Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 23 ✝ Áslaug SvavaIngimundardótt- ir fæddist í Efri-Gróf í Villingaholtshreppi 10. febr. 1928. Hún lést í Landspítala Landakoti 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Guðlaug Sigfús- dóttir, f. í Sauðholti í Holtum 19. júní 1894, d. 29. mars 1978, og Ingimundur Guð- mundsson bóndi, f. í Raftholti 14. des. 1882, d. 24. okt. 1951. Systkini Áslaugar Svövu eru: Sig- fús, f. 8. júlí 1922, Bjarnveig, f. 26. mars 1924, Einar, f. 30. apríl 1926, Kristín, f. 5. júlí 1929, d. 11. mars 1995, og Þórarinn, f. 11. nóv. 1933. Áslaug Svava giftist 17. okt. 1963 Guðmundi Ásgeirssyni hafn- arverkamanni, f. 24. sept. 1920, d. 30. júní 1978. Guðmundur var son- ur Davíðs Ásgeirs Bjarnasonar, sjómanns á Ísafirði, f. 9. júní 1878, d. 28. ágúst 1926, og konu hans, Jóhönnu Amalíu Jónsdóttur ljós- móður, f. 7. okt. 1885, d. 23. ágúst 1963. Börn Áslaugar Svövu og Guðmundar eru: 1) Ásgeir, f. 2. júní 1946; 2) Guðlaug Þórdís, f. 9. apríl 1948, fyrrverandi maki Guð- mundur Guðmundsson, f. 27. mars 1947. Börn þeirra eru: a) Þorgerð- ur Guðný, f. 6. des. 1970, b)Elva Björk, f. 18. ágúst 1975, og c) Guð- mundur Geir, f. 11. júlí 1978, d. 22. mars 1993. Sam- býlismaður Guðlaug- ar er Magnús Matth- íasson, f. 7. júlí 1946; 3) Jóhanna Elín, f. 1. ágúst 1950, fyrrver- andi maki Gunnar Bílddal Skarphéð- insson, f. 19. febr. 1949. Börn þeirra eru: a) Úlfar, f. 2. okt. 1970, b) Arnar, f. 25. sept. 1971, og c) Áslaug Lovísa, f. 19. júlí 1979; 4) Guðný, f. 11. ágúst 1953, maki Hermann Guð- mundsson, f. 23. sept. 1952. Börn þeirra eru: a) Birgir, f. 6. okt. 1970, b) Vignir, f. 2. sept. 1973, og c) Ómar, f. 16. des. 1978; 5) Flosi, f. 22. mars 1958, fyrrverandi maki Ingibjörg Briem, f. 24. febr. 1957. Fyrrverandi sambýliskona Flosa er Bergþóra Jónsdóttir, f. 24. sept. 1958. Dóttir þeirra er Úlfhildur, f. 12. apríl 1988; 6) Svavar, f. 13. febr. 1963. Áslaug Svava fluttist til Reykja- víkur árið 1946 og var búsett þar til dauðadags, lengst af í Heiðar- gerði 29. Auk húsmóðurstarfa sinnti hún blaðburði um margra ára skeið. Ferðalög voru helsta áhugamál hennar enda ferðaðist hún víða um heim. Útför Áslaugar Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Áslaug Svava Ingimundardóttir, fyrrum tengdamóðir mín, er látin eft- ir erfið veikindi. Mér fannst ég þekkja Áslaugu áður en leiðir okkar lágu saman. Á ung- lingsárum mínum gekk hún undir nafninu Þjóðviljakonan í hverfinu mínu, þar sem hún bar út blöð. Þetta var hressileg og hávaxin kona á miðjum aldri, óvenju örugg í fasi og gekk rösklega, svo eftir var tekið. Hún kom líka jafn ákveðnum skrefum niður götuna að rukka og þá var viss- ara að sækja peninginn strax, því hún var ekki hrifin af því að þurfa að bíða eða koma aftur. Sumum þótti Þjóð- viljakonan stundum heldur hvöss, en atferli hennar benti til þess að henni lægi á, hún þyrfti að fara víða. Það kom á daginn að svo var. Í öðrum hluta hverfisins var hún nefninlega líka Tímakonan og í enn öðrum Moggakonan. Áslaug hafði atvinnu af því að bera út dagblöðin í Gerðin, lengst af Morgunblaðið, sem hún bar út framundir sjötugt. Það er sjónar- sviptir að henni í hverfinu, – hún þekkti fólk í nær hverju húsi í Heiðar- gerði og Stóragerði og fólk þekkti hana. Leiðir okkar lágu saman þegar ég kynntist Flosa syni hennar. Ég var svolítið vör um mig í