Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 32
32 B ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir 5 TIL 7 HERB. HVASSALEITI - RVÍK - M. BÍLSKÚR. Til sölu björt og falleg 169 fm 5-6 herb. íbúð í góðu fjölbýli. Innifalið í fm er 20 fm bílskúr. Herbergi í kjallara hentugt til út- leigu. ÍBÚÐIN ER LAUS !!! Verð 16,4 m. 4RA - 5 HERB. VESTURBERG - BREIÐHOLT Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. 102 fm íbúð á jarð- hæð. Falleg íbúð með 32 fm verönd. Þvottahús innan íbúðar, parket á gólfum. Verð 12,9 m. GULLSMÁRI - KÓPAVOGUR Vorum að fá í einkasölu fallega 95 fm vel staðsetta 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Hol með innbygð- um fataskáp, stórt hjónaberb., ásamt 2 rúmgóðum svefnherb., stór geymsla er í íbúðinni sem nýta mætti sem fjórða heb- ergið. Egninni fylgir 20 fm geymsla í risi. Góð staðsetning, stutt í alla þjónustu. Fyrsta flokks íbúð. Áhv. 10,8 m. Verð 14,5 m. BARÐASTAÐIR - GRAFARVOGUR Mjög falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu litlu fjölbýli, 136,5 fm þar af bílskúr 27,6 fm sem er með flísum á gólfi og sjálfv. hurðaop. Íbúðin er með fallegum amerískum innr. úr hunangseik. Gólfefni eru parket og flísar. Áhv. 14 m. Verð 16,6 m. HRINGBRAUT HAFNARFIRÐI - MJÖG GÓÐ 4RA HERB 105,8 FM IBUÐ A 1. HÆÐ MEÐ SERINNGANGI I TVIBÝLI Íbúðinni fylgja 2 bílastæði og stór sameig- inlegur garður. Góð staðsetning. V. 14,9 m. 4RA HERB. REYRENGI - GRAFARVOGUR Falleg og björt 103,2 fm endaíb. á 3ju hæð, hægri með sérinng. af svölum, ásamt sérbílskýli. Gólfefni eru Linoleum-dúkur og flísar. Þvottaherb. innan íbúðar. Áhv. 8,8 m. Verð 12,9 m. BARÐASTAÐIR - GRAFARVOGI Virki- lega falleg 4ra herb. íbúð sem er 113,4 fm á 2. hæð í fallegu 3ja hæða fjölbýli. Allar innr. eru úr kirsuberjavið. Gólfefni eru park- et og flísar. Þvottaherb. innan íbúðar. Sjáv- arútsýni. Suð-vestursvalir. Áhv 9,2 m. Verð 14,9 m. 3JA HERB. MOSGERÐI - REYKJAVÍK Vorum að fá á einkasölu frábæra ósamþykkta kjall- araíbúð með sérinng. á þessum eftirsótta stað í bænum, skráð 51 fm en er ca 70 fm vegna viðbyggingu. Áhv. 3,5 m. Verð 9,5 m. HRINGBRAUT - REYKJAVÍK Virkilega falleg 3ja herb. 74,4 fm ásamt bílskýli sem er 31,4 fm, samtals 105,8 fm. Beykiparket og flísar á gólfum. Íbúð í góðu ástandi. Gott og fallegt útsýni. Áhv. 5,2 m. Verð 11,4 m. ÞVERHOLT - REYKJAVÍK Mjög glæsileg 3ja herb. íbúð 90,8 fm á 2. hæð í fallegu lyftuhúsi. Gólfefni eru parket og flísar. Fal- legar innréttingar. Stæði í bílageymslu. Flísalagðar vestursvalir. Verð 13,9 m. SIGTÚN - RVÍK Um er að ræða glæsi- lega nýuppgerða 3ja herb. íbúð í Sigtúni. Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi m. parketi. Glæsilegt eldhús - allt nýtt. Baðherbegi m. flísum - baðkar - upphengt klósett. Glæsi- leg eign á besta stað. Verð 12,5 millj. 2JA HERB. LANGHOLTSVEGUR - RVÍK Falleg og snyrtileg, mjög rúmgóð 2ja herb íbúð, 75 fm m. sérinng. á jarðhæð m. fallegri lóð m. háum trjám. Mikið endurnýjað s.s. raflagnir, tafla, gler, ofnar, járn á þaki og skólplögn að hluta. Áhv. 4,2 m. Verð 9,7 m. FRAMNESVEGUR - RVÍK Falleg, krútt- leg 2ja herb. 44 fm risíbúð, möguleiki á að stækka íbúðina. Rafmagn hefur verið end- urnýjað. Nýlegir Velux-veltigluggar. Risloft yfir allri íb. Útsýni. Áhv. 4 m. Verð 6,9 m. BRÆÐRABORGARSTIGUR - 2JA HERB. IBUÐ 69,2 FM MEÐ SÉRINN- GANGI Íbúðin þarfnast endurnýjunnar. Góð staðsetning. Verð 8,4 m. FJÁRFESTAR BRÆÐRABORGARSTIGUR - GÓÐ FJÁRFESTING Traustar leigutekjur, 10 ára samningur, 330 þ. á mánuði. Verð 29,4 m. NÝBYGGINGAR GVENDARGEISLI - GRAFARHOLT - SÉRINNGANGUR Vorum að fá í sölu vel skipulagðar 2-4 herbergja íbúðir í vel stað- settu, stílhreinu og vönduðu húsi. Allar íbúðir eru m. sérinngangi. Þetta er næsti bær við sérbýli. Íbúðirnar verða afhentar til- búnar til innréttinga eða fullbúnar án gólf- efna. Allar nánari