Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 10

Morgunblaðið - 04.05.2003, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LONDON er vinsæll áfanga-staður meðal íslenskraferðamanna, enda hefurborgin upp á margt aðbjóða fyrir þá sem vilja kynna sér menningu, listir og sögu Bretlands. London stendur á 1.600 ferkílómetra svæði og geymir um 1.700 garða. Lundúnabúar eru um það bil 6.800.000 talsins og á hverju ári heimsækja um 15.200.000 erlend- ir ferðamenn borgina og 10.900.000 Bretar. Meðal helstu ferðamanna- staða má nefna British Museum, National Gallery, Madame Tussaud vaxmyndsafnið, Tower of London og Tate Gallery, en ekki síður er gaman að skoða Westminster kirkjuna. Flest allir konungar og drottningar Bretlands hafa verið krýnd í kirkj- unni, en Westminster er hæsta bygging í gotneskum stíl í Bretlandi. Bygging hennar hófst á 10. öld er Bretar voru kaþólskir. Á 16. öld, þegar Biskupakirkjan tók við af kaþ- ólskri kirkju í Westminster, voru gerðar ýmsar breytingar á henni. Leikritaskáldið William Shake- speare (1564–1616) er jarðsettur í kirkjunni, auk fleiri rithöfunda, skálda, leikara og hljómlistarmanna. Windsor-kastali Nágrenni London býður þá ekki síður upp á fjölda áhugaverðra við- komustaða og nægir að nefna Windsor-kastala, sem er 32 km vest- ur af London. Fyrir neðan kastalann er lítið þorp, þar sem er meðal ann- ars lestarstöð og var hún byggð fyrir Viktoríu drottningu, sem hafði gam- an af að ferðast með lest. Á lestar- stöðinni er til sýnis lestarvagn Vikt- oríu drottningar. Eton, virtasti og jafnframt dýrasti heimavistar- menntaskóli fyrir karlmenn er í ná- grenni kastalans. Í Windsor-kastala eru 1.600 her- bergi og hafa 40 konungsfjölskyldur búið í kastalanum. Garðurinn í kringum Windsor-kastala er 2.306 hektarar og nálægð hans við London er því tilvalinn staður fyrir drottn- inguna til að dvelja um helgar. El- ísabet drottning og Margrét systir hennar voru fluttar þangað frá London árið 1940 og bjuggu þær alla síðari heimsstyrjöldina í Windsor. Hérna fer drottningin og fjölskylda hennar á hestbak, leikur póló og fer á veiðar. Haldin er árlega konungleg hestasýning í Windsor. Þá eyðir kon- ungsfjölskyldan yfirleitt hluta af jólafríinu í Windsor og er þá haldið boð fyrir starfsmenn kastalans. Drottningin og Filippus prins hafa sitt hvora íbúðina í öllum sínum að- setrum og sofa ekki í sama svefn- herbergi, en Karl prins og Díana deildu herbergi. Hinn 20. nóvember 1992 kviknaði í norðausturhluta kastalans. Viðgerð- in tók 5 ár og tóku 4.000 manns þátt, en kostnaðurinn nam 40 milljónum sterlingspunda. Var ákveðið að opna hluta Buckingham-hallarinnar fyrir almenningi 2 mánuði á ári og rann aðgangseyririnn til viðgerðarinnar á kastalanum en afgangurinn kom úr kössum konungsfjölskyldunnar. Dansleikur var haldinn í sölunum 20. nóvember 1997, sem var gullbrúð- kaupsafmæli Elísabetar drottningar og Filippusar prins af Edinborg. Windsor-kastali var upphaflega byggður sem dæmigert virki í Nor- mannastíl úr mold og timbri eftir innrás Vilhjálms bastarðs árið 1066. Í kastalanum voru nokkur setulið, sem höfðu verið sett saman til að stjórna héraðinu í nágrenni London. Thames-áin rennur fyrir neðan kast- alann, en hún var mikilvæg fyrir vöruflutninga innan Englands. Kast- alinn er byggður á skógarmörkum þar sem konungar fóru á veiðar. Í skóginum var lítill veiðikofi, sem var kallaður Windlesora, og kölluðu Normannar kastalann eftir honum. Hinrik I. gerði Windsor-kastalann að aðsetri sínu árið 1110. 50 árum síðar þegar barnabarn hans, Hinrik II., var við völd, lét hann byggja einkaíbúðir sínar, neðri og efri húsa- garðinn úr steini. Á síðustu árunum sem Hinrik II. var við völd hófu syn- ir hans Ríkharður og Jón uppreisn, sem neyddi Hinrik II. til að efla varnir kastalans. Neðri hluti kringl- ótta turnsins er talinn frá þeim tíma svo og efri hluti húsagarðsins, turn- arnir í honum og veggirnir í kringum miðjan húsagarðinn og neðri hluta hans. Kapella heilags Georgs Árið 1475 lét Játvarður IV. byggja Kapellu heilags Georgs en einungis 50 árum síðar, þegar Hinrik VIII. var við völd, var lokið við þetta meistaraverk í gotneskum stíl. Í kapellunni eru konungsfjölskyld- urnar grafnar. Gengið er inn í íbúðir Windsor- kastala frá breiðum stiga, en þar var upphaflega miðaldagarður þar sem ræktaðar voru krydd- og lækninga- plöntur. Garðurinn stóð allt til ársins 1820, þegar honum var lokað með breiðum stiga sem hannaður var af Sir Jeffry Wyatville. Núverandi breiðstiga hannaði arkitektinn Ant- hony Salvin árið 1866 fyrir Viktoríu drottningu. Í stiganum er stytta af Georgi IV. konungi, en hann lét breyta kastalanum í núverandi mynd. Hið sérstaka lag á stóru anddyri kastalans kemur til af því að það var hannað sem stigapallur fyrir breið- stiga. Gotneska hvelfingin er eftir enska arkitektinn James Wyatt (móðurbróður Sir Jeffry Wyatville). Anddyrið er núna notað til að sýna vopnabúnað. Georg IV. lét hanna Waterloo sal- inn til minningar um sigur banda- manna á Napóleon við Waterloo. Arkitektinn Sir Jeffry Wyatville hannaði salinn fyrir matarveislur. Í salnum eru 38 málverk af nokkrum þeim hetjum sem tóku þátt í bardag- anum. Einnig eru þar tréskurðar- listaverk eftir Grinling Gibbons og teppið á gólfinu er stærsta teppi í Evrópu án sauma og kom það frá Agra á Indlandi fyrir Viktoríu drottningu. 60 manna borð er í saln- um sem er notaður fyrir opinberar heimsóknir og árlega samkomu Sokkabandsorðunnar (Order of the Garter). Í sal hásætis Sokkabandsorðunn- ar hittast riddarar Sokkabandsorð- unnar í júní ár hvert í viðurvist drottningarinnar, sem stjórnar mál- efnum þeirra og tekur þ. á m. við nýjum riddurum, áður en þeir ganga í gegnum kastalann til kapellu heil- ags Georgs. Á veggjum eru málverk af konungum og drottningum í Sokkabandsorðuklæðum allt frá Georgi I. til Viktoríu drottningar. Yfir arninum er málverk af Elísa- betu II. eftir James Gunn. Tréskurð- arlistaverkin eru verk Grinling Gibbons. Stofa konungs geymir málverk eftir Rubens og lærlinga hans. Loft- ið er skreytt með stjörnu Sokka- bandsorðunnar og tákni Sokka- bandsorðunnar. Í svefnherbergi konungs er franskt rúm frá 18. öld og var því komið fyrir í herberginu að beiðni Viktoríu drottningar fyrir opinbera heimsókn Napóleons III. og Eugé- nie keisaraynju árið 1855. Á veggj- unum eru málverk eftir feneyska málarann Canaletto. Þau eru hluti af safni 50 málverka og 140 teikninga eftir Canaletto sem Georg III. keypti árið 1762 af Joseph Smith, enska konsúlnum í Feneyjum. Búningsherbergi konungs var upphaflega stærra og notað af Karli II. sem lítið einkasvefnherbergi. Sir Jeffry Wyatville breytti því í bún- ingsherbergi fyrir gesti krúnunnar. Málverkin í herberginu eru ein af verðmætustu listaverkum hins kon- ungslega málverkasafns. Þar á með- al eru málverk eftir Rubens, Rem- brandt, Holbein, Dürer og Van Dyck. Frægasta listaverkið er þrí- skipt málverk af Karli I. eftir Van Dyck, sem er haft fyrir ofan arininn. Þetta málverk var pantað og sent til Rómar til að hjálpa myndhöggvaran- um Bernini að gera brjóstmynd af konungnum. Einkaherbergi konungs var notað af Karli II. sem einkastofa, en Wyat- ville breytti því í svefnherbergi fyrir gesti krúnunnar. Málverkin eru frá 18. öld en meðal þeirra eru málverk