Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 20
Hinir stökkbreyttu í nýjum hasarævintýrum X-Men 2 eftir Bryan Singer frumsýnd hérlendis um helgina  FRANSKI leikstjórinn Pat- rice Chereau, sem þekktastur er fyrir hina umdeildu kynlífs- mynd Intimacy og Son Frére/ Bróðir hans, sem vann silf- urbjörninn í Berlín í ár, er að undirbúa nútímalega kvik- myndaútgáfu af skáldsögunni Sulti eftir norska rithöfundinn Knut Hamsun. Sultur var áður kvikmyndaður árið 1966 af Dananum Henning Carlsen og fékk sænski leikarinn Per Oscarsson þá leik- araverðlaunin í Cannes fyrir leik sinn í aðalhlutverk- inu. Í Cannes 2003 verður Patrice Chereau hins vegar í hlutverki dómnefndarformanns. Frakki filmar Hamsun Patrice Chereau: Sultur.  HIN ódauðlega sænska kynbomba Anita Ekberg, sem Federico Fellini gerði að tákni nútímalostans þegar hann lét hana baða sig í svörtum samkvæmiskjól í Trevi-gosbrunninum í Róm í La Dolce Vita/Hið ljúfa líf, hefur tekið að sér aðal- hlutverk í nýrri gamanmynd sænska leikstjórans Suzanne Osten. Myndin heitir Walther og Virginia og er að sögn Ostens ástarsaga úr leikhúslífinu. Ekberg, sem nú er 71 árs að aldri, mun þar leika á móti Etienne Glaser. Hún hefur búið á Ítalíu og lítið leikið eða komið fram op- inberlega þar til hún þiggur þetta hlutverk. Anita Ekberg snýr aftur Anita Ekberg: Ellismellur?  BANDARÍSKA leikkonan Joan Allen, sem þrívegis hef- ur verið tilnefnd til ósk- arsverðlauna, er um þessar mundir að leika annað aðal- hlutverkanna í nýrri mynd breska leikstjórans Sally Potter. Myndin heitir Yes og er lýst sem „ástríðufullri ást- arsögu um gifta bandaríska vísindakonu og líbanskan matreiðslumann í útlegð í London.“ Sally Potter er kunn af óvenjulegum myndum á borð við Orlando, The Tango Lesson og The Man Who Cried. Meðal annarra leikara í Yes eru Simon Abkarian og Sam Neill. Allen segir já við Potter Joan Allen: For- boðnar ástir.  TÖKUR standa nú yfir á nýjustu mynd sænska leik- stjórans Lasse Hallström vestra. Hún heitir An Unfin- ished Life og fjallar um unga konu sem neyðist til að flytja með dóttur sína inná fyrrum tengdaföður sinn. Þessi tvö aðalhlutverk leika Jennifer Lopez og Robert Redford, en í öðrum helstu hlutverkum eru Morgan Freeman og Damian Lewis, sem síðast léku saman í hinni ótrúlega vondu Dreamcatch- er, Josh Lucas og Camryn Manheim. Redford og Lopez hjá Hallström Robert Redford: Í sambúð með Lopez.  SÆNSKA gamanmyndin Kopps eða Löggur hefur reynst leikstjóranum og handritshöfundinum unga Josef Fares farsæl sem næsta verk á eftir smellinum Jalla! Jalla! en Kopps hefur selt 704 þúsund að- göngumiða í heimalandinu til þessa og var helsta ástæða þess að aðsókn jókst að sænskum bíóum um 15% í febrúar s.l. og hlutur inn- lendrar framleiðslu rúmlega tvöfaldaðist miðað við sama tíma í fyrra (33%). Nú hefur framleið- andi Kopps, Lars Jönsson, selt bandaríska Col- umbia-félaginu og Happy Madison-félagi Adams Sandler endurgerðarrétt á Kopps enda fellur sagan vel að amerískum smekk. Þar segir frá löggunum í friðsömum smábæ sem drekka kaffi dag út og dag inn því engir eru glæpirnir. Þegar hagræðingaröflin sjá sér leik á borði og hyggjast leggja lögreglustöðina niður grípa löggurnar til sinna ráða til að auka afbrotin í þorpinu. Sandler endurgerir Fares