Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 B 45HeimiliFasteignir Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Smyrilshólar - Bílskúr Komin er á sölu skemmtileg 3ja herbergja 83,5 fm íbúð. Stórglæsilegt útsýni. Suðursvalir. Verð 12,5 millj. Póstnr. 111 Lækjarsmári - Frábær stað- setning Vorum að fá á sölu stórglæsi- lega 82 fm 2ja. herb. íbúð. Parket og nátt- úruflísar á gólfi. Suðurverönd. Stutt í Smáralindina. Glæsileg eign. Verð 12,9 millj. Póstnr. 200 Hlíðarhjalli Komin er á sölu skemmti- leg 2ja herb. íbúð ca 73 fm. Suð-vestur- svalir. Fallegt útsýni. Verð 10,9 millj. Póstnr. 200 Nýjar íbúðir Birkiás - Bílskúr -TIL AF- HENDINGAR STRAX Vorum að fá á sölu þrjú glæsileg pallabyggð raðhús 4-5 herb. frá 147,6 fm til 156,1 fm á besta stað í Garðabæ. Íbúðirnar eru afhendar fokheldar að innan en frágengnar að utan með steiningu og grófjafnaðri lóð. Glæsi- legt útsýni. Teikningar og nánari upplýs- ingar er hægt að nálgast á skrifstofu Fjár- festingar. Verð 14,5 millj. Póstnr. 210 Einbýli, parhús og raðhús Ásgarður - Stór bílskúr Komin er á sölu skemmtileg ca 139 fm raðhús. Búið er að taka allt húsið í gegn að utan. Stutt í alla þjónustu og skóla. Verð 17,5 millj. Póstnr. 108 Prestbakki - Bílskúr Til sölu skemmtilegt raðhús á besta stað í Breið- holtinu. Húsið er mikið endurnýjað. Stutt í alla þjónustu. Verð 20,2 millj. Póstnr. 109 Seljabraut Vorum að fá á sölu raðhús ásamt bílageymslu. Hægt er að hafa sér- íbúð í kjallara. Steni-klætt hús. Verð 17,3 millj. Póstnr. 109 Rituhólar - Bílskúr 44,8 fm Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, hægt að gera séríbúð í kjallara. Nátturu- garður. Stórkoslegt útsýni. Verð 27,5 millj. Póstnr. 111 Fjallalind - parhús Vorum að fá á sölu parhús á þessum vinsæla stað. Glæsileg eldúsinnrétting, parket og flísar á gólfum og innbyggður bílskúr. Stór timburverönd með stórum heitum potti. Verð 22,9 millj. Póstnr. 201 Sérhæðir Sogavegur - Góður bílskúr Stór og rúmgóð 6 herb. sérhæð, ca 142 fm. Stutt í alla þjónustu. Póstnr. 108 Bergstaðastræti - Nýtt Njörvasund - Stór bílskúr Vor- um að fá í sölu rúmlega 80 fm sérhæð. Góður garður. Frábær staðsetning. Verð 11,6 millj. Póstnr. 104 Ferjuvogur - Ásamt bílskúr. Til sölu skemmtileg ca 120 fm hæð ásamt sérbyggðum stórum bílskúr. Mjög vel staðsett íbúð innst í lokaðri götu. Skjól- góður suðurgarður. Stutt í skóla og alla þjónustu. Eign sem vert er að að skoða. Verð 15,9 millj. Póstnr. 104 4ra - 6 herbergja íbúðir Hvassaleiti - 3ja-4ra herb. Vel staðsett rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 12,5 millj. Póstnr. 103 Álakvísl - LAUS STRAX Björt og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Góðar innréttingar, stórt stæði í bílageymslu. Verð 15,8 millj. Póstnr. 110 Naustabryggja Vorum að fá á sölu „penthouse“-íb. ca 191 fm, 6 herbergja á tveimur hæðum. Tvennar svalir. Stæði í bílageymslu. Hnotuparket á allri íbúðinni. Póstnr. 110 Núpalind - Bílskýli. Komin er á sölu glæsileg 3-4ra herb. íbúð 112,3 fm á efstu hæð í fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Vandaðar innréttingar. Látið þessa eign ekki fram hjá ykkur fara. Stutt í alla þjón- ustu og verslanir. Verð 16,5 millj. Póstnr. 201 Suðurhvammur - Bílskúr Komin er á sölu stórglæsileg 6 herb. íbúð á tveimur hæðum ásamt 36 fm bílskúr. Glæsilegt útsýni. Íbúðin er mjög vönduð í alla staði. Verð 19,9 millj. Póstnr. 220 2ja - 3ja. herbergja Sólvallagata Komin er á sölu 3ja herbergja 80 fm íbúð á besta stað við miðbæinn. Verð 11,9 millj. Póstnr. 101 Mosarimi Skemmtileg 3ja herb. íbúð á mjög góðum stað í Grafarvogi. Stutt í alla þjónustu. HAGSTÆTT VERÐ — 10,3 millj. Póstnr. 112 www.fjarfest.is Til sölu nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir, einnig tvær „PENTHOUSE“-íbúðir á besta stað í mið- bæ Rvíkur. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar með vönduðum innréttingum og flísum á baði, en án gólfefna að öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er álklætt að utan að hluta og sameign er frá- gengin. Möguleiki á að fá lán frá byggingarað- ila á eftir húsbréfum. Póstnr. 101. Naustabryggja 12-18 - 20-22 - Nýtt Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir, frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“- íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á bað- herbergi og þvottahúsi, þar verða flísar. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum. ,,Penthouse”-íbúðir verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin álklædd. Af- hending Naustabryggju 12-18 í júlí 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppl. hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110 Nýkomnar á sölu stórglæsilegar íbúðir, 3ja-4ra herb., 96,1-119,2 fm. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar verða flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllum herb. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bílskúr. Sérinngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunn- ars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Afhending í júní 2003. Póstnr. 113 Kristnibraut 77-79 NÝTT - Lyftuhús - Grafarholti ÞVÍ miður virðist vera nokkuð um að misbrestir séu á þegar verkkaupi eða húseigandi tekur við fullbúnu lagnakerfi að það sé það kerfi sem hönnuður lagði upp með. Því miður virðast verktakar komast upp með að skila öðru verki en hönnuður lagði út í útboðsgögnum. Oft er ekki við verktakann eða hönnuðinn að sakast heldur hefur eftirlitsmaður verksins litið á það sem sitt hlutverk að sjá sjálfur um efnissamþykktir og leysa úr vafaat- riðum í útboðsgögnum. Í sumum til- fellum er hreinlega ekki um neinar efnissamþykktir að ræða og verk- taki notar ódýrasta fáanlega efni í verkið, enda tilboð hans sennilega byggt á því að nota það. Nú er það þannig að í opinberum framkvæmdum er ekki heimilt að setja nöfn tækja einstakra framleið- anda inn sem viðmiðum. Hönnuðum hefur gengið misvel að skil- greina efniskröf- ur og því getur það verið nokk- uð flókið fyrir verktaka og efn- issala að finna út úr því hvað hönnuður er að biðja um, því að í flestöllum tilfell- um er hann með ákveðin tæki í huga. Það er því mikilvægt fyrir gæði verksins að þessar skilgreiningar séu skýrar. Séu uppi vafaatriði hlýt- ur það að vera sjálfsagt mál að hönnuður fái tækifæri á að koma sinni hlið málsins á framfæri. Vekur spurningar Þetta vekur spurningar hvort ekki sé ástæða til að marka skýrar hlutverk og ábyrgð verkkaupa, hönnuða, verktaka og eftirlitsmanna og jafnvel að útbúa handbók fyrir allt þetta ferli. Ekki að þetta sé flók- ið ferli en ég tel að í sumum tilfellum séu aðilar ekki sammála um hvert hlutverk hvers og eins sé. Það væri því áhugavert að fá svör við eftirfarandi spurningum: Hvernig er staðið að þarfagrein- ingu fyrir lagnakerfi? Fá hönnuðir skýr fyrirmæli um óskir og þarfir verkkaupa? Hvert er hlutverk hönnuða á framkvæmdatímanum? Eiga efnissamþykktir að fara til hönnuða? Hvert er hlutverk framkvæmda- eftirlits? Er eftirlit með verki hönnuða? Hver er ábyrgð verktaka, hönn- uðar, framkvæmdaeftirlits og bygg- ingarfulltrúa þegar vikið er frá teikningum? Er ekki forsenda þess að lokafrá- gangur verði í lagi: Að ekki sé slak- að á eða vikið frá kröfum hönnuða á framkvæmdatímanum. Ef verk- kaupi treystir ekki hönnuði á hann að versla við annan sem hann treyst- ir. Varðandi vottun lagnaefna má spyrja hvort það sé yfir höfuð raun- hæft að votta allt það lagnaefni sem hingað kemur. Getur Rb komist yfir þetta? Hefur nokkur fylgt þessu eft- ir? Það er því rík ástæða til að ræða þessi mál og hvet ég alla sem hlut eiga að máli til að mæta og kynna sér skoðanir framsögumanna á ráð- stefnu, sem haldin er af Lagnafélagi Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Lagna- kerfamiðstöð Íslands 20. mars kl. 13 í Lagnakerfamiðstöð Íslands, Keldnaholti. Það er rík ástæða til þess að ræða þessi mál, segir Þórir Guðmundsson, verkfræðingur hjá Há- tækni. Því hvet ég alla, sem hlut eiga að máli, til að sækja ráðstefnu Lagnafélagsins. Þórir Guðmundsson Ráðstefna um úttekt á lokafrágangi lagnakerfa TENGLAR .............................................. Sjá heimasíðu www.lafi.is Stigar eru þýðingarmiklir í híbýlum fólks og þeir eru til í alls konar gerð-um, úr timbri, stáli og steini, svo það helsta sé nefnt. Hér má sjá glæsilegan steinstiga, steyptan og hellulagðan. Stigahandriðin eru líka mikilvæg, hér er handriðið með steyptum pílárum, sem og er fremsta súlan mjög skrautleg með fallegum fótstalli. Það er ekki sama hvernig stigar eru gerðir, helst mega þeir ekki vera of brattir, fótstigið of stutt eða langt, né heldur tröppurnar of háar. Hér er stiginn breiður, fótstigið virðist þægilegt og tröppurnar lágar. Að öllu þessu og miklu fleiri atriðum þarf að gæta þeg- ar stigar eru hannaðir. Fallegar steintröppur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.