Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grót er á núlli en allur peningur fer í að styrkja stoðir starfseminnar með tækja- kaupum og skyldum hlutum. Alþjóðleg tónlistarhátíð í Götu Áðurnefnd strönd við Syðri Götu var vett- vangur ansi sérstæðrar tónlistarhátíðar sem haldin var í fyrrasumar á vegum Grót undir nafninu G! Hátíðin fór fram 19. júlí þar sem fram komu innlendir listamenn eins og Clickhaze, Enekk (dáðasta þjóðlagasveit eyjanna), MC Hár og Hanus G. Jóhansen. Sólarn og félagar fóru þá af stað snemm- sumars út um allar eyjar með „stríðni“-aug- lýsingar, veggspjald þar sem aðeins var að finna stafinn G með upphrópunarmerki aft- an við. Hátíðin tókst svo vonum framar og hundr- uð gesta undu sér vel á ströndinni og í sjón- um, með tónanna klið í bakgrunni og falleg fjöll í sjónmáli. Því var ákveðið að fara af stað með al- þjóðlega hátíð í sumar og mun hún standa yf- ir dagana 17. til 19. júlí. Þetta hljómar auðvit- að sem óðs manns æði en Grót-liðar hafa passað sig á því að reka þessa litlu hátíð af skynsemi og ekki fara fram úr sér. Engar skýjaborgir eru reistar, ekkert óraunhæft. Þar skilja þau sig dálítið frá íslenskum eld- hugum, sem stundum fara offari í fram- kvæmdagleðinni. Á meðal hljómsveitanna sem spila á G! þetta árið er hin finnska Bomfunk MC’s, sem átti mest seldu smáskífuna í Evrópu árið 2000, „Freestyler“, og rakaði í kjölfarið að sér verðlaunum, m.a. fékk hún evrópsku MTV-verðlaunin sem besta sveit Norður- landa. Xploding Plastix frá Noregi kemur einnig fram en hún heimsótti Íslendinga á síðustu Airwaves-hátíð. Sveitin leikur leti- lega og hrynheita tónlist ekki ósvipaða þeirri sem Royksöpp hefur verið að gera. Glorybox kemur frá Danmörku og spilar nýbylgjurokk og hin íslenska Úlpa mun þá einnig fara á G! Af innlendum tónlistar- mönnum er búið að staðfesta Hanus Jóhansen en fastlega má búast við að gnægð innlendra sveita leiki í bland við þessar út- lensku. Metnaðarfull þriggja daga hátíð í 1.000 manna bæ í Færeyjum. Klikkun? „Ég trúi því af heilum hug að það sé hægt að koma öllu því sem mann dreymir um í framkvæmd, ef maður bara leggur sig eftir því,“ svarar Jón. „Ef maður vill setja á stofn tónlistarhátíð þá er það hægt.“ síðustu ár,“ heldur Sólarn áfram. „Og virkn- in hér í Götu er mikil um þessar mundir. Átta sveitir eru nú starfandi og hafa þær greiðan aðgang að æfingaaðstöðu. Svo er hér tónlist- arskóli þar sem kennararnir tengjast inn í Grót.“ Vonbjört bætir því við að mikilvægur þátt- ur í þessu öllu séu „eldsálir“ eins og það er orðað á færeysku, drífandi aðilar sem koma hlutunum í verk. „Við erum að gera þetta af einskærum áhuga,“ segir Vonbjört. „Frá því að við vor- um ung höfum við alltaf hlustað mikið á tón- list enda var ekkert annað við að vera hér. Engir barir eða kaffihús. Þær voru því margar kaffilegnar andvökunæturnar þar sem hlustað var á tónlist fram og til baka.“ Í dag er rekin ein sjoppa í Syðri Götu, sem einvörðungu geymir sjálfsala en ekkert starfsfólk. Eldsálir Blaðamaður greinir dálítinn „Íslending“ í þessu fólki. Þetta viðhorf „kýlum á það, þetta reddast“ sem oft virðist fylgja íslensku at- hafnafólki. Því sú þjóðarsál sem ég kynntist í eyjunum var afar hæglætisleg og suður-evr- ópsk; fólk var á afar hægum takti og rólegt. Í ferðalagi um eyjarnar fær maður svona frumbyggjatilfinningu þar sem byggðirnar eru flestar í formi 500 manna þorpa sem dreifast víða. Færeyjar skiptast í átján