Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 19 ÍSLAND á í samkeppni við önn- ur lönd á mörgum sviðum. Aukið frelsi í alþjóðlegum viðskiptum og hin svokallaða alþjóðavæðing hefur meðal annars leitt til þess að ríki eiga í harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr, bæði um fólk og fyrirtæki. Sífellt fleiri einstaklingar eiga nú raunhæfa möguleika á að leita sér vinnu er- lendis og auðeldara er orðið fyrir fyrirtæki að færa starfsemi sína yfir landamæri. Þau ríki sem bjóða ekki upp á viðunandi lífs- kjör og starfsskilyrði geta átt á hættu á að hæfustu einstakling- arnir á vinnumarkaðnum leiti tækifæra annars staðar og að at- vinnurekstur leiti annað. Margir þættir hafa áhrif á samkeppnisstöðuna. Lífskjör og lífsskilyrði í víðu samhengi hafa áhrif, en meðal þeirra þátta, sem löggjafinn og stjórnvöld geta haft bein áhrif á eru skattamálin. Hagstætt skattalegt umhverfi er til þess fallið að efla atvinnulífið, fjölga áhugaverðum atvinnu- tækifærum, laða að erlenda fjár- festa og draga úr hættunni á að að fólk og fyrirtæki flytjist úr landi. Veigamiklar umbætur hafa verið gerðar á skattaumhverfi atvinnulífsins hér á landi á und- anförnum árum. Tekjuskatts- hlutfall fyrirtækja hefur verið lækkað niður í 18%, almenna eignarskattshlutfallið lækkað úr 1,2% í 0,6% og sérstakur eign- arskattur afnuminn, og loks má nefna að margvíslegar tækni- legar breytingar hafa verið gerð- ar á skattalögum með það að markmiði að auðvelda þátttöku íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Allt eru þetta mikilvæg skref sem ber að fagna. Skattalækkanir rík- isstjórnarinnar hafa þegar haft jákvæð áhrif á atvinnulífið og meðal annars orðið til þess að fyrirtæki hafa látið af áformum um að flytja úr landi um leið og auðveldara hefur verið að vekja áhuga erlendra aðila á fjárfest- ingarkostum hér. Eins er ljóst, að á undanförnum misserum, þegar tímabundinna samdrátt- aráhrifa fór að gæta eftir margra ára uppsveiflu, voru fyrirheit um skattalækkanir vel til þess fallin að viðhalda trú fjárfesta og stjórnenda á tækifærum í ís- lensku atvinnulífi. Að sama skapi eru sérfræðingar sammála um, að skattalækkanirnar muni eiga þátt í að efnahagslífið nái sér fyrr á skrið aftur og hjálpi þann- ig til við að skapa forsendur fyrir nýju hagvaxtarskeiði. En þótt mikill árangur hafi náðst á síðustu árum er verkinu ekki lokið. 18% tekjuskattshlut- fall er vissulega hagstætt en færa má rök fyrir því að gera þurfi enn betur til þess að laða hingað til lands nýja atvinnu- starfsemi. Þegar fyrirtæki ákveða fjárfestingu á Íslandi þurfa þau að takast á við ým- islegt óhagræði, svo sem vegna smæðar efnahagslífsins, lítils heimamarkaðar og land- fræðilegrar stöðu. Til þess að gera Ísland að álitlegum kosti þurfa skattaleg skilyrði að vera verulega aðlaðandi til að yf- irvinna þessa ókosti. Enn frekari lækkun á tekjuskatti fyrirtækja hlýtur því að verða framtíð- arverkefni stjórnvalda og Al- þingis, samhliða því sem nauð- synlegt er að halda áfram aðlögun íslenskra skattareglna að alþjóðlegu umhverfi. Einnig er mikilvægt að af- nema eignarskattinn með öllu, enda er þar um að ræða afar gamaldags skattlagningu, sem felur í sér að sömu eignirnar eru skattlagðar hvað eftir annað, óháð því hvort þær skila nokkr- um arði. Eignarskattar