fyrstu, – fann að hún var það líka, – ég vissi ekki hvern- ig þessi ákveðna kona tæki þessum stelpugemlingi. En þess var ekki langt að bíða að við værum orðnar mestu mátar. Hún reyndist ekkert lík þeirri mynd sem ég hafði gert mér af henni. Hún var hlý og elskuleg og ein- staklega viðræðugóð. Ég lærði sitt- hvað um lífið við að tala við hana. Hún ólst upp í fátækt og fór ung að búa með manni sínum, Guðmundi Ás- geirssyni, og eignaðist með honum sex börn. Guðmundur lést um aldur fram árið 1978. Þau voru frumbyggj- ar í Heiðargerðinu, byggðu þar hús þrátt fyrir kröpp kjör. Það var gert með því að steypa fyrst múrsteina í mót og byggja svo. Til að byrja með höfðu þau leigjendur í hluta hússins, til að létta sér byrðina af bygging- unni. Áslaug trúði mér fyrir því að hún hefði viljað læra eitthvað í mynd- list hefði hún átt þess kost, en aðstæð- ur hennar komu í veg fyrir að svo gæti orðið. Guðmundur var hafnar- verkamaður og sjálf vann hún ýmis störf, við heimilishjálp, prjónaskap og blaðburð svo eitthvað sé nefnt. Lopa- peysur hennar voru einstaklega fal- legar og vandaðar og spruttu fram af prjónum hennar á ótrúlegum hraða. Þar fann hún farveg fyrir myndlist- arhæfileikana, þeir fengu að njóta sín í mynsturgerð og næmu auga hennar fyrir litavali. Peysurnar seldi hún í Rammagerðina, Thorvaldsens basar og víðar. Það kann ýmsum að þykja það lítil- mótlegt lifibrauð sem hafa má af blað- burði og prjónaskap. Áslaug átti þó ekki í nokkrum vandræðum með að láta það duga sér. Hún var sparsöm og nýtin en veitti sér þó þann munað sem flestir samferðamenn hennar öf- unduðu hana af. Frá miðjum aldri gerði hún gjörvallan heiminn að sín- um og ferðaðist til fleiri landa en víðförulustu Íslendingar geta státað af. Það má kannski segja að ferðalög hennar hafi að einhverju leyti komið í stað þess skólanáms sem hún fór á mis við. Hún fór ótal sinnum í „venju- leg“ ferðalög; til Evrópulanda og á sólarstrendur. Best gæti ég trúað að hún hafi verið búin að heimsækja flestöll lönd Evrópu. En hún lét ekki þar við sitja. Hún fór til Indlands þar sem hún lenti í ótrúlegum ævintýrum og varð að flýja hótel sitt um miðja nótt vegna vopnaðra átaka. Á Sikiley varð hún vitni að starfsemi vasaþjófa sem herjuðu á samferðafólk hennar og var meir en lítið sposk þegar hún sagði frá því að hún hefði ekki látið þá hafa neitt af sér. Það var líka gaman að heyra hana segja frá töfrum Pét- ursborgar. Meðal annarra fjarlægra staða sem hún sótti heim voru lönd Austur-Asíu; hún sigldi um Karíba- hafið með viðkomu í löndunum þar og Bandaríkjunum. Það er ekki hvaða manneskja sem er, komin á sjötugs aldur, sem legst í slíkar reisur ein. Síðasta stórreisan hennar var fyrir rúmum tveimur árum, til Sýrlands. Af þeirri ferð hafði hún mikla ánægju. Það lýsir best fordómaleysi hennar og fróðleiksfýsn hvað hún naut þess að kynnast fólki á framandi slóðum, lifn- aðarháttum þess og menningu. Hún naut þess þó líka að vera stundum venjulegur „túristi“ sem gerir góð kaup í útlöndum, því oftar en ekki kom hún heim hlaðin gjöfum handa börnum og barnabörnum. Hún var líka ráðsnjöll á því sviði, lét tvívegis klæðskerasauma föt á syni sína í Tælandsferðum og keypti sér forláta minkapels á spottprís í Grikklandi með því að prútta á íslensku við græskulausan Grikkjann. Trier var ein af uppáhaldsborgum hennar. Þangað var stutt að fara meðan