eyjar og ólíkt Íslandi má telja þónokkrar mállýsk- ur innan færeyskunnar. Það var eftirtektarvert á Prix Föroyar hvernig Gestir, sem einmitt koma frá Götu, skáru sig úr hinum sveitunum sem þátt tóku. Hjá henni var meira lagt upp úr túlkun en færni á meðan því var öfugt farið hjá hinum sveitunum. „Í Þórshöfn hefur lengi verið áhersla á hljóðfærafærni fremur en sköpun og laga- smíðar,“ segir Sólarn. „Undanfarið hafa ver- ið að koma fram sveitir hér sem leggja sig meira eftir sjálfum lagasmíðunum og að reyna að koma einhverju tilfinningalegu frá sér.“ Grótfólkið segir að Kristian Blak, tónlist- armaður, hafi verið þeim mikill innblástur. Blak er virtasti tónlistarmaður eyjanna en hann stofnsetti útgáfufyrirtækið Tutl árið 1977. Tutl hefur gefið út yfir 150 plötur með færeyskri tónlist og er spekin á bak við út- gáfuna sú að gefa út þá færeysku listamenn sem eiga eitthvert efni til og vilja koma því á framfæri. Tutl hefur því verið meira eins og milliliður í því að koma tónlistinni áfram til hlustenda. Tutl hefur þannig verið ein af líf- æðum færeyskrar tónlistarsköpunar. „Blak er hugsjónamaður og hann hefur haft mikil áhrif á okkur,“ segir Jón. Það er erfitt að maka krók á hugsjónum enda ekki tilgangurinn. Bankareikningur ÞAÐ var árið 1998 sem Jón nokkurTyril, íbúi í Götu, stofnaði Tónlist-arsamtökin Grót við annan mann.Kveikjan að stofnuninni er dálítiðskemmtileg því Jón segir frá því að fyrirmyndin hafi verið fótbolti. „Það er nú svo að knattspyrnufélagið hér hefur verið að gera það gott undanfarin ár,“ segir Jón en knattspyrna er í miklum háveg- um höfð í Færeyjum. „Í kringum knatt- spyrnufélög er skipulögð starfsemi eins og gengur og knattspyrnufélagið okkar hefur verið afar metnaðarfullt í gegnum árin. Því hugsuðum við: „Af hverju ekki að setja á stofn svipað fyrirbæri sem hefur með tónlist að gera?““ Við sitjum á heimili Sólarns og Vonbjartar Sólmunde sem er í Syðri Götu en þau eru og meðlimir í Grót (Grjót á íslensku). Sólarn og Vonbjört búa í rúmgóðu, tvílyftu einbýlis- húsi eins og flestir Færeyingar. Langflestir reyndar, því fjölbýlishús og raðhús þekkjast næstum ekki í eyjunum. Nú er víst verið að leggja grunn að raðhúsum í Þórshöfn og há- vær mótmæli hafa risið í kjölfarið! Gata er í rauninni þrjú lítil þorp sem liggja saman. Stærst þeirra er Eystri Gata en svo tengir Götugjógv það við Syðri Götu, lítið myndrænt þorp sem liggur við ströndina. Gata er sögufrægur bær, en þar ól Þrándur manninn í fyrndinni, síðasti heiðni Færey- ingurinn eins og getið er í sögubókum. Það- an höfum við orðtakið að vera Þrándur í Götu einhvers. En aftur til samtímans. „Grót teygir anga sína dálítið út um Eyst- urey,“ segir Jón. „Við höfðum samband við nærliggjandi bæi, eins og Fuglafjörð og Leirvík. Við funduðum með tónlistaráhuga- fólki frá bæjunum og veltum því upp hvort ekki væri ráð að setja á stofn samtök sem myndu vinna að bættu umhverfi fyrir tónlist- arsköpun.