Morgunblaðið - 26.05.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 141. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Myrkvuð
sól
Stjarnfræðinga drífur að vegna
sólmyrkva 31. maí Fréttir 6
Fréttamenn
framtíðar?
Nemar í Varmalandsskóla
fóru á stúfana Fréttir 27
Fyrsti
sigurinn
Heiðar Davíð Bragason slær um
sig á golfvellinum Íþróttir 12
STJÓRN Ísraels samþykkti naum-
lega í gær svonefndan Vegvísi til
friðar sem gerir ráð fyrir stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínu árið 2005.
Vegvísirinn var samþykktur með
12 atkvæðum gegn sjö en fjórir
sátu hjá. Stjórnin samþykkti einnig
ályktun um að ekki kæmi til greina
að leyfa palestínsku flóttafólki að
snúa aftur til svæða, sem það flúði
við stofnun Ísraelsríkis fyrir
rúmum 50 árum. Hafa Palestínu-
menn þegar fordæmt þessa afstöðu
Ísraelsstjórnar.
Þrátt fyrir að enginn einhugur
hafi ríkt um Vegvísinn er þetta í
fyrsta skipti sem ísraelsk ríkis-
stjórn hefur formlega viðurkennt
rétt Palestínumanna til stofnunar
sjálfstæðs ríkis. Samþykkt álykt-
unar er varðar rétt 3,7 milljóna Pal-
estínumanna og afkomenda þeirra
til að snúa aftur til svæða, sem þeir
rýmdu 1948–1949, er þó talin munu
geta sett strik í reikninginn.
„Það fullnægir ekki að Ísrael
samþykki Vegvísinn ef það er með
fyrirvörum. Við viljum að þeir sam-
þykki Vegvísinn án skilyrða – líkt
og Palestínumenn – en setji ekki
fyrirvara,“ sagði Nabil Abu
Rudeina, ráðgjafi Yassers Arafats,
leiðtoga Palestínumanna.
Kom fram í máli palestínsks
embættismanns að þrátt fyrir
fyrirvara Ísraela myndi Mahmud
Abbas, forsætisráðherra Palestínu-
manna, hitta Sharon á fundi í dag,
mánudag, „til að ræða hvernig
vinna megi að því að hrinda efni
Vegvísisins í framkvæmd“.
Sharon lýsti fyrir helgi yfir
stuðningi við Vegvísinn eftir mik-
inn þrýsting Bandaríkjamanna.
Palestínumenn samþykktu friðar-
áætlunina í apríl en Ísraelar hafa
farið fram á miklar breytingar á
henni. Bandarísk yfirvöld sögðu á
föstudag að kröfur Ísraela yrðu
skoðaðar en jafnframt yrðu engar
breytingar gerðar á Vegvísinum.
„Skásti kosturinn“ í stöðunni
Mun Sharon hafa sagt ráðherr-
um í stjórn sinni á fundinum í gær,
sem var að sögn stormasamur, að
hann væri ekki sjálfur fullsáttur við
Vegvísinn. „Mér líkar Vegvísirinn
ekki heldur, en hann er skásti kost-
urinn,“ var haft eftir Sharon.
Ríkisstjórn Ísraels
samþykkir Vegvísinn
Jerúsalem. AFP.
MISHEPPNUÐ tilraun bresku leyniþjónustunn-
ar, MI5, til að leggja gildru fyrir þýska orustu-
skipið Tirpitz undan ströndum Íslands sumarið
1942 olli því að tuttugu og fjögur flutningaskip
urðu kafbátum og flugvélum þýska hersins auð-
veld bráð undan norðurströnd Rússlands og 153
sjómenn biðu bana. Aðgangur hefur nú verið
leyfður í Bretlandi að skjölum sem rekja þessa
sögu en af þeim má ráða að Bretar hafi grunað
gagnnjósnara sinn á Íslandi, Ib Árnason Riis, um
að hafa borið ábyrgð á því hvernig fór.
Frá þessu er sagt í breska blaðinu The Sunday
Times í gær, en Ib vísar fullyrðingum blaðsins á
bug í samtali við Morgunblaðið. Í frásögn The
Sunday Times er m.a. fjallað um þátt Ibs en hann
var gagnnjósnari Breta á Íslandi 1942–1945. Saga
Ibs hefur verið rakin í bók Ásgeirs Guðmunds-
sonar, Gagnnjósnari Breta á Íslandi, sem kom út
hér á landi árið 1991. Ib er fæddur og uppalinn í
Kaupmannahöfn en var íslenskur ríkisborgari er
þessir atburðir áttu sér stað. Hann kom hingað til
lands með þýskum kafbáti árið 1942 á vegum
þýsku leyniþjónustunnar en gaf sig strax fram við
bresku hernaðaryfirvöldin í landinu. Þau notuðu
hann sem gagnnjósnara undir dulnefninu Cob-
web.
Komust á snoðir um gildruna
The Sunday Times segir að gögn úr Þjóðskjala-
safninu í London, sem nú hefur verið veittur að-
gangur að, sýni að Ib hafi verið fenginn til að koma
upplýsingum til Þjóðverja um ferðir 35 skipa, sem
voru á leið yfir hafið frá Bandaríkjunum í skipa-
lest. Var ætlunin að lokka Þjóðverja til að senda á
staðinn 50 þúsund tonna orustuskip sitt, Tirpitz,
en það hafði reynst skipalestunum úr vesturheimi
óþægur ljár í þúfu. Átti að blekkja Þjóðverjana til
að halda að skipalestin nyti lítillar sem engrar her-
verndar. Skipalestin átti að hörfa í var við Ísland
en þar myndi breski flotinn í öllu sínu veldi bíða og
ráðast gegn Tirpitz.
