Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þess er ekki langt að bíða að hægt verði að skreppa vestur í Stykkishólm og fara þar í allsherjar nafla- skoðun, læra að ná tökum á streitunni í lífi sínu og mannlegum samskiptum. Allt þetta verður í boði hjá heilsufyrirtækinu Temple Spa sem búið er að setja þar á fót. Ásdís Haraldsdóttir fékk að vita allt um undirbúninginn og framtíðaráformin hjá Páli Kr. Pálssyni stjórn- arformanni og Erlu Björgu Guðrúnardóttur framkvæmdastjóra. HUGMYNDIN aðheilsufyrirtækikviknaði fyrir tæpumfimm árum. Hún þró-aðist síðan út í að at- huga frekar hvort möguleiki væri á að setja á fót þjónustu sem byggðist á hvíld og bættri heilsu. Áfram var haldið og enn breyttist hugmyndin í að bjóða upp á eitt- hvað sem væri sérstakt og öðruvísi en þegar væri í boði hér á landi. Páll Kr. Pálsson segir að þegar hér var komið sögu hafi verið ákveðið að leggja áherslu á að vinna með andlegu hliðina á heilsu fólks, sérstaklega þess sem ynni undir miklu álagi, væri stressað að eðlisfari og/eða hefði lent í áföllum sem taka mikið á andlega. „Spurningin var hvar væri áhugaverðast að staðsetja svona starfsemi,“ segir Páll. „Við fengum ýmsa úr ferðaþjónustunni til að skoða það með okkur. Við reynd- um að ímynda okkur hvaða kröfur fólk myndi gera til umhverfis slíkrar stofnunar og staðsetningar og miðuðum við þar einkum við sambærilegar stofnanir úti í heimi. Gæðavatn, góð aðstaða og fallegt umhverfi Niðurstaðan varð sú að Stykk- ishólmur mundi henta vel. Þar er í fyrsta lagi byggðakjarni með ým- iss konar þjónustu sem mikilvægt er að hafa ef starfsemin þróast og byggist upp. Bærinn er sérstak- lega fallegur, svo og bæjarstæðið. Hann hefur ýmsa sérstöðu og þar eru möguleikar á að byggja upp ýmsa þjónustu í tengslum við starfsemina. Í bænum er hótel sem hægt er að þróa og breyta og gæti það orðið grundvöllur fyrir hluta starfseminnar. Sjúkrahús er í bænum sem hægt væri að virkja og möguleiki er að byggja smáhýsi sem hvíldaraðstöðu fyrir einstak- linga og fjölskyldur. Einnig væri hægt að virkja skólahúsnæði og sundlaugin er mikilvægur þáttur í starfseminni. Síðast en ekki síst hefur fundist skammt frá bænum heitt vatn, en efnainnihald þess hefur verið rannsakað og í ljós kom að það er mjög svipað og vatnið í Baden-Baden í Þýska- landi, en sá staður er þekktur fyrir heilsulindir. Auk alls þessa er Stykkishólmur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni.“ Málið komst í ákveðinn farveg árið 2000 þegar Stykkishólmsbær og hlutafélagið 3P Fjárhús, sem Páll stýrði þá, ákváðu að stofna fyrirtækið Heilsuefling Stykkis- hólms. Fljótlega eftir stofnun Heilsuefl- ingar Stykkishólms var ákveðið að láta vinna ítarlega viðskiptaáætlun um þessa hugmynd og ráða starfs- mann til þess, en það var Ásthild- ur Sturludóttir. Unnin var ítarleg skýrsla um hvíldar- og hressing- arhótel, St. Franciskussjúkrahúsið í Stykkishólmi sem bakmeðferð- armiðstöð og smáhýsabyggð. „Niðurstaðan var sú að skyn- samlegast væri að byggja upp þjónustu sem höfðar til breiðs hóps almennings og byggist á því húsnæði sem er til staðar,“ segir Páll. „Þar yrði byggð upp ákveðin sérstaða sem byggðist á heita vatninu sem leitt væri að hótelinu og settir upp heitir pottar og gufu- hellir. Samhliða því yrði sundlaug- in og aðstaðan þar nýtt fyrir sund- iðkun og annars konar hreyfingu.“ Megináhersla á andlega uppbyggingu Páll segir að næsta skref hafi verið að gera markaðsgreiningu. Samkvæmt henni er virk þörf á meðferð fyrir fólk sem er undir miklu álagi í vinnu og einnig fólk sem orðið hefur fyrir erfiðleikum í einkalífinu, svo sem sjúkdómum, ástvinamissi og atvinnumissi og þjáist af þeim sökum. Það fær oft ýmis líkamleg einkenni, svo sem vöðvabólgu og fleira. Hugmyndin væri því að taka á þessum lík- amlegu einkennum ásamt þeim andlegu. „Markmiðið er að byrja með þjónustu sem tekur á þessum vanda og hafa hótelið sem þjón- ustumiðstöð og höfða til einstak- linga, fyrirtækja, stéttarfélaga og sjúkrasjóða. Ef þetta gengur eftir er ætlunin að kanna möguleikana á að fara meira út í læknisfræði- lega meðferð og byggja á starf- semi sjúkrahússins. Áherslan þar væri á meðferð líkamlegra meina sem eiga sér andlegar orsakir, en andlega meðferðin, sem væri búið að byggja upp á hótelinu, stæði einnig til boða. Kostnaður við slíkt verkefni er umtalsverður og nauðsynlegt að stofna fyrirtæki og ráða fram- kvæmdastjóra til að stýra upp- byggingunni. Áætlaður kostnaður við uppbyggingu rekstrarins ásamt því að markaðssetja þjón- ustuna nemur einhverjum tugum milljóna. Svo kemur ekki í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma hvort dæmið gengur upp.