Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 26
26 B ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. S. 562 1200 F. 562 1251 4 herbergja og stærra Flétturimi Höfum í einkasölu 4ra herb. 107,1 fm íbúð á 2. hæð í þessu ágæta húsi. Fal- leg íbúð. Parket og flísar á gólfum. Þvottaherb. í íbúð. Bílskúr. Raðhús - einbýlishús Grundarhús Endaraðhús, hæð og ris, 129,8 fm. Á hæðinni er stofa, eldhús, snyrting, for- stofa og þvottaherb. Uppi eru 3 svefn- herb., baðherb. og gangur. Góð eign. Verð 16,3 millj. Vantar Selás! - Selás! Höfum kaup- endur að 3ja og 4ra herb. íbúðum í Se- lás. Vinsamlega hafið samband. Ártúnsholt! Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð. Vinsamlega hafið sam- band. Sóltún Stórglæsileg 4ra herb. 128,9 fm íbúð á 2. hæð. Íbúðin er góð stofa, 3 ágæt svefnherb., eld- hús, baðherb., þvottaherb., geymsla og hol. Íbúðin er sem ný, mjög vönduð og sérlega smekklega innréttuð. Innangengt í bíla- geymslu. Góðar svalir. Þetta er einfaldlega íbúð fyrir vandláta sem vilja búa miðsvæðis í borg- inni. Stíflusel Höfum í einkasölu 3ja herb. 82,6 fm íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölb.húsi. Íbúðin er stofa, 2 rúmgóð svefnherb., eldhús, bað- herb. og forstofa. Góð íbúð. Suður- svalir. Verð 10,8 millj. SELJENDUR ATHUGIÐ! Okkur vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá. Ef þið eruð í söluhugleiðingum, þá vinsamlegast hafið samband. 2 herbergja Asparfell 2ja herb. 71,8 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Sérinngangur af svöl- um. Góður suðursvalir. Íbúðin er vel skipulögð og er í ágætu ástandi. Mikið og fallegt útsýni. Laus fljótlega. 3 herbergja Akraland - bílskúr Vorum að fá í einkasölu eina af eftir- sóttustu íbúðunum við Akralandið. Íbúðin er á efri hæð, í enda og er 90 fm, auk 30 fm bílskúrs. Gengið er í íbúðina af göngusvölum sem eru undir þaki og hitalagnir í gólfi. Sérinngangur. Íbúðin er stofa, 2 góð herb., rúmgott eldhús, baðherb., þvottaherb. og forstofa. Tvennar svalir. Mjög falleg og velum- gengin íbúð. Gott útsýni. Íbúð fyrir 50 ára og eldri. Verð 16,7 millj. Fífurimi 3ja herb. 86,6 fm mjög góð og falleg íbúð á efri hæð. Íbúðin er stofa, 2 góð herb., eldhús með góðri innréttingu, baðherb. með glugga, hol og geymsla. Góðar svalir. Hús sem þarf lítið viðhald. Ath. aðeins 4 íbúðir. Laus 1. apríl. Verð 11,9 millj. endurnýja gamlar byggingar eða byggja nýjar í grónum hverfum. Oft er aðkoma þröng og mikla aðgæzlu þarf að hafa gagnvart gömlum lögn- um í jörðu allt í kring. Ef um eldri byggingar er að ræða, er oft byggt við þær eða ofan á þær og þá getur það verið þrautin þyngri að fella þær svo vel að umhverfinu að vel fari. Oftast er samt mikil prýði að nýbyggingum og götumyndin fal- legri á eftir. 12—14 íbúðir við Skipholt Mikill áhugi hefur þegar sagt til sín á nýjum íbúðum á grónum stað við Skipholt 15. Þar er að verki byggingarfyrirtækið Húsafell ehf., sem hefur þegar hafið framkvæmdir við að breyta þessu húsi í fjögra hæða fjölbýlishús með lyftu og 12-14 íbúðum. Húsið verður einangrað og klætt að utan með áli, bæði sléttu og bár- uðu og því að mestu viðhaldsfrítt að utan. Sameign verður fullfrágengin með lyftu, en íbúðirnar skilast full- búnar án gólfefna. Á þriðju og fjórðu hæð verða glæsilegar þakíbúðir, 85 til 145 ferm. að stærð, með miklu útsýni og allt að 60 ferm. þaksvölum. Á fyrstu og annarri hæð verða minni íbúðir frá 60 til 110 ferm. að stærð. Bíla- stæði verða inni á lokaðri lóð en einnig verður hægt að fá bílastæði í bílageymslu. Innflutningsfyrirtækið Vörukaup átti þau hús áður, sem fyrir eru á víða annars staðar. Viðhald á göml- um eignum er þó afar mismunandi og þar hafa nýjar íbúðir að sjálf- sögðu mikið forskot. Talsvert er um, að gamalt at- vinnuhúsnæði sé endurbyggt og því breytt í íbúðir. Borgaryfirvöld hafa yfirleitt verið mjög jákvæð gagnvart