Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðustu sætin til Rimini þann 10. júní í eina eða 2 vikur. Kynnstu Feneyjum, Flórens, Rimini og Róm. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað á Ítalíu. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 14 sætin Stökktu til Rimini 10. júní frá kr. 39.963 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 10. júní. Alm. verð kr. 41.960. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting, skattar. Alm. verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.800. „MÉR líður æðislega vel, þetta var ævintýri lífs míns og ein besta reynsla sem ég hef upplifað,“ sagði Birgitta Haukdal, fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, við komuna til landsins í gær- kvöld. Ísland hafnaði i í 9. sæti í keppninni, sem haldin var í Riga í Lettlandi á laugardagskvöldið. Tyrk- ir báru sigur úr býtum, en úrslitin réðust ekki fyrr en þegar Slóvenía, síðasta landið, greiddi atkvæði. „Ég var ótrúlega lítið stressuð þeg- ar ég steig á sviðið. Ég var meira stressuð þegar ég kom niður af því, þá fór ég að skjálfa,“ lýsti Birgitta og sagði það frábært að hafa fengið tækifæri til að vera fulltrúi Íslands í jafnstórri keppni og Evróvisjón er. „Það var frábært að fá að syngja fyrir framan svona mikið af fólki. Ég er rosalega ánægð og mér finnst yndis- legt að þjóðin skuli hafa valið mig til að fara í þessa keppni.“ Birgitta sagði að atriðið hefði geng- ið mjög vel og hún vissi ekki til þess að neitt hefði farið úrskeiðis. Hún sagðist jafnframt ekki enn hafa feng- ið tækifæri til að horfa á keppnina aftur og bætti við að það væri næst á dagskrá. Stigagjöfin tók á taugarnar Það kom henni á óvart að Tyrkir skyldu sigra keppnina. „Mér finnst lagið mjög töff, ég er mjög sátt við það sem sigurlag, en ég var nú ekki búin að spá því fyrsta sæti. Ég var búin að sjá fyrir mér kannski Noreg eða Spán og mér fannst Írland líka flott. En þetta lag er allt öðruvísi en öll hin lögin í keppninni. Það var allt annar taktur í laginu og atriðið var mjög flott, þau áttu þetta virkilega skilið,“ sagði hún og benti á að flestir úti hefðu verið sáttir við sigurlagið. „Við fórum upp á hótel eftir keppnina og vorum þar og sungum og tröll- uðum alla nóttina og fögnuðum. Þar voru Svíar, Norðmenn og fullt af öðr- um þjóðum sem voru greinilega mjög hamingjusöm með úrslitin. En ábyggilega fóru einhverjir heim með tárin í augunum, það er bara eins og gengur og gerist. Við erum að minnsta kosti mjög sátt,“ lagði hún áherslu á. Birgitta sagði að það hefði tekið á taugarnar á meðan stigagjöfin fór fram. Hún lýsti því að mikil stemning hefði ríkt í græna herberginu. „Þar var stress og sviti. Við sáum út úr herberginu allt fólkið og heyrðum öll öskrin og fengum þetta beint í æð. Mér fannst það æðislegt að vera ekki lokuð inni í einhverju herbergi. Það er mjög ólíklegt að maður eigi eftir að upplifa svona aftur.“ Alveg til í að fara aftur Birgitta sagði að keppnin ætti eftir að þýða mikið fyrir þau. „Bara reynslan og það að kynnast nýju fólki og nýju landi, þótt við séum ekkert að fara að gera það gott í útlöndum, enda var það aldrei ætlunin, heldur ætluðum við að fara og vera landi og þjóð til sóma,“ undirstrikaði hún. Að hennar sögn kynntust þau best kepp- endunum frá Írlandi og Noregi, en sáu lítið af tyrknesku stelpunum. Hún sagði að þau hefðu nú hitt flesta keppendurna og ítrekaði hversu gam- an væri að kynnast nýju fólki frá nýj- um löndum. „Ég er að minnsta kosti mjög sátt við það hvernig okkur gekk,“ sagði hún og bætti við að hún væri alveg til í að fara aftur. Þetta hefði verið svo gaman. „En það er ekki stefnan í dag, ég held að þetta sé nóg fyrir mig í bili en eins og ég segi getur maður ekkert spáð um framtíðina,“ sagði Birgitta. Níunda sætið tryggir Íslandi þátt- tökurétt í aðalkeppninni á næsta ári, en Íslendingar hlutu 81 stig og Spán- verjar einnig. Íslendingar fengu 12 stig frá tveimur löndum og Spánverj- ar einnig, þeir fengu hins vegar 10 stig frá einni þjóð en ekki Íslendingar og hafna því í 8. sæti. Löndin tvö sem gáfu Íslandi tólf stig voru Malta og Noregur, en alls gáfu sextán lönd Ís- landi atkvæði. Íslendingar gáfu norska laginu 12 stig. AP Birgitta Haukdal steig fyrst á svið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og söng lagið „Open Your Heart“. „Ævintýri lífs míns“ EINN var með allar tölur réttar þegar dregið var í lottóinu sl. laug- ardagskvöld. Sá eða sú heppna hreppir því ríflega 6,9 milljónir króna. Vinningstölurnar voru 9, 11, 20, 24, 27 og bónustalan var 26. Vinn- ingsmiðinn var seldur í söluturnin- um Póló við Bústaðaveg í Reykjavík. Hreppti 6,9 milljónir PÉTUR Gordon Hermannsson, ný- stúdent frá Verzlunarskóla Íslands, brautskráðist með 9,7 í meðal- einkunn, en það er ein hæsta stúd- entseinkunn sem nemandi við skól- ann hefur náð, að sögn Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra VÍ. Útskriftin fór fram í Háskólabíói á laugardag og brautskráðust alls 232 nýstúdentar. Er það stærsti út- skriftarárgangur skólans til þessa, að sögn Þorvarðar. Á meðfylgjandi mynd er Pétur, dúx skólans, á milli Þorvarðar og Ingu Rósu Sigursteinsdóttur, eigin- konu Þorvarðar. Ljósmynd/Jóhannes Long Stærsti útskriftar- árgangur VÍ LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði tíu ökumenn grunaða um ölvun frá miðnætti í fyrrinótt þar til í gær- morgun. Engin slys urðu þó af völd- um ölvunaraksturs í höfuðborginni um nóttina. Aðfaranótt sunnudags var mjög erilsöm hjá lögreglunni og þurftu lögreglumenn að sinna mörg- um kvörtunum vegna hávaða í heimahúsum í tengslum við veislu- höld. Ölvun var nokkuð áberandi í borginni. Þá voru þrír teknir ölvaðir við akstur í Kópavogi frá því klukkan þrjú í fyrrinótt. Mikill erill var hjá lögreglunni í Kópavogi vegna kvart- ana yfir hávaða í heimahúsum. Einn ökumaður var stöðvaður í Hafnar- firði, grunaður um ölvun. Erilsamt var hjá hafnfirskum lögreglumönn- um einkum vegna kvartana yfir há- vaða í heimahúsum. Ölvunar- akstur og hávaði ♦ ♦ ♦ 1. Tyrkland 2. Belgía 3. Rússland 4. Noregur 5. Svíþjóð 6. Austurríki 7. Pólland 8. Spánn 9. Ísland 10. Rúmenía 11. Írland 12. Þýskaland 13. Holland 14. Úkraína 15. Króatía 16. Bosnía-Hersegóvína 17. Grikkland 18. Frakkland 19. Ísrael 20. Kýpur 21. Eistland 22. Portúgal 23. Slóvenía 24. Lettland 25. Malta 26. Bretland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.