Þjóðverjar komust hins vegar á snoðir um gildr-
una og fengu veður af því að skipalestin frá Banda-
ríkjunum væri vel varin, að sögn The Sunday Tim-
es. Tirpitz hélt því aftur til hafnar. Skipalestin hélt
hins vegar áfram austur um haf og naut fljótlega
ekki lengur verndar breska flotans, sem hélt á
önnur mið. Taldi Sir Dudley Pound aðmíráll, yfir-
maður breska flotans, víst að Tirpitz myndi ráðast
gegn skipalestinni þegar austar væri komið og
fyrirskipaði hann því að skipin 35 skyldu dreifa
sér. Undan norðurströnd Rússlands urðu tuttugu
og fjögur þeirra aftur á móti kafbátum og flug-
vélum Þjóðverja að bráð, sem fyrr segir.
Kemur fram í bresku skjölunum að Bretarnir
höfðu Ib grunaðan um að hafa varað Þjóðverja við.
Meðal annars þótti Bretunum grunsamlegt að
Þjóðverjar skyldu hafa komist á snoðir um þrjú
atriði sem snertu ferðir skipalestarinnar, en Ib
hafði verið falið að segja þeim til um eitt þessara
atriða. Er sagt um Ib í skjölunum að hann sé „lík-
lega ekki eins mikill andstæðingur nasista og við
erum“.
Bretar grunuðu íslenskan
gagnnjósnara sinn um svik
Einfaldlega
að leita að
blóraböggli
IB Árnason Riis, sem er 88 ára og
býr í Kaliforníu, hafnar því alfarið
í samtali við Morgunblaðið að
hafa sagt Þjóð-
verjum of mikið
um ferðir skipa-
lestarinnar, sem
sagt er frá í The
Sunday Times í
gær, og þannig
valdið skips-
skaðanum, sem
er sagður einn
sá mesti sem
Bretar máttu
þola í seinni heimsstyrjöld. Ib seg-
ist enga hugmynd hafa haft um
efni skeytisins sem hann var lát-
inn síma Þjóðverjum á sínum
tíma.
Hyggst krefjast skýringa
hjá bresku leyniþjónustunni
„Þegar ég fékk skilaboðin [sem
átti að senda Þjóðverjum til að
gabba þá] voru þau þegar á dul-
máli,“ segir Ib. „Ég man eftir
þessu skeyti en ég vissi ekki um
efni þess fyrr en eftir stríð. Ég
gerði aðeins það sem mér var sagt
að gera, ég var beðinn um að
senda þessi skilaboð [til Þjóðverja]
og það gerði ég,“ segir hann.
Ib segir að aðeins þrisvar hafi
Bretar fengið honum skilaboð til
að senda sem þegar var búið að
snúa á dulmál. Enn viti hann ekki
um hvað hin tvenn skilaboðin
fjölluðu.
Þá segir Ib að umsjónarmaður
sinn á Íslandi, leyniþjónustumað-
urinn Harold Blyth, hafi eins og
alltaf verið við hlið hans er hann
sendi skilaboðin. Hann segist
munu skrifa bresku leyni-
þjónustunni og óska skýringa á
þessum fréttum. „Ég held að
menn séu einfaldlega að leita að
blóraböggli,“ segir Ib.
Ib Árnason Riis
NESTOR Kirchner sór í gær embættiseið
sem forseti Argentínu en hann er sjötti for-
seti landsins á aðeins átján mánuðum. Hét
hann því í ræðu sem hann flutti við inn-
setningarathöfnina í gær að takast á við
þann mikla efnahagsvanda sem nú steðjar
að í Argentínu. Kirchner fékk aðeins 22%
atkvæða í forsetakosningunum fyrir mán-
uði en Carlos Menem fékk 24,3%. Kjósa átti
á milli þeirra 18. maí sl. en Menem dró sig í
hlé nokkrum dögum áður þegar ljóst var
orðið að Kirchner myndi vinna.
Fjölmargir stuðningsmanna Kirchners
fögnuðu embættistökunni með honum í
gær, eins og sjá má á myndinni. Meðal
þeirra sem voru viðstaddir athöfnina voru
Fidel Castro, forseti Kúbu, Luiz Inacio
Lula da Silva, forseti Brasilíu, og Hugo
Chavez, forseti Venesúela.
Kirchner sver
embættiseið
AP
MYNDIN Fíll hlaut Gullpálmann sem
besta myndin og Gus van Sant fékk
Gullpálma fyrir leikstjórn myndar-
innar á lokaathöfn kvikmyndahátíð-
arinnar í Cannes í gærkvöldi.
Að mati blaðamanna og annarra
sem sótt hafa hátíðina í Cannes árum
saman þóttu fáar myndir eiga verð-
laun skilin og margar hreinlega ekki
sýningarhæfar á hátíð sem þessari.
Tilþrifalítið
í Cannes
Gullpálminn/30
Jeanne Moreau og Wim Wenders.
Cannes. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins