Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 B 37HeimiliFasteignir
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Klapparhlíð - 2ja herb. *NÝTT Á
SKRÁ* Mjög góð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í
nýju fjölbýlishúsi með sérinngangi og sérgarði.
Gott svefnherbergi með mahóní fataskáp, bað-
herbergi með sturtu og í því er þvottahús. Opið
rými skiptist í fallegt eldhús og stofu. Úr stofu er
gengið út í sérgarð í suð-vestur. Stutt í skóla og
leikskóla. Verð kr. 10,7 m.
Klapparhlíð - 2ja herb. Mjög góð
2ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýju fjölbýlishúsi
með sérinngangi og fallegu útsýni. Gott svefnher-
bergi með mahóní fataskáp, baðherbergi með
sturtu og hornbaðkari og fallegt eldhús með ma-
hóní innréttingu. Góðar suðursvalir með miklu út-
sýni. Verð kr. 10,5 m. - Áhv. 6,0 m.
Þverholt - 3ra herb. Rúmgóð 114,4
fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli
í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherbergi og rúm-
gott hjónaherbergi m. fataherb. Eldhús með borð-
krók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu
og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu.
Verð kr. 12,1 m.
Þverholt - 3ja herb. 94 fm, 3ja her-
bergja íbúð í litlu fjórbýli í miðbæ Mosfellsbæjar.
Íbúðin skiptist í forstofuhol, þvottahús/geymslu,
tvö svefnherbergi, stóra og bjarta stofu og eldhús
með borðkrók. Úr stofu er gengið út á svalir í suð-
vestur. Stutt í alla þjónustu og leikskóla. Verð kr.
12,9 m. - áhv. 6,0 m. LAUS STRAX
Listamannahús í Álafosskvos
Fallegt og mikið endurnýjað 108 fm einbýlishús
ásamt 107 fm kjallara og 117 fm vinnuskála.
Húsið, sem er elsta steinhús Mosfellsbæjar,
stendur á fallegum stað í kvosinni, rétt við Var-
mána. Íbúðin skiptist í forstofu, borðstofu, hjóna-
herbergi, eldhús, baðherbergi og barnaherbergi.
Þetta er einstök eign á rómuðum stað. Verð kr.
17,8 m
Reykjavegur - sérhæð 3-4ra her-
bergja 80 fm efri sérhæð í gömlu timburhúsi
ásamt 26,8 fm bílskúr. Eldhús með eldri innrétt-
ingu, björt stofa m. möguleika á 3ja svefnherberg-
inu, rúmgott hjónaherbergi og barnaherbergi,
ásamt flísalögðu baðherbergi, með nýlegri innrétt-
ingu. Húsið stendur á 1.000 fm eignarlóð í ágætri
rækt. Verð kr. 9,9 m. - áhv. 6,4 m.
Bjarkarholt - einbýli m. tvöf.
Bílskúr 194 fm einbýlishús með stórum tvöf.
bílskúr á 3.000 fm lóð. Íbúðin skiptist í stóra
stofu, eldhús m. borðkrók, borðstofuhol, 3 svefn-
herb., baðherb., gestasnyrting og þvottahús m.
sérútgangi. Góð eign á skjólsælli lóð með miklum
gróðri. Auk 58 fm bílskúrs er 22 fm gróðurhús á
lóðinni. Verð kr. 20,9 m. - áhv. 11,4 m.
Ásholt - einbýli m. tvöf. bíl-
skúr Erum með 269 fm einbýlishús á 2
hæðum með aukaíbúð og tvöföldum bílskúr.
Húsið stendur hátt og er fallegt útsýni til aust-
urs að Esjunni. 4 svefnherbergi, 2 baðher-
bergi, eldhús, borðstofa og stofa með arni. Í
kjallara er þvottahús og lítil aukaíbúð með
eldhúsi, salerni, stofu og svefnherb. Verð kr.
23,9 m. - áhv. 9,3 m. - Skipti á minna sér-
býli m. bílskúr í Mos.