uppl. veittar á skrif- stofu. Verð frá 13,5 millj. Góð kaup. EINB. M. AUKAÍBÚÐ GRÓFARSEL - SELJAHVERFI Um er að ræða fallegt rúmlega 200 fm 2ja íbúða ein- býlishús innst í botlanga ásamt bílskýli. Húsið er á tveimur hæðum ásamt aukaíbúð í nýlegri viðbyggingu. Eign sem vert er að skoða. Verð 23,5 m. HÁTRÖÐ - KÓPAVOGUR Mjög mikið endurnýjað einbýli m. bílskúr og aukaíb. samtals um 228,1 fm miðsvæðis í Kóp. Endurnýjaðar hafa verið t.d. lagnir, ofnar, gólfefni, innréttingar og hurðir. Fallegur stór garður með verönd m. heitum potti, garð- húsi og skjólveggjum. Stúdíó-íb. er í hluta af bílskúr, góðar leigutekjur. Áhv. 7,5 m. Verð 24,9 m. OKKAR METNAÐUR - ÞINN ÁRANGUR EINBÝLI GARÐSENDI Í sölu þetta fallega 239 fm einbýlishús með bílskúr, á rólegum og grónum stað. Sjö svefnherb. og tvær stof- ur. Mögulegt væri að útbúa aukaíbúð í kjallara. SJÓN ER SÖGU RÍKARI! MYND- IR Á NETINU! Verð 23,9 millj. RAUÐAGERÐI - RVÍK Mjög fallegt 190,5 fm einbýli á þremur hæðum m. innb. 24 fm bílskúr. 5. svefnherb. Sána og arinn. Fal- legur garður með miklum gróðri, suðursval- ir. Áhv. 12,4 m. Verð 23,8 m. ÞRÁNDARSEL - ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu 242 fm 2ja hæða vel byggt einbýli með innbyggðum bílskúr á þessum eftir- sótta stað í Seljahverfi í Breiðholti. Hiti í plani og við inngang. Möguleiki á aukaí- búð. Verð 29,9 m. SJÁVARGATA - ÁLFTANESI Virkilega vandað og fallegt einb., heild 231,4 fm sem stendur við stóra tjörn, með stórfenglegu útsýni yfir alla höfuðborgina. Innréttingar (kirsuberja), hurðar (mahóní) og parket (prynkató, merbau og eik) sérstaklega vandað. Hurðaopin eru 2,20 m. Bílskúr 50 fm með gryfju, inn frá henni er geymslu- kjallari undir öllu húsinu. Lofthæð í stofu og eldhúsi er um 5 m. Verð 26 m. RAÐ- OG PARHÚS VÆTTABORGIR - GRAFARVOGUR Í sölu 178 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, á rólegum útsýnisstað í Borgarhverfi. Húsinu verður skilað nánast fullbúnu. Stutt í skóla og verslun. V. 22,5 m. HAMRABERG - RVÍK Fallegt og vel hirt 148 fm endaraðhús á þessum rólega og eftirsótta stað í Breiðholti. Íbúðin hefur ver- ið mikið endurnýjuð. Gólfefni eru eikarpark- et og flísar. Kirsuberja-innréttingar. Sólpall- ur og garður. Bískúrréttur. EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Verð 18,5 m. VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD MEÐ hækkandi sól ogsumri fara eigendurfjöleignarhúsa og hús-félög að huga að við- haldi, endurbótum og ýmsum fram- kvæmdum við fasteignir og lóðir þeirra. Í fjöleignarhúsalögunum eru ákvæði um það hvernig standa ber að ákvarðanatöku og er mjög mik- ilvægt fyrir eigendur að kynna sér þessar reglur og tryggja þannig að rétt sé að málum staðið í hvívetna. Í grein þessari verður stuttlega fjallað um heimildir eigenda til að neita að greiða hludeild í sameig- inlegum kostnaði ef ekki hefur verið staðið rétt að töku ákvörðunar og reifaður nýlegur dómur héraðsdóms. Meginreglan Hafi eigandi í fjöleignarhúsi ekki verið hafður með í ráðum og ekki boðaður á fund þar sem ákvörðun er tekin um sameiginleg málefni, er meginreglan sú, að hann er ekki bundinn af ákvörðunum sem á þeim fundi eru teknar. Getur hann þá krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar og neitað að greiða hlut- deild í sameiginlegum kostnaði vegna hennar þar til lögleg ákvörðun hefur verið tekin. Framangreind meginregla bygg- ist á þeirri grundvallarreglu fjöleign- arhúsalaganna að allir eigendur í fjöleignarhúsum eiga óskoraðan rétt á að eiga og taka þátt í öllum ákvörð- unum, er varða sameignina, bæði innan húss og utan og um sameig- inleg málefni, sem snerta hana, beint og óbeint. Á það m.a. við um fyr- irkomulag, útlit, breytingar, hvers kyns framkvæmdir, endurbætur, viðhald, rekstur og um hagnýtingu sameignar o.fl. Mikilvægar undantekningar Frá meginreglunni eru