Adam Sandler: Löggulíf til inn- flutnings. „ÉG HAFÐI gengið með þá hug- mynd lengi að gera bíómynd þar sem spunavinna með leikurum legði grunn að handriti sem síðan væri skrifað með hefðbundnum hætti fyrir sjálfar tökurnar,“ seg- ir Ragnar Bragason leikstjóri, en í næsta mánuði byrjar hann tök- ur á slíkri bíómynd í samvinnu við Vesturport. Aðalhlutverkin í myndinni, sem ber vinnuheitið Kvikyndi, leika Ingvar E. Sig- urðsson, Gísli Örn Garðarsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlyn- ur Haraldsson, Agnar Jón Eg- ilsson og Víkingur Kristjánsson. Aðeins leikstjórinn með heildaryfirsýn Ragnar segir að hann hafi unn- ið áður með hluta þessa hóps að fyrri kvikmyndaverkum sínum, Fíaskó og Villiljósum. „Um mitt síðasta sumar hafði ég svo sam- band við Vesturportara sem þá voru að æfa Rómeó og Júlíu. Mig langaði til að vinna með þeim vegna þess að ég vissi að þau hafa metnað til og brennandi áhuga á að reyna nýja sköpun án þess að efnahagslegur ávinning- ur af henni sé tryggður; þau vilja gera eitthvað sem skiptir máli. Síðla sumars 2002 hitti ég svo hvern leikara fyrir sig á einstak- lingsfundum og við sköpuðum uppskáldaða persónu, byggða á raunverulegri fyrirmynd. Í fram- haldi tók við spunaferli þar sem persónurnar hittu hver aðra í mismunandi aðstæðum. Leikur- unum var bannað að ræða per- sónur sínar hver við annan, þannig að enginn er meðvitaður um eða hefur yfirsýn yfir söguna í heild, sem fæðist með þessum hætti smátt og smátt, nema leik- stjórinn.“ Þegar samstarf þeirra Vestur- portara hófst var Ragnar kominn með hugmyndir um efnisstef en alls ekki um söguþráð. „Mig langaði að vinna með ákveðna til- finningu, sem ég gæti lýst með einu orði: Fjölskyldutengsl, hvaða áhrif fjölskyldur hafa á líf fólks. Þetta stef hefur enn ekki tekið á sig hefðbundið fjölskyldu- form á spunaferlinu, enda getur birtingarmynd fjölskyldunnar verið með ólíkum hætti.“ Eins og heimildarmynd um raunverulegt fólk Hvað áttu við þegar þú talar um uppskáldaðar persónur byggðar á raunverulegri fyrir- mynd? „Í upphafi vinnunnar í fyrra- sumar lagði ég á það áherslu við leikarana að persónurnar sem þeir kæmu með til mín og vildu túlka væru ekki uppskáldaðar frá grunni heldur byggðar á einstak- lingseinkennum eða hegðunar- mynstri fólks sem viðkomandi þekkti persónulega. Þannig var byrjað en síðan vex og breytist persónan í samstarfsferlinu. Að lokum verður hún uppskálduð þótt hún hafi þessa rót í raun- veruleikanum. Ég legg mikið upp úr því að myndin nái ástandi heimildarmyndar – að áhorfand- anum líði eins og hann sé að horfa á heimildarmynd um raun- verulegt fólk“ Þannig segir hann að orðið hafi til persónur sem honum myndi aldrei hafa tekist að skapa einum og sér í venjulegu kvikmynda- handriti. „Mér hefði hreinlega aldrei dottið þær í hug. Og út- koman fellur ekki inní helstu kvikmyndagerðir; hún er ekki gamanmynd, ekki drama, en lýt- ur sínum eigin lögmálum.