Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.02.2003, Blaðsíða 42
42 B ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið mánud.–fimmtud. frá kl. 9–18, föstud. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Skeljagrandi - bílageymsla Til sölu 2ja. herb. íbúð. Glæsilegt útsýni. Verð 10,3 millj. Póstnr. 107 Mosarimi Skemmtileg 3ja herb. íbúð á mjög góðum stað í Grafarvogi. Stutt í alla þjónustu. Verð 10,5 millj. Póstnr. 112 Lækjasmári - Frábær stað- setning Vorum að fá á sölu stórglæsi- lega 82 fm 2ja herb. íbúð. Parket og nátt- úruflísar á gólfi. Suðurverönd. Stutt í Smáralindina. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 12,9 millj. Póstnr. 200 Einbýlis-, par- og raðhús Seljabraut Vorum að fá í sölu raðhús ásamt bílageymslu. Hægt er að hafa sér- íbúð í kjallara. Steni-klætt hús. Verð 17,3 millj. Póstnr. 109 Rituhólar - Bílskúr 44,8 fm Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, hægt er að gera séríbúð í kjallara. Nátt- úrugarður. Stórkoslegt útsýni. Verð 27,5 millj. Póstnr. 111 Sérhæðir Ferjuvogur - Ásamt bílskúr Til sölu skemmtileg ca 120 fm hæð ásamt sérbyggðum stórum bílskúr. Mjög vel staðsett íbúð innst í lokaðri götu. Skjól- góður suðurgarður. Stutt í skóla og alla þjónustu. Eign sem vert er að að skoða. Verð 16,5 millj. Póstnr. 104 Njörvasund - Stór bílskúr Vor- um að fá í sölu rúmlega 80 fm sérhæð. Góður garður. Frábær staðsetning. Verð 12,5 millj. Póstnr. 104 Sogavegur - Góður bílskúr Stór og rúmgóð 6 herb. sérhæð ca 142 fm. Stutt í alla þjónustu. Verð 17,3 millj. Póstnr. 108 4ra-6 herbergja íbúðir Hvassaleiti - 3ja-4ra herb. Vel staðsett rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 12,5 millj. Póstnr. 103 Hvassaleiti - 5-6 herb. - Bíl- skúr Sérstaklega björt og stór íbúð, 150 fm. Frábært útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr. 103 Álakvísl - LAUS STRAX Björt og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Góðar innréttingar, stórt stæði í bílageymslu. Verð 15,8 millj. Póstnr. 110 Bergstaðastræti - Nýtt Naustabryggja Vorum að fá á sölu „penthouse“-íbúð, ca 191 fm á tveimur hæðum. Tvennar svalir. Stæði í bíla- geymslu. Hnotuparket á allri íbúðinni. Póstnr. 110 Mosarimi - Skemmtileg íbúð 4ra herb. íbúð með sérinngangi. Góðar suð-austursvalir. Stutt í þjónustu. LAUS STRAX. Verð 12,5 millj. Póstnr. 112 Núpalind - Bílskýli Komin er á sölu glæsileg 3-4ra herb. íbúð, 112,3 fm á efstu hæð í fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Vandaðar innréttingar. Látið þessa eign ekki framhjá ykkur fara. Verð 16,5 millj. Póstnr. 201 2ja-3ja herbergja Sólvallagata Komin er á sölu 3ja herbergja 80 fm íbúð á besta stað við miðbæinn. Suðurgarður. Verð 11,9 millj. Póstnr. 101 Naustabryggja Vorum að fá á sölu glæsilega 2ja herb. íbúð. Mjög vandaðar innréttingar frá Brúnási. Falleg lýsing frá Lumex á allri íbúðinni. Útsýni út á sjó. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 11,9 millj. Póstnr. 112 www.fjarfest.is Til sölu nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir, einnig tvær „PENTHOUSE“-íbúðir á besta stað í mið- bæ Rvíkur. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með vönduðum innréttingum og flísum á baði, en án gólfefna að öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er álklætt að utan að hluta og sameign verður frágengin. Möguleiki á að fá lán frá byggingar- aðila á eftir húsbréfum. Póstnr. 