Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÝLEGA var frá því skýrt í fjölmiðl- um, m.a. í Morgunblaðinu, að ítalska fyrirtækið Impregilo hefði verið staðið að því að bera mútur á ráð- herra í ríkinu Leshoto í sunnanverðri Afríku. Ráðherrann var, skv. frétt- inni, dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir vikið. Það þarf mikið til á þeim slóð- um. Ekki fer sögum af því hvort Impregilo varð fyrir skakkaföllum af þessari glæpsamlegu starfsemi (Berlusconi – sérlegur vinur og gest- gjafi Davíðs Oddssonar – ræður ríkj- um á Ítalíu – bæði ríkisstjórn og fjöl- miðlum, og það þykir vægast sagt hæpið í Evrópusambandinu). Þetta sama fyrirtæki er nú helsta haldreipi Landsvirkjunar varðandi Kárahnjúkavirkjun, vegna þess að undirboð þessa sama fyrirtækis í stíflu og göng er talið sýna fram á hugsanlega arðsemi virkjunarinnar. Þó að arðsemin sé lakari en almennt gerist. Ekki mun, með besta vilja, hægt að sýna fram á arðsemi virkj- unarinnar miðað við boð þeirra fyr- irtækja, sem mark er á takandi. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, lýsti því yfir að mút- ur væru eðlilegur þáttur í viðskiptum í Afríku og hefðu Íslendingar m.a. stundað þá starfsemi. Það var á þeim tíma, sem hann var fjármálaráð- herra. Hann vissi sem sagt þegar hann var ráðherra um mútustarfsemi íslenskra fyrirtækja – ef sú var raun- in – en aðhafðist ekkert í málinu. Ætla Íslendingar, í formi Lands- virkjunar, að binda einkum trúss sitt við þetta ítalska fyrirtæki, sem staðið hefir verið að glæpsamlegum gerð- um? Á sama tíma hafa traustverð er- lend fyrirtæki annaðhvort skilað inn verulegum yfirboðum eða hætt við boð í virkjunina. Nú heyrir það til sögunnar að Impregilo mun hafa sett marga fyr- irvara um greiðslur fyrir verkið (allt er þetta þó leyndarmál í svokölluðu lýðræðisríki), einkum til þess ætlaða að fyrirtækið geti sett fram enda- lausa aukareikninga vegna fram- kvæmdarinnar og þá vegna „ófyrir- séðra vandamála“ við verkið, eins og venjulega er sagt hér á landi. Senni- legt verður að teljast að Impregilo hafi fengið ábendingar um kostnað- aráætlun Landsvirkjunar og því hag- að tilboðinu í samræmi við það, haf- andi í bakhöndinni möguleikann á bakreikningum. Í stórri grein í Göteborgs Posten í Svíþjóð, 29. des. sl., er Impregilo sagt vera „ett ljusskyggt italienskt före- tag“, þ.e. dularfullt eða skuggalegt fyrirtæki – þolir ekki ljós – sem m.a. hefði leitað eftir verkefni í Svíþjóð. Eru Íslendingar virkilega komnir á það stig að skipta við fyrirtæki, sem ekki þykir einusinni boðlegt í sunn- anverðri Afríku, þar sem spilling er talin mest, sbr. ummæli Friðriks Sophussonar? Ég bið Landsvirkjun, þ.e.a.s. ís- lenska ríkið, Reykjavíkurborg og Ak- ureyrarbæ að sýna a.m.k. lágmarks- sjálfvirðingu og lágmarksábyrgð, bæði siðferðlega og fjárhagslega, í þessu máli. RÖGNVALDUR ÞORLEIFSSON, Faxatúni 19, Garðabæ. Impregilo og ís- lenskir valdaaðilar Frá Rögnvaldi Þorleifssyni: ÞAÐ er mikið fagnaðarefni þegar hvatt er til varðveislu á gömlum fiski- bátum á Íslandi en sá þáttur hefur verið okkur til lítils sóma. Í Morg- unblaðinu 19.12. ’02 hvetur Ólafur Björnsson til þess að það sem hann kallar „gullmolann“ m/b Baldur GK 97 verði varðveitt við DUUS hús í Keflavík. Í blaðinu Mar.is er hvatt til varðveislu á m/bGullborgu SH 338 og einhver nefndi m/b Maríu Júlíu BA. Eitt eiga öll þessi skip sameiginlegt það er: „ekkert þeirra er smíðað á Ís- landi“. Því í ósköpunum ættum við Íslend- ingar að fara að varðveita gamla fiskibáta sem smíðaðir eru erlendis og á sama tíma eyða bátum sem smíð- aðir eru hér á landi og sýna íslenskri skipasmíði og skipasmiðum slíka van- virðu. Ef menn vilja tengja varðveislu báta ákveðnum athafnamönnum er tilvalið að varðveita líkan af bátum á söfnum eins og Keflvíkingar þekkja vel til og myndir af viðkomandi út- gerðarmönnum en föllum ekki í þá freistni að persónubinda sjóminjar, eins og mér finnst gert í umtöluðum greinum. Því bendi ég Keflvíkingum á að enn er til m/b Ólafur Magnússon KE 25 sem smíðaður var í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur 1956. (Ég fann nýjustu upplýsingar um Ólaf Magn- ússon það er á skip.is sjávarútvegsvef Skerplu 2003. Þar heitir báturinn Sif HU 39 kallmerki 0711) og er enn nær óbreyttur og á í engu ómerkilegri sögu en Baldur GK. Ólafur Magnús- son er númer 1, íslensk smíði! númer 2 fallegur bátur! En það verður seint sagt um Baldur GK og er hann því best geymdur sem líkan í DUUS húsi, að mínu áliti. Eyjamenn hurfu sem betur fer frá varðveislu á m/b Gullborgu VE og sneru sér að m/b Blátindi VE og var það vel. Það er meira en að segja það að varðveita gamla báta á landi og hefur undirritaður miklar efasemdir um það miðað við reynsluna af kútter Sigurfara á Akranesi og íslenska veðráttu. Ég hef hvatt mjög til varð- veislu gamalla báta á sjó og tel mig hafa góða reynslu af því. En umfram allt látum ekki ráðast af einhverri persónudýrkun ef við ætlum að varð- veita gamla báta og forðumst þannig að gera svokallaða gullmola að kola- mola framtíðar. Veljum íslenskt! Undirritaður er áhugamaður um varðveislu sjóminja. ÞORVALDUR SKAFTASON, Skerseyrarvegi 2, 220 Hafnarfjörður. Er „gullmolinn“ kannski kolamoli Frá Þorvaldi Skaftasyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.