Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 15
Í samkeppni við sólskinið Tölustafa- myndir og önnur sumartilþrif S UMARMYNDIR eru ómissandi hluti af sumrinu. Annars væru þær líka ekki sumarmyndir heldur ein- hverjar aðrar. Sumarmyndir í fyrra voru engar venjulegar myndir heldur Stríð klóna og Köngulóarmanns. Í ár eru sum- armyndir engin klón – nema ef vera skyldi hinn hefðbundni skammtur af framhaldsmyndum – og engar köngulær, en ennþá eru sumarmynd- ir á fjarlægum slóðum, fjarri veru- leika því sumarmyndir í ár eru fram- tíðarmyndir eða þá fortíðarmyndir, ævintýramyndir, ofurmennamyndir, sjóræningjamyndir, teiknimyndir, glansmyndir og allskonar myndir. Sumarmyndir eru líka farnar að gera vart við sig fyrr en áður, rétt eins og býflugan. Fyrst fer að bera á þeim í nýbyrjuðum maí, og í ár kom vorboðinn ljúfi, eða réttara sagt sum- arboðinn, með látum, X2, önnur myndin um ofurmennin stökk- breyttu. Reyndar fyrirferðarmesti vorboði þeirra allra, mynd frumsýnd í fleiri sölum en nokkur önnur hefur verið í gervallri bíósögunni. Og það fer vel á því að lóan í ár skuli vera stökkbreytt ofurmenni stokkin sprelllifandi úr litprentuðum mynda- sögum því sumarið í ár líkt og svo mörg önnur sumur er sumar ævintýr- anna, fjarlægra slóða og ókannaðra miða, sumar flóttans. Og enn verða sumarmyndirnar stærri og stærri, dýrari og dýrari. X2, Matrix endur- hlaðin og Hulk; allt myndir sem kost- uðu vel yfir 100 milljónir dala og það áður en tekið hefur verið tillit til yf- irgengilegra auglýsingaherferða. Þá er ónefnd Tortímandinn 3: Upprisa vélanna, sem um er rætt sem eina dýrustu mynd sögunnar. Það er mik- ið lagt undir þegar gera á sannar sumarmyndir enda mikið í húfi því sumarmyndir mega jú ekki vera nein- ar venjulegar myndir. Maí: X-M Á meðan þorri landsmanna er með hugann við nýafstaðnar kosningar og veltir vöngum yfir hvort velja átti X-B, X-D, X-U og þar fram eftir göt- unum þá merkja bíóunnendur vafalít- ið við M, bókstafinn þann sem stend- ur fyrir X-myndirnar tvær sem frumsýndar eru í fyrsta sumar- myndamánuðinum. X2, önnur mynd Bryans Singers um stökkbreyttu of- urmennin, er þegar farin að leggja línurnar fyrir sumarið og strax um næstu helgi mun önnur Matrix- myndin, Matrix endurhlaðin, veita henni æskilega samkeppni og sér maður ekki alveg fyrir endann á þeirri kosningabaráttunni. Sú Endurhlaðna verður sem sé frumsýnd um helgina komandi, heimsfrumsýnd, rétt eins og X2. Eft- irvæntingin er með hreinum ólíkind- um eftir þessari mynd, að stórum hluta vegna stórsnjallrar kynningar- herferðar sem hófst fyrir löngu, en þó auðvitað aðallega vegna vinsælda fyrstu myndarinnar, sem olli um margt straumhvörfum í gerð hasar- mynda, bæði hvað varðar tæknibrell- ur, hönnun og hugmyndaauðgi. Hér væri auðvitað eðlilegt að reifa efni myndarinnar en slíkt væri óðs manns æði, ekki einasta vegna þess hve flók- inn og hástemmdur söguþráðurinn er, heldur einnig vegna þess að und- irritaður ætlar ekki að hætta sér út í að opna þá öskju Pandóru sem hann er sjóðheitum unnendum myndarinn- ar. Aðrir kandídatar sem boðnir eru fram til bíókosninganna í maí eru gamanmyndirnar Allt að verða vit- laust (Bringing Down The House) og Í gamla formið (Old School). Allt að verða vitlaust er ein vinsælasta mynd ársins það sem af er og skipar aðal- leikaranum Steve Martin aftur í röð heitustu gamanleikara en mótleik- kona hans Queen Latifah er orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood eftir óskarstilnefninguna fyrir Chi- cago. Í gamla formið er jafnvel enn ærslafyllri enda skartar hún