Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 21
megi á barinn. Reyndar hefur Ben Affleck átt við áfengisvandamál að stríða og það var annar leikaraalki, Charlie Sheen, sem kom honum í meðferð árið 2001. Svo vill líka til að faðir Afflecks, sem er af skoskum ætt- um, starfaði sem meðferð- arráðgjafi. Móðirin er hins vegar kennari; hún er af írskum ættum og er skilin við Skotann. Á meðan allt lék í lyndi ólu þau Benjamin Geza Affleck og yngri bróður hans, Casey Affleck, sem einnig er leikari, upp í Cambridge, Massachusetts. Ben vildi alla tíð verða leikari. Barn að aldri lék hann í auglýs- ingu fyrir Burger King og 8 ára fékk hann aðalhlutverk í sjón- varpssyrpu með ívafi líffræði- fræðslu, The Voyage of Mimi. Um svipað leyti kynntist hann tíu ára strák sem hét Matt Damon og bjó neðar í götunni. Þeir urðu bestu vinir, voru saman í íþróttum og á leiklistarnámskeiðum og urðu síð- ar samstarfsmenn. Affleck reyndi fyrir sér í framhaldsmenntun en uppgötvaði fljótlega að leiklistin átti hug hans allan. Hann hélt því til Hollywood og fékk einkum hlutverk í sjónvarpsmyndum uns hann hélt innreið sína í óháða kvikmyndageirann árið 1993, þá 21 árs að aldri, með því að leika smáhlutverk í skólakrakkadrama Richards Linklater Dazed and Confused. Tveimur árum síðar hækkaði nafn hans á leikaralist- anum með Mallrats og gagnrýn- endur fóru að veita þessum unga og myndarlega leikara athygli. Þeir Affleck-bræður bjuggu á þessum tíma saman í íbúð með Matt Damon. Ben og Matt voru orðnir þreyttir á að basla á jaðrinum og vera hafnað þegar þeir sóttu um hlutverk í Hollywoodsmiðjunni svo þeir tóku sig til og skrifuðu kvikmyndahandrit sem gerði ráð fyrir þeim sjálfum í aðalhlutverk- unum og fjallaði um stærð- fræðisnilligáfu undir yfirborði hversdagsleika. Handritið gekk manna á milli í draumaverksmiðj- unni um hríð; flestum leist vel á það en voru ekki tilbúnir til að veita höfundunum fullt listrænt frelsi við framkvæmdina. Með lið- sinni leikstjóranna Kevins Smith og Gus van Sant tókst þó að fá Mira- max-félagið til verksins. Van Sant leikstýrði myndinni og allir aðilar höfðu góðan sóma af Good Will Hunting. Óskarsverðlaun fyrir besta handrit opnuðu þeim Affleck og Damon tækifæri í Hollywood sem enn sér ekki fyrir endann á. Tak- ist Ben Affleck að rækta þá hæfi- leika sem hann sýndi í t.d. Changing Lanes og lýsa brestum í ímynd glæsimennisins, fötlun hins fullkomna, gæti verið að vænta forvitnilegra verka frá honum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 B 21 bíó STJÖRNUR eru eðli málsinssamkvæmt uppi á himnafest-ingunni. Þar skína þær og blika til okkar dauðlegra manna sem megum auðvitað þakka fyrir að njóta ljómans og birtunnar sem frá þeim stafar. Og eðli málsins samkvæmt er ekki óeðlilegt að stjörnurnar líti nið- ur á okkur um leið og við lítum upp til þeirra. Mér datt þessi speki í hug þegar ég las frásögn blaðamanns hins breska The Observer af fundi hennar með bandarísku stjörnunni Söndru Bullock. Hún segir sínar farir ekki sléttar, því Sandra Bullock hafi alls ekki verið sú elskulega, glaðlega, sjarm- erandi og siðmenntaða kona sem blaðamaðurinn hafði lesið að hún væri. Nei, þvert á móti var hún dóna- leg. Blaðamaðurinn var að taka kynningarviðtal vegna frumsýningar á Two Weeks Notice, enn einni róm- antísku gamanmyndinni sem leik- konan framleiðir og leikur í á móti Hugh Grant. En Bullock hafði greinilega engan áhuga á að tala við hana og virtist gera það af tómri tilneyddri skyldurækni vegna myndarinnar. Hún leit helst ekki upp úr kaffiboll- anum sem hún „sötraði úr með há- vaða“, skrifar blaðamaður The Ob- server og skírir leikkonuna Miss Uncongeniality, ungfrú Óvinsamleg, öfugt við mynd hennar Miss Congen- iality. „Ég velti fyrir mér hvort ég hafi gert eitthvað til að móðga hana. Eins og að anda,“ skrifar hún, bæði sjokkeruð og hneyksluð. Þarna hrynur öll vel hönnuð ímyndarsmíð Söndru Bullock í einu vet- fangi og einu viðtali. Og svona leyfa blaðamenn „úti í hinum stóra heimi“ sér að fjalla um viðmælendur sína; þeir