Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 2
Stúlka með blöðru og heitt súkkulaði — nú vantar hana bara atkvæðisrétt. UTAN háannatíma er rólegt á kosn- ingaskrifstofunum. Mesti straum- urinn liggur þangað í hádeginu og eftir fjögur á daginn. Á öðrum tím- um er uppistaðan af gestum gamalt fólk „sem hefur nógan tíma“. Einnig er nokkuð um að fólk setjist inn til að hlýja sér og þiggi kaffisopa, eink- um á kosningaskrifstofum í mið- bænum. Krakkar eiga á vísan að róa með kex og heitt súkkulaði. Þá er algengt að flokksmenn úr öðrum landshlutum reki inn nefið. Veitingar og varningur Svo færist fjör í leikinn um helgar og á tyllidögum. Þeir uppskáru ríku- lega sem fóru á kosningaskrifstofur allra flokkanna 1. maí. Á meðal þess sem var í boði voru grillaðar pylsur, ís, kökur af öllu tagi, kleinur, kex, epli, súkkulaði, nammi og vöfflur með sultu og rjóma. Eru þá ótaldir drykkirnir. Það virðast viðtekin vís- indi að leiðin að hjarta kjósenda liggi um magann. En svona til öryggis, þá er dreift barmmerkjum, blöðrum, happdrættismiðum, fánum, barna- þrautum og jafnvel blýöntum. Ætli þeir séu ekki fyrir óákveðna. En fleira dregur fólk inn á kosn- ingaskrifstofur. Margir eru að leita að svörum við áleitnum spurningum, sem snerta jafnvel þeirra persónu- legu hagi. Sumir vilja sýna framboð- inu stuðning. Tveir rosknir menn voru í hrókasamræðum þegar blaða- mann bar að garði á einni kosn- ingaskrifstofunni. – Hvað dregur ykkur hingað? – Ég var nú bara að hvíla mig á göngunni, segir annar. – Áhuginn umfram allt, svarar hinn. Ég var í baráttunni í gamla daga og maður finnur til með fram- bjóðendunum; veit hvað þeir þurfa að leggja á sig. – Í hverju fólst starfið þá? – Fyrst og fremst í því að fara yfir hverjir voru á kjörskrá og vera með persónulegan áróður, svarar hann. Kosningaskrifstofurnar hafa ekki verið svona flottar í þá daga? – Þær voru nú ekki svona…, segir hinn, lítur í kringum sig og rang- hvolfir augunum. Þráðurinn detti ekki niður Hlutverk kosningaskrifstofa er m.a. að fylgjast með utan- kjörstaðakosningum, gefa mönnum tækifæri á að hittast og spjalla sam- an, hafa reiður á fundum og und- irbúa þá, vera í nauðsynlegu sam- bandi við aðra flokka eftir því sem nauðsyn krefur út af sameiginlegum fundum og koma sér saman um ým- is framkvæmdaatriði. Það þarf að halda frambjóðendum og öðrum við efnið og sjá um „að þráðurinn detti ekki niður“. Markaðssetningarhliðin virðist oftast nær í höndum manna, sem eru sérmenntaðir á því sviði eða hafa af því mikla reynslu. Lyk- ilþáttur í starfseminni er að veita upplýsingar um hvar eigi að kjósa og hvernig eigi að bera sig að. Ekki er nauðsynlegt að mæta á kosn- ingaskrifstofurnar, því þar er einnig tekið á móti símhringingum. Að fá tækifæri til að kynnast kjós- endum er einn helsti kosturinn við að vinna á kosningaskrifstofu, að sögn viðmælenda blaðamanns. Fleira fléttast inn í starfið, s.s. skipulagning á fundum og skemmt- unum, skraf og ráðgerðir. Þá þykja kosningar einfaldlega spennandi og skemmtilegur tími; þá er gaman að vera í sambandi við frambjóðendur Utankjörfundaratkvæði eru lunginn úr starfinu. Skipulag Frjálslyndra á innra starfinu fram að kosningum. Uppskeruhátíð lýðræðisins Útgáfa stjórnmálaflokka er blómleg fyrir kosningarnar.Halldór Ásgrímsson hlustar á gesti eftir 1. maí-gönguna, en þá lá stríður straumur fólks á kosningaskrifstofur. Útstilling á kosningapésum og stefnuritum. 2 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.