Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir EINBÝLI ÁSBÚÐ. Fallegt ca 250 fm einbýli á tveimur hæðum, með möguleika á sér- íbúð á neðri hæð. 5 svefnh., 3 stofur, hellulögð verönd og glæsilegur suður- garður. Tvöfaldur bílskúr. Verð 24,9millj. SÚLUNES ARNARNES Í einka- sölu glæsilegt 232 fm (44,5 fm bílskúr) einbýli á einni hæð. Húsið er mjög fal- lega innréttað, allar innréttingar sérlega vandaðar og einkennist af mikkilli loft- hæð og hversu bjart það er. Björt stofa með hátt í fimm metra lofthæð, fjögur svefnh. tvö baðherb, gestasalerni, sér- lega stórt eldhús, þvottahús og tvöfald- ur flísalagður bílskúr. Hellulögð og upp- hituð innkeyrsla og afar glæsilegur garður. V 44,5 millj. RAÐ- OG PARHÚS KLUKKURIMI. Mjög gott 170fm parhús ásamt 25 fm bílskúr. Fallegar og vandaðar innréttingar. Vönduð gólfefni. Glæsileg eign á rólegum og barnvæn- um stað. Verð 20,4millj. HÆÐIR Kristnibraut - Grafarholt. Mjög glæsileg 166,3 fm ný efri sérhæð í tví- býli með 24,3 fm bílskúr. Um er að ræða efstu hæð í þriggja hæða stein- steyptu tvíbýlishúsi með einhalla þaki. Afhendist tilbúið að utan og fokhelt að innan. 4RA TIL 7 HERB. JÖRFABAKKI Ágæt 4ra herb. íbúð í góðu fjölbýli m. aukaherb í kjallara. Snyrtileg eign á barnvænum stað. LAUS STRAX. Verð 12,2millj. LAUGAVEGUR Falleg 98 fm íbúð við miðjan Laugaveginn. Tvær stofur samliggjandi með parketi á gólfi. Rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi. VERÐ 11,6 MILLJ. Áhv. 4,3 millj. BRATTAKINN. Skemmtileg og sjarmerandi hæð ásamt 30 fm bílskúr. 3 herb, þar af eitt í kjallara, rúmgóð stofa, suðurgarður. Mjög góð stað- setning. Verð 13,9 millj. STÓRITEIGUR MOS Í einka- sölu 262 fm endaraðhús á 3. hæðum með bílskúr. Á jarðhæð er eldhús, búr, stofa, borðstofa og gestasalerni. Á 2. hæð eru 4 svefnh. og baðherb. Kjallari er með sérinngang, eldhús, snyrting og tvö herb. Mögul. að nýta kjallara sem séríbúð. SELJENDUR ATHUGIÐ! VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR EIGNIR Á SKRÁ Í ÖLLUM HVERFUM Sigurður lögg. fasteignasali Ísak sölumaður Ólafur sölumaður Guðfinna ritari LAUFRIMI GRAFARVOGI Í einkasölu falleg 3. herb. 76,5 fm íbúð á þriðju hæð í litlu fjölbýli í barnvænu hverfi. Dúkur á gólfum, flísar á baði. Hvít innrétting í eldhúsi. Baðherbergi með baði, t.f. þvottavél og þurkara. Stutt í alla þjónustu og skóla. Verð 10,9 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI FAXAFEN - LEIGA vorum að fá 289 fm skrifstofuhæð á annarri hæð. FUNAHÖFÐI 793 FM Í sölu iðn- aðarhúsnæði á góðum stað á höfðan- um. Húsnæðið skiptist í vinnslusal með hlaupaketti nánast yfir salinn, ca 7m lofthæð. 2 stórar innkeyrsludyr. GISTIHEIMILI 25 herbergja Gisti- heimili til sölu, besti tíminn framundan. V 79 millj. góð lán áhv. HYRJARHÖFÐI 941 FM Vor- um að fá í sölu iðnaðarhúsnæði sem er tilvalið að skipta upp í litlar eining- ar. V 45 millj. ÁRTÚNSHÖFÐI 609 FM iðn- aðar- 497 fm og skrifstofuhúsnæði 113 fm. Iðnaðarhúsnæðið skiptist vinnslusal, kaffistofu, hreinlætisað- stöðu o.fl. 2 stórar innkeyrslur. Stórt útisvæði. FJÁRFESTAR 1598 fm til sölu verslun/iðnaðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Sterkur leigutaki. BERJARIMI GRAFAVOGUR Í einkasölu mjög góð 128,7 fm íbúð. Íbúðin skiptist í íbúð á 1. hæð með tveimur svefnh. eldhús, baðh. og stofu. Á neðri hæð; íbúð með baðherb. og eldhúskrók. V 15,9 millj. Áhv. 8 millj. EFSTIHJALLI Í einkasölu góð 4ra herb. íbúð með fallegum gólfefnum og innréttingum. Suðursvalir. Mjög barn- vænt umhverfi. Verð 11,8 millj. KÓRSALIR-KÓP Glæsileg 291 fm íbúð á 6.