Bugðutangi - raðhús Erum með
rúmgott 87 fm raðhús á einni hæð. 2 stór og góð
svefnherbergi, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf,
m. sturtu, björt og rúmgóð stofa og eldhús með
fallegri innréttingu. Flísar og parket á gólfum. Fal-
legur suðurgarður með timburverönd. Verð kr.
13,5 m. - áhv. 4,9 m.
Bugðutangi - raðhús m. bíl-
skúr Gott 205 fm endaraðhús á tveimur hæð-
um með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri
stofu, eldhúsi, baðherbergi og 2 svefnherb. Á
jarðhæð eru 2-3 svefnherbergi, hol og þvottahús,
ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á út-
leigu. Verð kr. 18,9 m. - áhv. 11,7 m.
Byggðarholt - raðhús m. bíl-
skúr Fallegt 165 fm endaraðhús með bílskúr í
gróinni götu í Mosfellsbæ. 4 svefnherb. björt og
rúmgóð stofa, sjónvarpshol, eldhús m. borðkrók,
stórt þvottahús og geymsla, baðherb. og gesta-
salerni. Stór timburverönd og fallegur garður í
suðvestur, hellulagt bílaplan m. snjóbr. Verð kr.
18,7 m.
Dvergholt - efri sérhæð m.
bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Rúmgóð 159 fm efri
sérhæð með geymslu ásamt 19 fm bílskúr. Íbúðin
skiptist í stóra stofu, 2-3 svefnherbergi, baðher-
bergi með sturtu inn af hjónaherbergi, hol, stórt
eldhús og baðherbergi með kari. Mjög fallegt út-
sýni er úr stofunni yfir Esjuna. Stutt í alla þjónustu
og skóla. Verð kr. 17,4 m. Laus fljótlega.
Hlíðarás - stórt og fallegt ein-
býli með tvöf. bílskúr Stórt og mik-
ið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöf.
bílskúr. Fallegt endahús í botnlanga við óbyggt
svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mosfellsbæ.
Íbúðin er 362 fm ásamt 45 fm tvöf. bílskúr. Í íbúð-
inni er arinn og pottur. Fallegt hús með möguleika
á útleiguíbúð á neðri hæð.
Súluhöfði - einbýli *NÝTT Á SKRÁ*
Vorum að fá 217 fm einbýlishús á einni hæð á
góðum stað. Íbúðin skiptist í 3 barnaherbergi,
hjónaherbergi m. fataherb., baðherbergi m. horn-
baðkari og sturtu, stórt eldhús með borðstofu,
stór stofa með arni, sjónvarpshol, þvottahús og
forstofa m. gestasalerni. Innangengt er í stóran
og rúmgóðan bílskúr. Verð kr. 23,5 m.
KJALARNES
Stóriteigur - raðhús 262 fm raðhús
á 3 hæðum með 22 fm bílskúr. Á jarðhæð er rúm-
gott eldhús m. borðkrók, stór stofa og borðstofa
og gestasalerni. Á 2. hæð eru 4 svefnherbergi og
baðherbergi. Í kjallara eru 3 herbergi, auk mikils
geymslurýmis. Fallegur suð-vesturgarður - fallegt
hús, miðsvæðis í Mosfellsbæ. Verð kr. 19,2 m.
Esjugrund - parhús - Kjalar-
nes 106 fm parhús á 2 hæðum ásamt upp-
steyptum bílskúr. 3 svefnherbergi (möguleiki á 5
svefnherbergjum), stofa, eldhús og baðherbergi.
Þetta er eign sem hentar vel fyrir stóra fjölskyldu.
Verð kr. 12,9 m.
Esjugrund - raðhús m. aukaí-
búð 264 fm raðhús á 3 hæðum, með aukaíbúð,
ásamt 42 fm bílskúr. Stór og rúmgóð íbúð með 3
svefnherbergjum, stofa með arni og stórum garð-
skála. Nýleg timburverönd í fallegum suðurgarði
með heitum potti. Í kjallara er ósamþykkt 2ja herb.
íbúð. Verð kr. 18,9 m .- áhv. 7,4 m.
Helgugrund - Kjalarnesi 183,4 fm
steinsteypt einbýlishús með bílskúr á Kjalarnesi.