ruglu- dallinum Will Ferrel (Austin Powers, Saturday Night Live) og Luke Wil- son (Royal Tennenbaums). Í endaðan maí birtist svo loks al- vörugefnari og spennuþrungnari frambjóðandi, Svikamyllan (Confi- dence), ný mynd James Foley (Glengarry Glen Ross) með Ed Burns, Dustin Hoffman og Andy Garcia. Hún var frumsýnd fyrr í mán- uðinum vestra og skipta gagnrýnend- ur sér í tvö horn, eru yfir sig hrifnir eða hrista hausinn, eins og sönnum kjósendum sæmir. Júní: Alltof reiðir, alltof heimskir Júnímánuður líður líkt og í fyrra fyrir hamagang maímánaðar, er stund milli stríða þar til næsta hrina risasumarmyndanna dembist yfir. Það þýðir samt ekki að einhver logn- molla muni ríkja því í júní verður margt fróðlegra mynda í boði hjá bíó- húsum landsins. Fyrsta skal nefna þriðju fram- haldsmynd ársins, Of fljótir of fífl- djarfir (2 Fast 2 Furious), framhald smellsins óvænta Fljótir og fífldjarfir (The Fast and the Furious). Lítil ástæða er til að efast um fullyrð- inguna í titlinum, hraðinn er örugg- lega meiri og hasarinn líka. Rob Co- hen og Vin Diesel létu sig að vísu hverfa sporlaust á vit xXx en í staðinn settist John Singleton (Boyz N the Hood, Shaft (síðri)) undir stýri og gló- kollurinn Paul Walker er enn á þeim buxunum að líta á umferðarlagabrot sem listgrein. Það væri ljótt að lýsa yfir að önnur framhaldsmynd júnímánaðar væri lítið gáfulegri, en þar hafiði það. Heimkur heimskari: Þegar Harry hitti Lloyd. Er í það minnsta ekkert gáfuleg, og á heldur ekki að vera það, ekki frekar en forverinn Heimskur heimskari, þriðji stórsmellur Jims Carreys og fyrsti hinna gegnumgrill- uðu Farelly-bræðra (There’s Some- thing About Mary). En það er hæng- ur á. Hvað gerir kvikmynda- framleiðandi þegar hvorki leikstjóri né aðalstjarnan hafa áhuga á að vera með í gerð framhaldsmyndar? Nú, láta myndina gerast á öðrum tíma, til að láta aðalpersónuna vera á öðrum aldri, og fundinn leikstjóri með sams- konar bakgrunn og forverinn. Þetta gerði New Line, lét gera handrit um þá heimsku þegar þeir eru enn gelgj- ur og að kynnast og stjórinn er Troy Miller, náungi sem öllum hnútum er kunnugur á MTV. Frábær lausn, í það minnsta séð með dollaraaugun- um, sameinar alþekktan smell og unglingamyndaformið. Að klúðra slíku varðar brottrekstur úr bíóborg- inni fyrir fullt og allt. Gæti samt sett strik í reikninginn að þeir arftakar Carreys og Jeffs Daniels í hlutverk- um Lloyds og Harrys, eru óskrifað blað. Reiðistjórn (Anger Management) verður frumsýnd hér í júní en hún hefur notið mikilla vinsælda vestra, mun meiri en við var búist og þykir bera vitni um styrka stöðu Adams Sandlers þar í landi – þegar hann Englar Kalla gefa í botn: Og svo hafa þær líka gaman af því að bóna! Bruce almáttugur: Nú legg ég á og mæli um að Batman Forever hafi aldrei orðið til. Sindbad: Að beiðni framleiðanda skal það tekið fram að „leikarinn“ Sindbad kemur hvergi nærri teiknimyndinni nýju. Heimskur heimsk- arari: Nýi Jim Carr- ey? Eric Christian Olsen fær varla betra tækifæri til að ná í þann titil. Sumarmyndir eru stærri en aðrar Sumarmyndir eru ólíkar öðrum myndum. Sumarmyndir eru bjartari. Sumarmyndir eru dýrari. Sumarmyndir eru hraðari. Sumarmyndir eru sætari. Sumarmyndir eru styttri. Sumarmyndir eru stærri en aðrar. Skarphéðinn Guðmundsson hefur gaman af sumarmyndum rétt eins og öðrum myndum. Matrix endurhlaðin: Það er bara svo svakalega bjart framundan.  Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Bretland kr. 2.800,- á dag m.v. A flokk Danmörk kr. 3.200,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.