Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 21
hann les í 19. aldar bókmenntum og spinnur í kringum sig vef þar sem mörk ímyndunar og veruleika eru óljós. Charles Dickens, Herman Melville og Edgar Allan Poe eiga stóra hluti í mér og þetta er – þó það hljómi undarlega – túlkun á minni sjálfsævisögu,“ segir Ragnar og brosir. „Ég hafði ekki gert mér neinar stórar grillur um að Hvíslarinn yrði mynd sem ég fengi fjármagnaða á næstu árum enda mjög viðamikið verkefni og kostnaðaráætlun hljóð- ar upp á rúmar 500 milljónir króna. En eftir að ég var tilnefndur til Sundance-verðlaunanna fór boltinn að rúlla. Tim Blake Nelson, sem sjálfur er afkastamikill handritshöf- undur og leikstjóri, var formaður fimm manna dómnefndar sem fór yfir tilnefndu handritin. Hann barð- ist víst hetjulega ásamt öðrum dóm- nefndarmeðlimi fyrir því að við myndum vinna en varð að lúta í lægra haldi. Samt má segja að verk- efnið hafi fengið bónusvinninginn því hann hafði í framhaldinu sam- band og krafðist þess að fá að taka þátt í þessu með mér. Tim Blake er vel tengdur í kvikmyndaheiminum í Bandaríkjunum og svo skemmtilega vildi til að hann þekkti persónulega þá leikara sem ég hafði sett niður á draumalistann minn. Handrit liggja því þvæld á náttborðum víðsvegar um Hollywood þessa dagana,“ glott- ir leikstjórinn. Ragnar segist þó ekkert vera að fara á límingunum yfir þessu. „Mað- ur hefur lært að ekkert er öruggt í undarlegum heimi kvikmyndanna. En ef þetta gerist væri það frábært. Ef ekki hefur maður að minnsta kosti eitthvað skemmtilegt að segja barnabörnunum.“ Hann bætir við að enn togi for- tíðin líka í sig. „Núna í september legg ég í kynningarferð til Þýska- lands því mynd mín Fíaskó er að fara þar í viðamikla kvikmynda- húsadreifingu samtímis í átta borg- um. Ég held að eitthvað um 25-30 eintök af myndinni verði í gangi til að byrja með. Frumsýning verður 25. september.“ John Torturro, Tim Blake Nelson og George Clooney í O Brother Where Art Thou: Barðist fyrir Hvíslaranum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 B 21 bíó SAMSETTAR, flóknar, jafnvelþversagnakenndar persónureru aðalsmerki þeirra til- tölulega fáu mynda sem Bryan Singer hefur gert. Í söguheimi X-manna, sem byggist eins og svo margar bíó- myndir nútímans á teiknuðum has- arblöðum, er mannkynið þrískipt. Í fyrsta lagi er stökkbreyttur hluti þess sem hefur ofurmannlega hæfi- leika og nýtir þá til góðs, í öðru lagi er stökkbreyttur hluti þess sem nýtir þessa hæfileika til ills og í þriðja lagi er hið „venjulega“ mannkyn sem stendur hálfvanmáttugt gagnvart hinum stökkbreyttu. Bryan Singer seg- ir þennan söguheim endurspegla okkar raunveruleika að því leyti að þar sé ævinlega fjöldi manna sér á parti vegna sérstakra eiginleika, hæfileika eða uppruna og sú stað- reynd sé undirrót sundrungar og átaka í heiminum. Fyrri myndin um X-Men (2000) var dýrasta og viðamesta mynd Sing- ers, kostaði um 70 milljónir dollara, sem þó þykir ekki mikið á mæli- kvarða Hollywoodhasarsins. Hún náði þeim peningum inn aftur með glæsibrag og miklu meira að auki. Mönnum ber ekki saman um gæði hennar og fyrir minn smekk var hún mun stirðari kvikmynd en fyrri verk Singers; hana skorti filmíska mýkt og rennileika og engu líkara en Singer hafi ekki fundið sig í stílfærðum heimi hasarævintýrisins, öfugt við hans fyrri athafnasvæði í myrkum nútímanum. En þær fregnir berast að X-Men 2 sé töluvert betur heppn- að verk. Bryan Singer er nú 36 ára að aldri. Hann ólst upp í gyðingafjölskyldu í New Jersey en æska hans er sögð lit- uð af því að hann stofnaði ásamt nokkrum félögum sínum sem ekki voru gyðingar svokallaðan „Naz- istaklúbb“. Hann hefur þó neitað því að þar með hafi hann verið að hafna uppruna sínum heldur hafi klúbbur þessi gengið út á áhuga á heimsstyrj- öldinni síðari. Starfsemi klúbbsins var stöðvuð af móður Singers, sem gerði hann meðvitaðri um sjálfan sig og arfleifð gyðinga. Annar helsti áhrifavaldur í æsku hans var kvik- myndin og hann fór að fást við kvik- myndagerð strax sem táningur. Hann hóf nám við Sjónlistaskóla New Yorkborgar og lauk námi í kvik- myndagerð frá háskólanum í Suður- Kaliforníu. Þar kynntist hann tveim- ur framtíðarfélögum sínum í kvik- myndagerðinni, tónskáldinu og