Góð hönnun - 4-5 svefnherbergi, stórt eldhús og
stofa. Innbyggður bílskúr, innang. úr þvottahúsi.
Húsið afhendist fokhelt m. stuttum fyrirvara. Verð
12 m.
Klapparhlíð 2-16 - raðhús Falleg
170 fm raðhús á 2 hæðum með innbyggðum bíl-
skúr við Klapparhlíð. Húsin eru klædd að utan
með harðvið og bárumálmklæðningu og eru
gluggar álklæddir. Húsin eru til afhendingar strax,
rúmlega fokheld. Verð frá kr. 14,820 m.
Klapparhlíð - íbúðir í fjöbýli Er-
um með í sölu nýjar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja
íbúðir við Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Íbúðirnar af-
hendast árið 2003 fullbúnar með fallegum innrétt-
ingum, án gólfefna, en baðherb. og þvottah. er flí-
salagt. Verð frá: 2ja 10,5 m., 3ja herb. 12,2 m. og
4ra herb. 13,7 m. og 4ra-5 herb. 15,0 m.
Svöluhöfði - Einbýlishús Erum
með 153 fm einbýlishús í byggingu, með góðum
bílskúr, við Svöluhöfða í Mosfellsbæ. Húsið verður
staðsteypt, á einni hæð, útveggir verða einangr-
aðir og klæddir með Jatoba viðarklæðningu og
bárujárni. Húsið afhendist rúmlega fokhelt í vor.
Verð kr. 17,5 m.
Reykjavík
Drafnarstígur - 3ja herb. *NÝTT
Á SKRÁ* Vorum að fá 80 fm, 2-3ja herb.
íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli í 101 Reykavík.
Íbúðin skiptist í eldhús, baðherbergi með
kari, gott svefnherbergi, stofu og borð-
stofu/svefnherb. Þetta er snyrtileg eign á
góð stað.
VANTAR RAÐHÚS
Erum með fjársterkan aðila að 4ra herbergja
raðhúsi í Grundarhverfi á Kjalarnesi. Íbúðin
verður að vera á einni hæð, með góðu að-
gengi fyrir fatlaða. Hraðar greiðslur í boði fyrir
réttu íbúðina. Nánari uppl. á skrifstofu Fast-
eignasölu Mosfellsbæjar, s. 586 8080.
Bugðutangi 11 - stórt einbýli
*NÝTT Á SKRÁ* Glæsilegt einbýlishús
á 2 hæðum með möguleika á aukaíbúð.
Aðalhæð skiptist í stóra stofu, borð-
stofu, eldhús, sjónvarpshol og 4-5
svefnherbergi, en á neðri hæð eru m.a.
tvö stór unglingaherbergi, baðherbergi
og billiardherbergi. Mjög fallegur garð-
ur með heitum potti og timburverönd.
Stórt bílaplan og gönguleið að húsi er
hellusteypt m/snjóbræðslu. Verð kr. 31,9 m.
Byggðarholt - einbýlishús
*NÝTT Á SKRÁ* 165 fm efinbýlishús
með stórum bílskúr. Íbúðin skiptist í 4
svefnherbergi með parketi á gólfi, bað-
herbergi með kari og sturtu, þvottahús,
gang, bjarta stofu og borðstofu og eld-
hús með nýlegri kirsuberjainnréttingu.
Góð timburverönd er að sunnanverðu.
Við hlið hússins er 49 fm bílskúr. Verð kr. 18,9 m. - áhv. 5,9 m.
Seljendur
Sölusamningur – Áður en fast-
eignasala er heimilt að bjóða eign til
sölu, ber honum að ganga frá sölu-
samningi við eiganda hennar um þjón-
ustu fasteignasala á þar til gerðu
samningseyðublaði. Eigandi eignar og
fasteignasali staðfesta ákvæði sölu-
samningsins með undirritun sinni. All-
ar breytingar á sölusamningi skulu
vera skriflegar. Í sölusamningi skal eft-
irfarandi koma fram:
Tilhögun sölu – Koma skal fram,
hvort eignin er í einkasölu eða al-
mennri sölu, svo og hver söluþóknun
er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind-
ur eigandi eignarinnar sig til þess að
bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum
fasteignasala og á hann rétt til um-
saminnar söluþóknunar úr hendi selj-
anda, jafnvel þótt eignin sé seld ann-
ars staðar. Einkasala á einnig við,
þegar eignin er boðin fram í maka-
skiptum. – Sé eign í almennri sölu má
bjóða hana til sölu hjá fleiri fast-
eignasölum en einum. Söluþóknun
greiðist þeim fasteignasala, sem selur
eignina.