af Feneyjum eftir Canaletto. Mál- verkin eru eftir Sir Joshua Reynolds, Allan Ramsay og William Hogarth. Stofu drottningar lét Karl II. gera fyrir drottninguna Katrínu af Brag- anza sem „hvíldarstofu“. Síðar var henni breytt í stofu fyrir gesti krún- unnar. Þar eru geymdar andlits- myndir af Tudor og Stuart konung- um. Málverkin af Hinrik VIII., Játvarði VI., Maríu I., Elísabetu I. og Sir Henry Guildford eru eftir Hans Holbein og lærlinga hans. Til vinstri þegar gengið er út úr stofunni er málverk af Jakobi I. eftir Paul van Somer og til hægri af syni hans, Karli I., eftir Daníel Mytens. Mál- verkið fyrir ofan arininn er af elsta syni Jakobs konungs, Hinriki prinsi af Wales (sem lést árið 1612), þar sem hann er á veiðum. Borðstofu konungs lét Karl II. gera á árunum 1675–83 og er hún í barokkstíl. Loftið er málað af ítalska listamanninum Antonio Verrio og tréskreytingarnar eru verk Grinling Gibbons. Fyrir ofan arininn er mál- verk af Katrínu af Braganza eftir Jakob Huysmans. Til vinstri, nálægt dyrunum, er brjóstmynd af Karli II. konungi. Danssalur drottningar var gerður sérstaklega fyrir Katrínu af Braganza um 1670. Málverk eftir Van Dyck eru í salnum. Móttökusalur drottningar er í 17. aldar stíl, en hásæti Katrínar af Braganza er í salum. Í loftinu er mál- verk af Katrínu í vagni teymdum af svönum eftir Antonio Verro. Vegg- teppin voru gerð í frönsku verk- smiðjunni Gobelins í kringum árið 1780. Salur drottningarinnar er prýdd- ur málverki í loftinu sem sýnir Katr- ínu af Braganza. Arininn var fluttur úr Buckingham-höll og lét Vilhjálm- ur IV. flytja hann, en Robert Adam gerði arininn árið 1789. Málverkið fyrir ofan arininn er af Carlottu, systkinabarni við Georg I. með börn- um sínum. Til vinstri við innganginn er brjóstmynd af tónskáldinu Georg Friedrich Händel, en tónlist hans var oft spiluð á tónleikum sem Georg III. hélt í salnum. Í sal drottningarvarðanna voru verðir Katrínar drottningar og þangað komu þeir sem áttu erindi við drottningu. Hann var gerður að beiðni Georgs II. til að vera notaður sem sýningarsalur á vopnabúnaði. Dúkkuhús Maríu Dúkkuhús Maríu drottningar er líklega með fallegri dúkkuhúsum. Arkitektinn Sir Edwin Lutyens hannaði húsið sem er smámynd af konungssetri á 20. öld. Hlutirnir í húsinu eru í stærðarhlutföllunum einn tólfti af venjulegri stærð. Það er rafmagn, heitt og kalt vatn í dúkku- húsinu og lyftur og lásar sem virka. Auk þess eru þar rafmagnsryksuga, rafmagnsstraujárn og Singer saumavél. Í dúkkuhúsinu eru marmaragólf og baðherbergi úr marmara, silkigluggatjöld, silfur- borðbúnaður og meira að segja „skartgripir krúnunnar“ í banka- hólfi. Í kjallaranum eru kampavíns- flöskur og ákavítisflöskur frá þekkt- um framleiðendum. Bókasafn er í húsinu og þar eru bækur innbundnar í skinn eftir fræga höfunda, þar á meðal Rudyard Kipling, Arthur Conan Doyle og A.E. Housman, og safn vatnslitamynda og teikninga eftir fræga listamenn. Í bílskúrunum eru fornbílar þar á meðal einn Rolls Royce Silver Ghost. Einnig eru tveir vagnar og eitt reiðhjól. Garður er í kringum húsið. Lokið var við húsið árið 1924, en 3 ár tók að búa það til og tóku 1.500 handverksmenn þátt í smíði þess. Veffang: www.royal.gov.uk Á slóðum konunga Salur hásætis Sokkabandsorðunnar. Bergljót, Enrico og Linda framan við Windsor-kastala. Windsor-kastali er órjúfanlegur hluti sögu bresku konungsfjölskyldunnar, en það var Hinrik I sem gerði Windsor að aðsetri sínu strax árið 1110. Bergĺjót Leifsdóttir heimsótti kastalann. Aðkoman að Windsor-kastala er óneitanlega glæsileg. Dúkkuhús Maríu drottningar. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.