Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var brakandi blíðaog vor í lofti þegarnokkrir starfsmenn Ís- landsbanka í Vestmanna- eyjum héldu til sjóstangaveiða á ferðamannabátnum Víkingi fyrir skömmu. Siglt var suður fyrir Hellisey þar sem lóðn- ingar lofuðu góðu. Súlan, eða drottning Atlantshafsins eins og þessi tígulegi fugl er oft nefndur, þurfti ekki fisksjá eða dýptarmæli til að vita að þarna bæri vel í veiði. Allt í kring var súlukast. Drottningarnar svifu hátt og gaumgæfðu hafflötinn. Skyndilega steyptust þær með kreppta vængi, líkastar flugskeytum, og hurfu undir yfirborðið svo varla gáraði. Þær fengju fullt hús væri ver- ið að keppa í dýfingum. Svo var kom- ið úr kafi með ufsa sem virtust mun sverari en hálsinn á fuglunum. Það var ótrúlegt að sjá súlurnar sporð- renna rígvænum fiskunum og taka svo flugið. Bankamennirnir gerðu færin klár og létu vaða. Agnið var varla horfið undir yfirborðið fyrr en óður ufsi var á hverjum króki. Þeir sem komust með færin niður úr ufsatorfunni voru þegar með rígaþorsk. Fullt af fiski og menn kappdrógu. Gert var að aflan- um jafnóðum og slóginu kastað fyrir borð. Þar biðu múkkarnir í tugatali og skvöldruðu eins og hundrað saumaklúbbar. Um leið og slorbiti lenti í sjónum var hann hirtur og at- gangurinn svo harður að sjórinn kraumaði. Þarna var stunduð fullnýt- ing sjávaraflans í orðsins fyllstu merkingu. Aðeins fjær fylgdust svartfuglarnir með atganginum. Við og við spyrntu þeir í sjávarborðið og tóku kolldýfur í undirdjúpin í ætis- leit. Lundar flugu hjá og voru ekkert að drolla. Alltaf eins og þeir séu orðnir aðeins of seinir á fund. Þegar hóflega var veitt drógu menn upp og luku við að gera að. Svo var haldið heim á leið og aflanum skipt. Þá tók við flökun og pökkun og kom sér vel að flestir Eyjamenn eru þaulvanir fiskverkun og handtökin kunn. Þótt búdrýgindi séu að fisk- inum í kistunni þá er víst að dýrmæt- ast var að eiga ógleymanlegan dag í yndislegu vorveðri við Eyjar. Sjóstöng og súlukast Súlurnar sporðrenndu ufsunum með þvílíkum aðförum að áhorfendum nærri svelgdist á. Sumir fiskanna virtust mun sverari en súluhálsarnir og slaga vel upp í lengd fuglanna. Samt hurfu þeir ofan í gapandi ginin eins og ekkert væri. Morgunblaðið/Sigurgeir Fýlarnir slógu ekki slöku við slógið. Atgangurinn var harður og múkkakösin á sífelldu iði. Á stundum komst svolítil reiða á óreiðuna og á einu slíku augnabliki myndaðist þetta „fýlablóm“. Veiðimennirnir voru þreyttir en ánægðir eftir frábæran dag. F.v. Sigurður Frið- riksson, Börkur Grímsson útibússtjóri, Tómas Pálsson og Óðinn Steinsson. Drottningar Atlantshafsins og vinir sjómannanna tóku vel á móti nokkrum bankastarfsmönnum sem héldu nýlega til sjóstangaveiða við Vestmannaeyjar. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari var með í för og myndaði ævintýrið. Tómas Pálsson reyndist ekki síðri afreksmaður íveiðinni en fótboltanum. Í baksýn sjást f.v. Súlnasker, Stóri-Geldungur, Litli-Geldungur, Hunda- og þúfusker og Geirfuglasker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.