Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 17
háskólaprófessor sem fær nemanda sem hrærir laglega upp í lífssýn hans og -tilgangi. Ágúst: Carrey er Guð Þeir eru vafalítið ófáir sem eru ekki alveg tilbúnir til að gleypa þá fullyrðingu hráa að Jim Carrey sé Guð almáttugur en þeir hinir sömu fá því ekki breytt að Carrey leikur Guð í nýjustu gamanmynd sinni Bruce al- máttugur (Bruce Almighty), eða fær réttara sagt tækifæri til þess að gegna starfi Guðs (Morgan Freeman auðvitað) tímabundið. Í þessari þriðju mynd sem hann leikur í fyrir Tom Shadyac (Ace Ventura, Liar Liar) er Carrey í hlutverki óþolandi fjölmiðla- manns sem lætur nákvæmlega allt fara í taugarnar á sér. Einn góðan veðurdag fær Guð nóg af röflinu í kauða og skorar á hann að reyna að gera betur og vitanlega getur sjálf- umglaður fjölmiðlamaður hafnað slíkri áskorun. Jennifer „Vinur“ An- iston leikur konu Carreys. Glöggir eru þegar hér er komið sögu vafalítið farnir að klóra sér í hausnum og spyrja sig hvort Jerry Bruckheimer sé virkilega ekki með neina sumarmynd í ár? Hvernig dett- ur þeim í hug að halda það? Auðvitað er Bruckheimer með. Bíósumar án hans væri eins og popplaus bíóferð, eða ofbeldislaus Tarantino-mynd. Reyndar er Bruckheimer á svolítið framandi slóðum miðað við venju- lega; engar löggur, ekkert dóp, engir bílar og eiginlega engar byssur, alla- vega engar sjálfvirkar. Nei, framlag hans til sumarvertíðarinnar í ár er nefnilega sjóræningjamynd. Pirates hugsa einhverjir, Cutthroat Island aðrir og fá æluna upp í hálsinn, skilj- anlega. Sjóræningjamyndir hafa vissulega ekki alveg verið að gera sig síðustu áratugina eða svo en þeir eru allmargir sem telja Sjóræningja Kar- íbahafs (Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl) geta breytt þar heilmiklu. Fyrir það fyrsta vegna návistar Bruckheimers gull- gerðarmanns. Svo er Disney-veldið á bak við myndina og það er rennerí á leikstjóra myndarinnar Gore Ver- binski eftir Hringinn (The Ring). Kyntáknin Johnny Depp og Orlando Bloom (Hringadróttinssaga) í hetju- hlutverkunum og Geoffrey Rush sem höfuð sjóræningjanna geta varla mengað þá vænu blöndu. Ekki heldur brellurnar frá ILM fyrirtæki George Lucas. Var einhver búinn að fá nóg af Bandarísku bökunum? En leiðinlegt fyrir ykkur að þær eru ekki búnar. Hellingur af liði er þó örugglega him- inlifandi að fá að gæða sér á þeirri þriðju, en hún verður borin fram í brúðkaupi því myndin heitir Banda- rískt brúðkaup (fínt að fá titla sem stuðla svona flott á íslensku). Eins og nafnið gefur til kynna snýst myndin um brúðukaup, hjá Stifler. Nei, auð- vitað ekki, það eru Jim og Michelle sem ætla að gifta sig og flestallir vin- anna hafa boðað komu sína, allir nema Chris (Chris Klein) og Heather (Mena Suvari). Stifflerinn lætur sig í það minnsta ekki vanta. Blandar væntanlega bolluna. Og fyrst við erum enn og aftur í framhaldsmyndunum þá fer vel á að geta annarrar sem sýnd verður í ágúst, Lög(u)leg ljóska 2: Rauð, hvít og ljóshærð (Legally Blonde 2: Red, White and Blonde) með eftirlætis tengdadótturinni þarna í vestri henni Reese Witherspoon. Leikstjórinn er Charles Herman-Wurmfeld sem síð- ast gerði hina prýðilegu Kissing Jes- sica Stein. Í myndinni snýr ljóskan Elle Woods sér að dýraverndunar- málum með skrautlegum en að von- um áhrifaríkum árangri. Í ágúst kemur svo Selfosshrollur- inn Kofakvillinn (Cabin Fever). Já, Selfosshrollurinn því höfundur henn- ar og leikstjóri, hinn ungi og efnilegi Eli Roth, fékk hugmyndina að gerð hennar – krakkar að glíma við dul- arfullan húðsjúkdóm – þegar hann var staddur á Selfossi, einmitt með dularfullan húðsjúkdóm sjálfur, af völdum heyóþols. Þykir skemmtilega gamaldags hrollvekja sem þegar hef- ur vakið heilmikla athygli vestra, þar sem hún verður frumsýnd í sumar. Manndráp í Hollywood (Holly- wood Homicide) er gamanspennu- mynd, svona félagamynd, þar sem þeir Harrison Ford (gamla brýnið) og Josh Harnett (nýgræðingurinn) rannsaka morð á rappsveit í bíóborg- inni, sem hugsanlega var skipulagt að útgefanda sveitarinnar. Ron Shelton leikstýrði. Fyrr en síðar fá þeir sína eigin mynd allir kantmenn – svo notað sé orðfar ágæts kvikmyndagagnrýn- anda – blessuðu Disney-myndanna. Þannig eru þeir hver af öðrum að fá sínar myndir vinir Bangsímons, fyrst Tígri og nú er það Gríslingur sem kemur í bíó í ágúst. Og þannig liggur í því. Sumarið er tíminn. Sumarið er tíminn, söng gúanórokkarinn forðum, gerir vænt- anlega enn, og honum finnst það í góðu lagi, alveg eins og síðasta sumar og sumarið þaráður. Og enn sem fyrr tökum við undir með honum, því þá fáum við sumarmyndir. Þó ekki allar, bara sumarmyndir, og það er líka í góðu lagi, því sumarmyndir eru stærri en aðrar. Sjóræningjar Karíbahafs: Nappið konunum og nauðgið hestunum! skarpi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 B 17 bíó Alltaf á þriðjudögum Sérblað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.