Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 5
nokkurn mann. Kristján trúði mér fyr- ir þessu öllu og það gekk vel. Hús Kassagerðarinnar var stærsta hús sem reist hafði verið þá í Reykja- vík, 4.200 fermetrar og var fyrsta strengjasteypuhúsið í Reykjavík. Steinstólpar steyptu súlurnar en bit- arnir voru steyptir í Byggingariðjunni. Um þetta leyti var uppmæling að byrja og þetta var stærsta mæling sem gerð hafði verið í Reykjavík þá. Ég var sjálfur með bókhaldið og mér fannst þetta ævintýralegar tölur. Þeg- ar ég sýndi Kristjáni þetta sagði hann: „Þú þarft ekki að útskýra neitt, ég veit að ekkert er viljandi vitlaust. Ég kem með það sem ég hef af peningum og þú skalt fara inn eftir að stússast í bygg- ingunni.“ Hann kom með góðan slurk af peningum seinna um daginn í vinnu- launin. Allt byggingarefni var skrifað hjá Kassagerðinni. Agnar sonur Krist- jáns var sama ljúfmennið og faðir hans. Það sem ég byggði fyrir Kassa- gerðina var 17 þúsund fermetrar á gólfi. Kassagerðin er sú bygging sem mér er hjartfólgnust af þeim byggingum sem ég hef komið nærri. Eftir að hún hafði verið reist hélt Kristján reisu- gildi að minni tillögu, bauð bygginga- mönnunum og konum þeirra til veislu, þar var etið, drukkið og dansað og allir voru glaðir. Látt þú hlutina ganga, ég sé um að borga Nokkru síðar fékk ég boð um að tala við Óttar Möller, forstjóra Eimskips. Hann hafði heyrt að ég hefði áhuga á að taka að mér byggingu Faxaskála við Reykjavíkurhöfn. Það var svo ákveðið á staðnum að ég tæki að mér þá byggingu upp á reikning. Þetta var gífurlegt hús og það voru ekki allir ánægðir með þessa ákvörðun Óttars. Hann sagði: „Mér kemur ekki við póli- tík eða kunningsskapur, mér verður kennt um ef þetta verður ekki í lagi og ef Kristinn stendur sig ekki þá rek ég hann.“ Það kom ekki til þess og Óttar fékk húsið heldur fyrr en til stóð. Síðan samdi hann við mig um byggingu fleiri húsa Eimskips við Sundahöfn á sama máta. Hann sagði við mig: „Þú sérð um að láta hlutina ganga, ég skal sjá um að borga.“ Hann og Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskips voru mér hlynntir og ég á góðar minningar um þá. Eftir að Hörður Sigurgestsson varð forstjóri þá vildi hann bjóða út hús sem átti að byggja. Ég bauð í og var 20 og 25% lægri en hinir sem buðu. Ég fékk því verkið. Þegar við vorum að byrja kom Halldór H. Jónsson og sagði nokkur orð. „Kristinn minn, ég er glaður yfir að þú fékkst þetta verk og ég vona að þú farir ekki illa út úr þessu fjárhagslega, en það undirstrikar það að við Óttar höfum gert rétt í þessum málum, að trúa þér fyrir hlutunum.“ Ég skilaði þessu verki á réttum tíma og slapp fjárhagslega, en tíðarfarið var mjög erfitt þennan vetur og við því þurfti að bregðast. Ég teiknaði hitun- arkerfi og tók olíukyntan ketil og setti á jeppakerru. Keypti slöngur og kynnti upp beggja megin við veggina og gat þannig steypt í tíu stiga frosti. Hefði ég ekki tekið þetta til bragðs hefði ég farið illa út úr þessu. Hús verslunarinnar var reist að undangengnu útboði, þ.e. hæðirnar. Ármannsfell átti lægsta tilboð í þessar framkvæmdir. Einhver meiningamun- ur varð á fundi um það tilboð en um kvöldið hringdi Hjörtur Hjartarson hjá J. Þorláksson & Norðman og sagði við mig. „Það var ósamkomulag um til- boðið, viltu ekki bara taka þetta upp á reikning, ég treysti þér alveg til þess?