101. VANTAR EIGNIR Á SKRÁ PERSÓNULEG OG TRAUST ÞJÓNUSTA Naustabryggja 12-18 - 20-22 - Nýtt Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“- íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á bað- herbergi og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúðirnar eru með vönduðum innrétt- ingum. ,,Penthouse”-íbúðir verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin ál- klædd. Afhending Naustabryggju 12-18 í júlí 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110 Nýjar íbúðir Maríubaugur - Keðjuhús Til af- hendingar nú þegar tilbúin til innréttinga skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús á einni hæð með innbyggðum 25 fm bíl- skúr. Húsin standa á útsýnisstað og af- hendast tilbúin til innréttinga. Fullfrágeng- ið að utan og lóð verður grófjöfnuð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrif- stofu. Verð frá kr. 19,4 millj. Póstnr. 113 Birkiás - Bílskúr - TIL AF- HENDINGAR STRAX Vorum að fá á sölu þrjú glæsileg pallabyggð raðhús, 4-5 herb., frá 147,6-156,1 fm á besta stað í Garðabæ. Íbúðirnar eru afhentar fokheld- ar að innan en frágengnar að utan með steiningu og grófjafnaðri lóð. Glæsilegt út- sýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Fjárfestingar. Verð 14,5 millj. Póstnr. 210 Nýkomnar eru á sölu stórglæsilegar íbúðir, 3ja-4ra herb., 96,1-119,2 fm. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi þar verða flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllu herbergjum. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bílskúr. Sérinngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Afhend- ing í júní 2003. Póstnr. 113 Kristnibraut 77-79 NÝTT - Lyftuhús - Grafarholti LATÍNUSKÓLAR fyrr á öldum höfðu mjög takmarkaðan tilgang, það hafði einnig íslenski Latínu- skólinn. Það var ekki ætlunin að menn legðust í nám og skólabækur si-svona af því þá langaði til þess. Á þeim árum voru menn æði praktískir, allt sem menn tóku sér fyrir hendur átti fyrst og fremst þann tilgang að hafa mat að éta, einhver klæði á kroppinn og svolít- ið hreysi til að lifa af umhleypinga og vosbúð þessa eylands sem lægðirnar æddu yfir og gera enn. Að vísu vissu menn harla lítið um lægðir, en fundu svo sann- arlega fyrir þeim. Enda var við- kvæðið „það veit enginn hvaðan vindurinn kemur eða hvert hann fer“. Þá var enn langt í það að menn væru orðnir svo þroskaðir að skilja það þjóðráð að hægt væri að lifa af því að glápa á fjöll og firn- indi. En eigi að síður voru menn sett- ir í skóla, tilgangurinn var sára einfaldur. Ekki var hægt að kom- ast hjá því að hafa í hverri sýslu yfirvald til tyftunar lýðnum og þó nokkra presta til að reyna að forða þeim bersyndugu og lostafullu frá hreinsunareldi vítis, á fleiru var ekki þörf. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margir farið í skóla og fjölbreytni náms aukist, heldur betur. Menn mættu til málþings Þrátt fyrir þær fjölbreyttu námsleiðir, sem nú eru í boði í hin- um fjölmörgu skólum landsins, eru ekki allir fullkomlega ánægðir með þær áherslur sem hið opinbera leggur í menntun. Samtök iðnaðarins, sem eru samtök stórra og smárra atvinnu- rekenda í iðnaði, og Samiðn, sem eru samtök iðnlærðra launamanna, boðuðu fyrir skömmu til málþings í Versölum við Hallveigarstíg. Þar lýstu forystumenn þessara samtaka aðstöðu þeirra sem iðn- nám stunda og stjórnmálaflokkum var boðið að senda fulltrúa á fund- inn til að skýra afstöðu sinna flokka til iðnnáms og stefnu, ef einhver væri. Að sjálfsögðu mættu fulltrúar allra flokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi, enda kosningar í vor og von á talsverðum slatta af atkvæðum á fundinn. Misjafnlega mæltist mönnum eins og búast mátti við, en þarna hófu upp raust sína Margrét Sverrisdóttir, Kolbrún Halldórs- dóttir, Hjálmar Árnason, Bryndís Hlöðversdóttir og Kjartan Ólafs- son. Varla þarf að kynna fyrir hvaða