Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 B 9 Súrefnisvörur Karin Herzog Þær gera kraftaverk Það er eins og ég hafi endurheimt eitthvað sem ég hafði tapað eftir að ég fór að nota súrefnisvörur Karin Herzog. Þær gera kraftaverk fyrir húð ungra kvenna á öllum andri ...fegurð og ferskleiki... Kynningar: Mánudaginn 12. maí Lyf & heilsa Spönginni Mánudaginn 12. maí Lyf & heilsa Firði Þriðjudaginn 13. maí Lyf & heilsa Mjódd Miðvikudaginn 14. maí Lyf & heilsa Austurveri Fimmtudaginn 15. maí Hagkaup Skeifunni Föstudaginn 16. maí Hagkaup Skeifunni Föstudaginn 16. maí Lyfja Smáratorgi w w w .k a ri n h e rz o g .c h Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri fegurðardamkeppni Íslands LEON Beyer er eitt elsta vínfyr-irtæki héraðsins Alsace í Frakk-landi og hefur Beyer-fjölskyldanátt vínekrur við bæinn Eguis-heim allt frá árinu 1580. Alls á hún um 20 hektara af vínekrum, þar á með- al hlut í tveimur Grand Cru-ekrum, þeim Eichberg og Pfersigberg. Vínin frá Beyer eru sígild Alsace-vín í hæsta gæðaflokki, þurr, íhaldssöm og mikil um sig. Nokkur þeirra eru nú fáanleg hér á landi, tvö í vínbúðum ÁTVR (Riesling og Pinot Gris) en önnur á betri veitingastöðum og þau er jafnframt hægt að sérpanta. Leon Beyer Riesling 2001 er milt og aðlað- andi, þroskaður og þungur sítrus-ávöxtur, góð dýpt, steinefnakennt. Þurrt og milli- þungt í munni. Kostar 1.470 krónur í ÁTVR. 17/20 Leon Beyer Riesling Les Ecaillers 1998 er öfl- ugur og klassískur Alsace Riesling, stein- efni og steinolía gjósa upp í nefi. Vínið hefur margslungið bragð og mikla lengd. Kostar um 2.140 krónur. 19/20 Leon Beyer Pinot Gris 2002 mild angan af blómum og ávöxtum einkenna vínið. Í munni ágætlega þykkt, þægilegt vín. Kost- ar 1.570 krónur. 16/20 Leon Beyer Pinot Gris Cuvée Comtes d’Eguis- heim 2000 er úr topplínu fyrirtækisins, þykkt og feitt vín, ferskjur ferskar og þurrkaðar og í lokin karamelliseraður syk- ur, eins konar crème brulée yfirbragð. Kostar um 2.890 krónur. 18/20 Leon Beyer Gewurztraminer 2000 er það vín sem heillaði mig hvað mest, ekki síst þegar tekið er hlutfall verðs og gæða. Þykk angan af blómum jafnt sem þurrkuðum ávöxtum, ferskjum og apríkósum. Í munni feitt og þægilegt með löngu og þægilegu bragði. Kostar um 1.600 krónur. 18/20. Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson SAMBAND Frakka og Breta hefur verið nokkuð stormasamt upp á síðkastið vegna ólíkrar af- stöðu ríkjanna til hernaðarað- gerða í Írak. Í augljósri tilraun til að bera klæði á vopnin sendi Jacques Chirac Frakklandsfor- seti veglega af- mælisgjöf til Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, í til- efni af fimmtugsafmæli þess síðarnefnda. Blair fékk sendar sex flöskur af Mouton-Rothschild 1989, einu dýrasta og eftirsóttasta víni veraldar ásamt glæsilegri kristalskaröflu. Með víninu fylgdi bréf þar sem forsætisráðherrann var ávarpaður „Kæri Tony“ og per- sónufornafnið „tu“ notað í stað þérunarinnar „vous“. Sagði Chirac í bréfinu að í ljósi ástar breska forsætisráðherrans á sveitahéruðum Frakklands hafi hann ákveðið að senda honum gjöf er endurspeglaði það besta er þau hefðu upp á að bjóða. Í breskum fjölmiðlum hefur nú blossað upp umræða um hvort Chirac væri í raun að gefa Blair vín í hæsta gæðaflokki. Færði dagblaðið The Guardian rök fyrir að að Mouton hefði verið í lægð frá árganginum 1986 og var vísað til skrifa í franska tímaritinu Le Revue du Vin de France í því sambandi. Gaf Guardian í skyn að Chirac hefði prangað óæðri árgangi inn á Blair. Michel Béttane, sem rit- aði greinina í La Revue du Vin de France, segir hins vegar við breska tímaritið Decanter að 1989 sé glæsilegur árgangur og vegleg gjöf þó Mouton hafi átt sínar lægðir á sl. 10–12 árum. Þá gefur Michael Broadbent, fyrrum yfirmaður víndeildar Christie’s, víninu hæstu ein- kunn og segir það stórkostlegt. Chirac leitar sátta Jacques Chirac Tony Blair NÝJAR reglur um flokkun aust- urrískra vína eru farnar að taka á sig mynd. Til þessa hefur flokkun austur- rískra vína byggst á 21 hvítvíns- þrúgu, 12 rauðvínsþrúgum og ara- grúa gæðaflokka og svæðisbundinna skilgreininga. Nú hefur verið mótaður nýr staðall fyrir bestu vín landsins og ber hann heitið DAC eða Districtus Austria Controllatus. Í DAC-staðlinum verð- ur einungis leyft að flokka eina þrúgu á hverju svæði í þennan gæðaflokk. Fyrstir til að ríða á vaðið eru um 400 framleiðendur í Weinviertel í grennd við Vín sem nú geta flokkað vín úr þrúgunni Grüner Veltliner sem „Weinviertel DAC“. Frá og með næstu uppskeru munu svo framleið- endur í Burgenland, skammt frá austurrísku landamærunum, geta flokkað hina rauðu Blaufränkisch- þrúgu, sem „Burgenland DAC“. Þannig mun kerfið smám saman taka á sig mynd. Markmiðið er að í fram- tíðinni verði austurrískar svæð- isskilgreiningar jafnþekktar og að- gengilegar og aðrar þekktar evrópskar svæðisskilgreiningar á borð við Rioja, Chablis og Chianti. Nýtt austurrískt flokkunarkerfi Reuters  Hvítvínin frá Nýja-Sjálandi verða sífellt vinsælli hér á landi sem annars staðar, ekki síst vín unnin úr þrúg- unni Sauvignon Blanc. Þau gæti þó orðið erfiðara að nálgast á næstunni þar sem uppskera ársins 2003, sem nú er lokið, hefur valdið mikl- um vonbrigðum. Ástæðan er kuldaköst síðastliðið haust (en þá var vor á Nýja- Sjálandi) sem gera að verk- um að stórlega hefur dregið úr upp- skerumagni nýsjálenskra vínframleið- enda. Stærsta vínfyrirtæki landsins, Montana, segir að samdrátturinn nemi um 45% í magni á milli ára. Sérfræð- ingar segja að kuldaköstin eigi sér enga hliðstæðu síðastliðinn aldarfjórðung. Mörg fyrirtæki hyggjast bregða á það ráð að flytja inn þrúgur frá Ástralíu til að blanda við framleiðslu fyrir innan- landsmarkað. Þannig verði hægt að draga úr röskun á útflutningi. Engu að síður segja menn ljóst að útflutningur muni dragast verulega saman og verð nýsjálenskra vína hækka að sama skapi. Vínframleiðsla verður stöðugt mik- ilvægari atvinnugrein á Nýja-Sjálandi og hefur fjöldi vínfyrirtækja tvöfaldast frá árinu 1995. Nú eru ræktaðar vín- þrúgur á um 14 þúsund hekturum á Nýja-Sjálandi. Lítil uppskera á Nýja-Sjálandi Morgunblaðið/Ásdís Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Sígilt frá Alsace M or gu nb la ði ð/ Ji m S m ar t Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæðum, uppruna- einkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að há- marki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.