“ Nauðsynlegt verður að gera viðamiklar breytingar á hótelinu ef hugmyndirnar eiga að verða að raunveruleika. Meðal annars þarf að útbúa sali sem hægt verður að nýta undir fyrirlestra, æfingar og fleira, auk aðstöðunnar úti með heitum pottum sem búið er að teikna. Einnig eru hugmyndir um að byggja hæð ofan á hótelið, veit- ingasal og aðra glæsilega aðstöðu. „Haustið 2001 fengum við mark- aðsgreiningarfyrirtæki til að gera greiningar á markhópum sem við ætlum að höfða til. Niðurstaðan er sú að þörfin sé virk hjá þessum hópum. Varkárir áhættufjárfestar Áhugi var einnig að kanna markað fyrir útlendinga með það í huga að nýta aðstöðuna yfir há- annatímann. Gerð var markaðs- greining á austurströnd Banda- ríkjanna fyrir þessa starfsemi og kom sú könnun vel út. Gestir hót- elsins gætu því til dæmis farið í morgun-jógatíma, nudd og heita potta á hinum hefðbundna ferða- mannatíma. Aftur á móti er miðað við að sjálft námskeiðahaldið standi fyrst og fremst yfir frá mars til maí og síðan frá sept- ember til nóvember á haustin og er þá jafnt verið að hugsa um er- lenda sem innlenda þátttakendur.“ Aðstandendur Heilsueflingar Stykkishólms kynntu verkefnið ýmsum fjárfestum sem þeir töldu að hefðu áhuga á því vorið 2002. Á þeim tíma var einmitt að koma í ljós að ýmis áhættusöm verkefni, svo sem í hugbúnaðargerð, inter- netgeiranum og í líftækni höfðu brugðist. Ásókn fjárfesta í að steypa sér út í áhættusöm verkefni var því ekki mikil á þessum tíma. „Þeir bentu meðal annars á erf- iðan rekstur hótela úti á lands- byggðinni,“ segir Páll, „og sögðu að við yrðum að sýna fram á að það væri markaður fyrir starfsemi sem þessa áður en þeir væru reiðubúnir að leggja fjármagn í verkefnið.“ Páll bendir á að algengt sé nú til dags að fólk fari í vikufrí og noti tímann í eitthvað ákveðið, eins og skíðaferðir, safaríferðir, hestaferð- ir og fleira. „Við lítum svo á að fyrir slíkt fólk sé Snæfellsnesið ákaflega góður kostur,“ segir hann. „Það gæti gist á Hótel Stykkishólmi og nýtt sér þá þjón- ustu sem þar verður boðið uppá, en jafnframt ferðast um svæðið, sem hefur upp á ótal möguleika að bjóða, svo sem hvalaskoðun, hesta- ferðir, veiði, golf, eyjasiglingar og sjálfan Snæfellsjökul svo eitthvað sé nefnt. Jafnvel er hægt að bjóða upp á dagsferð til Þingvalla, Gull- foss og Geysis frá Stykkishólmi. Einnig er mjög áhugavert að sam- nýta þá þjónustu sem til er á svæðinu en á Snæfellsnesi starfar fjöldi fyrirtækja sem býður alls- kyns þjónustu og afþreyingu.“ Síðastliðið haust lágu allar þess- ar skýrslur fyrir. Viðskiptaáætlun, markaðsgreiningar og teikningar á fyrirhuguðum breytingum á hót- elinu. Samt var það svo að mark- aðurinn var ekki reiðubúinn til að leggja áhættufjármagn í starfsem- ina. Um er að ræða 30 til 40 millj- ónir sem eru nauðsynlegar sem áhættufjármagn inn í rekstrar- félagið til að geta byggt það upp. Tilraunanámskeið til að sannreyna hugmyndina „Fjárfestum finnst þessi hug- mynd spennandi, en hún er ný- stárleg og því nokkuð framandi fyrir þá. Þrátt fyrir að við bentum á sambærilegar miðstöðvar erlend- is vildu þeir að dagskráin yrði prufukeyrð svo hægt væri að sjá hvernig svona hugmynd mundi virka hér á landi. Þeir vildu vita hvort einhverjir Íslendingar myndu koma, hvað þetta þyrfti að Senn verður í tísku að vera án streitu og í jafnvægi Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Sérstakt bæjarstæði Stykkishólms þótti henta vel fyrir starfsemi á borð við þá sem Temple Spa ætlar að bjóða upp á. Páll Kr. Pálsson og Erla Björg Guðrúnardóttir líta björtum augum á framtíðina hjá Temple Spa, en þar verður lögð áhersla á að vinna með andlegu hliðina. Dýrðardagar í Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.