enn var flogið til Lúxemborgar, þar þekkti hún hverja búð en fannst líka mikið koma til þeirra miðaldaminja sem þar var að sjá. Þótt baslið hér heima hafi sennilega oft verið henni erfitt var hún líka víðförul heimskona, sem vílaði ekki fyrir sér að leggja lykkju á leið sína til að skoða það sem henni þótti forvitnilegast á hverjum stað. Áslaug var góð heim að sækja og bauð okkur litlu fjölskyldunni oft í mat. Hún leit líka oft inn til okkar til að fá sér kaffisopa og rabba um dag- inn og veginn. Það verður æ sjaldgæf- ara að fólk gefi sér tíma til svoleiðis samfunda. Hún hélt þann góða sið að bjóða niðjum sínum til súkku- laðidrykkju á jóladag og pönnukök- urnar hennar voru hreint lostæti. Ég á það henni að þakka að hafa ein- hverja hugmynd um hvernig slátur er gert; – hún tók mig í tíma í þeirri kúnst. Þótt leiðir okkar Flosa skildu var hún mér ætíð jafn góð. Úlfhildi dóttur okkar var hún einstök amma. Það getur varla hugsast betri fyrirmynd fyrir telpu, en amma sem er í senn góða gamaldags amman sem prjónar leista og peysur á barnabörnin sín og sjálfstæð heimskona sem flakkar ein um álfurnar eins og unglamb sem þyrstir í betri sýn á heiminn. Áslaug var nýkomin heim úr utan- landsreisu í haust þegar hún veiktist af lungnabólgu. Það gekk illa að ráða niðurlögum sjúkdómsins og oft þótti mér sem kallið hlyti að vera komið. Nú undir vorið hresstist hún talsvert og til stóð að hefja endurhæfingu og sjúkraþjálfun. Henni sló niður á ný og líkaminn var orðinn of máttvana til að ráða við enn eitt bakslagið. Nokkrum dögum fyrir andlát hennar sátum við saman og ég fann að hún var bæði þreytt og vonlítil. Ferðin stóra var senn á enda. Nú hefur Áslaug fengið hvíldina. Ég mun sakna hennar sárt. Bergþóra Jónsdóttir. ÁSLAUG SVAVA INGIMUNDAR- DÓTTIR ✝ Njörður Hall-dórsson Snæ- hólm, fyrrverandi yf- irlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, fæddist hinn 4. júlí árið 1917 að Sneis í Laxárdal, A-Húnavatnssýslu. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð að kveldi 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Halldór Halldórsson Snæhólm búfræðing- ur, f. 23. september 1886 á Auðkúlu í A-Húnavatns- sýslu, d. 28. nóvember 1964, og Elín Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 10. apríl 1894 í Hnífsdal, d. 6. apr- íl 1988. Fyrstu árin bjó Njörður að Sneis en fluttist svo til Blönduóss og síðar til Akureyrar með foreldrum sínum og systkinum þar sem þau bjuggu í Glerárþorpi. Systkini Njarðar voru Alda Snæhólm Ein- arsson listamaður, f. 8. apríl 1916, d. 5. október 2002, Kristín Ingi- björg Snæhólm Hansen fyrrum yf- irflugfreyja, f. 23. apríl 1921, d. 21. janúar 1996, Guðmundur Halldór Snæhólm rafvirki, f. 27. mars 1928, kona hans er Sunneva Guðjónsdótt- ir Snæhólm, f. 18. september 1936, og Edda Snæhólm fyrrverandi flugfreyja, f. 3. september 1932. Tveir synir Halldórs og Elínar lét- ust í bernsku. Hinn 28. júlí 1939 gekk Njörður að eiga Magnhild Hopen Snæhólm húsmóður, f. 27. júní 1911, d. 3. mars 1992, frá Leinstrand við Þrándheim í Noregi. Þau eignuðust tvö börn: 1) Harald, flugstjóri hjá aðsskólann á Laugarvatni. Árið 1937 fór hann til Noregs og innrit- aðist þar í Norsk Aeroklub í Ósló og lauk þar B-prófi í svifflugi. Hann lauk A-flugprófi hjá Wideröes flyveselskap í Ósló árið 1939 og nam herfræði og siglingafræði í Kanada árin 1940–1941. Árið 1943 tók hann lögreglu- og liðsforingja- námskeið í Toronto og lögregl- unámskeið í Reykjavík árið 1947. Hann lauk bréfanámskeiði í lög- reglufræðum hjá Institute of Applied Science í Chicago 1948. Njörður fór til Noregs árið 1937 og vann þar að sveitastörfum til ársins 1940 þegar hann sneri aftur heim til Íslands. Árið 1940 sigldi hann til Kanada þar sem hann gekk í norska flugherinn og fór í flugskóla í Toronto þar til hann var sendur til Íslands árið 1941 og gerðist lög- reglustjóri í 330. flugsveit Konung- lega norska flughersins í Nauthóls- vík allt til ársins 1945 en lögreglu- stjóri sömu flugsveitar á Sola- flugvelli við Stavanger. Hann gerð- ist lögreglumaður í Reykjavík 1946 og rannsóknarlögreglumaður árið 1950, varð varðstjóri hjá rannsókn- arlögreglunni árið 1961, aðalvarð- stjóri 1969 og deildarstjóri 1976. Hann varð yfirrannsóknarlög- regluþjónn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins árið 1977, þegar hún tók fyrst til starfa, og til ársins 1984 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Njörður sat í stjórn Skot- félags Reykjavíkur 1954–1957, í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur 1954–1957 og í stjórn Svifflug- félags Íslands í tíu ár. Nirði hlotn- aðist Minningarorða Hákonar VII, þáverandi Noregskonungs, árið 1942 og Norska stríðsorðan ásamt heiðursskjali frá Ólafi krónprinsi Noregs árið 1945. Hann skrifaði bókina Á kafbátaveiðum árið 1949. Útför Njarðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Icelandair, f. 25. júní 1939, kvæntur Þór- unni Hafstein, BA, f. 5. október 1945. Börn þeirra eru: a) Jón Kristinn, MA, f. 31. maí 1967, kvæntur Odd- nýju Halldórsdóttur flugfreyju, f. 25. júlí 1967; börn þeirra eru Þórunn Soffía, f. 3. febrúar 1998, og Fann- ar Alexander, f. 14. október 1999. b) Njörður Ingi, MA, f. 15. október 1969, kvæntur Írisi Mjöll Gylfadóttur, BS; dóttir þeirra er Elma Sól og eiga þau von á öðru barni sínu í næsta mánuði. 2) Vera BA, f. 28. júlí 1946, var gift Gylfa Hjálmarssyni prentara, f. 13. jan- úar 1944. d. 20. febrúar 1994. Börn þeirra eru a) Magnhild, skrifstofu- stjóri í Toronto, f. 26. ágúst 1966, maki Brent Dunnett símtæknifræð- ingur; börn þeirra eru Kristín Alda, f. 30. nóvember 1994, og Eiríkur Þór, f. 10. nóvember 1996. b) Gylfi Örn, f. 27. júlí 1968, d. 29. júlí 1968. c) Vera Ósk, skrifstofustjóri í Tor- onto, f. 29. ágúst 1969, var gift Paul Evans auglýsingahönnuði. Sonur þeirra er Kristján Tosh, f. 21. júlí 1998. Eiginmaður Veru er Elías Ragnar Gissurarson flugumferðar- stjóri, f. 27. september 1945. Á síð- ustu árum átti Njörður góðan ferðafélaga og vin í Kristjönu Ágústsdóttur, f. 27. desember 1920, sem búsett var í Búðardal en dvelst nú á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík. Njörður stundaði nám við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og Hér- Elskulegur tengdafaðir minn og traustur vinur er látinn. Í tæp fjöru- tíu ár hef ég notið handleiðslu hans, stuðnings og félagsskapar sem ég met meira en orð fá lýst. Sonum mínum og sínum eigin börnum reyndist hann einnig hinn besti lærifaðir sem ávallt stóð eins og klettur við hlið þeirra á lífsleiðinni. Samheldni fjölskyldunnar var ein- stök. Hann átti sér „brynju“ sem varði hann allt frá því hann var lítill og aleinn strákur í sveit þar sem besti vinurinn var hesturinn á bænum. Þessi brynja var