Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 7
Fíkniefni
fundust í bíl
LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði
hald á lítilræði af fíkniefnum við leit í
bíl sem hún stöðvaði við hefðbundið
eftirlit norðan við Borgarnes um
fimmleytið í gærmorgun. Í bílnum
voru fimm ungmenni á aldrinum 16–
23 ára og voru þau á leið í sumarbú-
stað. Ökumaður var grunaður um ölv-
un og var hann færður á lögreglustöð.
Að sögn lögreglu var talsverður er-
ill um síðustu nótt og mikil ölvun.
Einn annar ökumaður var stöðvaður
grunaður um ölvun við akstur.
Á Akranesi var einn ökumaður
stöðvaður grunaður um ölvun við
akstur aðfaranótt sunnudags. Tals-
verður erill var hjá lögreglunni á
Akranesi og nokkur ölvun í bænum
og við skemmtistaði.
Óvenjumörg
innbrot í bíla
LÖGREGLUNNI í Reykjavík bár-
ust tíu tilkynningar um innbrot í bíla
víðs vegar um umdæmið frá klukkan
sjö á laugardagsmorgun fram undir
hálfsjö um kvöldið. Geislaspilurum
og ýmsu lauslegu var stolið úr bíl-
unum. Að sögn lögreglu voru þetta
óvenjumargar bílainnbrotstilkynn-
ingar á einum degi sem of oft má
rekja til kæruleysi bíleiganda. Allt of
algengt er að ökumenn hirði ekki um
eigur sínar heldur láti þær liggja á
glámbekk í bílum sínum og bjóði
þannig hættunni heim.
Sinueldur í
Hvassahrauni
TILKYNNT var um sinueld í
Hvassahrauni um tvo kílómetra
sunnan við álverið í Straumsvík á
sjötta tímanum á laugardagskvöld.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað á staðinn og slökkti eldinn
sem var á afmörkuðu svæði og langt
frá íbúðarhúsum.
Afhenti
trúnaðarbréf
SVERRIR Haukur Gunnlaugsson
sendiherra afhenti nýlega Mary
McAleese, forseta Írlands, trúnaðar-
bréf sitt sem sendiherra Íslands á Ír-
landi með aðsetur í London.
LEIGUMARKAÐUR BYKO var opnaður í Breiddinni í
Kópavogi á laugardagsmorgun, en á honum er til
leigu úrval áhalda og tækja. Við opnunina var margt
um manninn og sagði Bjarni Th. Bjarnason, verslunar-
stjóri Leigumarkaðarins, að viðtökurnar hefðu verið
ótrúlega góðar. „Það var stanslaus straumur allan
daginn. Það kom mjög margt fólk og það sýndi mikla
biðlund er það beið eftir afgreiðslu,“ segir hann.
Að hans sögn gekk allt mjög vel fyrir sig. Smá-
hnökrar komu þó upp í tölvukerfi, en við opnunina var
tekið í notkun nýtt leiguforrit svo aðeins var um smá-
vægilega byrjendaörðugleika að ræða. „Að öðru leyti
gekk þetta mjög vel,“ bætti hann við.
Fjölmenni
við opnun Leigu-
markaðar BYKO
Morgunblaðið/Sverrir
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
MIKIÐ annríki var hjá lögreglunni á
Höfn í Hornafirði aðfaranótt sunnu-
dags sökum mjög mikillar ölvunar
og óláta í bænum, bæði á skemmti-
stöðum og í heimahúsum. Mikið var
um pústra manna á milli en engar al-
varlegar líkamsmeiðingar, að sögn
lögreglu. Enginn gisti þó fanga-
geymslur og enginn var tekinn fyrir
ölvunarakstur.
Ölvun og
ólæti á Höfn