“ Ekkert annað en tónlist Jón segir að ekki vanti staði til að spila á í þessum litlu bæjum. En málið hafi verið að virkja þá. Segir hann strák eins og Torfinn Jákupson, aðallagasmið Gesta sem unnu hina nýliðnu hljómsveitakeppni, Prix För- yoar, hafa sótt viðburði sem Grót hafi staðið fyrir frá því hann var fjórtán ára og drukkið tónlistina í sig. Sólarn segir að þau hafi beitt ýmsum markmiðsbundnum aðferðum til að lokka að fólk og virkja það, aðgangseyrir hafður í lág- marki o.s.frv. Sólarn starfar sem umboðs- maður Göturokksveitarinnar Clickhaze þar sem Jón er gítarleikari en einnig starfar hann fyrir plötuútgáfuna Tutl ásamt því að vera allra handa tónlistargræjari ef svo mætti að orði komast. „Samtökin hafa vaxið að meðlimafjölda Ljósmynd/Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Stjórn Grót stillir sér upp við hlið Losjunnar, hússins sem hefur fóstrað tónlistarstúss Götubúa. Tónlistarbylting í Færeyjum Í 1.000 manna bænum Götu, sem stendur á Eysturey í Færeyjum, hefur átt sér stað minniháttar tónlistarbylting að undanförnu. Arnar Eggert Thoroddsen tók púlsinn á þessari athafnasemi og ræddi við forsprakka tónlistarsamtakanna Grót. TENGLAR ............................................................. www.gfestival.com www.pop.fo www.olivant.fo arnart@mbl.is Mikil gróska hefur verið í færeysku tónlistarlífi und- anfarið og margir forvitnilegir listamenn þaðan vakið athygli utan landsteinanna, þ.á m. á Íslandi. Hér er litið yfir plötur sex listamanna og hljómsveita sem tilheyra þessari „færeysku bylgju“. 200% – 200% Skrýtið pönkrokk. Líkt og drykkfelldur, finnskur vísnasöngvari hafi gengið til liðs við Motorhead. Hreinskiptinn og æringja- legur krafturinn er heillandi. Meðlimir 200% eru hápólitískir aðskilnaðarsinnar eins og sést á lagatitlinum „Vissi tú ikki ert við upp á lo- ysing. So ert tú skíti klikkaður?“. Clickhaze – EP Clickhaze vann síðustu Prix Føryoar keppni og það ekki að ósekju. Frábærlega þétt og vel mannað band þar sem hin hæfileikaríka Eivør Pálsdóttir er fremst meðal jafningja. Þessi stuttskífa gefur þó ekki alveg fullnægjandi mynd af styrk sveitarinnar. Tón- listin er framsækið og tilkomumikið rokk með feitum og kröftugum hljómi en hugmyndaauðgin og metnaðurinn á það þó til að bera úrvinnsluna ofurliði. Eivør Pálsdóttir – Eivør Pálsdóttir Snilld. Hvílíkur frumburður hjá þessu ein- staka náttúrubarni sem var 16 ára þegar platan kom út. Hér er á ferðinni þjóð- lagarokk/popp með viðkomu í djassi og færeyskri söngvaarfleifð. Fyrir utan frá- bærar lagasmíðar er það einkum andríkið er fyllir plöt- una sem er eftirtektarvert. Það heyrist mjög greinilega að hér er á ferðinni listamaður sem er með tónlist í blóð- inu. Snilld. Hanus og Aldubáran – Bouquet Skínandi dæmi um þjóðlagasöng og -spila- mennsku að hætti Færeyinga. Næsta und- arlega áreynslulaus og látlaus tónlist um leið og hún er einlæg og undurfalleg. Hanus syngur eins og engill og samverkamenn- irnir í Aldubárunni líða fumlaust með. MC-Hár – Framvegis uttan vit Það er eitthvað skringilega heillandi við þessa plötu rapp/rokk/skrýtipoppssveit- arinnar MC-Hár. Bjánalegir hljóðgervlar, súrrealískur söngur og lagasmíðar sem fara um ókunna en hressandi nýstárlega stigu. Lunknar melódíur láta og á sér kræla við og við. Færeysk hliðstæða Captain Beefheart er fund- in. Tyr – How Far to Aasgard Heimsfrægir á Íslandi fyrir þjóðlaga- þungarokkslagið „Ormurin langi“ sem er að finna hér. Restin af blöndunni er ekki eins áhugaverð, ófrumleg blanda af Metal- lica, Black Sabbath og Jethro Tull. Þétt griparokkið er þó haganlega byggt og melódíur oft fínar. Slök upptaka dregur samt leiðinlega úr kraftinum. Týr hefur undanfarið verið að vekja þónokkra athygli innan alþjóðlegrar þungarokksmenningar. Plöturnar, svo og fleiri færeyskar útgáfur, er hægt að nálg- ast í 12 tónum, sem m.a. er innflutningsaðili fyrir Tutl á Ís- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.