“ Ég skrifaði ekki undir neitt nema bara hjá byggingafulltrúa og það end- aði með að ég kom upp húsinu fyrir mun minna fé en tilboðið hafði hljóðað uppá. Á sömu leið fór með Verslunar- skólann nýja. Ég tók það upp á reikn- ing og hægt var að flytja 9 mánuðum fyrr í skólann en um var talað, þá gátu þeir selt gamla skólann og notað þann pening í bygginguna. Ísbjörninn og Nýju Sögu reisti ég einnig með mínum mönnum og allt við- hald Hótel Sögu sá ég löngum um. Ég steypti arininn í Skrúði upp á verk- stæði hjá mér. Nýju Áburðarverksmiðjuna byggði ég einnig upp á reikning og sömuleiðis hús SÍS, sem nú er Íslandsbanki á Kirkjusandi. Ég byggði Jófríðarstaði og skólann við Landakot fyrir kaþól- ikkana og þannig mætti lengi telja. Það var mikil barátta í byggingar- bransanum á þessum árum, og það voru margir undrandi hverju mér var trúað fyrir án þess að bjóða í verkin. Það skipti öllu máli í þessu sam- bandi hvað mér gekk vel að halda í menn og hafði góðan mannskap.“ En hvernig gekk samstarfið við arkitekta? „Það gekk yfirleitt vel, ég starfaði mikið með Sigvalda Thordarsyni, Alb- ína dóttir hans vann hjá mér um tíma. Einnig vann ég talsvert með Halldóri H. Jónssyni, Guðmundi Kr. Kristins- syni og Ferndinand Alfreðssyni, þeir síðastnefndu teiknuðu m.a. Breiðholts- kirkjuna sem ég byggði. Jósep Reynis og Gísla Halldórssyni vann ég og með – að ógleymdum Kjartani Sveinssyni, ég byggði mjög mörg hús sem hann teiknaði. Mér taldist eitt sinn svo til að ég hefði unnið, smátt og stórt, fyrir um 1.000 aðila á mínum ferli sem bygg- ingameistari.“ Ég hef treyst mönnum Hvað þurfa byggingameistarar að hafa að leiðarljósi? „Vandvirkni númer eitt og að hafa allt á hreinu svo maður geti rifið kjaft ef nauðsynlegt reynist. Ég hef treyst mönnum, ég hef ábyggilega farið bet- ur út úr því en ef ég hefði engum treyst. Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra. Þetta er hollt að hafa í huga og ekki erfitt að muna. Ég lenti aðeins einu sinni í málaferl- um á minni starfsævi. Það var við lögfræðiprófessor en ég vann þau málaferli.“ En hvernig gekk að samræma allt þetta heimilislífi? „Ég og konan mín höfðum þá verka- skiptingu að hún sá um allt heima og það sem varðaði börnin en ég sá um að hafa fyrir salti í grautinn. Ég sagði við konuna: „Magga mín, við skulum heldur láta okkur vanta eitthvað af veraldlegum gæðum en hugsa vel um börnin meðan þau þurfa á okkur að halda.“ Þetta gerðum við og gafst vel. Konan mín var einnig rukk- ari hjá mér um mjög langt skeið og fórst það afar vel úr hendi. Ég held að það sé betra að konur rukki en karlar, þeim gengur það betur. Menn eru mis- jafnlega skuldseigir, verst var þegar ekki var staðið við neitt af því sem sagt var. Á hinn bóginn voru svo menn eins og Emanúel Morthens sem hringdi í hverri viku og spurði hver upphæðin væri núna og bað að sækja hana til sín strax. Fór jafnan snemma á fætur og var að störfum langt fram á kvöld Breiðholtskirkjan er held ég eitt vandasamasta hús í byggingu sem ég veit um. Sem dæmi má nefna að tólf límtré halda henni uppi – postularnir tólf. Eitt stálrör er í toppnum, 40 senti- metrar í þvermál úr ryðfríu stáli með tólf götum. Þau þurftu að passa við göt í límtrjánum. Ég og verkstjórinn, Örn Erlendsson og kranamaðurinn vorum þrír við að reisa þetta, þegar síðasti boltinn small í tólfta gatið vorum við stoltir og glaðir. Maður þurfti oft að vera hugkvæmur í þessu starfi og mennirnir sem unnu hjá mér voru það líka. Ég hlustaði alltaf vel á það sem þeir höfðu til málanna að leggja, það varð til þess að ég fékk oft smiði þótt aðrir væru í vandræðum. Ég var svo heppinn að á þessu 50 ára tímabili sem ég var í bygginga- bransanum varð ekkert slys sem tal- andi er um enda var ég harður á að ganga vel frá öllum vinnupöllum, hafði öryggisatriði á oddinum.