Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 34
34 B ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Reykjavík — Hjá fasteignasölunni Kjöreign er nú í sölu stórt íbúðarhús við Bleikjukvísl 13 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt árið 1984 og er það 358 ferm., þar af er bílskúrinn 65 ferm. „Um er að ræða glæsilegt hús við eina af fallegri götum Reykjavíkur,“ sagði Hákon R. Jónsson hjá Kjör- eign. „Útsýni er fagurt frá húsinu, en það stendur við efri hluta götunnar með góðum garði sem í er sólpallur og gert ráð fyrir heitum potti. Suð- vestursvalir eru á húsinu. Í því eru tvær íbúðir, 212,8 ferm. sú á efri hæð en 80,1 ferm. sú á neðri hæðinni. Upphitað plan er við húsið og eru flestir skápar og innréttingar í því sérsmíðaðar og úr gegnheilum viði. Á efri hæð er anddyri og flísalagt hol sem og eldhús, borðstofa og þrjár stofur. Holið er miðdepill hússins og eldhúsið er mjög rúmgott með opinni innréttingu úr eik. Parket er á tveim- ur svefnherbergjum á hæðinni en teppi á öðrum tveimur. Herbergin eru öll rúmgóð. Í baðherbergi eru flísar í hólf og gólf. Einnig er á hæð- inni þvottahús. Á neðri hæð er anddyri, stúdíó- stofa og eldhús, hol og tvö svefnher- bergi sem og baðherbergi.“ „Þetta er eign í mjög góðu ástandi, falleg og skemmtilega skipulögð í góðu og rólegu hverfi og það er stutt í barnaskóla," sagði Hákon R. Jónsson að lokum. Ásett verð er 39 millj. kr. Bleikjukvísl 13 er til sölu hjá Kjör- eign. Þetta er 358 fermetra hús með tvöföldum bílskúr. Það er mjög vandað og með miklu út- sýni. Ásett verð er 39 millj. kr. Bleikjukvísl 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.