Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 22
– Í hvað fara tígrisdýr á nóttunni? – Röndótt náttföt! Hér sjáið þið nokkra litla hvalakálfa í sundferð með mömmu sinni. Tveir þeirra eru nákvæmlega eins. Annar er fyrir ofan mömmuna, en hinn er fyrir neðan og er númer …? Lausn á næstu síðu. Kálfar á sundi Hvíti hvalurinn Moby Dick var líklega búrhvalur eins og þessi hér. Yfirleitt eru þeir dökkgráir með ljósar rendur eða doppur en húðin kringum munninn hvít. Bolurinn er ljósgrárri og stundum hvítur. Hvernig verður þinn búrhvaur á litinn? Hvítur eða grár? Litið listavel Best að fara á hvalveiðar í dag. En hvernig getur þú það? Jú, með því að föndra ótrú- lega sniðugan veiðileik – og svo vinnurðu alla vinina í leikn- um! Nú ætlar þú að föndra nokkra hvali og til að fá mynd af þeim, má t.d. fara inn á www.ruv.is/ hvalir, leita annars staðar á Netinu eða í bók. Það sem til þarf  Föndurpappír (grár, svartur, hvítur)  Penna  Skæri  Járnbréfaklemmur  Reglustiku eða um 30 cm prik  Bandspotta  Segul sem hægt er að binda um Það sem gera skal 1) Teiknið fyrst hvalina á föndurpappírinn, og klippið þá út. 2) Teiknið andlit á hvalina. 3) Opnið bréfaklemmuna og þræðið hana í gegnum nebbann á hvalnum og lokið henni aft- ur. Hér gæti þurft hjálp. 4) Bindið bandið við reglustikuna. Betra er að hún hafi gat á endanum. 5) Bindið segulinn í hinn enda bandspottans. 6) Keppið nú við vinina um hver er fljótastur að veiða sem flesta fiska. Á hvalveiðum Föndur og leikur Ert þú dugleg/ur að teikna? Langar þig í hvalaskoðun- arferð? Ef þú svarar báðum þess- um spurningum játandi skaltu halda áfram að lesa. Barnablað Moggans ætlar að efna til myndlistarkeppni, þar sem aðalvinningurinn er hvalaskoðunarferð fyrir eitt barn og einn fullorðinn. Dreg- ið verður úr innsendum myndum. Og ekki nóg með það! Ljósmyndari Moggans kemur líka með og tekur myndir af þér og hvalnum, sem birtast í blaðinu! Nokkrir duglegir teiknarar verða síðan verðlaunaðir með birtingu myndar þeirra, sér- stöku viðurkenningarskjali og flottum bol úr Moggabúðinni. Þá er að setjast niður og teikna voða fína mynd af hvaða hval sem er. Sendu myndina ásamt nafni og upp- lýsingum um aldur og heimilisfang fyrir 13. maí til: Barnablað Moggans – Hvalamynd – Kringlunni 1 103 Reykjavík Hvalaskoðun í vinning! Myndlistarkeppni Í þetta sinnið ætlum við nýta okkur orðaforða grein- arinnar að ofan í orðaruglið. Ef þú hefur lesið greinina getur þú fundið hvaða orð í ruglinu vantar í orðalistann hér að neðan, á réttum stað miðað við stafrófsröð. Mundu að orðin liggja lóðrétt, lárétt og niður á ská. F O I B P T H N N M H I T H U M S U Á R E O V F N Ö M H I Ó H M I B A L K F S E N V Y O N Y L I E R Y I L Þ R A S D A P I U A M C V N Ð O I B P K N Ð A M E I V G C L E Ó G O E U R N L S K Á R G U G Y R L G E L R S H E R K Á L F U R A E T V S T E Y P I R E I Ð U R T A B Ú R H V A L U R A Risavaxið orðarugl Það er munur að vera hvalur og geta siglt um sjóinn einsog skip. Ég er stærsti hvalur í heimi og ég syndi um með merkilegan svip. (Ólafur Haukur Símonarson, „Það er munur að vera hvalur“.) Hver ætli sé að syngja þetta lag? Að öllum líkindum er það hvalurinn steypireiður því hann er einfaldlega stærsta dýr í heimi. Þið haldið að risaeðlurnar hafi verið stórar? Já, reyndar, en steypireyðurinn er enn stærri! Þeir geta orðið 30 metrar að lengd, og 150 tonn að þyngd. En það jafngildir þyngd 2.000 fullorðinna