ut- anríkis- og varnarmála. Síðar á þessu ári mun væntanlega liggja fyrir hvort sam- komulag náist um áframhaldandi sam- starf Íslands og Bandaríkjanna á grund- velli varnarsamningsins eða hvort stefna Íslands í öryggismálum verði endurskoð- uð frá grunni. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra benti á í áramótagrein sinni hér í Morgunblaðinu að breyttar aðstæður í heiminum þýði „ekki að nokkur þjóð telji sér vera óhætt án grundvallarvarna“. Margir af helstu forystumönnum Sam- fylkingarinnar eiga sér pólitíska fortíð í Alþýðubandalaginu og voru þar talsmenn þeirra sjónarmiða, að Ísland þyrfti ekki á vörnum að halda. Í ljósi skoðanakannana nú gætu umræður um stefnuna í öryggis- málum þjóðarinnar orðið meiri en talið hefur verið hingað til. Og ekki er ólíklegt að stór hópur kjósenda telji mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn til þess að koma í veg fyrir að afdrifarík mistök verði gerð í þessum málaflokki. Þá er ljóst að sá hugsanlegi möguleiki að til yrði ríkisstjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar með aðild að Evrópu- sambandinu á stefnuskrá sinni, gæti orð- ið til þess að andstæðingar slíkrar aðildar mundu fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn eða Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Ennfremur er ekki ólíklegt að vinstri- grænir eigi eftir að fá aukinn liðsstyrk frá andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar. Allt eru þetta vangaveltur á þessu stigi enda sýnir reynslan að miklar breytingar verða yfirleitt á fylgi flokka í skoðana- könnunum, þegar nær dregur kosning- um. Höfundur er forseti lagadeildar Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.