flokk hver talaði, allir fylgj- ast að sjálfsögðu það vel með póli- tíkinni. Því er verr að lengi hefur það verið lenska að skipta námi í tvo flokka, annarsvegar bóklegt nám, hinsvegar verklegt nám. Því hefur einnig verið haldið fram að stjórn- völd geri stórlega upp á milli þess- ara flokka og setji bóknámið skör hærra en verknámið og nokkuð má vera til í því. En hversvegna skyldi það vera, hvernig stendur á því að það virð- ist vera sama hver heldur um stjórnvölinn hérlendis, alltaf ber það að sama brunni; stjórnvöld eru vænd um það að gera bóknám- inu hærra undir höfði. Hvers vegna er það svo og voru menn nokkru nær að málþingi loknu? Það er út á hálan ís farið að vitna aðeins í einn fulltrúa sjórn- málaflokks í pistli, sem er að sjálf- sögðu ópólitískur, í það minnsta ekki flokkspólitískur. Hjálmar Árnason alþingismaður hafði vissulega nokkra sérstöðu meðal þingmanna, sem þar töluðu um iðnnám og framtíð þess. Hann var um tíu ára skeið skólameistari í fjölbrautaskóla og þekkir því málefnið vel og hafði því nokkra forgjöf. Hjálmar benti á nokkur atriði sem vert er að staldra við og tvennt skal nefnt. Hann við- urkenndi að vissulega geystist fák- urinn Latínu-Gráni um víðan völl menntunar og enn þætti það mikil upphefð að sonurinn eða dóttirin setti upp hvítu kollurnar við stúd- entspróf. En hann benti einnig á annað. Í tíu ára starfi sem skólameistari fjölbrautaskóla minntist hann þess ekki að nokkur frammámaður í iðnaði, hvorki atvinnurekandi né launþegi, hefði komið á sinn fund til að ýta á bætt eða aukið iðnnám. Er ekki þarna nokkur mergur málsins? Fyrir einni öld ruddust iðn- aðarmenn fram á völlinn, þeir linntu ekki fyrr en löggjöf var sett um iðnað og iðju, þeir stofnuðu sjálfir iðnskóla, voru virkir frum- kvöðlar í menningarlífi, þeir stofn- uðu meira að segja Leikfélag Reykjavíkur. En þeir sem á eftir komu fylgdu ekki í fótsporin. Um miðja síðustu öld þótti sjálfsagt að öll menntun væri á forræði ríkisins. Þá var stærsti iðnskóli landsins, Iðnskól- inn í Reykjavík, færður til ríkisins frá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík, sem hafði rekið hann af myndarskap í eigin húsnæði í hálfa öld. Já, hvers vegna er Latínu-Gráni álitinn betri gæðingur en Smíða- Jarpur? Viðhorfið í þjóðfélaginu ræður þar miklu, en hvers vegna er við- horf þjóðfélagsins þannig? Það skyldi þó ekki vera að þar eigi þeir sem setið hafa Smíða- Jarp sjálfir nokkra sök. Iðnaðarmenn hættu að vera for- ystumenn, hurfu inn í sinn eigin heim og það sem verra var; þeir höfðu ekki þá sjálfsvirðingu sem þurfti. Í áratugi létu þeir sig ekki nokkru varða hvernig búið var að menntun sinna eigin stétta, þeir létu ríkinu það eftir. Sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér, sínu starfi og sinni þekkingu, getur ekki vænst virð- ingar eða stuðnings annarra ein- staklinga eða starfsstétta, þeir verða undir í baráttunni um gæðin sem falla af borðum stjórnvalda. Þetta málþing er þó vottur um þá vakningu sem hefur orðið síð- ustu ár, það er mikið að breytast. Forystumenn í iðnaði hafa tekið upp harða baráttu fyrir að verk- menntun fái þann sess sem henni ber, endurmenntun iðnaðarmanna er þar vaxtarbroddurinn. Er þá ekki allt í lagi? Það vantar nokkuð sem er æði mikilvægt. Það vantar að allir þeir sem sitja Smíða-Jarp ljúki upp augum fyrir því hve mikill ágætis gæðingur hann er og ekki síður að þeir sjálfir séu upplitsdjarfir ridd- arar. Latínu-Gráni eða Smíða-Jarpur? Ungur pípulagningamaður hélt uppi heiðri stéttar sinnar og þjóðar í Kaup- mannahöfn á Meistarakeppni Norð- urlanda í pípulögnum 2001. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.