þó ekki alveg skot- held því fyrir innan sló stórt og hlýtt hjarta sem allir fengu notið þegar á reyndi. Njörður var dverghagur og eftir hann liggja fágætir munir sem hann dundaði sér við að skapa í frí- stundunum, sem ekki voru margar, því aldrei mátti verk úr hendi falla. Lífið var vinna! Gamalt hús vestur á fjörðum stendur hnípið þar sem styrkasta stoðin er fallin en það mun halda velli og standa stolt eft- irleiðis vegna umhyggjusamra og lipurra handa endurreisnarans. Tengdaforeldrar mínir voru að mínu mati einstakar persónur. Heimili þeirra stóð alltaf opið fyrir stórum sem smáum og ekki fóru þau í manngreinarálit. Aldrei skorti neitt á gestrisnina þótt fjárhagurinn væri ekki alltaf sterkur. Njörður var það sem hann var, enginn fór í grafgötur um það. Hann var góður heimilisfaðir, afi, langafi, hermaður, flugmaður, völundur og lögreglumaður; sannkallað gull af manni – og eins og góður fjölskyldu- vinur sagði svo réttilega: „Með hon- um er genginn einn af þessum gömlu, íslensku hetjum.“ Tengda- faðir minn var sannarlega einn af málsvörum hinna gömlu og góðu gilda sem í dag eiga svo í vök að verjast. Tæp fjörutíu ár er langur tími og allar þær minningar, sem hrannast upp við andlát þessa vinar míns, ein- kennast af skemmtilegum og litrík- um félagsskap sem ég sakna með trega. Ég er stolt af því að mér hafi hlotnast þau forréttindi að vera tengdadóttir hans og kveð hann með einlægri virðingu og þökk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórunn Hafstein. Við fráfall Njarðar Snæhólm, fyrrum yfirlögregluþjóns við rann- sóknarlögreglu ríkisins, sækja margar minningar á hugann um samstarf okkar Njarðar um árabil við þá stofnun. Minnist ég enn við- ræðna minna við þáverandi dóms- málaráðherra, Ólaf Jóhannesson, um tillögu mína þess efnis að Njörð- ur yrði skipaður yfirlögregluþjónn RLR. Ég hafði þá þegar kynnst störfum Njarðar sem aðalvarðstjóra og deildarstjóra hjá rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík, þar sem hann naut mikils trausts. Kom fljótlega í ljós, að skipun Njarðar í þessa mikilvægu stöðu var mikið lán fyrir hina nýju stofnun, sem falin voru rannsókn í hinum alvarlegustu saka- málum. Varð hann vinsæll og vel virtur meðal rannsóknarlögreglu- manna RLR. Framlag hans til skipulagningar og mótunar hinna margvíslegu starfa RLR var ákaf- lega mikilvægt, og naut ég góðs af mikilli þekkingu og margháttaðri reynslu hans á þessu sviði. En það var ekki aðeins starfsreynsla hans og staðgóð þekking á lögreglumál- um sem hér kom til heldur einnig aðrir mannkostir hans, sem fóru ekki fram hjá neinum, sem honum kynntust. Hjartahlýja hans, virðing fyrir samborgurum og léttlyndi hverju sem á gekk snart okkur öll. Veit ég að margir minnast þess hvernig hann tók þátt í sorgum ann- arra, er slys eða aðrar ófarir dundu yfir og lagði þannig sitt af mörkum til að lina þjáningar. Við upprifjun á lögreglumálum hin seinni ár hefur fórnfúst starf rannsóknarlögreglumanna RLR ekki verið getið eða virt sem skyldi. Er hlutur Njarðar í því fórnfúsa starfi stór. Veit ég, að ég mæli fyrir munn okkar starfsfélaga hans hjá RLR, að við minnumst öll Njarðar Snæhólm með virðingu og þökk. Ástvinum Njarðar sendum við Erla okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hallvarður Einvarðsson. NJÖRÐUR H. SNÆHÓLM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.