á fyr- irtæki eru horfnir eða að hverfa í öllum helstu samanburð- arlöndum okkar og því mik- ilvægt að afnema hann í ljósi samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Sama er að segja um stimp- ilgjöld. Þau fela í sér álögur sem hafa neikvæð áhrif á viðskipti með margvísleg innlend verð- bréf í samanburði við erlend og auka lántökukostnað á inn- lendum markaði. Afnám eignarskatts og stimp- ilgjalda myndi líka koma sér afar vel fyrir allan almenning. Eign- arskattar lenda harkalega á fólki sem á skuldlausar eignir en hef- ur ekki miklar tekjur, eins og til dæmis á við um marga eldri borgara. Stimpilgjöldin auka hins vegar byrði þeirra sem skulda, t.d. ungs fólks sem þarf að fjármagna húsnæðiskaup með lántökum. Margvísleg verkefni eru líka framundan varðandi tekjuskatt einstaklinga. Á und- anförnum árum hefur tekjuskattshlutfallið verið lækkað í nokkrum áföng- um, en sú lækkun hefur hins vegar ekki skilað sér til skattgreiðenda nema að litlu leyti vegna hækkunar á útsvari sveitarfélaga. Það er bæði eðlilegt og sanngjarnt að lækka tekjuskattinn enn frekar, en jafnframt er mikilvægt að draga úr jaðaráhrifum vegna samspils skatta og bóta. Breytingarnar, sem gerðar hafa verið á skattlagningu ein- staklinga og fyrirtækja hér á landi á undanförnum árum, hafa hvorki gerst af sjálfu sér né verið óumdeildar. Það hefur þurft framsýni og pólitískan vilja til að hrinda þeim í framkvæmd. Sama á auðvitað við um þær hug- myndir sem hér hafa verið reif- aðar um frekari skattalækkanir. Helstu rökin gegn almennum skattalækkunum eru að jafnaði byggð á tekjuöflunarsjón- armiðum. Í því sambandi verður að hafa í huga, að lægri skatt- hlutföll þurfa ekki endilega að þýða að skattar skili minna fjár- magni í ríkissjóð. Reynslan af lækkun tekjuskatts fyrirtækja er einkar athyglisverð í því sam- bandi. Á árunum 1991 til 2000 var skatthlutfallið lækkað úr 45% niður í 30%, en innheimtar tekjur ríkissjóðs af skattinum tvöfölduðust hins vegar á sama tíma. Skýringa á því er auðvitað meðal annars að leita til batn- andi rekstrarskilyrða atvinnu- veganna á þessu tímabili, en lægri skatthlutföll áttu auðvitað þátt í þeirri þróun. Þá hafa lægri skatthlutföll einnig í för með sér aukinn hvata fyrir fyrirtæki til að ná meiri arðsemi út úr fjár- festingum og sýna hagnað, hvat- inn til skattsvika minnkar og skattstofninn stækkar. Lágir skattar á einstaklinga og fyrirtæki þjóna einmitt þess- um tilgangi. Með hófsemi í skatt- lagningu ýtir ríkisvaldið undir aukna verðmætasköpun í þjóð- félaginu og eflir atvinnulífið þannig að það verði betur fært um að standa undir þeim lífs- kjörum sem við viljum búa við. Skattamál í alþjóðlegri samkeppni Eftir Birgi Ármannsson ’ Með hófsemií skattlagningu ýtir ríkisvaldið undir aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu ‘ Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. dæmi af því kann að þróast gert. ands í rúm 90 nám til emb- að bil 100 millj. gfræðingar á fleiri löfræð- grannalönd- röngt sniðinn rilegar há- a upp lág- na, þ. á m. Lands- mt er haldið um lögfræði nauðsynlegt til gað til hafa ís- enda lögfræð- m fyrir al- nnd í fjórum sem Háskól- iða lagadeild í ðir verði emb- (Þess má geta um fleiri en s, við hina rót- Ef þetta nær illj. kr. á ári í gfræði, sé lans í Reykja- kostar