Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 11
leiðis. Sjávarföll breytast hins vegar eftir því hvernig stendur á tungli. Aðdráttarafl tungls og sólar á jörðina valda sjávarföllum, og hefur tunglið víst mun meira vald á þessu fyrirbæri. Fjaran er einstakt búsvæði fyrir lífverur, og hún er líka mjög skemmtileg fyrir börn og ann- að fólk til að leika sér í. Algengt er t.d. að leik- skólabörn fari í fjörur til að fræðast um nátt- úruríkið, það gera reyndar nemendur á öllum skólastigum. Þær eru í raun mjög vinsælt úti- vistarsvæði og hafa sem betur fer verið hreins- aðar vel síðastliðinn áratug. Bæði með skólp- stöðvum og sérstökum átaksverkefnum í bæjarfélögum. Fjaran hefur nú fengið sérstakan vef sem opnaður var á þessu ári af Námsgagnastofnun og er þar að finna gagnlegan fróðleik fyrir bæði nemendur og almenning, og nýtur hann víst töluverðra vinsælda. Á vefnum kemur m.a. fram að íslenskar fjörur eru annars margvíslegar að gerð eftir gerð undirlags, halla og brimasemi, seltu og hitastigi sjávar. Það eru klettafjörur, malar- fjörur, hnullungafjörur, sandfjörur og leirur. Skjólsælar fjörur geta verið með leir eða fín- gerðum sandi. Þær virðast snauðar við fyrstu sýn en ofan í leirnum leynist oft fjölskrúðugt líf- ríki. Vaðfuglar hópast í leirfjörur í leit að æti vor og haust. Klettafjörur og stórgrýtisfjörur er helst að finna þar sem nokkurs brims gætir og þar sem fjaran er fyrir opnu hafi. Þar er fjölbreytt líf bæði dýra og þörunga. Brim og undirlag hefur líklega langmest áhrif á hvers konar lífríki er að finna í fjörunni. Þar sem brim er mikið eru flestar lífverur fastar við botninn en hreyfanlegar lífverur geta þó þrifist þar í skjóli undir þanginu. Eftir því sem brimið minnkar eykst fjöldi hreyfanlegra lífvera í fjör- unni. Grjót- og klettafjörur eru að mestu þaktar þangi. Þegar lágsjávað er um stórstraum koma stórþaraskógar grunnsævisins í ljós neðst í fjör- unni. Frjósamir þaraskógar vaxa meðfram allri ströndinni nema við Suðurland. Þar er botninn víðast sendinn og þarinn nær ekki festu. Þar sem sjórinn er tærastur getur þari vaxið allt niður á 30 m dýpi. Lífríki fjörunnar er fjörugt, en langflestar tegundir sem finnast í fjöru eru sjávarlífverur, og lifa sumar þeirra helst ekki nema í fjörunni sjálfri. Dæmi um það eru klettadoppa, þang- doppa, hrúðurkarl, fjöruflær, fjörulýs, dverg- þang, klóþang og þangskegg. Agnar Ingólfsson segir að þessar tegundir eigi ættingja í sjónum en ekki uppi á landi. Hann segir einnig að marg- ar tegundir sem finna megi í fjöru séu einnig al- gengar í sjónum neðan fjörunnar, eins og beitu- kóngur, kræklingur, fjöruskeri, trjónukrabbi, stórkrossa, beltisþari, söl og sjávarkræða. Þegar á heildina er litið eru tegundir sjávarlífvera flestar neðst í fjörunni, en þeim fækkar svo jafnt og þétt eftir því sem ofar dregur. Fjörur gefa líka hlunnindi en nefna má að Rekavík á Látrum á Hornströndum dregur nafn sitt af því að viðarreka ber þar oft að landi. Á fjörukambinum t.d. við Héraðsflóa vex mikið melgras sem er slegið. Lúðvík Kristjánsson seg- ir t.d. í riti sínu íslenskum sjávarhátturm að „meðan Íslendingar þurftu sem mest að búa að sínu var fjaran þeim mikið gósenland. Úr lífríki hennar fengust nytjar sem þeir máttu naumast án vera, er búsetu höfðu við sjóinn.“ (I. bd., bls. 37). Fjaran er ekki aðeins hafsjór fróðleiks eða til nytja því hún er vinsæll leikvangur barna, ekki síst sandfjörur. Í logni að sumarlagi geta sumar íslenskar sandfjörur jafnvel minnt á suðrænar baðstrendur. Sjórinn er að sjálfsögðu kaldur. Fjaran hefur líka mikið gildi fyrir fræðimenn, þannig að hún hefur marga kosti. Einnig má benda á að á velflestum stöðum á landinu er hún enn svipuð því sem hún var við landnám, þótt landið hafi orðið fyrir barðinu á manninum. Fjaran er aðdáunarverð og ætti að njóta óskoraðrar virðingar mannsins, í henni er bæði líf og sögur, jafnvel Íslendingasögur, því Þor- gerður dóttir Egils Skallagrímssonar fékk föður sinn til að tyggja söl þegar hann ætlaði að svelta sig í hel. Kappinn varð þyrstur og gaf hún hon- um þá mjólk að drekka sem hann þambaði og hóf svo að kveða Sonatorrek. Fjaran gefur líf. Heimildir: Íslenskar fjörur. 1990. Agnar Ingólfsson. Bjallan. Íslenskir sjávarhættir I. Lúðvík Kristjánsson. Menningarsjóður 1980. guhe@mbl.is TENGLAR ............................................................. http://www.namsgagnastofnun.is:8080/hafid/ mum fjörum. Ekki eru það samt að- i vaxa hrossaþaraskógar, á 5 til 15 m dýpi, á Reykhólum. hólklaga grænþörunga sem hér hylja stein- heimildir um notkun þörunga til matar á mssonar. Þar segir frá því að Þorgerður l er hann reynir að svelta sig í hel vegna á síðustu öld voru sölvanytjar taldar með jörum. Áður fyrr var algengt að hann væri að af Suðurnesjum til að safna kræklingi í ttu kræklinginn heim þar sem þeir geymdu ir þörfum í beitu. á haustin sprettur hin örþunna purp- urpurahimna er vinsæll matþörungur sem argir þekkja hann undir nafninu NORI og kum veitingahúsum. er algengur neðst í fjörunni og á grunnsæv- eift að nýta sér takmörkuð næringarefni er það fremur sjaldgæft í fjörum landsins. Í móbergsfjörur. Í móberginu myndast oft hellum og hengjum. xa við suður- og vesturströndina. Áður fyrr p sem losnar ef þau eru hituð í vatni eða dist við landið. Flestar tegundir eru við aman þegar farið er vestur og norður fyrir num fyrir austan land. Litskrúð þörunganna nna algengar fjörutegundir og oft einnig runnsævinu neðan fjörunnar. Í þessum uþang, klóþang og vel vaxinn rauðskúf í m á sér skamma ævi. Þar sem klappir eru upp á vorin og er allur fyrir mitt sumar. n. Afkvæmið er einfrumungur sem lifir efst í urinn gró sem dreifast um fjöruna og vaxa í m. ar þangi. Þegar lágsjávað er um stórstraum ós neðst í fjörunni. Frjósamir þaraskógar Suðurland. Þar er botninn víðast sendinn og r tærastur getur þari vaxið allt niður á 30 m grunnsævinu neðan fjörunnar. Hér hafa þau gja í grænþörungabeði. Þau fá nafn sitt af ömu hliðinni eins og tindar á kambi. Kamb- ströndina og eru algeng í Vestmannaeyjum. n. 3 4 5 8 9 67 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.