-7. hæð í glæsilegu lyftu- húsi. Tilb. til innr. Hofteigur - 5 herb. Í einkasölu góð sérhæð í góðu steinhúsi á þess- um vinsæla stað við Laugadalinn. Parket og dúkur á gólfum. Stórar og bjartar stofur. Verð 15,9 millj. Áhv. húsb. 4,7 millj. Byggingarsj. ca 4 milllj. KÓNGSBAKKI. Mjög góð 4ra. herb. íbúð með fallegum innréttingum og vönduðum gólfefnum á mjög svo barnvænum og rólegum stað. Verð 11,9 millj. 2 - 3JA HERB. HLÍÐARHJALLI KÓP Í einkasölu glæsileg 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Vand- aðar innréttingar, parket, flísar og dúkur á gólfum. Björt stofa með suður svöl- um, glæsilegt útsýni. V. 11,6 millj. LEIRUBAKKI. Nýkomið í einkasölu falleg 3ja herb. íbúð með sérinngangi. Fallegar og vandaðar innréttingar og gólfefni. Hátt til lofts. Stórar flísalagðar suðursvalir. Verð 13,9 millj. BERGÞÓRUGATA Skemmtileg 2ja. herb. íbúð með sérinngangi og góðum garði/verönd. Verð 8,4 millj. HERBERGI - HLÍÐAR - BOGAHLÍÐ Í einkasölu 19 fm her- bergi með eldhús- og baðaðstöðu. Gott tækifæri fyrir skólafólk eða einstaklinga. Brunabótamat 2,7 millj. Verð 2,1 millj. KÖTLUFELL. Góð 3ja herb. íbúð í nýklættu fjölbýli, yfirbyggðar svalir og parket. Verð 9,6 millj. Á RIÐ 1893 fær Þórhallur Þórhallsson leyfi fyrir að byggja bæ á lóð sinni við Laugaveg. Eftir því sem best er vitað varð ekki af þeirri bygg- ingu en ári síðar byggði Þórhallur einlyft timburhús á lóðinni, að grunn- fleti 7 x 11 álnir, sem fékk númer 42 við Laugaveg. Suður- og austurhliðar hússins voru klæddar með járni, einnig var þakið járnklætt. Undir húsinu var hlaðinn kjallari, varla manngengur. Árið 1908 er Guð- mundur Egilsson trésmiður orðinn eigandi hússins og lóðarinnar, sama ár flytur hann húsið ofar í lóðina. Guðmundur fær einnig leyfi fyrir að byggja skúr við það að grunnfleti 5 x 6 álnir. Eftir að húsið var flutt til var það skráð númer 10 við Frakkastíg. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1894 eiga heima á Laugavegi 42: Þór- hallur Þórhallsson, 48 ára, Guðrún Hjálmarsdóttir, kona hans, 49 ára, Karl Haraldur, sonur þeirra, 5 ára, Kristín Wium Halldórsdóttir, 13 ára tökubarn og Ragnhildur Hjálmars- dóttir, 37 ára ættingi. Á öðru heimili í húsinu bjuggu þrjár konur sem leigðu hjá Þórhalli. þær voru: Kristín Hjálmarsdóttir 48 ára, Sigríður Hjálmarsdóttir 51 árs og Margrét Ásmundsdóttir 48 ára. Líklegt er að Kristín og Sigríður hafi verið systur Guðrúnar, konu Þór- halls. Árið 1910 var þríbýli á Frakkastíg 10 með samtals ellefu manns. Ótrú- legur mannfjöldi átti þar heima árið 1920 en þá eru skráð þar tuttugu og ein manneskja. Ætla má að þá hafi verið búið í skúrnum á lóðinni sem búið er að rífa núna. Í maí 1908 lætur Guðmundur Eg- ilsson bæinn hafa 400 ferálna lóð til