nú og Háskólann á s fræðasviðs rum? Slíkt a fyrir hendi ssa fjóra a lagadeild , en þar með ann. em fyrr segir eppni þeirra á rf að stilla starfi saman u þjóðfélagi og óbeint kost- jafnvel leitt til þjóðlegu sam- em öðrum. a umbótaþróunina í Rússlandi og in mikilvægu samskipti við músl- kin. num, að Norðurlönd leggi ekki stein tu með því að vera sundruð í hinni ópu. Þess vegna vonum við, að þetta takið í umræðunni í öllum lönd- l norrænu ríkin verða að sigrast á ulegu hömlum, sem standa í vegi ri samvinnu innan hins evrópska og ramma. um á það sem eðlilegan hlut, að öll ndin fimm taki fullan þátt í hinu samstarfi. Við vonum, að hin sam- , evrópska mynt verði tekin upp í m öllum og þar með það efnahags- ræði, sem henni fylgir. Þótt öryggi ekki ógnað með þeim hætti, að það ðildar allra að NATO, þá stafar okk- á móti hætta af vaxandi áhrifaleysi. erðum við að bregðast með því að taka fullan þátt í umræðunni um evrópsk ör- yggismál, ekki síst í viðræðum við Rússa. Á næstu árum verður krafist nokkurra af- gerandi ákvarðana:  Við vonum, að Svíar fari að dæmi Finna og segi já við evrunni í september.  Við vonum, að Danir geri það einnig innan tíðar, og við vonum, að þeir geti staðið jafnfætis Svíum og Finnum í hinu evrópska samstarfi með því að kasta fyrir róða úrelt- um undanþágum varðandi varnar- og dóms- mál.  Við vonum, að sú nýja umræða um varnarmál, sem nú á sér stað í Svíþjóð og Finnlandi, leiði til þess, að þau skipi sér á bekk með Danmörku, Noregi, Íslandi, Eist- landi, Lettlandi og Litháen innan NATO.  Við vonum, að þau umskipti, sem orðið hafa á afstöðu Norðmanna, leiði til, að þeir verði fullgildir aðilar að ESB.  Við vonum, að Íslendingar verði hluti af hluti af hinu nýja, norræna samstarfi innan hins evrópska og vestræna ramma. Vonandi verður litið á þessi mál sem hluta af einni heild: Norðurlönd, sem standa sam- einuð í baráttunni fyrir friði, frelsi og fram- förum. Reynsla okkar, þjóðanna og ein- staklinganna, sýnir, að það krefst náins samstarfs. Við erum líka vissir um, að það geti orðið til eftirbreytni fyrir ríki í öðrum heimshlutum. Líklegt er, að ekki verði unnt að gera þennan draum að veruleika nema með öflugu fulltingi forystumanna hverrar þjóðar og að því tilskildu, að umræðan verði miklu for- dómalausari og opnari en hún hefur verið til þessa. Hér er verið að tala um stefnumótandi starfsáætlun, sem jafnvel við bestu aðstæður mun taka sinn tíma. Ef umræðan hefst nú, er samt ekki útilokað, að öll norrænu ríkin verði með þegar NATO tekur afstöðu til enn nýrra aðildarríkja 2006 og að allir norrænir borg- arar geti tekið þátt í kosningum til Evrópu- þingsins 2009. Um evruna er það að segja, að það er hagur okkar allra, að hún verði nor- rænn gjaldmiðill sem allra fyrst og einnig í þeim ríkjum, sem taka þátt í Eystrasalts- samstarfinu. Enginn skyldi vanmeta þann styrk, sem felst í norrænni samstöðu. Auðvelt er að sjá, að fái öll norrænu ríkin fimm fulltrúa í ráð- herraráðinu, muni þau hafa fleiri atkvæði þar en stóru ríkin eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland. Nýjar reglur um meirihluta- ákvarðanir munu einnig gefa norrænu ríkj- unum mikið vægi saman. Það er kominn tími til að færa út sjóndeild- arhringinn í umræðunni á Norðurlöndum um samstarfið í framtíðinni. Vegna