“ Sem dæmi um hliðstæður við vinnu- brögðin við Kvikyndi nefnir hann allt frá frönsku nýbylgjunni, leik- hús Peters Brooks og Stanisl- avskís, myndir Johns Cassavetes og ekki síst Mikes Leighs. „Ég stefni að þessu jarðbundna raunsæi sem einkennir mörg verk þessara manna. Flestar kvikmyndir koma að áhorfand- anum með umsnúningana og há- punktana fyrirfram ákveðna og staðsetta; hetjurnar og andhetj- urnar eru dregnar skýrum drátt- um. En þessi organíska eða líf- ræna vinnuaðferð, sem við höfum beitt, leiðir til alls annars en fyr- irsjáanlegrar niðurstöðu. Hug- myndin á bak við Kvikyndi er að bæta við nýrri vídd í íslenska kvikmyndagerð, vekja með áhorfandanum hugsanir og til- finningar sem hann er ekki van- ur.“ Jákvætt og neikvætt Af hverju ber myndin vinnu- heitið Kvikyndi? „Mér finnst Kvikyndi bara svo fallegt orð. Það getur haft bæði jákvæða og neikvæða merkingu, rétt eins og fólk hefur bæði já- kvæðar og neikvæðar hliðar.“ Ragnar segir að við kvik- myndaverkefni af þessu tagi dugi hefðbundnar fjáröflunarleiðir skammt. Ekki þýði að sækja um framleiðslustyrk til erlendra sjóða fyrr en handrit liggi fyrir. „En við vonum að Kvikmynda- miðstöð Íslands skilji hvert við erum að fara þegar opnað verður fyrir úthlutanir nú í sumar. Við erum auk þess að vinna að samn- ingum við einkafjárfesta; sem betur fer eru til slíkir aðilar með menningarlegan sans. En í versta falli gerum við þessa mynd fyrir 0 krónur. Þannig er áhuginn. Í Kvikyndi eru ekki gerðar markaðslegar málamiðl- anir. Hún er þess eðlis að hún bíður ekki eftir nokkru nema sjálfu sér, þ.e. ferlið er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa eftir það handrit og bíða svo í ár eftir að hún verði fjármögnuð. Ís- lenskt kvikmyndaumhverfi er ekki sérstaklega til þess fallið að leikstjórar þroskist og bæti við sig. Margir hverjir sitja heima í fjölda ára og bíða eftir styrkjum. Til að verða að góðum kvik- myndaleikstjóra þurfa menn að gera myndir mjög reglulega. Tim Blake Nelson kemur til hjálpar Hvað er fleira í deiglunni? „Ýmis önnur verkefni,“ svarar Ragnar, „og þeirra á meðal er Hvíslarinn.“ Handrit þeirrar myndar var tilnefnt til hinna virtu Sundance/ NHK Filmakers Award þetta ár- ið, sem það besta í alþjóðlegri handritsgerð. Í framhaldinu seg- ist Ragnar hafa verið í sambandi við ýmsa þekkta leikara, þar á meðal óskarsverðlaunahafa, um að taka þátt í myndinni. Ekkert sé enn fast í hendi hvað það varð- ar en þó sé frágengið að aðal- hlutverkið verði í höndum Tims Blakes Nelsons (O Brother Where Art Thou, Minority Re- port og The Good Girl). „Handritið að Hvíslaranum (The Whisperer) skrifaði ég ásamt Marteini Þórissyni og er framleiðslan í höndum Zik Zak kvikmynda. Í stórum dráttum fjallar sagan um mann sem fæð- ist á Vestfjörðum árið 1968 með náðargáfu sem reynist honum bölvun í lífinu. Þetta er epísk saga, sem nær fram til nútímans, um einangraðan mann sem elst upp með þeim persónum sem Þau spinna, skapa og leika: Hinn kvikyndalegi leikhópur Vesturports. Vil bæta nýrri vídd við íslenska kvikmyndagerð „Þessi organíska eða lífræna vinnuaðferð, sem við höfum beitt, leiðir til alls annars en fyrirsjáanlegrar nið- urstöðu,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri um samstarfsverkefni sitt og Vesturports, bíómyndina Kvikyndi sem tekin verður í sumar. Hann segir Árna Þórarinssyni frá óvenjulegu sköpunarferli Kvikynda og einnig frá Hvíslaranum sem hinn þekkti bandaríski leikari Tim Blake Nelson hefur tekið að sér aðalhlutverkið í. Ljósmynd/Friðrik Örn Ragnar Bragason: Áhrif fjölskyldunnar á líf okkar …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.