breikkunar Frakkastígs gegn því að fá í skiptum lóð undir hús sunnan Frakkastígs. Í júní 1938 biður Guðsteinn Eyj- ólfsson, sem þá er eigandi að húsinu, um að hækka það um eina hæð. Leyf- ið fékkst en ekkert varð af hækkun hússins og ekki er vitað til þess að Guðsteinn hafi nokkru sinni átt þar heima sjálfur en talið að einhverjir ættingjar hans hafi búið þar um tíma. Guðsteinn Eyjólfsson var klæðskeri að mennt og enn er starfrækt herra- fataverslun undir nafni hans á Laugavegi 34 í húsi sem hann lét byggja árið 1929. Árið 1952 fer fram brunavirðing á Frakkastíg 10. Þar segir m.a. að hús- ið sé einlyft íbúðarhús úr bindingi, klætt að utan með borðum, listum og járni á þremur hliðum. Þakið er úr borðasúð, pappa, listum og járni. Á aðalhæðinni eru tvö íbúðarherbergi, eldhús og skápur. Allt þiljað og ýmist veggfóðrað eða málað. Uppi eru tvö íbúðarherbergi og gangur, sem allt er þiljað og málað. Undir öllu húsinu er hlaðinn kjallari með steinsteypu- gólfi, í honum er trésmíðaverkstæði. Við vesturhlið hússins er inn- og uppgönguskúr 2 m x 3,8 m að grunn- fleti, byggður eins og það. Undir hon- um er kjallari með steinsteypugólfi. Í skúrnum eru þrír gangar, tveir geymsluklefar og tveir skápar. Skúr- inn er með skáþaki. Baka til við húsið er geymsluskúr úr steinsteypu á þrjá vegu, en fjórða hliðin er úr bindingi. Sú hlið og þak er með járnklæðningu á borðum. Grunnflötur hans er 7,2 m x 3,2 m. Trégólf er í skúrnum og honum er skipt niður í þrjú herbergi. Á fyrstu hæð var lengi rakarastofa og ýmiss konar annar rekstur hefur verið á þeirri hæð en búið uppi. Áður en Frakkastígurinn var hækkaður þurfti að ganga upp tvær tröppur að útidyrum fyrstu hæðar en núna er eitt þrep niður. Gullsmíðaverkstæði Árið 1976 kaupir Dóra Jónsdóttir Frakkastíg 10. Hún er dóttir Jóns Dalmannssonar gullsmiðs, en hann var einn af þekktustu gullsmiðum á landinu. Jón var fæddur 24. júní 1898 í Fíflholtum á Mýrum. Foreldrar hans voru Dalmann Ármannsson fæddur 17. ágúst 1865 og Steinunn Stefánsdóttir fædd 28. júlí 1855, sem lengi bjuggu í Fíflholtum. Í Gullsmiðatali segir svo. „Meistari Jóns var Jónatan Jónsson sem nam hjá Erlendi Magnússyni. Námstími var frá 1918–1922 ásamt Iðnskólan- um í Reykjavík. Sveinspróf 1922 og sveinsbréf í veggfóðrun 1940.“ Jón Dalmannsson stofnsetti eigið gullsmíðaverkstæði árið 1931, en var áður með Óskari Gíslasyni og starf- aði einnig með Árna B. Björnssyni gullsmið. Margir þekktir gullsmiðir lærðu hjá Jóni Dalmannssyni og má af þeim nefna Ásmund Jónsson, Helga Árnason, Sigurð G. Bjarna- Frakkastígur 10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipt var um alla glugga og nýir sexfaga gluggar settir í húsið. Austur- og norð- urhlið voru klæddar með panel og vesturhlið með bárujárni. Þessi mynd var tekin af húsinu áður en hafist var handa við endurnýjun þess. Dóra Jónsdóttir keypti húsið 1976, en þá hafði ekki verið búið í húsinu í eitt ár. Húsið var upphaflega byggt 1894, en heldur gildi sínu enn í dag þrátt fyrir háan aldur. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um fallegt hús við Frakkastíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.