reynslu okk- ar af alþjóðastarfi vitum við hvar skórinn kreppir. Það snýst ekki um sérstakar að- stæður í einstökum ríkjum, heldur er um að ræða vandamál, sem í ýmsum myndum er sameiginlegt fyrir okkur Norðurlandabúa. Við skulum virða þær ákvarðanir, sem af sögulegum ástæðum leiddu til þeirra und- anþágna, sem enn eru í gildi. Þær voru marg- ar eðlilegar miðað við þær forsendur, sem þá ríktu, en nú erum við að byggja nýja Evrópu frá grunni. Óttinn við Sovétríkin heyrir sög- unni til og alþjóðavæðingu efnahagslífsins fylgja nýir möguleikar og nýjar lausnir í vel- ferðarmálum. Frelsi og friður standa nú fast- ari fótum í Evrópu en nokkru sinni fyrr. Af þessum sökum er það svo mikilvægt, að norrænu ríkin leggi sitt lóð á vogarskálarnar. Nú skulum við setjast á rökstóla og ræða um það hvernig við getum látið hina norrænu rödd og hina nýju, norrænu samvinnu sem best til sín taka innan marka hins evrópska og vestræna samstarfs. um sinn rétta sess í Evrópu Reuters , og Javier Solana, æðsti embætt- undi ESB í Kaupmannahöfn í des- reinarhöfundar segjast líta á það þátt í hinu evrópska samstarfi. Carl Bildt er fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar og Uffe Ellemann-Jensen er fyrrum utanrík- isráðherra Danmerkur. Þessi grein birtist sam- tímis í nokkrum norrænum dagblöðum. Í UMRÆÐUNNI um fyrirhugaðar virkjanafram- kvæmdir á hálendi Íslands er oft vikið að grein- armuninum á rökum og tilfinningum. Þá er iðulega gengið að því vísu að þetta tvennt séu andstæður. Þetta kemur m.a. fram í þeim sterku dómum sem málsvarar raka annars vegar og tilfinninga hins veg- ar fella iðulega hvorir um aðra. Þannig telja virkj- anasinnar að málflutningur þeirra hvíli á traustum rökum sem yfirvega með hlutlægum hætti stað- reyndir málsins. Tilfinningar séu hins vegar flökt- andi, duttlungafullar og huglægar og af þeim sökum lítt til þess fallnar að komast að hinu sanna í málinu. Á hinn bóginn halda virkjanaandstæðingar því fram að afleiðingar framkvæmdanna verði ekki skildar til fulls nema með því að hlusta einnig á tilfinningarnar sem tjái umhyggju okkar fyrir þeim náttúrulegu verðmætum sem í húfi eru. Með því að einblína á rök og afneita tilfinningum sé beinlínis horft framhjá því sem máli skiptir. Tvenns konar tilfinningar Þótt lítill skilningur ríki oft á milli talsmanna beggja sjónarmiða fer því í raun fjarri að um ósætt- anlegar andstæður sé að ræða. Sannleikurinn er nefnilega sá að rökhugsunin er þrungin tilfinningum og tilfinningarnar eru röklegar. Um þetta hefur heil- mikið verið rætt og ritað meðal heimspekinga og annarra fræðimanna, og ber þar hæst hina svo- nefndu vitsmunakenningu um tilfinningar (cognitive theory of emotions) sem fram kom á fyrri hluta 20. aldar og náði hámarki í lok hennar. Í skemmstu máli sagt gerir þessi kenning greinarmun á tveimur merkingum orðsins tilfinning sem okkur er tamt að blanda saman í daglegu máli. Með „tilfinningu“ eig- um við annars vegar við einfaldar kenndir, eins og höfuðverk eða svengd, sem eru ósjálfráð og stefnu- laus líkamlega skilyrt fyrirbæri. Hins vegar eru eig- inlegar geðshræringar á borð við reiði, samúð, ótta eða afbrýðisemi, sem eru vitsmunaleg fyrirbæri í þeim skilningi að þau eiga sér ákveðið viðfang og fela í sér yrðanlega skoðun eða afstöðu. Þannig er