slíkum framkvæmdum, svo framar- lega sem húsnæðið er til þess fallið. Mörgum finnst nóg um, hve byggðin hefur þanizt út í borginni sem ann- ars staðar og mikill áhugi er því á að þétta byggðina þar sem því verður viðkomið. En það er ekki alltaf auðvelt að N ÝJAR íbúðir í grónum hverfum þykja eftirsókn- arverðar af mörgum ástæðum. Flest öll þjón- usta er þegar til staðar. Skólar, íþróttamannvirki, verzlanir og ann- að af því tagi er þegar fyrir hendi og sá frumbýlingsháttur, sem einkenn- ir nýhverfin er fyrir löngu horfinn. Þetta skýrir að nokkru áhuga margra á nýjum íbúðum í eldri hverfum Reykjavíkur, þegar þær koma í sölu. Yfirleitt hefur eftir- spurnin verið meiri en framboðið og íbúðir og hús á þessum svæðum því oftast haldið sér betur í verði en lóðinni og í aðalbyggingunni voru skrifstofur og verzlunarhúsnæði, en þessi bygging var byggð í kringum 1960. „Þetta er vandað hús að upplagi og steypan góð,“ segir Vignir Björnsson, framkvæmdastjóri Húsafells. „En húsið verður alveg hreinsað út, þannig að það stendur varla fokhelt á eftir.“ Skipholts megin er húsið þrjár hæðir en tvær hæðir Traðarholts- megin og núna er það um 1.330 ferm. en verður um 2.000 ferm. þeg- ar framkvæmdum lýkur. „Ætlunin er að byggja tvær hæð- ir ofan á húsið auk inndreginnar þakhæðar, auk þess sem eldri hlut- inn verður algerlega endurnýjaður,“ heldur Vignir áfram. „Það verður skipt um allar lagnir, glugga og síð- ast en ekki sízt verður sett ný full- komin lyfta í húsið, en það var lyftu- laust áður.“ Sameign verður skilað fullfrá- genginni en íbúðunum fullbúnum en án gólfefna. Inngangur verður bæði Skipholts megin og svo baka til. Geymslur fyr- ir íbúðir, hjólageymsla og sorp- geymsla verða í kjallara.“ Aðgengi að íbúðunum verður um núverandi inngang í suðausturhluta byggingarinnar, sem tengist nýjum svalagangi, er tengist útivistarsvæði á norðausturmörkum lóðarinnar yf- ir bílastæðunum. Húsafell hefur til þessa einkum starfað sem verktaki á útboðsmark- aðnum. „Nú erum við að færa okkur meira yfir í byggingarnar og sjálf- um finnst mér þetta afar spennandi framkvæmd, segir Vignir Björnsson að lokum. „Við höfum fundið fyrir miklum velvilja hjá borgaryfirvöld- um, sem telja þessar nýju íbúðir mjög jákvæðan áfanga í þéttingu byggðar í eldri hluta borgarinar.“ Sérinngangur Nýbyggingin er hönnuð á Teikni- stofu Halldórs Guðmundssonar. Framkvæmdir eru þegar hafnar af krafti og íbúðirnar komnar í sölu, en sölu á þeim annast Örn Helgason hjá fasteignasölunni RE/MAX. Stefnt er að því að skila íbúðunum fyrir jól, en verð á þeim verður frá 14,8 millj. kr. þær minnstu. „Ég hef fundið fyrir mjög góðum viðbrögðum og það er greinilega til staðar mikill áhugi á þessum íbúð- um úti á markaðnum,“ segir Örn. „Það er einkum fólk, sem á mynd- arlega eign fyrir en vill minnka við sig, sem hefur áhuga á þessum íbúð- um. Staðsetningin er auðvitað mjög góð og það verður mikið útsýni frá húsinu og þá auðvitað sérstaklega frá þakíbúðunum. Þetta eru því mjög áhugaverðar íbúðir.“ Til viðbótar góðu útsýni segir Örn gott rými einkenna þessar íbúðir auk þess sem það verður vandað til alls frágangs í þeim og þær verða með vönduðum innréttingum. Sér- býlið er líka áberandi en sérinn- gangur verður í hverja íbúð. Nýjar íbúðir í grónu umhverfi við Skipholt Mikið útsýni verður frá efri hæðum nýbyggingarinnar í allar áttir. Útlitsteikning af byggingunni, eins og hún mun líta út eftir endurnýjunina. Byggðar verða 2—3 hæðir ofan á húsið og í því verða 12—14 íbúðir. Hönnuður er Halldór Guðmundsson arkitekt. Nýjar íbúðir í gömlum hverfum borgarinnar vekja ávallt athygli, þegar þær koma á markað. Magnús Sigurðs- son kynnti sér nýjar íbúðir í smíðum við Skipholt 15. Örn Helgason hjá fasteignasölunni RE/MAX og Vignir Björnsson, framkvæmdastjóri Húsafells.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.