Auglýsingar – Aðilar skulu semja
um, hvort og hvernig eign sé auglýst,
þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða
með sérauglýsingu. Auglýsingakostn-
aður skal síðan greiddur mánaðarlega
samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjón-
usta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar
er virðisaukaskattskyld.
Gildistími – Sölusamningurinn er
uppsegjanlegur af beggja hálfu með
fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera
þarf það skriflega. Ef einkasölusamn-
ingi er breytt í almennan sölusamning
þarf einnig að gera það með skrif-
legum hætti. Sömu reglur gilda þar
um uppsögn.
Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en
eignin er boðin til sölu, verður að út-
búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal
leggja fram upplýsingar um eignina,
en í mörgum tilvikum getur fast-
eignasali veitt aðstoð við útvegun
þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyr-
ir þá þjónustu þarf að greiða, auk
beins útlagðs kostnaðar fasteignasal-
ans við útvegun skjalanna. Í þessum
tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:
Veðbókarvottorð – Þau kosta nú
900 kr. og fást hjá sýslumannsemb-
ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli
kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókarvottorði
sést hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á
eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir
eru á henni.
Greiðslur – Hér er átt við kvittanir
allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem
eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á
að aflýsa.
Fasteignamat – Hér er um að ræða
matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins
sendir öllum fasteignaeigendum í upp-
hafi árs og menn nota m.a. við gerð
skattframtals. Fasteignamat ríkisins
er til húsa að Borgartúni 21, Reykjavík
sími 5155300.
Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða
gjaldheimtur senda seðil með álagn-
ingu fasteignagjalda í upphafi árs og
er hann yfirleitt jafnframt greiðsluseð-
ill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna-
gjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna
greiðslu fasteignagjaldanna.
Brunabótamatsvottorð – Vott-
orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem
eignin er brunatryggð hjá. Vottorðin
eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um
greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt
brunabótamat á fasteign, þarf að snúa
sér til Fasteignamats ríksins og biðja
um nýtt brunabótamat.
Hússjóður – Hér er um að ræða yf-
irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu
húsfélags um væntanlegar eða yf-
irstandandi framkvæmdir. Formaður
eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út-
fylla sérstakt eyðublað Félags fast-
eignasala í þessu skyni.
Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja
fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá
ljósrit af því hjá viðkomandi sýslu-
mannsembætti og kostar það nú kr.
100. Afsalið er nauðsynlegt, því að það
er eignarheimildin fyrir fasteigninni og
þar kemur fram lýsing á henni.
Kaupsamningur – Ef lagt er fram
ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að
leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það
er því aðeins nauðsynlegt í þeim til-
vikum, að ekki hafi fengist afsal frá
fyrri eiganda eða því ekki enn verið
þinglýst.
Eignaskiptasamningur – Eigna-
skiptasamningur er nauðsynlegur, því
að í honum eiga að koma fram eign-
arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig af-
notum af sameign og lóð er háttað.
Umboð – Ef eigandi annast ekki
sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs-
maður að leggja fram umboð, þar sem
eigandi veitir honum umboð til þess
fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl
vegna sölu eignarinnar.
Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir
eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, um-
ferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl.
þarf að leggja fram skjöl þar að lút-
andi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yf-
irleitt hjá viðkomandi fógetaembætti.
Teikningar – Leggja þarf fram sam-
þykktar teikningar af eigninni. Hér er
um að ræða svokallaðar byggingar-
nefndarteikningar. Vanti þær má fá
ljósrit af þeim hjá byggingarfulltrúa.
Minnisblað
Alltaf á þriðjudögum