lýsa þeim eins og þeir koma fyr- ir sjónir, ekki eins og ímyndin hefur verið hönnuð gegnum tíðina og taka ekkert tillit til að þeir hafi hugs- anlega verið illa sofnir, timbraðir, slæmir í maganum, að berjast við þunglyndi eða önnur vandamál í einkalífinu. Nei, stjörnur sem geta ekki skinið og blikað í viðtölum eru ekki aðeins venjulegt fólk; þær eru dónar. Íslenskir blaðamenn sem slíkt skrifuðu myndu nú ekki kemba hær- urnar í starfi. Svo vill til að ég var að ljúka við lestur æviminninga eins helsta kvik- myndagagnrýnanda og sjónvarps- manns Breta, Barrys Norman. Hann hefur á löngum ferli tekið ótal viðtöl við stjörnurnar og ber þeim misjafna sögu. Laurence Olivier fær loflega um- sögn, dittó Richard Burton, sem var skemmtilegur drykkjufélagi, og Elizabeth Taylor, sem bjargaði Norman úr vandræðalegum kringumstæðum, og Anthony Hopkins sem var séntil- mennskan uppmáluð. Ekki svo með t.d. Peter Sellers, sem virðist hafa verið hálfgalinn og laug upp á Norman þeg- ar það hentaði honum en reyndi að nota hann þegar það hentaði. John Wayne virðist hafa verið illa upplýstur ruddi sem svolgraði börbon í við- tölum og brást svo ókvæða við gagn- rýnum spurningum að minnstu mun- aði að hann gengi í skrokk á spyrlinum. Robert DeNiro var svo dóna- legur að hann lét Norman bíða eftir sér í heila klukkustund, var þurr á manninn og lítt gefandi í svörum, sem flest voru eitt atkvæði. Þegar hann fékk spurningu sem honum lík- aði ekki brást hann hinn versti við. Madonna hafði látið Norman og tökulið hans bíða í klukkutíma og fjörutíu mínútur þegar spyrillinn vakti at- hygli á því við kynningarfulltrúa hennar. „Ja, hérna,“ sagði fulltrúinn og fitjaði upp á nefið. „Ég er alls ekki viss um að ég vilji koma með lista- manninn inn í þetta fjandsamlega andrúmsloft.“ Annar aðstoðarmaður Madonnu bætti við hneykslaður: „En Madonna er stjarna …“ Ekkert varð úr þessu viðtali því Barry Norman lét ekki bjóða sér dóna- skap, jafnvel þótt um „stjörnu“ væri að ræða. Sjálfur hef ég aldrei orðið fyrir dónaskap frá stjörnu. En ég er viss um að stjörnudýrkun er á svo háu stigi hjá sumum að þeir vildu frekar fá dónaskap heldur en ekkert úr slíkri átt. „Vá, Madonna skyrpti á mig! En guðdómlegt!“ Auður og frægð, máttur og völd, eru skilyrði þess að geta hegðað sér eins og manni sýnist og án tillits til annars fólks. Þannig er hægt að kaupa guðdóminn, en ekki siðmennt- ina. Bara dónar „Öll erum við fædd sjarmerandi, fersk og hnyttin en verðum að öðlast siðmenntun áður en við teljumst fær um að taka þátt í samfélaginu,“ sagði siðameistarinn. Stundum kemst á legg fólk sem telur sig hins vegar yfir siðmenntun hafið og eru áhöld um hvort hafi fæðst sjarmerandi, ferskt og hnyttið. Oft flokkast það undir kvikmyndastjörnur, poppstjörnur, tísku- stjörnur, fjölmiðlastjörnur og pólitískar stjörnur. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson Sandra Bullock: Miss Uncongeniality? Robert De Niro: Hundleiðinlegur? Peter Sellers: Lygalaupur? LEIKSTJÓRINN Spike Jonze og handritshöfundurinn Charlie Kaufman (Being John Malkov- ich) eru heilinn á bak við bíó- myndina Adaptation, sem frumsýnd verður hérlendis fljót- lega. Í Adaptation fer Nicolas Cage með hlutverk tvíbura- bræðra, sem báðir eru handrits- höfundar. Annar er að semja dæmigert Hollywood-handrit en hinn er að semja listrænt hand- rit. Myndin fjallar síðan um sál- arangist, vangaveltur um kynlíf og annan þankagang daglegs lífs. Í öðrum helstu hlutverkum eru: Meryl Streep, Chris Cooper, Rheagan Wallace, Jane Adams, Lynn Court, Brian Cox, John Cusack og John Etter. Sálarangist tvíbura- bræðra Adaptation: Nicolas Cage. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Kópavogi: Smáralind, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, sími 663 1224. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda h in n e in i s an ni bók amarkaður Þ Ö K K U M frá b æ ra r við tö ku rlokum í kvöld kl. 19 að ári liðnu Næsta tækifæri Athugaðu! ótrúlegt verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.