mik- ilvægar undantekningar og getur eigandi í vissum tilvikum glatað rétti sínum til að stöðva framkvæmdir og neita greiðsluskyldu. Eigandi verður að hafa uppi andmæli við fram- kvæmdum án ástæðulauss dráttar og strax og tilefni er til og getur fyr- irvaraleysi hans og skortur á mót- mælum leitt til þess að hann glatar rétti sínum til að véfengja ákvörðun og verði greiðsluskyldur. Hafi eigandi sótt fund óboðaður eða þrátt fyrir ófullnægjandi boðun þá getur hann ekki borið fyrir sig ágalla á fundarboðun og eru þá ákvarðanir fundarins bindandi fyrir hann. Húsfélagi er rétt að bæta úr eða staðfesta á öðrum fundi, sem skal haldinn svo fljótt sem kostur er, ákvörðun sem annmarki er á að þessu leyti. Sé það gert verður ákvörðunin bindandi fyrir viðkomandi eiganda og hann greiðsluskyldur. Ef um óverulegan ágalla á fundarboði eða fundi að öðru leyti hefur verið að ræða þá er eiganda ekki rétt að synja um greiðslu ef ákvörðun hefur verið um brýna framkvæmd, t.d. nauðsynlegt viðhald, eða ef augljóst er að vera hans á fundi, málflutn- ingur og atkvæðagreiðsla gegn framkvæmd hefði engu breytt um niðurstöðuna og ákvörðunina, svo sem ef yfirgnæfandi meirihluti eig- enda hefur verið á fundinum og greitt atkvæði með. Undantekningar frá meginregl- unni eru byggðar á þeim sjón- armiðum að ekki sé ástæða til að virða og vernda hagsmuni eiganda sem situr aðgerðarlaus með hendur í skauti eftir að hann verður þess var að framkvæmdir eru hafnar. Nýr dómur héraðsdóms Nýlega féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur um greiðsluskyldu eig- anda í tvíbýlishúsi á kostnaði vegna framkvæmda við frárennslislagnir. Málið var höfðað af pípulagning- armanni til greiðslu verkkostnaðar við endurnýjun lagna á hendur eig- anda í viðkomandi húsi, sem ekki var hafður með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um framkvæmdir. Málavextir voru í stuttu máli þeir að eigandi neðri hæðar hússins tók upp á sitt einsdæmi ákvörðun um að láta gera við sameiginlegar lagnir án nokkurs samráðs við eigendur efri hæðar. Eigendur efri hæðar vissu þó um myndatöku sem farið hafði fram á lögnunum en héldu því fram að í kjölfar hennar hefði átt að taka end- anlega ákvörðun um framkvæmd- irnar á húsfundi í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Það var ekki gert heldur gengu eigendur neðri hæðar á eigin vegum til samninga við pípulagningarmann um að vinna verkið. Þegar verkinu var lokið sendi hann eigendum efri hæðar reikning fyrir þeirra hlut í framkvæmdunum. Þau neituðu að greiða þar sem ekkert samráð hafði verið haft við þau um ákvörðunina og vísuðu þau til áðurnefndrar megin- reglu laga um fjöleignarhús máli sínu til stuðnings. Niðurstaða dómsins var á þá leið að staðhæfingu eigenda efri hæðar um að þau hafi aldrei samþykkt framkvæmdirnar hafi ekki verið hnekkt þrátt fyrir að þau hafi vitað af myndatöku á lögnunum. Ekki var heldur talið að um svo bráða nauð- syn hefði verið að ræða að það hefði réttlætt að eigendur neðri hæðar hefðu mátt grípa til neyðarráðstaf- ana, enda leið um vika frá því að lögnin var mynduð þangað til að við- gerð hófst. Samkvæmt þessu og þar sem ekki var leitt í ljós að sérstakur samn- ingur hafi komist á milli pípulagn- ingarmannsins og efri hæðar um verkið voru þau sýknuð. Stefnanda málsins var gert að greiða allan málskostnað stefndu. Dómurinn sýnir ótvírætt að mjög mikilvægt er að staðið sé rétt að ákvörðunartöku um hvers kyns framkvæmdir í fjöleignarhúsum og ekki síður að verktakar, sem hyggj- ast taka að sér verk í slíkum húsum og fyrir húsfélög almennt, staðreyni, áður en samningar eru gerðir, að fyrir liggi lögleg húsfundarsam- þykkt um viðkomandi framkvæmdir. Mikilvægi réttrar ákvarðana- töku í fjöleignarhúsum Morgunblaðið/Kristján Frá Akureyri. Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.