reiði ekki ósjálfrátt líkamlegt viðbragð við áreiti, heldur felur setningin „ég er reiður“ í sér þá skoðun að tiltekin persóna hafi beitt mig rangindum og verð- skuldi því makleg málagjöld o.s.frv. Vegna þessa vitsmunalega inntaks geðshræringa getum við alla- jafna gert fólk ábyrgt fyrir þeim. Þannig gagnrýnum við t.d. hinn afbrýðisama fyrir að skoðunin sem hrærir geð hans sé órökstudd og feli í sér ranglátan dóm um þann sem hún beinist að og því beri honum að leiðrétta hana. Innsæi Þar með er þó ekki allt talið, því með vits- munalegu inntaki tilfinninga er einnig átt við að þær búi yfir innsæi, séu leið til að skynja og skilja sjálf okkur og heiminn. Þannig ‚sýnir‘ óttinn okkur að hætta steðji að og ‚segir‘ okkur að leggja á flótta eða bregðast til varnar. Vissulega er slík vitneskja þó ekki alltaf undir geðshræringunum einum komin. Við getum einnig greint yfirvofandi hættu og vitað hvernig bregðast skuli við henni með röklegri hugs- un og án þess að finna til ótta. En vitsmunakenn- ingin um tilfinningar sýnir alltént fram á að rök og tilfinningar séu ekki ósættanlegar andstæður, heldur feli hvort tveggja í sér vitsmunalega skoðun eða af- stöðu, sem getur verið vel eða illa ígrunduð, rétt eins og allar skoðanir. Þetta er jafnframt ástæða þess að við getum rökrætt skynsamlega um geðshræringar. Á sama hátt mætti sýna fram á að sú afstaða sem kennd er við rökhugsun sé, þegar öllu er á botninn hvolft, iðulega tilfinningum blandin. Fegurð Þegar betur er að gáð má þó finna a.m.k. eina geðshræringu sem býr yfir innsæi sem rökhugsunin nær ekki til: Ástina. Þannig geta öll rök hnigið að því að við teljum tiltekinn einstakling til vina okkar, án þess að við gerum það í raun. Ástæðan er sú að það er engin leið að komast að því með skynsemisrökum einum saman hvern okkur þykir vænt um eða við elskum, heldur aðeins með ‚rökum hjartans‘ er þekkja þá sem eru okkur kærir og við höfum yndi af því að umgangast. Þetta á einnig við um umhyggju fyrir náttúrunni. Þegar við erum gagntekin af náttúrunni opinberast okkur gildi hennar eða verðmæti, sem hvorki verður sannað né afsannað með öðrum hætti. Þetta verð- mæti náttúrunnar er í eðli sínu ómælanlegt og því missa allir tilburðir til að verðleggja það eftir hlut- lægum mælikvörðum marks. Af þessu vilja sumir draga þá ályktun að náttúran hafi gildi í sjálfri sér. Það getur legið milli hluta hér. Því hvort sem náttúr- an hefur sjálfgildi eða ekki opinberast verðmæti hennar alltént aðeins í reynslu þeirra sem njóta þess. Það að verðmæti náttúrunnar opinberist í slíkri fagurfræðilegri reynslu skýrir einnig hvers vegna svo margir listamenn eru í hópi náttúruvernd- arsinna, enda felur menntun þeirra í sér markvissa þjálfun í að skynja, skilja og tjá fagurfræðileg fyr- irbæri. Fagurfræðilegt uppeldi er hins vegar að mestu leyti hornreka í íslensku skólakerfi. Getur óþroskað fegurðarskyn verið ástæðan fyrir því að svo mörg okkar loka augunum fyrir þeirri stórkost- legu eyðileggingu sem áformuð er á hálendi Íslands? Erum við svo skyni skroppin að við getum ekki skynjað og skilið hið fagra í náttúrunni og þar með í lífi okkar sjálfra? Um rök og tilfinningar í virkjanaumræðunni Eftir Magnús Diðrik Baldursson Höfundur er heimspekingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.