Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Það er hins vegar allt- af dálítið stressandi að syngja franska óperu á frönsku fyrir franska áheyrendur og það í Bastillunni, sem er ekki auðveldasta húsið hvað áheyrendur áhrærir.“ K ristinn Sigmundsson fer um þessar mundir með hlutverk Mefistós í óperu Gounods, Faust, á fjölum Bastillu- óperunnar í París. Kvöldið fyrir frumsýningu veitti stór- bassinn viðtal við Signu- bakka. Við Kristinn mæltum okkur mót á litlu kaffihúsi í nágrenni Notre-Dame kirkjunnar, en hann heldur til í íbúð þar í nágrenninu á meðan á sýningum stendur. Þessi stóri mað- ur var hálfyfirþyrmandi við litla kringlótta kaffihúsaborðið og eins hafði ég áhyggjur af gustinum frá útidyrunum sem blés í bakið á honum í hvert skipti sem einhver opnaði dyrnar – og frumsýningin á morgun. Kristinn virtist hins vegar ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, en fór þó aftur í jakkann sem hann hafði lagt á stólbakið. Klukkan er átta á þriðjudagskvöldi og tæp- ur sólarhringur í frumsýningu. Kristinn segir undanfarinn hálfan mánuð – sem er allt æf- ingatímabilið – hafa verið mjög strembinn og yfirleitt æft frá tíu á morgnana til tíu á kvöld- in. Engu að síður hafi æfingarnar þó gengið mjög vel. Hlutverk Mefistós er stórt og lík- lega það stærsta í þessari uppfærslu, en mörgu er sleppt eins og gjarnan er gert. Hlutverkið er sennilega það stærsta sem Kristinn hefur sungið í Bastilluóperunni. Hann hefur þó áður bæði farið með hlutverk Heinrichs í Lohengrin Wagners, Zaccharia í Nabucco Verdis og Mustafa í óperu Rossinis, Ítalska stúlkan í Alsír, og eru þetta allt hlut- verk af svipaðri stærð. Kristinn er orðinn heimavanur í Bastillu- óperunni. Hann söng fyrst á fjölum hennar árið 1994 er hann fór með hlutverk annars Mefistós, þá í óperu Hectors Berlioz, La Damnation de Faust, en báðar óperurnar eru byggðar á samnefndu verki Goethes frá 18. öld. Þau eru mörg tónskáldin sem hafa fengið innblástur úr þessu magn- aða verki, til dæmis Schumann (Faustszenen), Boito (Mefistofele) og niðurlagið úr 8. sinfóníu Mahlers er tekið beint úr Faust. Kristinn hefur nokkrum sungið Mefistó í óperu Berlioz og einnig í verki Schumanns, en þetta er í fyrsta skipti sem honum gefst tækifæri á að túlka útgáfu Gounods af þessum forna fjanda. – Það má segja að þú sért með skratt- ann á hælunum? „Já, það bætist óðum í safnið og þetta er hlutverk sem mig hefur lengi langað til að spreyta mig á, en hef ver- ið pínulítið hræddur við til þessa. Það er einkum og sérílagi kvöldsöng- urinn, serenade, í fjórða þætti sem hefur alltaf vaxið mér í augum. Hann endar á hlátri upp á G, sem er svona grensutónn fyrir flesta bassa. Að öðru leyti er hlutverkið ekki svo erfitt, að minnsta kosti ekki tónlist- arlega. Aðstandendur óperunnar lögðu hart að mér að taka hlut- verkið og svo fór að ég lét undan og sé ekki eftir því. Mig hefur alltaf langað að spreyta mig á hlutverkinu og kannski þurfti bara aðeins að ýta mér út í þetta. Það er gaman að spreyta sig á þessum margslungna karakter og lita hann mismunandi lit- um eftir kröfum ólíkra tónskálda.“ – Hvorn kanntu betur við, Mefistó meistara Berlioz eða þann sem þú ert að kljást við núna? „Þetta eru að mörgu leyti ólíkir kar- akterar. Það er miklu meiri húmor í Mefistó Gounods og fleiri litir í honum, á meðan Berlioz er svolítið svarthvítur, það er hann er annaðhvort ljóðrænn og ljúfur eða kaldur og grimmur, sem í aðra röndina er meira spennandi því hann er eins konar „skítsófren“ og mjög ýktur að sumu leyti. Hjá Gounod eru á hinn bóg- inn allir þessir litir og það kemur skýrar fram en hjá Berlioz hvernig djöfsi stjórnar öllu heila klabbinu. Það eru t.d. stórir kaflar hjá Berlioz þar sem hann kemur ekki fyrir, á meðan Gounod hef- ur hann á sviðinu nánast allan tímann.