“ En hvernig fór Kristinn að því að sinna svínabúskap jafnhliða öllum þessum umsvifamiklu byggingafram- kvæmdum? „Ég fór jafnan snemma á fætur og var að störfum langt fram á kvöld, ég var latur sem smástrákur, en það fór af þegar pabbi dó,“ segir Kristinn. „Þegar ég ákvað að kaupa svínabú að Straumi 1959 gekk ég á fund banka- stjóra. Hann vildi ekkert fyrir mig gera en sagði þó: „Ungi maður, þú átt ekki að venja þig á að kaupa nema það sem þú átt peninga fyrir.“ Ég svaraði: „Ég ætla að kaupa þetta og kemst einhvern veginn í gegnum það, en eitt vil ég biðja þig að gera fyrir mig – það er að vera ekki að ráðleggja ungu fólki, þú ert ekki maður til þess.“ Ég hafði farið að Straumi og hitt Bjarna Blómsturberg sem kvaðst ekki vilja eiga svínabú með mér eða öðrum. Eftir viðtalið við bankastjórann fór ég aftur að Straumi og segi Bjarna mála- lokin. Þá segir Bjarni: „Ég vil annars eiga þetta með þér.“ Svo bauð hann mér lán til kaupa á hinum helmingi svínabúsins, en ég fór aðra leið, ég setti Moskvítsbíl sem ég átti upp í kaupin og ferðaðist svo á reiðhjóli næstu mánuði. Ég rak svínabú eftir þetta þar til síðasta ár. Eftir að Bjarni seldi sinn hlut í svínabúinu á Straumi þá átti ég búið með Sigurjóni Ragnarssyni og Ragnar Guðlaugssyni á Hressingar- skálanum. Þegar verðið lækkaði á svínakjöti settum við upp kjúklingabú og rákum það um tíma. Mengunin frá álverinu gerði það hins vegar að verk- um að við urðum að hörfa þaðan í burtu. Ég keypti þá lítinn blett í Mos- fellssveit sem ég smábætti við. Þar byrjaði ég með þrjár gyltur og einn grís, hirti þetta á kvöldin eftir að hafa gefið skepnunum matarafganga frá Hressingarskálanum, Loftleiðum og fleiri stöðum sem ég hafði smalað sam- an og soðið í rafmagnspotti. Smám saman stækkaði ég svo búið og vann við það öll kvöld og allar helgar nema hvað ég fór í bíltúr á sunnudögum með konuna og börnin. Þess má geta að Friðgeir sonur minn starfaði með mér í yfir tuttugu ár, og okkur kom vel saman. Mér varð stundum hugsað til þess þegar ég var að smala heima upp um fjöll og var svo þreyttur að ég skjögr- aði á fótunum en lagðist svo við læk til að drekka og spratt að því loknu upp tvíefldur og hljóp heim í einum spretti. Ég hugsaði þegar erfitt var í bygg- ingabransanaum: „Ja, ég gafst ekki upp í fjallinu heima, ég fer ekki að gef- ast upp núna.“ Ég hef alltaf sótt mik- inn styrk til æskuminninganna, ég vann í anda minna góðu og heiðarlegu foreldra – það var mitt mottó í lífinu.“ nu heima… Morgunblaðið/Golli Kristinn Sveinsson var byggingaraðili að húsi sem Sambandið reisti við Kirkju- sand en Íslandsbanki á núna. gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 B 5 Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nuddsokkar Apótekin, lyfjaverslanir og fleiri Bylting í fótameðferð Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann SOLIDEA BAS ET COLLANTS YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 Námskeið í HATHA-yoga Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Sértímar fyrir barnshafandi konur Kynning og ráðgjöf í Lyfju Mánudaginn 03. mars Spönginni Mánudaginn 03. mars Setberg Þriðjudaginn 04. mars Laugaveg Miðvikudag 05. mars Laugaveg Fimmtudag 06. mars Apótekið Iðufelli Föstudaginn 07. mars Lyfja Garðatorg Föstudaginn 07. mars Lyfja Kringlunni KarinHerzog tilboð í verslunum Lyfju Gjöfin þín þegar keyptir eru tveir hlutir í Karin Herzog: Snyrtibudda með Súrefnismaska 50 ml Vitami H Cream 5 ml Mild Scrub 5 ml Gjöfin er að verðmæti kr. 4.730,- AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.