klipparanum John Ottman og framleið- andanum Kenneth Kokin. Að námi loknu gerði hann stuttmynd fyrir 16 þúsund dollara sem hét Lion’s Den og fjallaði um vinahóp úr mennta- skóla sem hittist aftur nokkrum ár- um síðar og kemst að því að þeir eiga minna sameiginlegt en þeir héldu. Aðalhlutverkið lék Ethan Hawke, vinur Singers úr menntaskóla. Næst kom Public Access (1993), bíómynd í fullri lengd í samstarfi við fyrrnefnda Ottman og Kokin ásamt handritshöfundinum Christopher McQuarry, sem síðan samdi hið marg- flókna handrit að The Usual Su- spects. Í Public Access fást þeir Sing- er og McQuarry við háskaleg áhrif fjölmiðla á fámennt bandarískt dreif- býlissamfélag og þótt myndin sé dá- lítið seigfljótandi og á köflum vand- ræðaleg eru áhrifin á margan hátt býsna mögnuð. Þeir félagar springa hins vegar út sem kvikmyndagerð- armenn með full tök á miðlinum í The Usual Suspects tveimur árum seinna. Leikur þeirra með frásagnartæknina er eitursnjall, margsnúin sagan af fimm glæpamönnum, „góðkunn- ingjum lögreglunnar“ og leitinni að hinu dularfulla „illmenni“ Keyzer Soze er jafn klókindaleg og úthugsuð og hún er heillandi. The Usual Su- spects er komin í hóp klassískra krimma, full af hugviti og leynd- ardómum, enda hreppti hún ekki að- eins mikla aðsókn heldur fjölda við- urkenninga, þar á meðal Óskara fyrir handrit McQuarrys og leik Kevins Spa- ceys. Þriðja bíómynd Singers, Apt Pupil, kom svo 1998 og olli mörgum von- brigðum þótt leikstjórinn væri greinilega að fást við söguefni úr æsku sinni, þ.e. nazismann og gyð- ingdóminn. McQuarry var fjarri hand- ritsgerðinni sem byggðist á smásögu eftir Stephen King um 16 ára náms- mann sem fær áhuga sínum á naz- istum fullnægt þegar hann uppgötv- ar að gamall stríðsglæpamaður úr þeirra hópi býr í grenndinni og beitir hann kúgun. Bryan Singer starfrækir eigið kvik- myndafyrirtæki sem heitir Bad Hat Harry Productions og er nafnið feng- ið úr einni eftirlætismynda hans, Jaws. Hann hefur lengi verið að und- irbúa endurgerð sjónvarpsþáttanna Battlestar Galactica frá því um 1980, en sló henni á frest þegar hann tók að sér að leikstýra framhaldinu af X-Men. Vonandi verður Singer þó ekki innlyksa í krónískum hasarblaðs- ævintýrum Hollywoodiðnaðarins og heldur áfram að rannsaka hin gráu svæði illskunnar í mannfólkinu. X-maður illskunnar Hin gráu svæði illskunnar eru eftirlæt- isviðfangsefni leikstjórans Bryans Sing- ers. Hann segir sjálfur að til þess að skilja illskuna í mannfólkinu sé nauðsyn- legt að sýna henni og flóknu eðli hennar tilhlýðilega virðingu, en ekki bara af- greiða hana. Slík einföldun muni aldrei koma í veg fyrir illsku. Til marks um þetta viðhorf er auðvitað meistaraverk Singers The Usual Suspects og að sínu leyti einnig hasarævintýrið um X-Men, en nú fyrir helgina var frumsýndur hérlendis annar hluti þess. er jafnan með atriði í myndum sínum sem gerast í neðanjarð- argöngum. „Ástæðan er sú,“ segir hann, „að þegar ég var strákur fórum við í kajakferðir á stöðuvatni einu. Til að komast frá bátaleigunni og út á vatnið urðum við að fara gegnum risa- stór, stálvarin göng sem lágu undir þjóðveginn. Ég naut þeirr- ar ferðar í botn og síðan hefur mér alltaf þótt einstaklega gaman að fara gegnum göng, akandi, gangandi eða siglandi. Af einhverjum ástæðum heillar þetta mig.“ Bryan Singer Árni Þórarinsson SVIPMYND Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ Selfoss Þekking, reynsla og þjónusta í 60 ár Sími 482 1980 Hvolsvöllur Sími 487 8136 Tilboð óskast í eftirfarandi tæki Alhliða járnsmíði, pípulagnir, vökvalagnir, viðgerðir og nýsmíði. Gerum tilboð í stór og smá verkefni Stenhoj 100 t pressa Plötuvals 2000x4 Kantpressa 45 tonn Súluborvél PK 031 Cidan plötukl. 1500x4 Kasto hjakksög Ridgid snittvél-1822 Ridgid snittvél 2“ Kempi suðuvél 3500 Kempomat Mig suðuvél Kempi TU20 Tig suðuvél Kempi FU20 Mig suðuvél SAF Plasmavél PPV-FS260 Rennibekkur TOS SN50B Rennibekkur Radíalborvél VPU-2 CY-210 Bandsög Slöngupressa FP P32M Bandslípivél 75x2000 Tilboð berist á skrifstofu að Austurvegi 69 Selfossi fyrir 15. maí eða í tölvupósti velsmidja@vka.is 1971 1960 1966 1984 1970 1970 1989 1960 1984 1984 1984 1984 1984 1980 1984 1960 1999 1987 1989

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.