Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Garðabær - Hjá Garðatorgi er nú í sölu einbýlishúsið Bæjargil 1 í Garða- bæ. Um er að ræða steinhús, byggt 1988 og er það 207 ferm. Þar af er bíl- skúrinn 23 ferm. „Hús þetta er tvílyft og í mjög góðu ástandi. Það er nýmálað og yfirfarið, en þetta er gott hús og vel byggt á góðum stað,“ sagði Þórhallur Guðjónsson hjá Garðatorgi. „Húsið stendur á fallegri hornlóð sem er í góðri ræktun. Á neðri hæð er kom- ið inn í ágætt flísalagt anddyri og við hlið þess er rúmgott wc. Úr anddyri er gengt í gott þvottahús þaðan sem er út- gengt út í garðinn og heitan pott. Eld- húsið er rúmgott með ágætri innrétt- ingu. Þá eru á hæðinni góðar stofur og mjög fínn sólskáli. Neðri hæðin er öll flísalögð og er hiti í huta gólfsins. Upp á efri hæðina er gengið um rýmilegan og bjartan stigagang. Á þeirri hæð eru þrjú svefnherbergi, bað- herbergi og opið rými eða sjónvarpshol. Á gólfi efri hæðar er gegnheilt sta- faparket. Mjög góð lýsing er í öllu húsinu. Bíl- skúrinn er rúmur, þar er hátt til lofts og hefur verið sett þar upp geymsluloft. Ásett verð fyrir þessa eign er 23,2 millj. kr.“ Bæjargil 1 Bæjargil 1 er til sölu hjá Garðatorgi. Þetta er steinhús, byggt 1988 og er ásett verð 23,2 millj. kr. Skoðaðu glæsilegar nýjar íbúðir við Klapparhlíð 28 í Mosfellsbæ Laugarnesvegur 87 og 89 Rúmgóðar íbúðir á einum eftir- sóttasta stað í bænum (gamla Goðalóðin). 5 og 6 hæða fjöl- býlishús með lágmarksviðhaldi og frábærri hönnun. Húsin eru einangruð að utan og klædd ál- klæðningu. Sérstaklega er hugað að hljóðeinangrun. Sérinngangur af glerjuðum svalagangi eða beint af jarðhæð í hverja íbúð. Teikni- stofan Úti og Inni hannaði húsin. Þórðarsveigur – Grafarholti Skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á fallegum útsýnisstað. Sér inngangur af svalagangi eða beint af jarðhæð í hverja íbúð. Vandaðar innrétt- ingar. Þvottahús er í öllum íbúð- um. Mjög stutt er í alla þjónustu og er leikskóli steinsnar frá húsinu. Húsið er steinsallað að utan og þarfnast því lítils viðhalds. Kanon arkitektar hönnuðu húsin. Borgartún 30 A og B Stórglæsilegt sex hæða lyftuhús með stórum og björtum lúxus- íbúðum sem hannaðar eru með þægindi íbúa í huga af Ingimundi Sveinssyni arkitekt. Sérlega vand- aður frágangur úti sem inni, viðhald í lágmarki. Húsið er ein- angrað að utan og klætt álklæðn- ingu. Brunaviðvörunarkerfi er í húsinu, sérstaklega er hugað að hljóðeinangrun, loftskiptakerfi, mynddyrasími, lyfta opnast beint inn í íbúðir, sólskáli til suðurs, tvennar svalir með endaíbúð- um, tvö baðherbergi o.m.fl. Þrjár aðrar staðsetningar í boði Í dag þriðjudag milli kl. 15 og 18 gefst þér kostur á að skoða glæsilegar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í nýju hverfi í Mosfellsbæ. Þar munu sölumenn okkar taka á móti þér og svara öllum þínum spurningum. Skipulag og hönnun hverfisins er til fyrirmyndar. Gott rými er á milli húsa og bæði leikskóli og skóli eru í göngufæri án þess að fara þurfi yfir fjölfarnar götur. Íbúðirnar eru vel hannaðar og með sér inngangi. Húsin eru einangruð að utan og klædd með áli og harðviði. Opið hús í dag þriðjudag kl.15–18 Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Einnig eru ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is. Nánari upplýsingar Innréttingar eru sérlega vandaðar en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk tökum við vel í slíkar óskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma. Breytingar á íbúðumBreytingar á íbúðum Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.