Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 26
26 B ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Útsala - Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 H VERGI er meira byggt en í Kópavogsbæ, hvort heldur af íbúðarhúsnæði eða atvinnuhús- næði. Í austur- hluta Kópavogs- dals eru háhýsi áberandi, fyrst og fremst sem fjölbýlishús og eru þau hæstu þeirra 14 hæðir. Sumum finnst víst nóg um, að byggja svona upp í loftið. Aðrir segja, að hvergi sé betra að búa en í háum fjölbýlishús- um. Það hefur hins vegar farið minna fyrir háhýsum hér á landi sem at- vinnuhúsnæði. Erfitt er að segja, hvað veldur. Kannski er það beygur af veðrasömu loftslagi eða einfald- lega skortur á hugarflugi og fram- taksemi. Víða erlendis eru himinhá- ar skrifstofubyggingar samt al- gengar og þær blasa við augum okkar á hverjum degi, hvort heldur í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum. Nú hefur kunnur færeyskur at- hafnamaður hér á landi, Jákup Ják- upsen, eigandi Smáratorgs ehf. en jafnan kenndur við Rúmfatalager- inn, riðið á vaðið og hafið undirbún- ing að 20 hæða stórhýsi við Smára- torg 3 í Kópavogi. Hönnunarvinnan er framundan og framkvæmdir gætu hafizt vorið 2004. Nær 20.000 m² Byggingin á að rísa við Smáratorg 3, á svæðinu þar sem Elkó, Rúmfa- talagerinn og Bónus eru til húsa. Þessi nýbygging verður 76 metrar á hæð og engin smásmíði, en áformuð heildarstærð hennar er 19.946 m² og skiptist í um 4.170 m² verslunarhús- næði og 8.300 m² turn með þjónustu- og skrifstofuhúsnæði, samanlagt 12.470 m². Til viðbótar kæmu 7.476 m² bílageymslur í opnum kjallara. Þarna er nokkuð djúpt niður á fast eins og sagt er á fagmáli, en grafið verður ofan á klöpp. Því er hægt að hafa rúmgóðan bílakjallara neðst. Ofan á bílakjallarann kemur fyrsta hæðin, sem verður aðalbyggingin, rúmir 4.000 m² að stærð og er hugs- uð sem verzlunarhluti. Þar yrðu væntanlega stórverzlanir í 1.500– 2.500 m² einingum. Fyrir utan stæði í bílageymslu í kjallara, verða einnig stæði á þaki aðalbyggingar og á lóð- inni umhverfis húsið. Með nýbygg- ingunni bætast því við um 400 bíla- stæði við Smáratorg. Við suðausturenda aðalbyggingar- innar kemur síðan 19 hæða turn- bygging með þakhæð, alls 20 hæðir. Þessi hluti byggingarinnar er ætlað- ur fyrir skrifstofu- og þjónustustarf- semi eða hótelstarfsemi. Hver hæð er um 430 m², þannig að turninn er frekar grannur miðað við, hvað hann verður hár. Meginaðkoma að turnbygging- unni verður frá jarðhæð og af þaki aðalbyggingar, en ekið verður upp á þakið um skábraut við austurend- ann. Einnig yrði aðgengi úr bíla- geymslu í kjallara. Áætlaður byggingarkostnaður við þessa nýbyggingu er 2 milljarðar kr., en hún yrði lokaáfangi uppbygg- ingarinnar á núverandi svæði Smáratorgs ehf. Aðkoman verður frá Dalvegi eins og aðkoman að öðr- um byggingum við Smáratorg. Langur aðdragandi Þessi nýbygging er búin að eiga sér langan aðdraganda en undirbún- ingur fyrir hana hófst 1998. „Und- irbúningsvinnan fer fram í mikilli samvinnu við skipulags- og bygging- aryfirvöld í Kópavogi og við hags- munaaðila,“ segja arkitektarnir Eg- ill Guðmundsson, Björn Guð- brandsson og Aðalsteinn Snorrason hjá teiknistofunni Arkís, en þeir eru aðalhönnuðir byggingarinnar. Að mörgu þarf að hyggja, hvað varðar húsið, hæðina, skuggana af húsinu og umhverfisáhrifin svo að eitthvað sé nefnt, en húsið verður það hátt, að það þarf sérstakar lausnir við það. Sérstök skuggavarpsathugun var gerð fyrir Kópavogsbæ og er hún til á myndbandi. Þar sést vel, hvernig skugginn af nýbyggingunni hreyfist yfir daginn. „Að sjálfsögðu verður skuggamyndun af svo hárri bygg- ingu,“ segja þeir félagar. „En ekki má gleyma því, að turninn verður grannur, þó að hann sé hár, þannig að skugginn, sem hann gefur frá sér, færist mjög hratt. Turninn mun standa á suðaustur- horni lóðarinnar og skuggamyndun- in verður því mest frá suðvestri og þess vegna mest á lóð Smáratorgs sjálfs og ætti ekki að verða mikið til ama fyrir fólk í öðrum byggingum í nágrenninu. Nýbyggingin ætti ekki að þurfa að koma nokkrum manni á óvart, en það hefur verið gert ráð fyrir sam- bærilegu byggingarmagni á þessari lóð, allt frá því að svæðið var skipu- lagt, en þetta er mjög verðmæt lóð, sem kallar á mikla nýtingu. Nýbygg- ingin stendur heldur ekki ein og sér sem háhýsi, því að í kring eru nokkr- ar fjórtán hæða íbúðabyggingar. Jafnframt stendur byggingin ofan í dal með hlíðum allt í kring, þannig að hún virkar ekki eins há og ella.“ Enn er fyrirhuguð bygging engan veginn fullhönnuð en hún verður annaðhvort alfarið úr steypu eða úr stáli og þá með steyptum gólfum og klædd með vandaðri veðurhlíf að ut- an. „Vindálag getur að sjálfsögðu orðið mikið á svona hárri byggingu Tuttugu hæða skrifsto ing á að rísa við Smára Nú er í kynningu hjá Kópavogsbæ fyrsta 20 hæða stórhýsið hér á landi. Hönnunarvinnan er framundan en gert er ráð fyrir, að framkvæmdir hefjist vorið 2004. Magnús Sigurðsson kynnti sér fyrirhugað háhýsi, sem verður hæsta bygging landsins. Horft yfir byggðina í Kópavogi. Fyrirhuguð nýbygging er innfelld fyrir miðju, en hún mun sjást langt að. Eins og sjá má stendur hún ekki ein og sér sem háhýsi, því að í kring eru nokkrar fjórtán hæða íbúð- arbyggingar. Jafnframt stendur byggingin ofan í dal með hlíðum allt í kring, þannig að hún virkar ekki eins há og ella. Byggingin verður tuttugu hæðir og 76 metrar á hæð. Heildarstærð verður 19.946 ferm. og skiptist í um 4.170 ferm. verzlunarhúsnæði og 8.300 ferm. turn með þjónustu- og skrifstofuhúsnæði, samanlagt 12.470 ferm. Til viðbótar koma 7.476 ferm. bílageymslur í opnum kjallara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.