“ Wagner í flest mál – Hvað er svo á döfinni hjá þér í Par- ísaróperunni? „Í apríl fer ég með hlutverk Gurnem- anz í Parsifal eftir Wagner, en það er eitt stærsta bassahlutverk tónbók- menntanna og eftir sumarfríið bíður Wagner mín svo enn í París. Ég syng bæði í Meistarasöngvurunum og Hol- lendingnum fljúgandi í haust.“ – Þeir hljóta að vera ánægðir með þig hér í París því þú syngur í hverri uppfærslunni á fætur annarri? „Mér er sagt að enginn einn söngvari hafi sungið jafnoft í Bastilunni og ég á undanförnum árum. Ég reyni bara alltaf að gera mitt besta og vera með mitt á hreinu og ligg vel og lengi yfir hlutunum.“ – Hvaða Íslendingar aðrir hafa komið fram í Parísaróperunni? „Ég veit ekki til þess að aðrir en ég, Gunnar Guðbjörnsson og Bjarni Thor Kristinsson hafi sungið hér. Í vor bætist Guðjón Óskarsson svo í hópinn, en hann mun syngja ásamt mér í uppfærslunni á Parsi- fal.“ – Þú syngur mest í Mið-Evrópu, en hef- ur þó bæði komið við í Mekka margra söngvara, Scala í Mílanó og eins í Met- rópólítanóperunni í New York. „Það er rétt, ég syng til dæmis sáralít- ið á Ítalíu, en hef þó sungið þar í fjórum uppfærslum: Í Rín- argulli Wagners bæði á Scala og í Tórínó- óperunni, Lafði Mac- beth frá Mstensk eftir Sjostakovits og í Töfra- flautu Mozarts í Flór- ens. Nú í vor skýst ég svo frá París til að syngja í Parsifal um páskana. Mér þykir gott að syngja í Banda- ríkjunum og vildi gjarnan gera meira af því. Ég hlakka því mikið til að fara til San Francisco í vor til að syngja „Faust- Mefistó“.“ Of upptekinn fyrir Domingo Oft er sagt að eitt aðaleinkenni sannra listamanna sé hógværð og auðmýkt gagnvart list sinni, en það er eins og almenningur átti sig ekki á þessu í mörgum tilvikum og haldi alltaf að sú tunnan sem hæst glymur í sé sú besta. Kristinn er svo sannarlega hógværðin uppmáluð og maður verður eiginlega hálfhissa eftir því sem á líð- ur viðtalið að söngvarinn reynir eftir bestu getu að draga úr eigin afrekum. Það kemur á daginn er minnst er á Banda- ríkin að Kristinn hefur bara sungið á fjölum eins óperuhúss þar í landi og það í Metrópól- ítanóperunni, í óperunum Don Giovanni eftir Mozart og Valkyrjum Wagners. Hann segir að James Levine, aðalstjórnandi þar, sé einn frábærasti hljómsveitarstjóri sem hann hafi unnið með. Hann bókstaflega beri mann á örmum sér í gegnum óperuna. Einn af með- söngvurum Kristins í Valkyrjunum var eng- inn annar en tenórinn ástsæli Placido Dom- ingo og er ég forvitnast meira um samskipti hans og Domingo kemur í ljós að sá síð- arnefndi, sem er aðalstjórnandi óperunnar í Washington D.C., hefur oft boðið Kristni að koma og syngja í uppfærslum hjá húsinu og það sama á við um Levine. Ég kvái og spyr af hverju í ósköpunum hann syngi ekki meira með þeim. „Það er nú einu sinni þannig í óperuheim- inum að oft eru söngvarar bókaðir mörg ár fram í tímann og algengt er að húsin skipu- leggi dagskrá sína tvö til þrjú ár fram í tím- ann. Ég er svo heppinn að vera bókaður langt fram í tímann, en það hefur líka sína ókosti. Jafnvel þó að ég syngi einhverja rullu sem mér finnst vera góð, þá getur liðið langur tími þangað til ég fæ að spreyta mig á henni aftur. Eins er það með stjórnendur. Það geta verið frábær tilboð og frábærir stjórnendur sem freista, en maður hleypur ekki frá gerðum samningum, að minnsta kosti ekki ég, því slíkt kemur alltaf í bakið á fólki seinna meir. Domingo og Levine eru dæmi um frábæra listamenn og ég mun nota hvert tækifæri sem gefst til að vinna með þeim. Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að vinna með Lev- ine [fyrir uppsetninguna í Metrópólítan óp- erunni] í München í Óþelló eftir Verdi og svo er ég reyndar bókaður 2005 í Metró- pólítanóperuna í aðra óperu eftir Gounod, Rómeó og Júlíu, sem hann mun einnig stjórna.“ Þess má geta að í hittifyrra átti Domingo stórt sviðsafmæli og var Kristinn einn þeirra sem beðnir voru um að syngja á tónleikum sem haldnir voru Í Metrópólítan-óperunni til heiðurs meistaranum og taldi hann það mik- inn heiður. Kristinn komst því miður ekki til að syngja við þetta tækifæri vegna anna. – Hver eru svo draumahlutverkin sem þú myndir vilja leggja áherslu á ef mögulegt væri? „Það eru nokkur hlutverk sem ég hef sung- ið sem ég myndi endilega vilja gera oftar, t.d. Filippo II, Spánarkonungur, í Don Carlos eftir Verdi og Zaccaria í Nabucco Verdis. Eins er hlutverk Gurnemanz ofarlega á lista hjá mér. Það líður ekki á löngu þar til ég fæ að syngja það í Bastillunni þar sem Parsifal verður settur upp nú í vor eins og ég sagði áð- an. Mefistó Gounods og Berlioz fæ ég von- andi að syngja áfram af og til og eins er með hlutverk Ochs baróns í „Der Rosenkavalier“ eftir Richard Strauss. Það er sagt um Ochs, að ekki sé hægt að dæma almennilega um frammistöðu söngvarans í hlutverkinu fyrr en hann hefur sungið það að minnsta kosti 25 sinnum, því það sé fyrst þá sem maður geti farið að slaka á gagnvart hlutverkinu. Þetta eru þessi bitastæðu hlutverk sem maður er búinn að leggja heilmikla vinnu í og myndi náttúrlega vilja geta notað og nýtt sem best þann undirbúning. Mefistó-hlutverkið höfðar sterkt til mín, en það er hins vegar alltaf dálítið stressandi að syngja franska óp- eru á frönsku fyrir franska áheyrendur og það í Bastillunni, sem er ekki auðveldasta húsið hvað áheyrendur áhrærir. Ég fékk hins vegar góðar viðtökur á generalprufunni svo maður bara vonar og gerir sitt besta.“ Kristinn segir ennfremur, að svörun áheyr- enda skipti hann mun meira máli heldur en eitthvað sem svokallaðir sérfræðingar skrifi og sjálfur les hann aldrei gagnrýni fyrr en öllum sýningum er lokið, ef hann þá les hana. Hann nefnir í þessu sambandi skondið dæmi af gagnrýnanda hjá hinu virta þýska blaði Frankfurter Allgemeine. „Sá hafði skrifað um uppsetningu á óperunni Faust eftir Goun- od og þekkti óperuna ekki betur en svo, að hann úthúðaði þeim sem söng Mefistó, en hældi í hástert þeim sem söng bassa- hlutverkið í kirkjuatriðinu án þess að vita að það var sami söngvarinn og hann hafði áður skrifað svo illa um. Eins og allir vita sem þekkja verkið, syngur Mefistó einnig í þessu atriði. Þessi dómur sagði þess vegna mest um gagnrýnandann. Ég hef afskaplega lítinn áhuga á blaðadómum þó að þeir hafi oftast verið mér vinsamlegir. Mig skiptir miklu meira máli að þeir sem ég syng fyrir, fólkið í salnum, kunni að meta það sem ég geri.“ Níu á móti þremur Eins og flestir lesendur munu ráða í af ofangreindu er Kristinn ekki mikið í Kópa- Með kölska á hælunum Ljósmynd/ Eric Mahoudeau Mefistó örvar Faust til dáða við að táldraga hina fögru Margarítu í þriðja þætti. Mefistó leiðir Faust frá Margarítu í lok óperunnar. Honum tókst ekki að spilla þeirri hreinu sál, en hefur þó altént ótvíræð tök á Faust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.