manna! Hvalabörnin drekka mjólk En það eru ekki allir hvalir svona stórir. Sumir eru bara 2–3 metrar, eins og t.d. höfr- ungar, og háhyrningar eins og Keikó eru um 8 metrar að lengd. Furðulegast er með hvali að þeir eru spen- dýr. Það þýðir að þeir eru með heitt blóð en ekki kalt einsog fiskarnir. Einnig sjúga hvala- börnin, sem kölluð eru kálfar, mjólk úr spena á mömmu sinni, alveg einsog aðrir kálfar, lömb og mannfólk. En litlu hvalakálfarnir þurfa þó að koma upp á yfirborðið til að anda, svona rétt á milli sopa. Þið sjáið gosbrunninn sem stendur upp úr hausnum á hvölunum hér á blaðsíðunni. Þetta er hvalablástur og þá eru hvalirnir að blása röku og hlýju lofti úr lungunum sínum, og fá sér meira súrefni áður en þeir fara aftur á kaf. Búrhvalur heitir sá hvalur sem getur kafað dýpra en nokkur annar hvalur, alveg niður á hafsbotn þar sem fjársjóðirnir leynast. Og svo getur hann haldið niðri í sér andanum í 80 mínútur, sem eru tvær kennslustundir sam- anlagt. Vá! Hvíti risahvalurinn Moby Dick Margar sögur hafa verið skrifaðar um hvali. Hvalir koma t.d. oft fyrir í íslensku þjóðsög- unum. Einnig segir frá Jónasi í hvalnum í Gamla testamenti Biblíunnar. Gosi þurfti líka einu sinni að bjarga Jakobi úr hvalsmaga, en áreiðanlega er sagan um Moby Dick frægust allra. Hún var skrifuð af rithöfundinum Her- man Melville árið 1851, eða fyrir 152 árum síð- an, og er alltaf jafnvinsæl. Þar segir frá risastórum hvítum búrhval, sem allir vildu veiða. Söguna segir drengurinn mjög leiður og veikur. Þá var safnað rosalega miklum pening- um til að flytja hann aftur heim til Íslands, en hingað kom hann 11. september 1998 og lenti á Heimaey. Hann bjó í geysistórri kví í Klettsvíkinni, en er nú aft- ur frjáls ferða sinna um höfin blá. En aumingja Keikó á víst eitthvað bágt með að lifa einsog villtur háhyrningur. Ferð þú í hvalaskoðunarferð? Það er margt hægt að finna um Keikó og aðra hvali á Netinu. Bestu síðurnar eru eflaust www.ruv.is/hvalir og www.ismennt.is/not/musa. Á þessum vefjum má læra allt um hvali, lesa sögur, ráða krossgátur, föndra og hlusta á hvalahljóð. Þeir eru rosa skemmtilegir. Suma langar kannski að bregða sér í hvala- skoðunarferð í sumar. Þá er meira en gráupp- lagt að taka þátt í myndlistarkeppninni hér fyrir neðan og þá getur þú kannski unnið hvalaskoðunarferð. Vertu með! Ishmael sem fer með í veiði- leiðangur með skipstjóranum Ahab sem er með staurfót úr hvalabeini, en Moby Dick beit nefnilega af honum fótinn. Nú vill Ahab óður hefna sína á hvíta risahvalnum. Áhöfnin lendir í ótrúlegustu ryskingum við Moby Dick, og að lokum farast allir nema Ishmael. Keikó kvikmyndastjarna Bíómyndir hafa verið gerðar um Moby Dick, en líka um aðra hvali. Flipper heitir hvalur, sem gaman gæti verið að leigja bíómyndir um á myndbandi. Og líka myndirnar um háhyrn- inginn Willy, sem heita Frelsum Willy (Free Willy), en það er einmitt íslenski háhyrning- urinn Keikó, sem leikur aðalhlutverkið í þeim, og þess vegna er hann svona frægur. Keikó var bara 2 ára þegar hann fór í flug- vél til Bandaríkjanna til að vera sýningargrip- ur á sædýrasafni mönnum til skemmtunar. Hann var mjög mannelskur en varð síðan Það er munur að vera hvalur! Risaverurnar vinsælu Keikó í hlutverki Willys. + Búrhvalur + Flipper + Heimaey + Háhyrningur + Hvalablástur + Höfrungur + + Keikó + Melville + Moby Dick + Steypireiður Einn góður …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.