Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 11
að vinna í kosningum. En ég hef góð tengsl. Til að mynda vorum ég og John Kerry, sem sækist núna eftir forsetatilnefningu Demókrataflokks- ins, saman í viðskiptum áður en hann sneri sér að stjórnmálum.“ – Þið rákuð saman kexfyrirtæki. „Já, og það gekk mjög vel,“ segir hann og hlær. „Það var mikið ævin- týri. Við nefndum það eftir móðurfjöl- skyldu minni og móðurfjölskyldu hans svo það heitir Kilbert & Forbes. Það hefur gamaldags og virðulegt yf- irbragð þó að það hljómi frekar eins og fasteignasala en kex.“ – Voruð þið með súkkulaðikex? „Já, við vorum með stórar og girni- legar súkkulaðikökur,“ segir hann og hlær. – Er enn hægt að fá þetta kex? „Já, við seldum fyrirtækið og það er rekið enn í dag. En kökurnar eru ekki eins góðar og þær voru,“ segir hann angurvær. „Það vantar herslu- muninn.“ – Hvaða möguleika hefur Kerry? „Ég held hann eigi ágæta mögu- leika. Hann á fyrst og fremst eftir að etja kappi við náunga frá Norður- Karólínu, John Edwards, sem er bráðskarpur og mjög ungur. Ég held líka að mikið af gamla fólkinu eigi eft- ir að styðja Gephart sem er alveg skelfilegt. En gamla fólkið hefur mik- ið vægi, því það er svo margt.“ Bush stendur höllum fæti Hann segir marga stjórnmála- menn líta svo á að George Bush standi höllum fæti fyrir næstu for- setakosningar. „Jafnvel í Bandaríkj- unum eru 70% á móti stríði. Ef við förum í stríð viljum við auðvitað vinna það og koma drengjunum eins fljótt heim og mögulegt er. En þjóðin er andvíg stríði og auk þess mjög áhyggjufull vegna efnahags- ástandsins sem virðist á niðurleið. Bush hefur brjálaðar hugmyndir; hann er róttækasti forseti Bandaríkj- anna frá upphafi. Og það er hryllilegt sem hann hefur komist upp með. Eina ástæðan er 11. september. Hann hefði aldrei komist svona langt ef ekki hefði verið fyrir þær hörmungar.“ Það eru erfiðir tímar að vera Bandaríkjamaður, að sögn Giffords. „Ég finn fyrir því hér. Fólk hugsar með sér: Ertu einn af þessum brjál- uðu Bandaríkjamönnum. Hvernig getið þið sem ríki verið að gera þetta. Og ég á ekkert svar við því enda er ég mótfallinn því sjálfur. Það eru til aðr- ar leiðir til að takast á við þennan vanda.“ Stefnum að sama marki Áður en Gifford kom til landsins var hann á sveitasetri Davids Rocke- fellers eldri í grennd við New York, sem til stendur að breyta í fræðslu- miðstöð um sjálfbæra þróun. „Rocke- feller-fjölskyldan er virkilega áhuga- söm um þetta málefni,“ segir hann. „Þegar ég tala um að koma á fót tæknistofnun á Íslandi, sem sérhæfir sig í sjálfbærri þróun, er ég ekki að tala út í loftið. Það býr margra ára reynsla að baki þessara orða og þið hafið auðlindina sem getur laðað að fólk úr öllum heiminum. Ég held þið hafið unnið mikilvægara starf en þið gerið ykkur grein fyrir. Þið hugsið að- eins um að fá hingað ferðamenn og selja þeim vörur og það er allt í lagi því hagsmunir okkar fara saman. Við stefnum í átt að sama marki, sjálf- bærum samfélögum.“ Enginn hefur löggilt umboð til þess. Oldways hefur áhuga fyrir því að kynna þá hugmynd með því að segja að við höfum skoðað rökin fyrir því og þetta sé sjálfbær eyja. Er Ísland 100% sjálfbært? Auðvitað ekki, þetta eru venjulegar manneskjur og ekki allar færar um að vera sjálfbærar, en ekkert samfélag stendur betur. Mikilvægt er að fá vottun þriðja að- ila. Ef Íslendingar lýsa sig einhliða sjálfbært samfélag gengur það ekki upp í heimi alþjóðlegra viðskipta. Það gæti gengið um hríð meðan Íslend- ingar væru fyrstir, en forskotið hyrfi þegar aðrar þjóðir segðust líka sjálf- bærar. Með tilkomu Netsins er hægt að vinna þessum hugmyndum braut- argengi á skömmum tíma. Við vitum ekki ennþá hvernig best er að standa að því eða hvar leita eigi vottunar. Ég held það geti ekki verið hjá rík- isstjórnum, því það getur tekið mörg ár, linnulítil fundarhöld og svo þarf leyfi frá hinum og þessum stofn- unum. En við eigum eftir að lifa það að sett verði á fót stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vottar sjálfbærni. Þá verður það mjög kostn- aðar- og tímafrekt ferli að fá slíka vottun og gerðar strangar kröfur.“ Gætum við ekki haft þessa stofnun hér? „Auðvitað, það væri hægt að stofna sjálfseignarstofnun, sem ekki væri rekin í ágóðaskyni og vottaði sjálfbærni, en til skamms tíma litið verður það Oldways sem kynnir Ís- land sem sjálfbæra eyju fyrir banda- ríska og evrópska markaðnum í sam- ráði við Íslendinga.“ Og það stendur til að mynda smáeyjabandalag? „Aflið felst í bandalögum vegna þess að með fleira fólki verða áhrifin meiri. Þá spyrst hugmyndin út og verður vinsælli. Vissulega gæti Ísland reynt að eigna sér hugmyndina, en þá væri það ekki eins markvisst. Aðrir gætu tileinkað sér hana og myndað bandalög og þá væri staða Íslands veikari. Ísland á aldrei eftir að anna eftirspurn heimsins eftir sjálfbærum afurðum, t.d. sjávarútvegs- eða land- búnaðarafurðum. En það getur verið fyrst á markaðinn, byggt upp vöru- merki og hollustu við það. Og 1% Bandaríkjamanna er 30 milljónir. Ef 1% fær sér sjálfbært lamb einu sinni á ári – þá farið þið öll á ströndina,“ segir hann og hlær. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 B 11 Robert Kennedy var skotinn til bana á Ambassador Hotel í New York og átti Gifford þátt í handsama morðingjann, Sirhan Sirhan. Reuters John Kerry sækist eftir forsetatilnefningu Demókrataflokksins, en hann rak áður kexfyrirtækið Kilbert & Forbes með Gifford. pebl@mbl.is ANTIK FATASKÁPUR Til sölu þrískiptur fataskápur úr valhnoturót frá því um 1850-1900. Mál eru: Hæð 215 cm, dýpt 70 cm og lengd 210 cm. MJÖG VEGLEGT HÚSGAGN. Upplýsingar í síma 821 9265. Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. Innlit • matur • ljós • hillur • glös • lítil rými • kaffi • hönnunlif u n Fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.